Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Klippum beitt á O. J. Simpson Los Angeles. Reuter. FYRIRTÆKI í Los Angeles, sem dreifir myndum með ýmsu fræðslu- og kennsluefni, hefur neyðst til að snyrta sumar þeirra dálítið til. Er ástæðan sú, að í þeim kemur fram íþróttamaðurinn og kvik- myndaleikarinn O.J. Simpson en hann er nú sakaður um að hafa myrt tvær manneskjur. Kris Winter, forstjóri Mentor Media, segir, að raunar sé búið að selja nokkur þúsund eintök af myndbandinu með Simpson og svo einkennilegt sem það sé, þá virðist flestir vilja halda því. Sjónvarpsstöðin KCET í Los Angeles ætlar að sýna myndina á laugardag og þá með Simp- son, sem áður var hampað sem brosandi ímynd alls hins besta en er nú í fangelsi sakaður um að hafa myrt fyrrverandi eigin: konu sína og vin hennar. í myndinni kemur fram margt frægt fólk og fyrir það allt er lögð ákveðin siðferðileg próf- raun. Eins og fyrr segir hafa nokk- ur þúsund eintök af myndinni verið seld samtökum og skólum í Bandaríkjunum og 13 öðrum löndum en stjörnumar tóku ekkert fyrir vinnu sína. BÁTKÆNA með hóp Manilabúa flýtur framhjá olíunutningabíl, sem drepist hefur á í vatns- flaumnum sem verið hefur á Filippseyjum undanfarna daga. Nær vatnið fullorðnum í mitti í VÍTALÍ Tsjúrkín, sérlegur sendi- maður Rússlandsstjómar í Júgóslav- íu fyrrverandi, varaði í gær við alvar- legum afleiðingum þéss, að stríðsað- ilar í Bosníu höfnuðu nýrri, alþjóð- legri friðaráætlun. Sagði hann, að áætlunin væri „síðasta tækifærið til að semja um frið“. Tsjúrkín sagði á fréttamanna- fundi á grísku eynni Korfú, að stríðs- aðilar í Bosníu virtust ekki enn hafa tekið pólitíska ákvörðun um að reyna að semja, heldur vildu þeir halda áfram að beijast. „Hafni þeir á hinn bóginn þeim tillögum, sem nú er verið að vinna að, þá munu þeir komast að því fullkeyptu," sagði Tsjúrkín. Hann er á Körfú í fylgd með Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, og Andrei Kozyrev utanríkis- ráðherra þar sem þeir munu undir- rita samninga um samstarf Rúss- lands og Evrópusambandsins. Samkvæmt friðaráætluninni, sem Bandaríkin, Rússland og Evrópu- sambandið eru að vinna að, er gert ráð fyrir, að múslimar og Króatar Flóð á Filippseyjum fái 51% lands í Bosníu en Serbar 49%. Þeir ráða hins vegar 72% lands- ins nú. Búist er vioð, að áætlunin verði formlega samþykkt á fundi iðnríkjanna sjö í Napólí 8.-10. júlí en Rússar, sem eru þar ekki á með- al, munu þó eiga þar sinn fulltrúa. Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði á miðvikudag, að Rúss- þeim hverfum höfuðborgarinn- ar sem lægst liggja. Hafa yfir- völd neyðst til að flytja fjölda fólks á brott frá heimilum sinum vegna þess að ár hafa flætt yfir bakka sína. ar kynnu að fallast á, að vopnasölu- banni á múslima í Bosníu yrði af- létt, höfnuðu Serbar friðaráætlun- inni, og Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði, að höfnuðu múslimar einir áætlun- inni, myndi Bandaríkjastjórn bregð- ast við með því að draga úr refsiað- gerðum gegn Serbíu. Ný áætlun um Bosníu „síðasta tækifærið“ Korfú. Reuter. TVÍBURAR í hópi flóttamanna sem yfirgáfu Sarajevo í fyrradag. Fornmunaránið í Moesgárd á Jótlandi vekur upp vondar minningar Munir geta lent í bræðslu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RÁNIÐ á fornmununum frá Mo- esgárd á Jótlandi hefur vakið upp óþægilegar minningar í Danmörku. Árið 1802 var merkustu fornminj- um Dana, Gullhornunum svoköll- uðu, rænt og þau brædd upp. Nú eru menn hræddir um að sama muni verða um hinn næstum tveggja kílóa þunga gullhring, sem rænt var fyrir nokkrum dögum. Önnur hugmynd er svo að hringur- inn hafi verið pantaður af safnara, en furðu vekur að auk hans var stolið nokkrum öðrum munum, sem ýmist voru forngripir eða afsteyp- ur. En spurningin er einnig hvernig eigi að koma í veg fyrir svona rán og hvort aukin gæsla muni leiða til aukinnar hörku ræningjanna. Tryggingarfélagið, sem tryggði sýningarmunina hefur lofað um 1,25 milljónum íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar, sem leiða til að hlutirnir verði endur- heimtir. Sú upphæð er heldur hærri en hugsanlega væri hægt að fá fyrir gullið á svörtum markaði. Þó Tisso-hringurinn sé einn af megin fornmunum Dana stenst hann þó engan samanburð við Gull- hornin. Hringurinn er talinn frá því um 900, en fannst 1977. Eins og svo margir aðrir danskir fornmunir fannst hann, þegar bóndi nokkur var að plægja akur sinn. Gullhornin eru hins vegar talin vera frá 5. öld. Þegar þeim var rænt úr dýrgripa- geymslu kóngsins voru þau brædd að vörmu spori. Ef Tisso-hringnum var stolið vegna gullsins er senni- legt að hann fari sömu leið. Það er varla mögulegt fyrir þjófana að koma honum í verð í heilu lagi, því til þess er hann alltof þekktur. Hins vegar gæti hann hafa verið pantað- ur af safnara úti í heimi. Þegar þjófarnir höfðu brotið sér leið í gegnum múrsteinsveggi safns- ins liðu aðeins fjórar mínútur þar til menn voru komnir á vettvang. Sá tími dugði þeim til að brjóta nokkra sýningarbása, taka hringinn og nokkra aðra muni, bæði forn- gripi og afsteypur, svo þeir virðast, ekki hafa verið sérlega vel að sér um innihald básanna. Líklega hefur viðvörunarkerfíð þó ekki farið í gang um leið og þeir komust inn, heldur hafa þeir skriðið eftir gólfinu og þar með komist fram hjá ljós- skynjurunum. Kerfið fór hins vegar af stað, þegar þeir lögðu til atlögu við básana. Stolnu hlutirnir voru á sýningu, sem nýlega var opnuð á safninu og átti að sýna ýmsa merka muni, sem almenningur hefur fundið af tilvilj- un. Ekkert var út á öryggisgæslu sýningarinnar að setja. Danska þjóðminjasafnið hafði lánað ýmsa muni á sýninguna og samþykkt þær öryggisráðstafanir, sem þar voru. Sýningin var ekki vöktuð allan sól- arhringinn, þar sem safnið hefur ekki fjármagn til þess. Stjórn Moesgárd hefur nú áhyggjur af að þeim veitist erfitt að fá lán frá öðrum söfnum, því þetta er í annað skiptið á tveimur árum að stolið er úr safninu, sem liggur í skóglendi utan við Arósa. I fyrra var stolið eftirgerð gullhorn- anna, sem voru þar á sýningu, en þau fundust aftur. Þá var einnig lofað verðlaunum fyrir að finna gripina. Maður nokkur gaf sig fram og sagðist hafa fundið þau, en hann var síðan ákærður fyrir að hafa átt þátt í ráninu á þeim. Eftir þetta var eftirlitskerfið bætt og til þess varið sem samsvarar 2,5 milljónum íslenskra króna. En það dugði ekki til í þetta skiptið. Danskir safna- menn segja að ástandið sé almennt gott á dönskum söfnum, hvað ör- yggi varðar, en þó sé ómögulegt að sjá við þjófum, sem leggi á sig að rannsaka alla möguleika á rán- um. Sumir eru auk þess hræddir við að hert gæsla leiði til að þjófar muni fremja vopnuð rán, þar sem mannslífum gæti verið stofnað í hættu. Aðrir vilja hækka fundar- laun fyrir gripina. Efnahags- batií Finnlandi AUKNING varð á innanlands- framleiðslu í Finnlandi um 1,6% á ársgrundvelli fyrstu þijá mánuði þessa árs og er það í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem efnahagsbati verður. Finnskur efnahagur hefur orðið illa úti vegna hruns Sovétríkjanna en fjórðungur útflutnings á níunda áratugnum var til nágrannans í austri. Giscard íhu g- ar framboð VALERY Giscard d’Estaing, fyrrum forseti Frakklands, kvaðst í gær ekki útiloka framboð í for- setakosning- unum á næsta ári. Giscard, sem er 68 ára og leiðtogi Lýðræðissambandsins (UDF), var forseti frá 1974 til 1981. Fagna friðar- samstarfi PÓLSK og rúmensk stjórnvöld fögnuðu í gær fréttum um að Rússar hefðu undirritað samn- ing um friðarsamstarf við Atl- antshafsbandalagið. Sögðu þau hann mikilvægt skref til að koma á jafnvægi í Evrópu. Sex slasast í nauðlendingu ÞOTA frá United Airlines nauð- lenti í gær í Toronto er eldur kom upp í einum hreyfli. 285 manns voru um borð og slösuð- ust sex er vélin var rýmd. Samdráttur hjá Rothmans BRESKI vindlingaframleiðand- inn Rothmans tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að loka verksmiðjum sínum í Hollandi og Þýskalandi í hagræðingar- skyni. Jafnframt tilkynnti fyrir- tækið um jákvæða rekstrarþró- un þrátt fyrir minni hagnað á milli ára en verið hefur. Fay sakaður um gróðafíkn YFIRVÖLD í Singapore neituðu því í gær að Mich- ael Fay hefði verið pyntaður er hann var hýddur í fang- elsi í Singap- ore fyrir að hafa úðað málningu á bíla. Segja yfirvöld að hann hyggist græða stórfé á því að selja kvikmyndarétt að sögu sinni. Missti hand- legg í sirkus TVEGGJA ára gamalt barn missti annan handlegginn og slasaðist illa á hinum er það teygði sig inn í búr tígons, af- kvæmi ljóns og tígrisdýrs, í sirkus í Austurriki í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.