Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 140. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hernaðar- íhlutun Frakka hafin í Rúanda Ekki er ljóst hvort tekst að tryggja liðsstyrk frá fleiri ríkjum París, Kigali. Reuter. FYRSTU frönsku herdeildirnar héldu til Rúanda í gær, og hófst þar með umdeild hernaðaríhlutun Frakka í landinu. Markmiðið er að koma í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar verði myrtir. Að sögn fransks embættismanns var hermönnunum vel tekið þar sem þeir komu. Frakkar reyna nú ítrekað að fá stuðning bandamanna sinna við aðgerðina. Einungis Senegal hefur heitið að leggja til mannafla. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær, að Frakkar sendu herlið til Rúanda til að stöðva mann- drápin í landinu. Talið er að um hálf milljón manna hafi látið þar lífið. Það var svo klukkan 13.00 í gær að „Græna aðgerðin" hófst. Franskir hermenn fóru yfir landa- mærin frá Zaire til bæjarins Cyang- ugu, þar sem um sjö þúsund manns af tútsíættbálknum mun vera hald- ið föngum á íþróttaleikvangi. Mættu engri mótspyrnu Alls var áætlað að um 600 menn færu til Rúanda í gærkvöldi, en um helgina muni um tvö þúsund bæt- ast í hópinn. Uppreisnarmenn i Föðurlandsfylkingu Rúanda, sem er aðallega skipuð tútsímönnum, höfðu hótað því að franskir her- menn yrðu meðhöndlaðir sem inn- rásarlið og drepnir, en hermennirn- ir sem fóru til Rúanda í gær mættu engri mótspyrnu af hálfu uppreisn- armanna. Franskir stjómarerindrekar þrýstu í gær á bandamenn sína með að veita stuðning við aðgerð- irnar. Loforð um eiginlegan liðs- auka í Rúanda hafa ekki fengist nema frá Senegal, sem mun senda 200 manna lið í kjölfar frönsku hermannanna í dag eða á morgun. Frakkar segjast binda vonir við að á leiðtogafundi Evrópusambands- ins, sem hefst á Korfu í dag, fáist ioforð um frekari liðsstyrk. ítalir og Egyftar, auk Guinea- Bissau og Ghana, hafa sagst reiðu- búnir að senda mannskap, en hafa þó ekki gefið afgerandi heit þar um. Bandaríkjamenn, Belgar, Hollend- ingar, Portúgalir og Spánverjar munu leggja til flutningavélar, auk lyfjabirgða. IAEA fundar um skilyrði sem setja skuli N-Kóreu Bandaríkjastjóm viU viðræður sem fyrst Washington, Vín. Reuter. FULLTRUI Bandaríkjastjórnar fundaði í gær með yfirmönnum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um hvaða skilyrði Norður-Kóreu- menn verði að uppfylla til að sannfæra þjóðir heims um að þeir vinni ekki að smíði kjarnorkusprengju. N-Kóreumenn hafa lagt til að viðræður þeirra og Bandaríkjamanna hefjist 8. júlí í Genf. Dee Dee Myers talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Bandaríkjamenn vildu hefja viðræður sem fyrst, en óljóst hvort þeir samþykkja dagsetninguna. Norður-Kóreumenn tilkynntu í fyrradag að þeir hefðu frestað kjarnorkuáætlunum sínum og varð það til þess að Bandaríkjamenn hafa slegið á frest undirbúningi refsiaðgerða í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Þrátt fyrir þetta virtist afstaða Norður-Kóreu- manna blendin, því í fréttum frá opinberri fréttastofu þeirra segir að stjórnvöld gagnrýni IAEA harð- lega fyrir að troða á rétti Norður- Kóreu. Fundað fyrir luktum dyrum í Vín Robert Gallucci, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund í gær með Hans Blix, aðalframkvæmdastjóra IAEA, og fleiri starfsmönnum stofnunarinn- S-Afríka aftur í SÞ New York. Reuter. SUÐUR-Afríka hlaut aftur sæti á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær eftir 20 ára fjarveru. Suður-Afríku var vísað af alls- hetjarþinginu árið 1974 vegna að- skilnaðarstefnu minnihlutastjórnar hvítra og hefur sætisröð merkt landinu staðið auð þar til í gær. Sendinefnd Suður-Afríku gekk til sætis í þingsalnum eftir að álykt- un um að aflétta brottvísun landsins úr „samfélagi þjóðanna" hafði verið samþykkt. ar, fyrir luktum dyrum í höfuð- stöðvunum í Vín. Gallucci er sér- legur fulltrúi Bandaríkjaforseta vegna deilunnar um kjarnorku- áætlun Norður-Kóreu. Að sögn talsmanns IAEA hafa Norður- Kóreumenn ekki enn haft sam- band við stofnunina. Svipað eftirlit og í S-Afríku og írak Samkvæmt heimildum í Vín hyggst IAEA koma á svipuðu eft- irlitskerfi og í Suður-Afríku og írak og sagði Blix að því yrði kom- ið á í áföngum. Suður-Afríkubúar undirrituðu slíkan samning árið 1991 og í apríl sl. staðfesti Blix að tilkynnt hefði verið unt allt auðgað úraníum sem fyrirfyndist í landinu. Taldi hann það dæmi um vel heppnað eftirlit. Samein- uðu þjóðirnar komu á eftirliti í írak í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 og í febrúar var tilkynnt að allt geislavirkt efni, sem tilkynnt hefði verið um, hefði verið flutt úr landi. Reuter * Vonir Itala glæðast ÍTALIR sigruðu Norðmenn með einu marki gegn engu í E-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í gær. Norðmaðurinn Lars Bohinen á hér í höggi við Roberto Baggio í fyrri hálfleik. Dino Baggio skoraði mark ítala. ■ Tíu ítalir / B2. Reuter Rútskoj situr við skriftir FYRRUM varaforseti Rússlands, Alexander Rútskoj, er nú tek- inn til við að skrifa bók. Ekki fylgir sögunni hvers konar bók hann er að skrifa, en heimilispáfagaukurinn fylgist nteð. Rútskoj er talinn vera sá maður sem helst getur sameinað stjórnmálaand- stæðinga Borisar Jeltsíns, forseta Rússlands. Hættaá stj órnarkreppu Hata von- asteftír stuðningi sósíalista Tókýó. Reuter. TSUTOMU Hata forsætisráðherra Japans mistókst í gær að semja við sósíalista um stuðning við minnihlutastjórn hans. Er talið að fátt geti komið í veg fyrir að til- laga um vantraust á stjórn hans verði borin upp á þingi. Hata ræddi við Tomiichi Murayama leiðtoga sósíal- ista í tæpa hálfa klukku- stund í gær en fundurinn var árangurslaus, að sögn náins samverka- manns forsæt- isráðherrans. Ráðgert var að leiðtogarnir myndu freista TsutomuHata þess að ræðast við að nýju í dag en stjórnarleiðtogar gátu þó ekki staðfest að svo færi. Fyrr í gær rauf stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Ftjálslyndi flokkurinn, níu vikna vopnafrið á þingi með því að leggja fram tillögu um vantraust á stjórn Hata. Þar segir að stjórn hans standi ótraust- um fótum, skorti bæði stöðugleika og kjark til að koma málum til leið- ar og hefði mistekist að afla sér trausts á alþjóðavettvangi. Óljóst er hvenær vantrausts- tillagan kemur til atkvæða en taki sósíalistar afstöðu gegn henni stendur Hata hana af sér. Takist honum ekki að fá Murayama til liðs við sig er stjórnin að líkindum fallin og ný stjórnarkreppa blasir við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.