Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 21 LISTIR Vandamálið norrænarbók- menntir F áðu Moggann tdl þín í fríinu BOKMENNTIR Tí m a rit NORDISK LITTERATUR 1994 NORRÆNAR bókmenntir eru líklega eins konar vandamál sem ekki er hægt að leysa í bráð. Til að kynna þær gefur Norræna bók- mennta- og bókasafnanefndin út rit styrkt af Norræna menningarsjóðn- um. Nordisk Litteratur 1993 kom út í fyrsta sinn í fyrra og nú hefur Nordisk Litteratur 1994 séð dagsins ljós. Það er tímanna tákn að efni rits- ins sem er á dönsku, norsku og sænsku er einnig prentað á ensku. Aðalritstjóri Nordisk Litteratur er Daninn Bjorn Bredal. Af íslands hálfu er Ástráður Eysteinsson í rit- stjórninni og tekur hann við af Inga Boga Bog'asyni sem var með í upp- hiafi. Að íslenskra bókmennta sé að einhveiju getið ber að meta. Sam- kvæmt yfirlýstum tilgangi ritsins er Ijallað um bækur tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þær voru sem kunnugt er Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdótt- ur og Ljóð námu völd eftir Sigurð Pálsson. Sérstakar greinar eru um tvær bækur liðins bókmenntaárs, skáld- sögurnar Hvatt að rún- um eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur. Ör- stuttar umsagnir eru um fleiri bækur. Hefð og nýjungar Ástráður Eysteins- son skrifar yfirlitsgrein um bækur ársins 1993 og nefnist hún Hefð og nýir sjóndeildarhring- ir. Hann víkur einkum að bók- menntasögulegum verkum, þýðing- um og skáldsögum í grein sinni svo áð segja má að lítið fari fyrir ís- lénskri Ijóðlist í ritinu. Niðurstaða Ástráðs er sú að það að búa á eyju feli ekki lengur endi- lega í sér einangrun. Hann skrifar um skáldsögur þar sem ísland og umheimurinn eru viðfangsefni, meðal þeirra fyrrnefndar skáldsög- ur Álfrúnar og Steinunnar, Strand- högg Rúnars Helga Vignissonar, Tabularasa eftir Sigurð Guðmunds- son og Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson. Aðrar skáldsögur sem vekja áhuga Ástráðs taka upp utangarðs- Holger Drachmann, hið dæmigerða stolta norræna skáld sem litið var upp til, reyndar danskt að uppruna, í augum Norðmannsins Ed- vards Munchs. efni, samanber Sú kvalda ást sem hugarfýlgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson og Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Sjómannaskáldsög- ur eða sögur um sjó- mennsku hafa ekki verið margar eins og Ástráður nefnir rétti- lega. Hann finnur þó þijár slíkar: Hafborg Njarðar P. Njarðvík, Með mannabein i mag- anum eftir Baldur Gunnarsson og Hjarta- salt Guðlaugs Arason- ar. Tilhneigingar, sam- eiginleg einkenni, freista Ástráðs fremur en einkunnagjafir og mat á einstökum höf- undum og skáldverk- um. Hann forðast því að mestu hið umdeilan- lega sem einkennir það athæfi margra gagnrýnenda sem kalla má dilkadrátt svo að ekki sé minnst á þá lágkúru sem stjörnugjafir lýsa. Ljóðið skrifar samtímann Margt mjög fróðlegt er í Nordisk Litteratur, ekki síst viðtal og um- fjöllun um verlaunaskáldsögu Kerstin Ekmans sem sumir kalla ómaklega reyfara, einnig skemmti- legar hræringar í sænskri ljóðlist: Ljóðið skrifar samtímann. Þótt ekki sé ástæða til tæmandi ijöllunar um hið norræna líf í skáld- skap má finna brennipunkta, vís- bendingar, en fjölmargt vantar eins og áður. Jóhann Hjálmarsson Ástráður Eysteins- son dósent. Þj óðminjasafn Tímabundin lokun SÝNINGARSALIR Þjóðminjasafns íslands við Suðurgötu verða lokaðir frá og með þriðjudeginum 28. júní, vegna viðgerðar sem nú er að hefjast. Skal jafnframt á það minnt að sýningarsalir Þjóðminjasafns Islands við Suðurgötu verða lokaðir frá og með þriðjudeginum 28. júní vegna viðgerðar safnhússins, sem nú er að hefjast. Mun þeim áfanga Ijúka 1. október, en Ijóst er, að viðgerðin verður svo umfangsmikil og hefur það mikla röskun í för með sér, að óhjákvæmilegt er að loka safninu. Ekki er enn fullljóst, hvenær unnt verður að opna safnið aftur, en skrif- stofur þess verða hins vegar opnar áfram. Skal jafnframt á það minnt, að nú stendur yfir í Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsinu, sýningin Leiðin til lýðveldis, sem Þjóðminjasafnið stendur að í samvinnu við Þjóðskjala- safn íslands, og mun hún verða opin til nóvemberloka. Þar er einkum fjall- að um tímabilið 1830-1944 og eru frelsisbaráttu Islendinga gerð mjög ítarleg og glögg skil, segir í fréttatil- kynningu. Einnig skal minnt á, að sýningar Sjóminjasafns Islands eru opnar í Hafnarfirði og í Nesstofu á Seltjarn- amesi er opið lækningasögusafn, en bæði eru söfnin deildir í Þjóðminja- safni Islands. Gr^nltMiskh; yeiðunenn ilnr L. n Wsinniuwc STOt'NAtl Jllta Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínmn þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 691122 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já íakk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftiriárandi söfustað á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn Hvalfirði □ Söluskálar Egilsstööum □ Ferstikla, Hvalfiröi ' □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Sölustaöir í Borgarnesi □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Baula, Stafholtst., Borgarfiröi □ Hlíðarlaug, Úthlíö Biskupstungum □ Munaöarnes, Borgarfiröi □ Bjarnabúö, Brautarhóli □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfiröi □ Verslun/tjaldmiðstöð, Laugarvatni □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Minniborg, Grímsnesi □ Sumarhóteliö Bifröst □ Verslunin Grund, Flúöum □ Hreöavatnsskáli □ Gósen, Brautarholti □ Brú í Hrútafirði □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Staöarskáli, Hrútafiröi □ Syöri-Brú, Grímsnesi □ lllugastaöir □ Þrastarlundur □ Hrísey □ Þjónustumiðstöðin Þingvöllum □ Grímsey □ Ölfusborgir □ □ NAFN Grenivík Reykjahlíö, Mývatn □ Annaö. KENNITALA________________________________________________ HEIMILI__________, ___________________ PÓSTNÚMER ___________________________ SÍMI ______ ■■ Utanáskriftin er: Morgunblaðið, áskriftardeíld, Kringlunni 1,103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.