Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 27

Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 27
26 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ.Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. VÍSITÖLUTENGD OPINBER GJÖLD * IMORGUNBLAÐINU í fyrradag var frá því skýrt, að bifreiðagjald mundi hækka hinn 1. júlí nk. um 0,4%. Hækkunin væri lögbundin þar sem bifreiðagjöld eigi lögum samkvæmt að breytast samkvæmt byggingarvísitölu. Hvers vegna eiga bifreiðagjöld að hækka samkvæmt vísitölu? Hvers vegna eiga hitaveitugjöld í Reykjavík að hækka sam- kvæmt vísitölu? Hvaða rök eru fyrir því, að ýmiss konar opinber gjöld hækki samkvæmt vísitölu á sama tíma og laun fólksins í landinu hækka ekki samkvæmt vísitölu? Rökin eru auðvitað engin. Þetta fyrirkomulag eru leifar liðins tíma. Stjórnmálamenn geta ekki lengur varið opinber- ar hækkanir, hversu litlar sem þær kunna að vera í krónum talið, með því, að hækkunin stafi af breytingu á vísitölu. Vísitöluhækkanir opinberra gjalda eru til marks um, að opinberir aðilar hafa komið sér undan því að töluverðu leyti að herða að opinberum umsvifum með sama hætti og einka- fyrirtæki og heimili hafa gert á undanförnum árum. Við þær aðstæður sem nú ríkja og hafa ríkt í efnahags- og atvinnumálum eru vísitöluhækkanir á opinberum gjöldum siðleysi. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, er sammála þessum sjónarmiðum, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þegar hann var spurður í tilefni af vísitöluhækkun bifreiða- gjalda, hvort ekki væri tímabært að afnema slíka vísitölu- tengingu opinberra gjalda sagði hann m.a.: „Eg tel, að það sé fyllilega tímabært að endurskoða þau ákvæði í lögum og reglugerðum, þar sem um er að ræða vísitölubindingu á þjónustugjöldum. Með sama hætti þarf að fara í gegnum skattalögin og kanna, hvort hverfa eigi frá vísitölubindingu þeirra. Þessi mál eru afar flókin, því íslenzk skattalög eru í raun ákaflega vel aðhæfð verðbólguþjóðfélaginu. Við verð- um líka að gera okkur grein fyrir því, að það eru ekki bara gjaldafjárhæðir, sem eru vísitölubundnar, heldur einn- ig frádráttarliðir og skattfrelsisupphæðir. Mér finnst eðli- legt, að þessir hlutir verði skoðaðir m.t.t. að þeim verði breytt, sérstaklega nú þegar stöðugleikinn er með þeim hætti, að ár eftir ár mælist verðbólga innan við 2%, launa- breytingar verða ekki skv. vísitölu og menn eru að hverfa frá vísitölubindingu skammtímaskuldbindinga.“ Þessi ummæli fjármálaráðherra1 eru fagnaðarefni. Þess verður vænzt að hann fylgi þeim eftir í verki. Almenningur skilur ekki hvers vegna opinber gjöld hækka með þessum hætti á sama tíma og laun eru óbreytt. Auðvitað getur komið til þess, að ríkisstjórn og Alþingi ákveði skattahækk- anir, en þá er sjálfsagt að sú ákvörðun sé tekin með eðlileg- um hætti í stað þess, að setja upp sjálfvirkt hækkunar- kerfi með vísitölutengingu. Allmörg opinber gjöld breytast samkvæmt vísitölu. Þar má nefna benzíngjald, þungaskatt, bifreiðagjald, ýmis leyfisgjöld, gjöld tengd leyfum fyrir atvinnustarfsemi, gjöld fyrir þinglýsingar, dómsmálagjöld o.fl. Hjá Reykjavíkurborg eru gatnagerðargjöld vísitölutengd svo og hitaveitugjöld. I einhveijum tilvikum er um heimildarákvæði að ræða og dæmi um, að þær heimildir séu ekki nýttar til fulls. Róttækasta dæmið um áhrif vísitölutengingar er sú ákvörðun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sumarið 1983 að afnema vísitölutengingu launa en halda vísitölu- tengingu lánaskuldbindinga. Þegar horft er til baka er auðvitað ljóst, að sú ákvörðun lagði fjárhag þúsunda heim- ila í rúst á nokkrum árum. Fólk hafði tekið á sig verðtryggð- ar skuldbindingar í þeirri trú, að laun yrðu alltaf vísitölu- tengd með sama hætti. Vel má vera, að þessi mikli fórnar- kostnaður hafi verið óhjákvæmilegur til þess að ráða niður- lögum verðbólgunnar. Hafi svo verið kom hann niður með ranglátum hætti og áreiðanlega ekki enn séð fyrir endann á því. Vísitölutenging lánaskuldbindinga er hins vegar flóknara mál en slík tenging opinberra gjalda. Alþingi á að taka af skarið næsta haust og afnema slík ákvæði í lögum. Það á einungis að vera á færi Alþingis sjálfs að taka ákvarðanir um hækkanir eða lækkanir á opinberum gjöldum. Það vald á hvorki að framselja til einstakra ráðherra né koma upp sjálfvirku kerfi eins og því, sem hækkar bifreiðagjöld um 0,4% um næstu mánaðamót. MORGUNBLAÐIÐ ~f~ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 27 GSM- FARSÍMAKERFIÐ Með símau í vasanum Póstur & sími tekur nýtt farsímakerfi í notkun í ágúst nk. Kerfið er staf- rænt og hefur ýmsa kosti fram yfir núverandi kerfi, m.a. þann að ekki er hægt að hlera símtöl í því. Gréta Ingþórs- dóttir hefur kynnt sér kosti þess og galla miðað við núverandi kerfi. Nýja farsímakerfíð er kallað GSM, en það stendur fyrir Global System Mobile. Það hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið í Evrópu og víðar um heim og má nú víða í stór- borgum sjá fólk tala í lítil símtæki á götum úti. Það er einmitt einn helsti kostur GSM hversu litlir og handhæg- ir símarnir eru og að þeir eru ekki bundnir farartæki eða burðareiningu. Þá eru talgæði mun betri en í í núver- andi kerfi, NMT (Nordic Mobile Te- lephone), og hægt er að nota símana um alla Evrópu. Ókostirnir eru hins vegar m.a. þeir að GSM er ekki eins langdrægt kerfi og NMT. Fyrst um sinn verður hægt að nota kerfið á höfuðborgarsvæðinu, í Keflavík og þar á milli. Kerfið verður einnig virkt á Akureyri strax í upphafi, en það verður þó einangrað svæði. Stækkun kerfisins ræðst síðan af viðtökunum sem það fær, en í grófum dráttum verður stefnt að því að útfæra það smátt og smátt út frá því svæði sem byijað verður með, bæði í norður- og austurátt og byija á þéttbýlissvæðum meðfram þjóðvegi númer 1. GSM- símarnir eru stafrænir og verður þeg- ar fram í sækir hægt að gefa mögu- teika á yfirfærslu tölvusamskipta og aukaþjónustu á borð við flutning skilaboða og/eða fax. GSM-kerfið verður dýrara í notkun en NMT-kerfið. Mínútan í því kostar 25 krónur miðað við 16,60 krónur í NMT-kerfinu. Eftir kl. 18 virka daga og um helgar munu símtölin þó kosta jafnmikið og í NMT-kerfinu, eða 16,60. Álag á NMT-kerfíð á höfuð- borgarsvæðinu er mjög mikið á vinnutíma og hefur Póstur & sími nú nýlega boðið viðskiptamönnum sínum svokallaðan frístundaaðgang að NMT-kerfmu. Þeir sem notfæra sér það borga 16,60 krónur fyrir mínútuna milli kl. 22 að kvöldi og 8 að morgni á virkum dögum og milli kl. 18 og 8 um helgar. Noti þeir síma sína hins vegar á álagstímum greiða þeir þrefalt gjald, eða 56,40 krónur fyrir hveija mínútu. Kosturinn er hins vegar sá að stofngjald og árs- fjórðungsgjald er mun lægra en á hefðbundnum NMT-síma. Gert er ráð fyrir því að einhveijir NMT-notendur færi sig yfir í GSM-kerfið og létti þannig álaginu af NMT-kerfínu, en í því em nú um 18.000 notendur. Stofngjald í GSM er lægra en í NMT, eða 4.358 krónur á móti 11.691. Ársfjórðungsgjaldið er hins vegar hærra, 1.898 krónur miðað við 1.519. Verð í öfugu hlutfalli við stærð GSM-tæki verða seld víða. Aðeins einn söluaðili hefur hafið sölu á slík- um tækjum, en það er Radíómiðun. Fyrir u.þ.b. einu ári gerði fyrirtækið samning við danska fyrirtækið Sono- fon um að selja áskrift inn á evr- ópska GSM-kerfið. Að sögn Kristjáns Gíslasonar, framkvæmdastjóra Rad- íómiðunar, hafa viðskiptavinir hans nýtt sér þennan möguleika, en Sono- fon hefur gert samning við rekstra- raðila allra GSM-kerfa í heiminum nema Póst & síma. Aðrir söluaðilar eru að undirbúa sölu GSM-símtækja. Hjá flestum fengust þær upplýsingar að ekki væri ennþá endanlega ljóst hvert verð tækjanna yrði þegar kerf- ið verður opnað, en nefndar voru tölur frá 40 og upp í rúm 100 þús- und. Nýjar tegundir eru stöðugt að koma á markað og símarnir verða sífellt nettari og fyrirferðarminni. Nýjustu tegundirnar eru alltaf dý- rastar og þannig er verðið í öfugu hlutfalli Við stærð tækjanna. Sölu- menn voru tregir til að gefa ákveðn- ar tölur og sögðu að mikið stríð yrði um viðskiptavini þegar kerfíð verður opnað og þess vegna væri ekkert að marka það verð sem skráð væri í dag. Þrefait öryggi Þegar við- skiptavinur hefur keypt sér tæki fær hann númer hjá Pósti og síma og kort sem stungið er í sím- tækið, en sím- tækið er ónpthæft án korts. Á kort- inu eru upplýsingar um notandann og það skráir notkun símans. Mjög erfitt verður fyrir aðra en eig- endur símanna að nota þá vegna þess að þegar kveikt er á símtæk- inu þarf að slá inn lykiinúmer til að hægt sé að hringja úr því. Mjög auðvelt er að renna kortinu í og úr símunum og því sjálfsagt að taka það úr ef eigandinn skilur símann við sig. Símtækin sjálf verða skráð þannig að sé þeim stolið og þau notuð með öðru korti en eigandans geti símafyrirtækin séð á hvern kort- ið er skráð. Þannig er, í raun þreföld þjófavörn á GSM-símunum. I fyrsta iagi lykilnúmerið, í öðru lagi er mjög auðvelt að taka kortin úr þeim og í þriðja lagi er hægt að rekja á hvern kortið, sem hringt er út á, er skráð. Kortin ganga í alla síma Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Pósts & síma, segir einn kost GSM-símtækjanna þann að fái starfsmaður síma hjá -------------- vinnuveitanda sínum sé lík- legt að honum verði gert að skila kortinu úr tækinu eftir hvem vinnudag. ______________ Starfsmaðurinn geti hins vegar fengið númer og kort hjá Pósti & síma og notað símann á eigin kostnað utan vinnutíma. Þannig lÉk. geti fleiri en einn notandi sam- einast um hvert tæki. Þá segir hún að bílaleigu- fyrirtæki muni mjög líklega bjóða GSM- símtæki með bílaieigubílum áður en langt um líður. Stofnkostn- aður lægri - notkun dýrari Hvað kostar að eiga og reka farsíma? / " i Frístunda NMT NMT GSM Símtæki kostar 50-140.000 50-140.000 40-90.000 [ Stofngjald 11.691 2.490 4.358 Ársfjórðungsgjald 1.519 498. 1.898 Notkun 1 16,60 56,40 25,00 kr./mín kr./mín kr./mín á öllum 8-18 8-22 virka tímum virka daga daga, 8-18 um helgar Notkun 2 16,60 16,60 kr./mín kr./mín á öðrum á öðrum tímum tímum GSM-farsímarnir eru mjög fyrirferðar- litlir og þá er hægt að nota jafnt í farartækjum sem inni í byggingum. Þá getur leigutakinn rennt sínu síma- korti í símann og notað hann án þess að notkunin fari á nokkurn hátt í gegnum bílaleiguna. Að sögn Hrefnu vinnur Póstur & sími nú að því að ná samningum um notkun í GSM-kerfínu í Evrópu. Hún segist gera ráð fyrir að hægt verði að fara með íslenska síma og nota þá á Norðurlöndunum, í Hollandi og Sviss í haust og í öðrum --------- Evrópulöndum fljótlega eftir það. Þegar hringt verður frá þessum löndum skrást símtölin hjá Pósti & síma hér heima og verður Ekki verður hægt að hlera GSM símtöl GSM-farsímakerfið Stöövap í 1. álanga, REVkmvík Mvm uppsettar 1994. Knstsk^ ^Aust ÖSKJUHLÍÐ < Kópavogur, Dlgranes C Mofil'tltsbær i rún ■ l.nronr Sanclkt.'röi\v { : Keflavik^ Hvaleyrarholt Hafnhóll Stifiurnesptbate^-^ K greitt fyrir þau hér. Hrefna segir Póst & síma eiga allra hagsmuna að gæta að ná samningum um þessi mál sem fyrst vegna þess að ekki einasta muni ísienskir notendur geta farið með sín símakort tii þessara landa heldur muni þarlendir notendur einnig geta notað sín kort hér. Útbreiðsla fer eftir viðtökum Fyrst um sinn verður GSM-kerfið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Sendar fyrir svæðið frá Suðurnesjum og upp á Kjalarnes hafa verið settir upp, en sendirinn á Akureyri verður settur upp á næstu dögum. Að sögn Harald- ar Sigurðssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts & síma, mun útbreiðsla kerfisins fara eftir viðtökunum sem kerfið fær. 1 grófum dráttum er þó áætlað að stækka kerfið út frá fyrstu svæðun- um. Þannig verður farið austur yfír heiði frá höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandsundirlendið, helstu þjóð- vegi og þéttbýliskjarna. Þeir verða einangraðir fyrst um sinn eins og Akureyri verður. Stefnt er að því að taka kerfið í gagnið um miðjan ág- úst. Kostnaður við fyrsta áfanga þess verður 300 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að það geti annað 5.000 notendum. Fjölgunin úr því verður síðan hlutfallslega ódýrari. Gestir í símkerfum erlendis Hægt verður að hringja í hvaða síma sem er, hvar sem er í heimin- um, úr GSM-símum eins og öllum öðrum. GSM-síminn verður þó að vera innan svæðis sem GSM-sendar ná tii. Ef talað er í GSM-síma úr bíl og hann keyrir út úr geisla sendis þá rofnar samband- ið. Talgæði eru mjög góð en ef talað er milli GSM- síma og NMT-síma þá ráð- ast talgæðin af NMT- símanum. Nú vaknar sú spurning hver greiði fyrir símtal milli landa ef sá sem hringir veit ekki að eig- andi GSM-símans er staddur erlendis og heldur að hann sé að hringja venjulegt GSM-símtal. Hrefna Ing- ólfsdóttir segir að í NMT-kerfínu sé það þannig að sé hringt frá Islandi í NMT-síma sem staddur er t.d. í Danmörku þá greiði sá sem hringir 16,60 krónur fyrir hveija mínútu og farsímaeigandinn það sem upp á vantar. Hún segir að mjög líklega verði sami háttur hafður á með GSM- símana. Hún sagði einnig að ef hringt væri innanlandssímtal í Danmörku úr GSM-síma með korti útgefnu af Pósti & síma væri greitt fyrir það eins og hringt væri úr dönskum GSM- síma. ísland á undanþágu Kristján Gíslason hjá Radíómiðun sagði mikla samkeppni um viðskipta- vini í Evrópu. Samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið er skylt að hafa tvo rekstraraðila að GSM-kerfi í hveiju landi, en Kristján sagði ísland vera á undanþágu vegna smæðarinnar. Víða eru viðskiptavin- um boðin símtækin sjálf með miklum afslætti af rekstraraðilum símkerf- anna gegn viðskiptum um tiltekinn tíma. Á móti væru afnotagjöldin hærri. Kristján sagðist teija gjaldtöku Pósts & síma fyrir afnot af GSM- kerfinu óeðlilega vegna þess að stofn- unin væri ekki að greiða niður tæki eins og gert er víða erlendis. 50.000 króna trygging Aðspurður sagðist Kristján efast um að það borgaði sig að kaupa sím- tæki erlendis, jafnvel þótt þau væru ódýrari þar en hér á íslandi, vegna þess að það væri orðið þannig í flest- um löndum að menn skuldbinda sig til ákveðinnar notkunar á kortunum. Séu þau ekki notuð fær kaupandinn reikning engu að síður. Þá væri það einnig þannig að ef kaupandi á ekki lögheimili í viðkomandi landi þá þurfí að leggja fram tryggingu í beinhörð- um peningum. Kristján sagði þessa tryggingu vera 50.000 krónur í Dan- mörku. Þar hefði þetta verið gert vegna þess að á síðasta ári hefðu verið boðin 50.000 tæki, mikið niðurgreidd. 7.000 þeirra hefðu verið keypt af Norðmönnum sem hentu kortunum á leiðinni til Noregs og fengu sér kort þar. Þar með varð fyrirtækið í Danmörku af miklum við- skiptum og þess vegna var ákveðið að setja tryggingu. NMT-kerfið starfrækt áfram GSM-kerfið er ekki eins lang- drægt og NMT-kerfið. Það kerfi verður því starfrækt áfram eitthvað fram á næstu öld. Það er til dæmis mikið notað af sjómönnum, þar sem það dregur vel út á miðin í kringum landið en GSM-kerfið dregur ekki nema 30-40 km út frá ströndinni. Kristján Gíslason sagði að með sum- um GSM-símum væri hægt að fá magnara til að nota þar sem skil- yrði væru slæm og yrðu þeir þá mun langdrægari. Augljóst er að þeir sem þurfa að treysta á langdrægi munu frekar vilja vera notendur í NMT-kerfinu en þeir sem mikið þurfa að vera í útlöndum munu væntanlega frekar kjósa GSM- kerfið. Þá gæti skipt máli á hvaða tímum sólarhrings mest notkun er. Líklegt er að margir NMT-notendur fái sér einnig GSM-áskrift vegna þess hve tækin eru handhæg og vegna þess mikla álags sem er á NMT-kerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Bæði kerfin hafa kosti og galla og fer það eftir þörfum notenda hvaða kerfi þeir muni vilja notfæra sér. Gagnrýni á stefnuleysi Clinton-stjórnarinnar eykst CLINTON Bandarikjaforseti skokkar á milli bifreiða í París á dögunum. Það hefur reynst honum erfið- ara að víkja sér undan ásökunum um persónuleikabresti en frönskum bílstjórum. Agi og uppstokkun talin eina lausnin Bill Clinton á undir högg að sækja þessa stundina. Hann sætir ásökunum um kynferð- islega áreitni og framhjáhald auk þess sem stefnufestu þykir skorta hjá stjóm hans, ekki síst í utanríkismálum. Fremur dapurleg mynd er dregin upp af fyrsta for- setaári Bilis Clintons Bandaríkjaforseta í bók blaðamannsins Bobs Woodwards, sem kom út fyrr í mánuðinum. Hvíta hús- ið virðist samkvæmt lýsingum heim- ildarmanna Woodwards loga af inn- byrðis ágreiningi embættismanna og hálfgert stjórnleysi ríkjandi við stefnumótun. Forsetinn hefur oft ekki hemil á skapi sínu og forsetafrúin, Hillary Rodham Clinton, ræður í mörgum málum meira en hann sjálf- ur. Bill Clinton er óneitanlega að mörgu leyti forseti í vanda. Honum hefur gengið erfiðlega að ná helstu baráttumálum sínum í gegn og sá árangur sem hann hefur náð (til dæmis hert byssulöggjöf) hefur lítið hrós fengið. Áthygli fjölmiðla hefur í æ ríkari mæli beinst að persónu forsetans, ásökunum um framhjáhald og kynferðislega áreitni, að ekki sé minnst á meint vafasöm viðskipti þeirra hjóna vegna Whitewater-máls- ins. Stöðugt dregur úr vinsældum Clintons og samkvæmt skoðanakönn- un, sem gerð var fyrir CNN og USA Today fyrr í mánuðinum eru einungis 46% Bandaríkjamanna ánægðir með frammistöðu hans í embætti. Ágæt Evrópuheimsókn en ... Hátíðarhöldin í Normandí, þegar þess var minnst að fímmtíu ár voru liðin frá því að bandamenn stigu þar á land í heimsstyijöldinni síðari, voru kærkomið tækifæri fyrir Bill Clinton til að láta ljós sitt skína. Ræða hans þótti sköruleg og hann þótti slá á rétta strengi, ekki síst í ljósi þess að hann hefði á sínum tíma vikið sér undan því að gegna herþjónustu sjálf- ur, meðan á Víetnam-stríðinu stóð. Á meðan á Evrópuheimsókninni stóð birti hins vegar dagblaðið The Washington Post fyrstu útdrættina úr bók Bobs Woodwards og vöktu þeir um margt meira umtal en boð- skapur forsetans í Frakklandi. Mörgum af fyrri forsetum Banda- ríkjanna tókst á sínum tíma að afla sér vinsælda með utanríkisstefnu sinni, þrátt fyrir erfiðleika heimafyr- ir. Sú er hins vegar alls ekki raunin með Clinton. Þó að Evrópuferð hans hafi þótt takast með ágætum hefur utanríkisstefna stjórnar hans verið talin einkennast af máttleysi frá upp- hafi. Bosnía, Sómalía, Haítí og Kórea eru dæmi um mál sem hafa valdið forsetanum erfíðleikum. Hann hefur einnig þótt misstíga sig í samskiptum við Kína og Japan. Er þar annars vegar kennt um að forsetinn sýni ekki utanríkismálum áhuga persónu- lega og svo hins vegar að þeir sem fara með utanríkismálin í stjórn hans valdi ekki hlutverki sínu nægilega vel. Blaðið Washington Post birti fyr- ir skömmu könnun, sem gerð var meðal starfsmanna bandarísku utan- ríkisþjónustunnar þar sem fram kom að flestir voru sammála um að erlend- ar ríkisstjórnir hefðu miklar áhyggjur af því að Bandaríkjastjórn sýndi ekki þá forystu á alþjóðavettvangi sem vænst væri af risaveldi. Þrátt fyrir að helstu samstarfsþjóð- ir Bandaríkjanna hafí látið í ljós veru- legar áhyggjur af skorti á stefnufestu í utanríkismálum og að hann hafí sætt harðri gagnrýni bandarískra fjöl- miðla hefur Clinton til þessa verið treg- ur til að gera breytingar á stjórn sinni. Christopher gagnrýndur Mesta gagnrýnin beinist að utan- ríkisráðherranum Warren Christoph- er og hefur lengi verið orðrómur í gangi um að hann muni víkja. Sá orðrómur fékk á ný byr undir báða vængi er veigamiklar breytingar voru gerðar á „Evrópuliði" utanríkisþjón- ustunnar í síðustu viku. Þeir sem helst eru taldir koma til greina sem eftirmenn Christophers eru Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra, og Walter Mondale, fyrrum varafor- seti, sem nú gegnir embætti sendi- herra í Tókýó. Talbott hefur raunar einnig verið orðaður við embætti þjóðaröryggis- ráðgjafa í stað Anthony Lake. Það eru þó ekki allir sammála um- að Christopher sé einum að kenna um stöðu mála. Einn háttsettur emb- ættismaður sagðist hafa mikla samúð með Christopher þar sem sá eiginleiki Clintons að „flögra á milli málefna líkt og fiðrildi" virtist há utanríkisráð- herranum verulega í starfi. í grein í The Economist segir líka einmitt að meginvandinn sé Clinton sjálfur. Hann skipti stöðugt um stefnu í utanríkismálum og eigi það til að láta í ljós hugleiðingar um utanríkis- mál er hann ræði við blaðamenn. Það sem skorti sé ákveðnari skilgreining á hagsmunum og markmiðum Banda- ríkjastjórnar á alþjóðavettvangi. Hápunktur forsetaferilsins? En vandamálin blasa við á miklu fleiri sviðum. Bandaríska viðskipta- tímaritið Business Week veltir því fyrir sér í nýlegri grein hvort árið 1994 verði hugsanlega hápunktur forsetaferils hans í ljósi þess að and- staða við stefnu hans vaxi jafnt og þétt. Bendir Business Week á að Demókrataflokkurinn hafi tapað öll- um mikilvægum kosningum, sem haldnar hafí verið frá 1992, og skoð- anakannanir bendi til að Repúblik- anaflokkurinn muni bæta við sig mönnum í þingkosningunum í nóvem- ber nk. Það sé því töluverð hætta á að helstu áform Clintons muni renna út í sandinn. Næstu tvö ár verði lík- lega þau erfiðustu á forsetaferli hans. Allir stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um að það sem hái forsetanum einna mest sé persóna hans og per- sónugallar séu farnir að skyggja á starf hans. Sífellt bætast við ný „hneyksli“ sem grafa undan trúverð- ugleika hans hvort sem sögurnar eiga við rök að styðjast eða ekki. Skortir aga og einbeitingu I forystugrein í Business Week seg- ir að sjaldan hafí persónuleikabrestir forseta spillt jafn mikið fyrir stefnu- mótun hans sem forseta og raunin er hjá Clinton. Hið sorglega sé að ekki sé um að kenna andstöðu við stefnu forsetans fyrst og fremst, heldur því að honum hafí ekki tekist að beita sjálfan sig og stjórn sína aga og ein- beitingu. „Forseti sem er sinn eigin skrifstofustjóri kafnar í smáatriðum," segir tímaritið og bendir á að maður sem ræði um nærföt sín í sjónvarpi afli sér ekki virðingar heimafyrir eða erlendis. Hentistefna virðist ráða ríkj- um og forsetinn sé hafður að háði og spotti, ekki síst á alþjóðavettvangi. Jafnvel smáríkið Singapore telji sig geta gert lítið úr Bandaríkjaforseta. Flestir virðast þó þeirrar skoðunar að ekki sé tímabært að afskrifa Clint- on strax sem forseta. Ef honum eigi að takast að komast upp úr öldudaln- um verði hann hins vegar að stokka upp í Hvíta húsinu. Þar skorti styrka stjórn, meiri einbeitni og minna blað- ur. Þá þurfí nýir menn að taka við utanríkismálunum er njóti virðingar og mark sé tekið á í Evrópu og Asíu. Að þessum skilyrðum uppfylltum geti einungis Bill Clinton sjálfur komið í veg fyrir að hann nái sér á strik á ný sem forseti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.