Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 52

Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 52
JieWiiát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVlK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 24. JUNI1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK íslenskur tökumaður í lífshættu í írak Tvær árásir vopnaðs liðs KONRÁÐ Jóhann Sigurðsson kvikmyndatökumaður kom til Is- lands fyrir tveimur dögum, eftir að hafa unnið við tökur kúrd- neskrar kvikmyndar í tæpar sex ^yikur við erfiðar aðstæður. Tökul- iðið kom á svæðið á sama tíma og átök brutust út milli tveggja stjóm- málafylkinga í héraðinu Sulai- manija, og komst í hann krappann í þorpi um 100 kílómetra norður af Sulaimanija. Tvívegis var reynt að koma tökuliðinu fyrir kattarnef. Vaknaði við skothríð „Þremur dögum eftir að við kom- um í þorpið var fyrsta árásin gerð á okkur," segir Konráð Jóhann. ,_^Við höfðum þá hengt upp vegg- spjöld með myndum af Saddam Hussein fyrir tökurnar og líklegast farið um einhverja heilaga staði, óafvitandi. Mér var líka sagt að stjórn Saddams Hussein greiddi hverjum þeim sem dræpi Vestur- landabúa 10 þúsund dollara, en al- menn mánaðarlaun þarna em um 3-4 dollarar, þannig að freistingin er mikil. Menn frá nærliggjandi þorpum höfðu tekið sig saman um að stöðva kvikmyndatökuna fyrir fullt og allt, senniiega að drepa okkur. Þeir læddust að svefnstað okkar í skjóli nætur og vissu greini- lega ekki að við höfðum varðmenn. Eg vaknaði við skothríð og sá að verðimir voru horfnir. Við héldum Jtyrru fyrir innandyra, því átök vom algeng þarna rétt við landamæri írans, og töldum í fyrstu að þau skýrðu skothvellina eða að einhveij- ar fyllibyttur væm að þruma út í loftið. Verðirnir komu aftur eftir nokkra stund og sögðu okkur að fara að sofa, en í morgunsárið var okkur hins vegar sagt af árásinni og að þeir hefðu stökkt hópnum á brott.“ Með alvæpni KONRÁÐ Jóhann alvopnaður ásamt einum lífverði sínum, sem fylgdi honum meðan á tökum stóð, en aðrir lífverðir fengu annars vegar matareitrun og voru hins vegar reknir. Risalax á land eft- ir langa viðureign JÓN Hjartarson forstjóri og eigandi Húsgagnahallarinnar landaði í gær 25 punda nýrunnum hæng í Þverá í Borgarfirði og er það stærsti lax sem veiðst hefur það sem af er þessu veiðitímabili. Er laxinn pundinu þyngri heldur en lax sem veiddist í byijun mánaðar i Blöndu. Jón veiddi laxinn í streng neðan Dranghyls á Skrögg, lúru númer 6, og stóð viður- eignin yfir í sjö klukkustundir. „Laxar eru jafn misjafnir og mennirnir þegar úthald er annars vegar. Þessi var íþróttamaður og um tíma hélt ég satt að segja að mig brysti úthald til að ljúka leiknum," sagði Jón i samtali við Morgunblaðið, skömmu eftir að laxinn var loks kominn á land. Jón Ólafsson, veiðifélagi Jóns Hjartarsonar, sagðist hafa litið á klukkuna er nafni hans setti í lax- inn. „Hún var 8.15 og þegar laxinn var loks kominn á land var klukkan korter yfir þijú. Þetta var ótrúlegt; sjö klukkustundir og þó lét laxinn illa allan tímann," sagði Jón Ólafs- son. Veiðimaðurinn Jón Hjartarson sagði, að laxinn hefði hagað sér eins og stórum laxi sæmdi. „Hann barð- ist skynsamlega og af fullri hörku. Það var ekki að ég væri með eitt- hvað veikar græjur að þetta tók svo langan tíma. Ég tók vel á þessum fiski allan tímann,“ sagði Jón. Þótt stór sé, þá er þetta ekki stærsti laxinn sem Jón Hjartarson hefur veitt. „Sá stærsti var 26,5 punda fiskur sem ég fékk í Labrad- or um árið,“ sagði Jón. Fjármálaráðherra um óróa á lánsfjármarkaði Aðallega innbyrðis breytingar á vöxtum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra telur að hækkuð ávöxtunarkrafa húsbréfa og langtíma spariskírteina í gær muni ekki hafa neikvæð áhrif á almenna vaxtaþróun. Það sé eðlilegt að meiri munur verði á vaxtakjör- um lána eftir lánstíma en verið hefur. „Þótt vextir hækki á sumum skuld- bindingum ættu þeir einnig að geta lækkað á öðrum, ekki síst skammtíma- lánum.“ Seðlabankinn hækkaði í gær kaupávöxtunarkröfu sína í húsbréf og spariskírteini til lengri tíma um 0,23%. Kaupávöxtunarkrafa í 10 ára spariskírteini hækkaði úr 4,82% í 5,05% og ávöxtunarkrafa húsbréfa úr 4,97% í 5,2%, svo dæmi séu tek- in. Verðbréfafyrirtækin fylgdu í kjöl- farið og hækkuðu meðal annars ávöxtunarkröfu sína í húsbréf í 5,30%. Seðlabankinn lækkaði hins vegar lítillega ávöxtunarkröfu sína í skammtímabréf. Þessar breytingar ollu töluverðri ólgu á verðbréfamark- aðinum í gær. Til dæmis voru við- skipti með hlutdeildarskírteini í verð- bréfasjóðum Kaupþings, Einingar- bréf, stöðvuð um tíma þar til lægra gengi hafði verið skráð. Engin kollsteypa í vaxtamálum Fjármálaráðherra var spurður hvort þessi aukna ávöxtunarkrafa væri til marks um að menn hefðu gefist upp á vaxtalækkandi aðgerð- um. Sagði hann svo alls ekki vera. „Ég tel að þarna sé fyrst og fremst um innbyrðis breytingar á vaxta- kjörum að ræða,“ segir Friðrik. ■ Aukið framboð bréfa / 14 Bréf til Ólafs Gunnarssonar í Síðumúlafangelsi Þrefaldur hagnaður verður af næstu sendingu VIÐ LEIT á konu, sem heimsótti svonefndan höfuðpaur í stóra fíkni- efnamálinu, Ólaf Gunnarsson, um síðustu helgi fannst sendibréf til hans, þar sem segir á þá leið að hagnaður af næstu sendingu verði ^refaldur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var bréfið ritað af manni, sem hlaut dóm ásamt Ólafi í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánu- dag. Björn Halldórsson, lögreglufull- trúi í fíkniefnadeild, staðfesti að hann hefði bréfið undir höndum, en kvaðst ekki vilja tjá sig um fram- hald málsins. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kom kona í heimsókn til Bréfið fannst í nærklæðum gestkomandi konu Ólafs á laugardag. Ákveðið var að leita á henni og þá kom í ljós að hún hafði reynt að smygla til hans bréfí, sem hún hafði falið í nærbuxum sín- um. Varla um tómata að ræða I bréfínu voru skilaboð frá manni, sem hlaut dóm í Héraðsdómi Reykja- víkur á mánudag ásamt Ólafi og 13 öðrum, fyrir aðild að stóra fíkniefna- málinu, en maður þessi hlaut einn af vægari dómunum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var efni bréfsins á þá leið, að hagnaður af næstu sendingu yrði þrefaldur. Ekki var tíundað hver sendingin væri, hvaðan hún kæmi eða hvenær, en einn viðmælenda Morgunblaðsins kvaðst efast um að konan hefði farið svo leynt með bréf- ið ef um innflutning tómata væri að ræða. „Ég get staðfest að fangelsismála- yfirvöld afhentu okkur bréf sem var tekið af gesti Ólafs í Síðumúlafang- elsinu á laugardag," sagði Björn Halldórsson, lögreglufulltrúi fíkni- efnadeildar, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að tjá mig frekar um málið eða framhald þess á þessu stigi.“ Ölafur Gunnarsson hefur setið í Síðumúlafangelsi frá því í sept- ember. Morgunblaðið reyndi í gær að hafa tal af Haraldi Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar, en tókst ekki þar sem hann er erlend- Gunnlaugur Rögnvaldsson Kúluvarp- arinn vann hálandaleika KÚLUVARPARINN og krafta- karlinn Andrés Guðmundsson sigraði á hálandaleikum í Skot- landi í vikunni. Lagði hann sjö keppinauta að velli í móti sem Jón Páli Sigmarsson vann alloft. Andrés keppir jöfnum höndum í kúluvarpi og á kraftamótum. „Eg er ekki langt frá því að ná lágmarkinu í kúluvarpi til að geta keppt á Evrópumeistaramót- inu í fijáísum í ágúst. Ég æfi kúluvarpið af kappi, en keppi í kraftamótum á milli. I byijun júií fer ég á mót í Finnlandi, þar sem Gary Taylor, sterkasti maður heims, verður meðal keppenda. Mótið í Skotlandi var spenn- andi, ég varð einu stigi á undan Austurríkismanninn Manfred Hö- berl, eftir að hafa leitt frá byrj- un. Snerpan úr kúluvarpinu hjálp- aði mér, nú er bara að vinna kraftakarlana í Helsinki." sagði Andrés. —..-.».♦ • Island valdi A-riðilinn ÍSLAND leikur í A-riðli heimsmeist- aramótsins í handknattleik, sem fram fer hér á landi í maí á næsta ári, en dregið var í riðla við athöfn í Laugardalshöll gærkvöldi. 24 þjóðir leika í HM og var þeim skipt niður í fjóra sex liða riðla. Sam- kvæmt reglum IHF fær gestgjafínn að velja sér riðil. Eftir að dregið hafði verið úr fimm styrkleikaflokkum af sex í gærkvöldi valdi ísland sér A-rið- il þar sem mótheijarnir verða Sviss, Ungveijaland, Afríkuþjóð, Asíuþjóð og Ameríkuþjóð. ■ Gátum ekki / B1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.