Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 23

Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ1994 23 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson GUTTORMUR við eitt listaverka sinna, „Kubbaleik". Bæjarlistamaður Akraness Vinnur mest með stein og tré Akranesi - Guttormur Jónsson er bæjarlistamaður Akraness 1994, en valið var kunngjört 17. júní. Þetta er í þriðja skipti sem bæjarstjórn Akra- ness velur bæjarlistamann. Guttormur, sem fæddur er 1942 í Reykjavík, lauk upphaflega prófi í húsgagnasmíði. Hann lagði ekki fyr- ir sig eiginlega iistsköpun fyrr en 1970 en árið 1981 lauk hann námií höggmyndadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Að námi loknu hóf hann störf við Byggðasafnið á Akranesi. Guttormur hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Hann hlaut starfs- laun Menningarsjóðs Akraness 1984, en að öðru leyti hefur hann sinnt list- sköpun sinni samhliða fullum vinnu- degi. Á heimleið Bókmenntlr Ljóð VATNALILJUR HANDA NARKISSOS eftir Lárus Má Björnsson Miðgarður 1994 — 67 síður. Narkissos var unglingurinn sem sat við lindina og dásamaði eigin spegilmynd þar til hann tærðist upp og dó. A dánarbeði hans uxu blóm, hverra ætt var heitin eftir honum og kölluð narsiss. Af þeirri ætt er íjöldi fag- urra blóma og margar liljur, s.s. páskalilja, en þó ekki vatnalilja enda er hún ekki lilja heldur af nymfu-ætt. Enn- fremur er í sálarfræði mikill bálkur kenndur við Narkissos og nefnd- ur narsissismi; fjallar hann sem vonlegt er um sjálfsdýrkun, sjálf- hverfu. I öðrum hluta þessar- ar bókar, Allur í þér, allur, eru flest ljóðin ástarljóð. Mælandi þeirra er þó ekki að dásama persónur sem hann hrífst af heldur virðist hann fremur vera að leita brota úr sjálfum sér í þeim, leita að sjálfsskilningi. Hann er Ódysseifur á ferð um mann- félagið í leit að kjarnanum úr sjálfum sér. Hann hittir sjálfan sig fyrir í öðrum, og þegar hann yfirgefur konu er hann samtímis að yfirgefa hluta úr sjálfum sér. Þessi ferðalangur ferðast einn „við ljúfan nið/ blóðs míns/ blóðs þíns“. Líkaminn, húðin, hörundið eru þau verkfæri sem honum gagnast best til að upplifa umheiminn, skynfæri sem færa honum sannindi um hann sjálfan: „Snerting/ sem aldrei náði á leiðarenda — /1 henni/ býr allur sökn- uður heims .../ því aðeins með húð- inni/ greinum við sannleikar.n". Ferðalangurinn kemur víða við, dvel- ur í faðmi ólíkra kvenna (í losta, nautn og frygð, til að mynda), sér ólíka staði, grunar jafnvel ólíka tíma, en hjá lesanda situr eftir sú tilfinning að ferðalangurinn eigi enn langa leið fyrir höndum áður en hann kemst heim í sinn eigin faðm. Bókin hefst á kaflanum Tíminn ferð- ast með ströndum þar sem mælandi ijóðanna leggur upp í ferð sína um staði hið innra og staði hið ytra. Hann fer um lönd og skóga, tíminn er ýmist fjarri eða nærri. Þetta er stuttur kafli, einskonar inngangur að hinni raunverulegu ferð inná við, leitinni miklu að tilvistarlegum upp- runa sínum. í þriðja og síðasta hluta bókarinnar, Eldurinn: Veröld sem var, er taiað um dauðann sem tekur við þegar við vöknum af lífinu, að hann sé hús sem maðurinn byggir sér en finnur svo ekki dyrnar inní það þegar til kem- ur, húsið verður minnisvarði „um byggingarlist þess dauða sem hann aldrei lifði“. Hér er tónninn mildur og sáttfús, ljóðmælandi hefur þrátt fyrir allt orðið nokkurs vísari á ferð sinni eftir veginum heim: „Þessi djúpa/ sorg/.../ var það næsta sem þau komust gleðinni// Og þessi angist/.../ jaðrar við visku". í ljóðum þessarar bókar er talsvert um góðar hugmyndir. Hinsvegar þykir mér sem útfærsla þeirra takist ekki alltaf sem skyldi, þær týnast gjarna innanum fjölda annarra hugmynda í löngum bálkum og hnitmiðun þeirra verð- ur útundan. Kjartan Árnason Græðandi sólarvörur Biddu um Banana Boat græðandi ^POFJT sólkrem #30 FYRIR IÞROTTAMENN Virkar allan daginn (yfir 8 kls.),haggast ekki við svita, rennur ekki í a,ugu, verndar gegn UVA og UVB geislum. An spírulfnu, án olfu og án tilbúinna (kemfskra) efna. □ Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, A, B, D, E-vitamíni, lanolini og sólvörn #4. □ Húðnærandi Banana Boat djúpsólbrúnku- gel úr Beta Karotini. An olla. Hentar vel f Ijósabekki. □ Um 40 gerðir Banana Boat sólarvara með sólvörn frá #0 og upp í #50. Verð frá kr. 295,-. □ 40—60% ódýrara Aloe Vera gel frá Banana Boat, 99,7% hreint (önnur Aloe gel eru í hæsta lagi 98%). Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavfkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Lárus Már Björnsson LISTIR Jafnvel körfuboltamenn verða mæðulegir an hátt að áhugi á efninu fýkur út í veður og vind. Næstum því áþreifanlegur alvarleikinn í efnis- meðferðinni og eitthvert stórkost- legt uppeldishlutverk myndanna kæfir allt sem heitir bíó. Lögmál leiksins er dæmigerð að þessu leyti. Aðalpersóna henn- ar, þunglyndislega leikin af grall- aranum Leon, er frábær í körfu- bolta en þrúgaður af atburði úr fortíðinni sem olli dauða vinar hans. Leon er með varanlegan mæðusvip á andlitinu undir til- heyrandi blús í bakgrunni, maður sem er alltaf að flýja fortíð sína í stað þess að takast á við daginn í dag. Honum gengur illa að ná sambandi við unga . körfubolta-' stjörnu, sem Duane Martin leikur skapvonskulega og er af einhveij- um óútskýrðum ástæðum á leið í hundana með óþjóðaiýð hverfisins undir stjórn Tupac Shakurs. Fyrir þá báða verður körfuboltinn að tæki til að sigrast á tilfinninga- flækjum og takmörkunum í lífinu eins og það sé ekki nógu stór klisja fyrir. Aðalkörfuboltinn er leikinn ut- andyra og er sæmilega myndaður en lokaleikurinn er á milli góða liðsins og vonda liðsins, sem beit- ir ofbeldi og hótunum á meðan góða liðið reynir að beita leikkerf- um. Milljón aðrar myndir hafa sýnt okkur að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af góðu gæjun- um. Lögmál leiksins kemur þann- ig í fáu á óvart en er enn ein mæðuleg tuggan úr svertingja- hverfunum um átök góðs og ills og hversu miklu máli þáð skiptir að dragast ekki að illu öflunum heldur hafa sig í burtu. Allt rétt og satt svosem en myndin hefur bara svo átakanlega lítið nýtt fram að færa. KVIKMYNPIR Laugarásbío Lögmál leiksins („Above the Rim“) ★ Vi Leikstjóri: Jeff Pollack. Handrit: Barry Michael Cooper. Aðalhlut- verk: Duane Martin, Leon, Tupac Shakur og Marlon Wayans. New Line. 1944. TVÆR svertingjamyndir hafa komið í bíóin með stuttu millibili sem sýna best gallana við myndir um svertingja eftir svertingja. Sumar hafa gengið upp sem bráðsannar og harkalegar þjóðfé- lagslýsingar („Boyz N the Hood“, „Menace II Sociéty“) en þessar tvær hins vegar, „Sugar Hiil“ og nú Lögmál leiksins, eru svo íþyngdar af boðskap og vakningu sem borin er fram á svo mæðuleg- KVIKMYNPIR Sagabíö Bændur í Beverly Hills („The Beverly Hillbill- ies“) ★ Leikstjóri: Penelope Spheeris. Framleiðendur: Spheeris og Ian Bryce. Aðalhlutverk: Dabney Cole- man, Lily Tomlin, Cloris Leac- hman, Jim Vamey og Erika Elen- iak. 20th Fox. 1993. Hollywood framleiðendur eru iðnir við að snúa vinsælum sjón- varpsþáttum sjöunda áratugarins í stórar og viðamiklar bíómyndir og er ein nýjasta afurðin í þeim flokki mynda gamanmyndin Bændur í Beverly Hills eða „The Beverly Hillbillies“. Einhveijir muna sjálfsagt vel eftir þeim úr „Kananum“ en þeir sögðu frá stórri sveitafjölskyldu úr dæma- lausum útnára sem settist að í stórborginni og reyndi að laga sig að nýju umhverfi. Þættirnir nutu mikiila vinsælda og hafa sjálfsagt Nýir sið- ir sveita- fólksins átt vel við á sínum tíma. Bíómynd- in, sem gerð hefur verið eftir þeim, virkar hins vegar eins og tímaskekkja og handritshöfund- arnir og leikstjórinn, Penelope Spheeris, sem gerði annað sjón- varpsefni, Veröld Waynes, vinsælt á hvíta tjaldinu, hafa greinilega ekki haft metnað til að framleiða annað en í barnalegt og groddara- legt ærslagrín. Málið er að sáralítið af því er mjög fyndið. I stað alvöru gaman- semi kemur hins vegar alvöru peningaeyðsla eins og oft vill verða og ekkert er til sparað svo lítil og skemmtileg hugmynd fer út í tóma endaleysu, yfirkeyrða, ofhlaðna og útblásna. Einstaka atriði á stangli kalla fram hálf- kæfðan hlátur en heildarmyndin er dæmigert Hollywoodbíó sem farið hefur villur vegar. Eða hvað var þetta Dolly Parton-númer að gera inni í miðri mynd? Dáðlaust handritið snýst um það hvernig Lea Thompson hyggst giftast fjölskylduföðurn- um úr sveitinni, sem orðinn er milljarðamæringur og fluttur með hyski sitt í snobbhverfið Beverly Hills, og hafa af honum auðinn. Grínleikararnir góðkunnu Dabney Coleman og Lily Tomlin hafa ver- ið fengin til að endurtaka eitthvað af sínum gömlu rullum; Coleman er smáborgaralegi ríkisbubbinn með allt á hornum sér eina ferð- ina enn, og Tomlin músarleg að- stoðarkona hans með furðulegar andlitsgrettur. Það má hafa gam- an af Cloris Leachman í hlutverki ömmunnar síbruggandi og heimski frændinn er stundum hlægilegur en yfirleitt einum of fíflalegur. Það sama má segja um mynd- ina. Hún er stundum hlægileg en yfirleitt einum of fíflaleg. RKEPPNI í SIGLINGUM OG STÖÐVAR 2 VESTMANNAEYJAR Lagt verður upp frá Reykjavík í dag, föstudaginn 24. júní, kl. 13 Sklpsýjórafundur á Ingólfsgarði kl. 12. Keppendur verða rœstir með fallbyssu Landhelgisgœslunnar. Þrjú skot: t Fyrsta viðvðrun 10 mínútum fyrir rásmerki. \ \ , 2: Ónnur viðvörun 5 mínútum fyrir rásmerki. erkií Mœtum á Ingólfsgarð eða við „Sólfar" á Skúlagötu um hádegisbilið og fylgjumst með upphafi lengstu siglingakeppni sem haldin hefur veríð á íslandi og fyrsta vísi að alþjóðlegri siglingakeppni. Fyrstu bátar koma til Vestmannaeyja á laugardagsmorgun. í Vestmannaeyjum verður keppt í ýmsum þrautum á hafnarbakkanum og í höfninni sjálfri á laugar- dagseftirmiðdag. Siglingakeppni verður haldin úti fyrir Vestmannaeyjum á sunnudag. Eyja- fí 3 brokev menn eru hvattir til að fjölmenna á hafnar- ^ svœðlð og fylgjast með tilburðum sœgarpanna. Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.