Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oddaflug svananna TÍU svanir stálu senunni við upphaf þingfundar á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn. Þeir flugu glæsilegt oddaflug yfir svæðið í tvígang og var klappað lof í lófa fyrir vikið. Rúmar 32 milljónir fram úr áætlun Nýr þrýstiklefi tekinn í notkun á Borgarspítala Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Guðrún Vilhjálms- dóttir hjúkrunarfræðingur brugðu sér inn í nýja þrýstiklefann. í BÓKUN bæjarstjóra Hafnarfjarðar á fundi bæjarráðs, kemur fram að framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarð- ar eru komnar 32.487.123 krónur fram úr fjárhagsáætlun þessa árs. „Þetta er hellulagning, snyrting, malbikun og gangstéttagerð í mið- bænum, sem unnið var að fyrir kosn- ingar,“ sagði Magnús Jón Árnason bæjarstjóri. „Til að ljúka verkinu eins og ráðgert er vantar 77 millj. miðað við áætiun. Þó að ljóst sé að verkið sé komið rúmar 32 millj. fram úr áætlun þá verður að ljúka við framkvæmdir sem kosta tugi millj- óna til að forða skemmdum." í bókun bæjarstjóra segir að í fjár- hagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir 60 millj. til framkvæmdanna í mið- bænum en að kostnaður sé þegar um 92,5 millj. Lagt er til að bæjar- ráð samþykki að fela bæjarverk- fræðingi að leggja fram áætlun um hvaða verkhlutum megi fresta. BORGARSPITALINN tók í notkun nýjan háþrýstiklefa s.l. mánudag, en hann er notaður við súrefnis- lækningar af ýmsum toga. Klefinn leysir af hólmi eldri klefa sem spítal- inn hefur notað í rúmt eitt ár. Reynslan af notkun klefans er mjög góð. Nýi klefínn er samvinnuverk- efni íslands og Ítalíu, en hvor þjóð greiðir helming af kostnaði við rekstur hans næstu þijú ár. Með nýja klefanum stórbatnar öll aðstaða til súefnislækninga hér á landi. Eldri klefinn er staðsettur í gámi á lóð Borgarspítalans og aðeins þrír sjúklingar geta verið í honum í einu. Nýi klefinn rúmar sjö sjúklinga í sæti og er staðsettur í B-álmu spítalans. Það ár sem þessar lækningar hafa verið stundaðar á Borgarspít- alanum hefur verið framkvæmd 1.841 meðferð. Um 42% sjúkling- anna voru með krónísk sár, 9% beindrep, 9% sýkingar, 15% voru neyðartilfelli, s.s. vegna reykeitrun- ar, kafaraveiki eða áverkar og 25% voru sjúklingar með aðra sjúkdóma. ítalir áttu frumkvæði að því að koma háþrýstiklefanum til Islands. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst áhugi ítalska læknisins Calcedonio Gonzales á Islandi. Gonzales og Einar Sindrason læknir kynntust á læknaráðstefnu fyrir nokkrum árum. Gonzales kom síðan hingað til lands í brúðkaupsferð og hreifst mjög af landi og þjóð. Að frum- kvæði hans kom til landsins háþrý- stiklefi og sérfræðingar til að kenna Islendingum notkun hans. Árangur- inn af notkun klefans og stuðningur heilbrigðisyfirvalda á íslandi og ít- alíu varð síðan til þess að nýr og stærri klefi kom til landsins í vor. Kostar 13 milljónir ítalir gáfu klefann til landsins, en hann kostaði um 13 milljónir króna. Gerður hefur verið samning- ur milli íslands og Ítalíu til næstu þriggja ára um rekstur klefans. Hvor þjóð mun greiða 14 milljónir | á ári til rekstursins. Grunur leikur á að meðferð í háþrýstiklefa geti gagnast fólki sem fengið hefur hnykk á hálsinn og áhugi er á að fara út í rannsókn á þessu sviði, þá fyrstu í heiminum. Fjármagn til rannsóknanna skortir þó enn. Við formlega opnun þrýstiklefans k flutti Antonio Badini, sendiherra ' Ítalíu í Ósló, ávarp þar sem hann \ fagnað þessari samvinnu landanna } og hét stuðningi Ítalíu við verkefnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr hæstaréttar- dómari skipaður FORSETI íslands hefur skipað, að tillögu dómsmálaráðherra, Markús Sigurbjörnsson prófessor í stöðu hæstaréttardómara frá 1. júlí að telja. Skipun hans er samkvæmt lög- um, sem samþykkt voru á síðasta þingi, um fjölgun hæstaréttardómara úr átta í níu. Þá hefur Gunnari M. Guðmundssyni hæstaréttardómara verið veitt lausn frá störfum frá 1. september að telja og mun staða hans verða auglýst fljótlega. Markús Sigurbjörnsson er fæddur 25. september 1954. Hann útskrifað- ist sem lögfræðingur frá Háskóla íslands 1979 og lauk framhaldsnámi í réttarfari við Det Retsvidenskabe- lige Institut í Kaupmannahöfn 1981. Hann var fulltrúi hjá yfírborgar- fógetanum í Réykjavík frá 1981 til 1985 þegar hann var skipaður borg- arfógeti í Reykjavík. Hann var stundakennari við lagadeild Háskóla íslands frá ársbyijun 1985 til 1988 þegar hann var settur prófessor 1. maí. Hann tók sér þá leyfi frá störfum sem borg- arfógeti allt þar til embættið var lagt niður 1. júlí 1992. Hann var skipaður prófessor við laga- deildina frá 1. jan- úar í fyrra. Eftir Markús liggur fjöldi rit- verka og hefur hann m'eðal annars samið frumvörp til laga af þorra gild- andi réttarfarslöggjafar. Þar á meðal má nefna frumvarp til laga um að- för, frv. til laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., frv. til Iagaum skipti á dánarbúum, frv. til laga um gjald- þrotaskipti og frv. til laga um breyt- ingar á ýmsum lögum vegna aðskiln- aðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Markús Sigurbjömsson 1 i \ I I I I Evrópunefnd hefur tekið ákvörðun um evrópska stafatækni Þgrumistafur í stafrófinu Kátt hjá krökkum í Kópavogi BÖRN og fullorðnlr í Kópavogi létu það ekki á sig fá þótt einn og einn regndropi léti sjá sig í gær heldur fjölmenntu á mið-. vikudag í árlega skrúðgöngu allra leikskóla og skóladag- heimila í bænum. Gengið var frá Kópavogsskóla yfir í Hlíðar- garð. Þar var ýmislegt á boð- stólum fyrir börnin og var ekki annað að sjá en þau skemmtu sér hið besta þegar Morgun- blaðið var þar á ferð. EVRÓPUNEFND um stafatækni ákvað nýlega á fundi sínum í Reykjavík að bókstafurinn þ verði 27. grunnstafurinn í evrópsku staf- rófí og mun hann raðast á eftir bókstafnum z. Þorvarður Kári Ólafsson framkvæmdastjóri nefnd- arinnar segir að þessa niðurstöðu megi þakka góðum undirbúningi og málflutningi íslenska og írska fulltrúans. Mikilvægi hennar sé óumdeilanlegt, enda þornið eitt af þjóðareinkennum íslendinga. Að frumkvæði Fagráðs í upplýs- ingatækni var stofnuð tækninefnd um fjölþjóðlegar röðunarreglur haustið 1993. Henni var ætlað að hafa áhrif á gerð Evrópustaðals um fjölþjóðlegar röðunarreglur. Nefndin gerði tillögu um það til evrópska staðlaráðsins að stafirnir æ, ð og þ yrðu viðurkenndir sem stofnstafír. Fljótlega kom þó í ljós að aðrar Evrópuþjóðir voru hikandi gagnvart æ og ð en virtust reiðu- búnar að samþykkja þornið. Baldur Sigurðsson starfsmaður íslenskrar málnefndar skýrði sjónarmið íslendinga á fundi Evr- ópunefndarinnar. Hann benti á að þ eigi sér langa sögu í latneska stafrófínu en stafurinn hafí verið tekinn upp úr rúnaletri og honum bætt við enskt ritmál þegar á 8. öld. Hann eigi sér því tólf alda hefð og verið notaður í þremur löndum, á íslandi, á Bretlandseyj- um og í Noregi. Þá benti hann á það að stafurinn eigi sér enga hlið- stæðu í öðrum stöfum sem mætti tengja hann við. Danir á móti Þorvarður Kári Ólafsson segir að harðasta mótspyrnan gegn til- lögu íslendinga hafi komið frá full- } trúa Dana í nefndinni. Hann hafi l lagt til að þornið skyldi raða sem um th væri að ræða og talið að I ef tillaga íslendinga næði fram að ganga skapaðist óreiða í röðun þornsins. Fólk muni ekki fínna stafinn og þurfi að leita á tveimur stöðum. Loks hafí hann fullyrt að samþykkt tillögunnar kostaði gríð- arlegt átak til fræða íbúa veraldar um nýjan stað þomsins. írski fulltrúinn tók aftur á móti afstöðu með Islendingum og taldi } þornið eðlilega viðbót við latneskt } stafróf og í samræmi við sögulega þróun þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.