Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjópróf vegna atburða við Svalbarða er Drangey og Senja lentu næstum í árekstri Norðmenn bera fyrir si g skerta stjórnhæfni SKIPSTJÓRI og stýrimaður Drangeyjar SK 1 telja að skipstjóri norska strandgæsluskipsins Senja hafi brotið alþjóðlegar siglingareglur með því að halda því fram að skipið hefði takmarkaða stjórnhæfni eftir að litlu munaði að skipin rækjust saman á Svalbarðasvæðinu. Hvorugur tók eftir ljósum til merkis um takmarkaða stjómhæfni á skipinu. Af siglingu skipsins hafi heldur ekki mátt ráða takmarkaða getu þess. Upplýsingarnar komu fram í sjó- prófum á Akureyri vegna afskipta norsku strandgæslunnar af Blika EA 12, Hegranesi SK 2 og Drang- ey SK 1 við Svalbarða. Fulltrúa norska sendiráðsins var boðið að sækja sjóprófið. Því var hafnað á þeirri forsendu að fýrirvari væri skammur. Erindið þyrfti að fara fyrir norska utanríkisráðuneytið og yrði ekki afgreitt í tæka tíð. Skip- stjórar Blika og Hegraness lögðu fram ítarlegar skýrslur máli sínu til stuðnings í réttinum. Ennfremur var sýnt myndband og leikin hljóð- upptaka. Bjöm Jónasson, skipstjóri Drangeyjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir að litlu mun- aði að strandgæsluskipið Senja sigldi á skipið hefði Gestur Matthí- asson, skipstjóri Blika, haft sam- band við norska skipstjórann. „Gestur sagði að hann væri að btjóta alþjóðlegar siglingareglur. Samráð á næstunni ALLAR líkur eru nú á að sam- ráðsviðræður milli embættis- manna íslands og Noregs um sameiginleg sjávarútvegsmál landanna hefjist á næstunni. Á seinustu dögum hafa farið fram óformleg samtöl milli emb- ættismanna um möguleikana á að koma á sameiginlegum fundi milli fulltrúa ríkjanna og eru nú allar líkur á að samráðsviðræður heQist innan fárra daga. Almennt um sjávarútveg Ríkisstjórninni bárust boð frá norska sjávarútvegsráðuneytinu í byijun vikunnar um að Norð- menn væru tilbúnir til þess að eiga samráðsviðræður við ís- lendinga um stöðu mála miili þjóðanna. Umræðumar munu snúast um samskipti ríkjanna á sviði sjávarútvegsmála almennt en umræðuefnið verður ekki af- markað við deilu þjóðanna um veiðar í Smugunni og við Sval- barða. Hann svaraði því þá til að ef við hefðum horft á hann hefðum við átt að sjá ljós sem sýndu takmark- aða stjómhæfni. Ef einhver slys hefðu orðið værum við sjálfir ábyrg- ir því við hefðum átt að forðast þá. En við sáum engin ljós. Að vísu var bjart svo erfítt hefði verið að sjá þau,“ sagði Bjöm. Hann sagðist ekki vita til þess að skipið hefði haft forsendur til að hafa ljós af þessu tagi. Sömu sögu sagði Haf- steinn Haraldsson, stýrimaður, og hann sagðist ekki hafa tekið eftir neinu því á siglingu skipsins sem gæfí til kynna takmarkaða stjóm- hæfni. Glæfraleg sigling Gestur Matthíasson sagði í skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í gær að Nornen, skip norsku Strandgæslunnar, hefði sýnt glæfralega siglingu og oftar en einu sinni hefði munað litlu að skipin lentu saman. Hann sagðist hafa kallað mörgum sinnum í skipstjór- ann á Nornen á neyðarlínu, en hann hefði ekki svarað kalli. Gestur sagði það sitt mat, að háttalag norska skipsins hefði skapað stórhættu fyrir sitt skip og mannskap. Nomen hefði margbrotið siglingareglur. Nomen náði að klippa á báða togvíra Blika. Skipið gerði fimm tilraunir til að klippa áður en það tókst. Bliki lenti einnig í hörðum átökum við strandgæsluskipið Senju þegar Bliki reyndi að koma í veg fyrir að Senja næði að skera trollið aftan úr togaranum Má. Senja náði að lokum að skera á annan togvírinn og þá dró Bliki sig í hlé, enda mat Gestur stöðuna svo að Senja myndi ekki hika við að sigla á skipið. Móttaka á Sauðárkóki Á milli 200 og 300 manns tóku á móti skipveijum á Drangey þegar hún lagðist að bryggju á Sauðár- króki í gær. Áhöfninni vom færð blóm og minjagripir frá útgerðinni. Dansað var á hafnarbakkanum og björgunarsveitarmenn settu á svið eins konar Flóabardaga, þar sem barist var á gúmmíbátum. ■ Átökin við Svalbarða/6 Viðskiptaráðherra Ánægður með þá sátt sem náðist SIGHVATUR Björgvinsson við- skiptaráðherra er ánægður með það samkomulag, sem náðist um að halda hluthafafund í Stöð 2 hinn 2. júlí nk. „Það hefur tekist þarna fyrir tilstilli viðskiptaráðuneytisins samkomulag á milli þeirra aðila, sem deildu um tilhögun fundarins. Það verður boðað til hans af formanni núverandi stjórnar og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sighvat- ur. „Ég er enginn dómari í þessum máíum,“ bætti Sighvatur yið, „en hins vegar kannast ég við Ingimund Sigfússon formann stjórnarinnar og þekki hann sem heiðarlegan og gegnan kaupsýslumann og ber fullt traust til hans. Ég vona bara að þessum deilum, sem þarna voru, sé lokið og að sjónvarpsstöðin geti tek- ist á við þau verkefni, sem hún þarf að sinna og gert það vel. En ég ítreka það, að ég vil ekki dæma um þau mál, sem þarna var ágrein- ingur um. Sjálfsagt hafa báðir haft sitthvað til síns máls, en ég er mjög ánægður með að þessi sátt komst á.“ Norsku klippumar GESTUR Matthíasson, skip- stjóri á Blika, útskýrir fyrir dómurum í Héraðsdómi Norð- urlands eystra myndband sem tekið var af athöfnum norsku Strandgæslunnar. Á myndinni til hliðar skoða dómararnir í réttinum, þeir Gunnar Arason og Ásgeir Pétur Ásgeirsson, klippurnar sem skipverjar á Blika komu með í land. Það er Ásgeir Pétur sem heldur í vír- inn. Hægra megin á myndinni er Gestur Matthíasson, skip- sljóri á Blika, og milli hans og Ásgeirs Péturs er Ottó Jakobs- son, útgerðarstjóri Blika. Sjö ára telpa lést TELPA á áttunda ári lést á gjörgæslu Borgarspítalans á miðvikudag, en komið var að henni meðvitundarlausri í baði á sambýli fatlaðra í Setbergs- hverfí í Hafnarfirði á þriðju- dag. Rannsóknarlögregla ríkisins kannar nú tildrög málsins. Ekki er unnt að birta nafn telpunnar að svo stöddu. Mjög harður árekstur HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á mótum Grensás- vegar og Miklubrautar um níuleytið í gærkvöldi. Tvennt var í öðrum bílnum og var ökumaður hans fluttur á slysa- deild en var ekki alvarlega slasaður, að sögn lögreglu. Kalla þurfti á aðstóð slökkvi- liðs til að losa manninn úr bíln- um og voru notaðar klippur til þess. Það tók ekki Iangan tíma að losa manninn. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti kranabíl til að fjarlægja þá. • • Olvaður ók inn í verslun ÖKUMAÐUR grunaður um ölvun handleggsbrotnaði þeg- ar hann ók inn 5 verslunina Turninn í Vestmannaeyjum. Ökumaðurinn ók eftir Strand- veginum þegar hann náði ekki beygju með fyrrgreindum af- leiðingum. Hann stórskemmdi bílinn og hurðin á versluninni hentist inn. Engin slys urðu á fólki í versluninni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Davíð Oddsson forsætisráðherra Ekki byggt á misskilning’i EKKI hefur verið ákveðið hvenær Jóhanna Sigurðardóttir fær lausn frá ráðherrastörfum og nýr félags- málaráðherra tekur við, en Davíð Odasson forsætisráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi ætla að kanna það mál í dag og ræða við Jón Baldvin Hannibals- son, formann Alþýðuflokksins, um málið. Það yrði væntanlega gert eftir þingflokksfund Alþýðuflokks- ins, sem hefst kl. 12 í dag. Davíð var spurður hvort það hefði verið á misskilningi byggt, að Jón Baldvin hefði tjáð honum á þriðju- dag hver yrði næsti félagsmálaráð- herra. Davíð sagði að það væri eng- inn misskilningur í þessu og Jón Baldvin hefði notað þau orð, að hann tilkynnti þetta hér með form- lega. Aðspurður hvort um einhvers- konar bráðabirgðaráðstöfun hefði verið að ræða, svaraði Davíð: „Það er ekki til nein bráðabirgðaráðstöf- un samkvæmt stjómskipuninni. Enginn veit hvað ráðherra starfar lengi í sjálfu sér, en ráðherra er bara tilkynntur, hann er aldrei skip- aður til tiltekins tíma. Þó einhver stjómmálaflokkur geti hugsað sér einhvern sem bráðabirgðaráðstöf- un, er skipun ráðherrans bara skip- un ráðherra," sagði hann. Davíð var þá spurður hvort hann hefði litið á þetta sem tilkynningu af hálfu Alþýðuflokksins. „Þetta var bara orðað svona: Ég tilkynni þér hér með formlega ... og svo var það nefnt. Þá spurði ég: Hefurðu umboð þingflokksins til þess? Og hann svaraði: Ég hef fullt umboð til þess, það var samþykkt í gær. Það var því enginn misskilningur," sagði Davíð. Þingflokksfundur í dag Þingflokksfundi Alþýðuflokks- ins, sem hálda átti í gærkvöldi, var frestað til hádegis í dag þar sem Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra var ekki væntan- legur til landsins fyrr en seint í gærkvöldi, skv. upplýsingum Rann- veigar Guðmundsdóttur, formanns þingflokksins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins era taldar einna mestar líkur á að einhver núverandi ráð- herra Alþýðuflokksins taki við fé- lagsmálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.