Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 9

Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 9 FRÉTTIR íslenskir tvíburar leika í stórmyndinni Steinaldarmönnunum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson TVÍBURARNIR brugðu sér í veiðiferð á dögunum með föður sínum, og halda hér stoltir á fiskinum sem veiddist í ferðinni. Lærðum margt um galdra kvikmyndanna Bam-Bam eins og hann lítur út á auglýsingaspjaldi kvikmyndarinn- ar, ásamt hundinum Dino. STÓRMYNDIN Steinaldarmennirnir var frumsýnd í Bandaríkjunum 27. maí síðastliðinn, og hafði þegar síð- ast fréttist aflað aðstandendum sín- um um 100 milljóna dollara i tekjur, eða tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Auk myndarinnar hefur verið steypt á markaðinn öllum þeim vam- ingi sem nöfnum tjáir að nefna í tengslum við persónur hennar; bol- um, húfum, leikföngum, brúðum, myndabókum, litabókum, tímaritum, smákökum, umbúðum um matvæli, sælgæti og ótal mörgu fleira. Andlit íslenskra tvíbura prýða bæði mynd- ina og söluvarninginn, en bræðurnir Hlynur og Marínó Sigurðssynir leika í sameiningu hlutverk Bam-Bams í Steinaldarmönnum, en hann er fóst- ursonur Barneys (Rick Moranis) og Bettyar (Rosie O’Donnell), vinahjóna Freds (John Goodman) og Vilmu Flintstones (Elizabeth Perkins). Feimnislegir prakkarar Universal-kvikmyndaverið stend- ur að baki myndinni sem byggð er á heimskunnum teiknimyndum tví- eykisins William Hanna og Joseph Barbera, sem hafa meðal annars verið sýndar hérlendis og þykja orðið sígildar. Tvíburarnir komu í nokk- urra vikna frí til íslands 16. júní sl. ásamt foreldrum sínum og systrum, og verða viðstaddir sérstaka forsýn- ingu myndarinnar 3. júlí næstkom- andi, en frumsýning verður 22. júlí í Háskólabíói og Bíóhöllinni. Strákarnir eru sex ára gamlir og hafa greinitega ekki látið umstangið og athyglina stíga sér til höfuðs; þeir er miklir prakkarar en þó stutt í feimnina. Tíminn hefur liðið hratt við gerð myndarinnar, því Marínó heldur helst að upptökur hafi staðið yfir í 12 daga en í raun vörðu þeir ásamt móður sinni, Ágústu Hreins- dóttur, hárgreiðslumeistara, þremur og hálfum mánuði í tökur seinasta sumar, auk þess sem fáein atriði voru tekin upp í mars sl. Systur þeirra bræðra, Sandra Ósk og íris, voru einnig ráðnar til starfa sem aukaleikarar í kvikmyndinni. „Okkur leiddist aldrei og allir voru skemmti- legir og góðir við okkur. Við lærðum líka heilmargt um galdrana sem hægt er að gera með tökuvélinni,“ segir Marínó. Fólkið er raunverulegt Bam-Bam er frumskógarbarn sem hefur alist upp með dýrum, og Betty og Barney ættleiða drenginn og reyna að siða hann til. Það eina sem Bam-Bam segir er einmitt „Bam- Bam“, en Barney reynir allt hvað hann getur til að fá hann til að segja „pabbi“. Bam-Bam sveiflar kylfu og öskrar eins og dýrin og er, eins og segir í kynningu með myndinni, „sterkasta barn hérna megin við Júragarðinn". Strákarnir hafa séð Steinaldarmennina þrívegis og segja lokaatriðið í mestu uppáhaldi hjá sér, enda æsispennandi, en það sé hins vegarTeyndarmál. „Það er líka frábært þegar Fred fer að leika ból- ing og þurrkar hendurnar áður með því að láta frosk blása á þær,“ segir Hlynur. Steinaldarmennirnir eru uppi á „tæknivæddri“ steinöld og í kvik- myndinni þjóna dýr hlutverkum flestra þeirra tækninýjunga og heim- ilistækja sem við þekkjum í dag. Þannig er sorpkvörnin gráðugt svín og sláttuvélin er risavaxið krabbadýr sem slær grasið með klónum. „Dýrin eru búin til en fólkið er raunveru- legt,“ segir Marínó. „Það var hins vegar ekkert erfitt að ímynda sér að þau dýr væru lifandi." Endur- skapa þurfti heim teiknimyndanna að fullu og sérhanna alla skartgripi, búninga, húsbúnað og ytri umgjörð aðra. Innitökur fóru að mestu fram í risavaxinni skemmu þar sem heim- ili steinaldarmannanna voru reist, en útitökur fóru annars vegar fram í þjóðgarðinum Vasqu- es Rocks í Santa Clarita- dalnum, þar sem sérkenni- legar klettamyndanir er að finna og hins vegar ofan í stórri gijótnámu. Skuldbundnir að leika í • framhaldsmyndum Ágústa segir að drengjun- um hafi aldrei fundist sem þeir væru við vinnu, allt hafi verið eins og samfelldur leikur og þegar annar þeirra fann til þreytu var kallað á hinn. Marínó og Hlynur voru valdir úr hópi fleiri hundruð tvíbura eftir opið forval, og segir Ágústa að fjölskyldan hafi farið frekar af forvitni en í von um að strákarnir fengju vinnu. Rúmlega tveir mánuðir liðu áður en endanlega var valið, en leikstjóri myndarinnar, Brian Levant, sagði þeim að loknum tökum að hann hefði verið harðá- kveðinn í að ráða strákana eftir að hann sá þá fyrst. - Fjölskyldan ætlaði sér að semja sjálf um kaup og kjör, en uppgötv- aði fljótt að heillavænlegra væri að ráða umboðsmann til þeirra verka. „Tvíburamir eru skuldbundnir til að leika í tveimur framhaldsmyndum, ef af verður, því óvíst er að John Goodman kæri sig um að leika Fred áfram. En þeir eru komnir með tærn- ar í dyragættina á kvikmyndaheim- inum, og fái þeir fleiri tilboð munum við skoða þau vandlega en með hag og hamingju þeirra í huga fyrst og fremst," segir Sigurður Ómar Sig- urðsson, tölyunarfræðingur og faðir strákanna. Ágústa tekur undir þetta og kveðst ekki vilja svipta tvíburana jarðsambandi. „Meðan þeir hafa gaman af þessu er allt í lagi, og við hefðum í raun leyft þeim að vera í myndinni án borgunar, vegna þess hversu skemmtileg reynsla þetta ævintýri var fyrir alla fjölskylduna. Boðskapur myndarinnar er raunar sá, að vináttan sé miklu meira virði en peningar.“ Þriggja rétta kvöldverður W —Q istoranl c— r>i Suðurlandsbraut 14,' sími 811844. kr. 990 Landspítalinn Starf lyfjafræðinga hefur sparað tugi milljóna króna árlega LYFJAFRÆÐINGAR geta gert sjúklingum lífið þægilegra og sparað sjúkrahúsunum mikla peninga með starfi sínu þar. Undan- farin tvö ár hefur verið reynt nýtt fyrirkomu- lag á Landsspítalanum þar sem lyfjafræðingur hefur tekið þátt í deild- arstarfi á tveimur deildum sjúkrahússins, þar á meðal farið stofuganga. Það hefur gefið góða raun að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, yfir- lyfjafræðings á Landsspítalanum en hún undirbjó þann hluta norrænu lyfjafræðiráð- stefnunnar í Háskólabíói á dögun- um, sem sneri að sjúkrahúsum. „Á Landsspítalanum hefur apó- tekið sparað stórar upphæðir með því að gera hagstæðari samninga um lyfjakaup,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið. Arið 1992 byijuðu svo lyfjafræðingar á Landsspítalanum að bandarískri og breskri fyrirmynd að taka aukinn þátt í deildarstarfi, þar á meðal að fara stofuganga, á tveimur deild- um. Síðan þeir hófu það starf hafa verðmæti lyfjabirgða þessara deilda minnkað um 75% og fyrning- ar eru sama og engar að sögn Rannveigar. Sparnaður alls þessa er tugir milljóna króna á ári. „Það, sem við erum í raun að gera er að nýta menntun lyfja- fræðinganna. Við þekkjum lyfin og vit- um hvaða lyf eru til. Það er einnig auðveld- ara fyrir okkur að fylgja eftir reglum ly- fjaneí'ndar,“ sagði Rannveig. Lyfjafræð- ingarnir á Landsspíta- lanum útbúa árlega lyfjalista og takmarka þannig þau lyf, sem eru til í apótek- inu með tilheyrandi sparnaði í birgðahaldi. „Állt byggist þetta auðvitað á góðri samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga," bætti Rannveig við. Hún sagði að aðrir spítalar en Landsspítalinn væru nú að fara að taka upp þetta kerfi og til dæmis væri undirbúningur í Borgarspítal- anum kominn vel á veg. Þótt í þessu fælist til lengri tíma litið mikill sparnaður þá þyrfti fjármagn til að koma þessu í framkvæmd. „Að- alatriðið er samt að með þessari aðferð bætum við lyfjameðferð sjúklinga,“ sagði Rannveig að lok- um. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 45 milljomr Dagana 16. til 22. júní voru samtals 45.651.261 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæð kr.: 16. júní Mónakó 178.638 19. júní Háspenna, Hafnarstræti... 370.293 22. júní Mónakó 251.169 22. júní Kaffi Milanó 59.904 22. júní Mamma Rósa, Kópavogi.. 53.569 22. júní Keisarinn 84.917 22. júní Mamma Rósa, Kópavogi.. 52.771 Staða Gullpottsins 23. júní, kl. 12:00 var 7.695.040 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Rannveig Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.