Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 33 MINNINGAR OLIVESTMANN EINARSSON + Óli Vestmann Einarsson var fœddur í Reykjavík 25. febr- úar 1916. Hann lést á Borgarspítalan- um 19. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson (1874- 1942) vélstjóri frá Litlakoti í Vest- mannaeyjum og kona hans Guð- björg Gunnlaugs- dóttir (1882-1940) frá Hólshúsum í Höfnum. Stundaði hann prent- nám í ísafoldarprentsmiðju og lauk sveinsprófi frá Iðnskólan- um í Reykjavík 1940. Síðar stundaði hann framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1953 auk þess sem hann fór margar kynnis- ferðir og sótti námskeið í prentlist í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Óli starfaði í ísafold til 1943 og í Víkingsprenti til 1946 er hann stofnaði Borgar- prent sem hann rak lengi jafn- framt því sem hann kenndi við Iðnskólann frá 1957, fyrst í hlutastarfi, síðar í fullu. Þá var Prentskóli stofnaður, ein af fyrstu verklegu deildum Iðn- skólans. Varð Óli deildarstjóri prentnámsdeildar 1976_og yfir- kennari skólans 1982. Á herðar Óla söfnuðust margvísleg trún- aðarstörf í Iðnskólanum, m.a. var hann formaður Kennarafé- lags skólans. Þá var hann í stjórn samtaka framhaldsskóla- kennara og stofnaði Samband sérskóla á Islandi og fyrsti for- maður þess 1968 og síðar heið- ursfélagi. Þá var Óli fulltrúií norrænum skólasamtökum. Hann ritaði greinar í blöð um fagleg efni og sat í ritnefndum tímarita. Óli hlaut riddarakross fálkaorðunnar. Hann lét af störfum vegna aldurs 1986. Eftir það hélt hann áfram ýms- um umsýslustörfum við Nes- kirkju sem hann hafði lengi varið tómstundum sínum við og verið í sóknarnefnd. Óli var í Oddfellowreglunni og gegndi þar trúnaðarstörfum og var sæmdur heiðursmerki reglunn- ar. Árið 1939 gekk Óli að eiga eftirlifandi konu sína Jónu Ein- arsdóttur (1916). Dætur þeirra: 1) Álfheiður (1940), hár- greiðslumeistari. Hún átti Inga Lárusson flugmann sem fórst í flugslysi í Ósló. Áttu þau þijú börn. Síðari maður hennar er Skúli Nielsen rakarameistari. 2) Eygló (1945), starfsmaður grunnskólans í Keflavík og er eiginmaður hennar Kristinn Þorsteinsson bifreiðastjóri. Á hún tvö börn á lífi. 3) Sigrún (1955), bankamaður, á Ingi- mund Hákonarson deildar- stjóra og eru börn þeirra fjög- ur. Útför Óla fer fram frá Nes- kirkju í dag. KYNNI okkar Óla Vestmanns Ein- arssonar urðu löng. Jóna Einars- dóttir kona hans var fædd að Prest- húsum á Kjalarnesi en ólst frá tveggja ára aldri upp á æskuheim- ili mínu í Tjarnargötu 24, uppeldis- systir móður minnar. Jóna missti móður sína í spönsku veikinni 1918 og var komið fyrir hjá fólki sem amma mín, Álfheiður Helgadóttir Briem, hafði skotið skjólshúsi yfir þá um frostaveturinn. Hún var þá miðaldra ekkja. Stóð til að Jónu væri komið fyrir hjá vandalausum. Þegar til kom gátu Álfheiður og börn hennar fimm ekki séð af tveggja ára engilbarni og tóku hana að sér til reynslu. Það reyndist öll- um gæfa og ólst hún upp þar sem ein í systkinahópnum. Fer mörgum sögum af orðheppni Jónu og glað- værð. Fullvaxta hóf Jóna störf í ísafoldarpentsmiðju, þar sem þau Óli kynnt- ust. Jóna hafði lært lit- un og málningu bók- bandspappírs í Berlín og prýðir hann margar kostabækur. Við tveir bræðumir fylgdumst ungir og hrifnir með því þegar þokkafullt parið var í tilhugalífinu og í göngutúrum kringum Tjörnina og síðar að sjálfsögðu þegar Jón Helgason biskup gaf þau saman heima. Vöktum við þau í bítið næsta morg- un í litlu íbúðinni þeirra á Leifs- götu 12 til að fá að sjá hvað þau hefðu fengið í brúðargjöf. Síðar fluttu þau í Bergstaðastræti 69 þar sem fjölskyldan óx og dafnaði. Þegar ég stofnaði heimili sjálfur flutti ég í sama hús og varð strax mikill og góður samgangur á miili fjölskyldna okkar. Þar bjuggum við saman til ársins 1963, en þá keyptu Óli og Jóna sér ágæta íbúð á Haga- mel 20, þar sem Byggingasam- vinnufélag prentara hafði reist fal- lega og góða húsaröð. Óli var í forystu þess félags og formaður um skeið. Þótt sambýli væri lokið áttum við ýmislegt samstarf síðar. Var ég samkennari hans um skeið og við höfðum sameiginlegan áhuga á bókagerðarlist. Að sjálf- sögðu hittumst við reglulega á fjöl- mörgum íjölskylduhátíðum. ÓIi Vestmann lét ekki mikið fyr- ir sér fara. Hann var alla tíð grann- vaxinn og kvikur á fæti. Honum lá lágt rómur er mátti rekja til barnaveiki sem hann hafði fengið í æsku. Ég minnist þess er hann bjó sig undir fyrstu námsdvöl sína í Danmörku. Tungumálakunnáttan var í fyrstu af skornum skammti, en hann undirbjó sig af kostgæfni og náði góðum tökum á tungumál- um. Og sannarlega færði hann sér menntunina í nyt og hrinti í fram- kvæmd framfaramálum í grein sinni og komst í kynni við forystu- menn í sinni grein. Geta ýmsir lært af honum í því efni. Óli Vestmann var félagslega sinnaður, trúhneigður og áhuga- samur um framfaramál og sýnt um að tengjast öðrum. Ekki aðeins í prentverki heldur bókagerð og bókaútgáfu almennt. Hann bar hag nemenda sinna fyrir brjósti og hafði til þeirra og samferðamanna sinna góðan hug. Aldrei heyrði ég hann lasta aðra. Þvert á móti taldi hann fram kosti þeirra sem á var hallað og hann þekkti. Hlédrægur var hann svo mjög að ýmsir nánir sam- ferðamenn hans vissu ekki hverju hann hafði áorkað og kom á óvart að lesa viðtöl við hann í blöðum þar sem fjallað var um hin margvís- legu mál sem hann hafði fengist við. Eigi að síður komu margir auga á forystu- og samstarfshæfi- leika hans og völdu hann til for- ystu í félögum sínum og samtökum. Honum féll ekki verk úr hendi og tíma sinn skipulagði hann vel. Óli var hamingjumaður í einka- lífi sínu. Jóna var umhyggjusamur lífsförunautur. Dæturnar og af- komendur þeirra bera heimilinu gott vitni. Hófsemi, hagsýni og velvilji eru aðalsmerki fjölskyld- unnar. Hin síðari ár átti Óli við van- heilsu að stríða. Fjölskyldan stóð saman um að gera honum lífið sem ánægjulegast. í veikindum sínum var hann þakklátur læknum og hjúkrunarliði sem aðstoðað höfðu hann. Hann kvartaði ekki og féll ekki verk úr hendi og var duglegur við gönguferðir. Var alltaf ánægju- legt að hitta hann á förnum vegi. Við hittumst síðast fyrir tveim vik- um á Lækjartorgi. Þá sagði hann mér að nú stæði hjartaþræðing fyrir dyrum, þótt hann væri kannski full gamall og veikburða fyrir slíka aðgerð. „Annaðhvort er maður lifandi eða dauður," voru lokaorðin þegar við kvöddumst hinsta sinni. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Eggert Ásgeirsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sunnudaginn 19. júní kom kallið hans Óla. Kallið um að nú væri hans tími kominn að kveðja þennan heim, og takast á við ný verkefni á nýjum stað. Þó að við vitum öll að hver og einn verður að hlýða sínu kalli, er ávallt jafn sárt að kveðja þá sem okkur þykir vænt um. Það er með sárum söknuði sem ég kveð elskulegan afa mannsins míns, Óla Vestmann Einarsson. Þegar ég hugsa um kynni okkar Óla kemur mér fyrst í hug þakk- læti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum manni, sem gæddur var svo miklum mannkost- um. Óli var mjög vel að sér um alla mögulega hluti. Það skipti ekki máli hvaða málefni bar á góma, hvort sem verið var að ræða heims- málin almennt, íþróttir eða eitthvað allt annað, alltaf var hann með á nótunum og hafði eitthvað til mál- anna að leggja. Umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og vinum var einn- ig mjög áberandi þáttur í fari hans. Hann fylgdist vel með sínu fólki, og var umhugað um að öllum gengi vel í því sem þeir tóku sér fyrir hendur hvetju sinni. Alltaf þótti mér jafn vænt um að heyra hversu vel hann fylgdist með föður mínum þegar hann var á sjó, og vissi hann jafnvel hvar við landið hann var staddur, hvar hann hafði landað síðast, hve miklu og þar fram eftir götunum. Óli hafði alltaf mikla trú á því sem maður var að gera, og var tilbúinn með hvatningarorðin þegar hann taldi mann þurfa á þeim að halda. í síðasta skiptið sem við hittumst sagði hann, þó í léttum tón væri, hvort ég fengi ekki bara doktorspróf út á BA-ritgerðina sem ég var þá um það bil að ljúka við. í hans huga var enginn efi um að ég hefði náð að klára þetta loka- verkefni mitt í Háskólanum með mesta sóma. Þó að kynni okkar Óla hafi að- eins varað í nokkur ár, voru sam- verustundirnar með honum og Jónu, eftirlifandi eiginkonu hans, orðnar margar og sérstaklega ánægjulegar. Sérstakiega er mér minnisstæð sú ferð sem við Ingi fórum fyrir stuttu með Óla og Jónu, þegar við heimsóttum tengdafor- eldra mína í Hraunkot, en hún var okkur öllum mjög ánægjuleg. Það segir kannski meira en margt ann- að um kynni mín af þeim hjónum, að fljótlega eftir að ég kynntist þeim var mér farið að finnast þau vera sem afi minn og amma, og tala ég gjarnan um þau sem slík. Elsku amma Jóna, ég veit að þinn missir er mikill. Guð styrki þig og styðji í sorg þinni, og okkur hin í fjölskyldunni. Elsku Óli, minninguna um þig mun ég ætíð geyma í hjarta mér, og þegar ég hugsa til þín heyri ég fyrir mér upphafslínur ljóðsins sem þú heilsaðir mér svo oft með. Góðan daginn, Grindvíkingur, gott er veðrið sléttur sær. Hafði þökk fyrir allt. Guðrún Willardsdóttir. Kveðja frá sóknarnefnd Neskikrkju Starfa, því nóttin nálgast, nota vel æviskeið, ekki þú veist, nær endar ævi þinnar leið. Starfa, því aldrei aftur ónotuð kemur stund, ávaxta því með elju ætíð vel þín pund. Þessi sálmur séra Páls í Viðvík kemur mér í hug þegar ég hugsa til Óla Vestmanns og starfa hans í sóknamefnd Neskikju. Hann var fasti punkturinn í tilverunni í starfi hennar. Sem gjaldkeri gætti hann hagsmuna kirkjunnar í hvívetna og ávaxtaði pund hennar ríkulega. Ég naut tilsagnar hans og ráðlegginga þegar ég kom sem nýgræðingur að málefnum kirkjunnar. Hann vissi allt um safnaðarstarfið, jafnt mannleg samskipti í kirkjunni sem hversdagslega fésýslu. Þá var ekki ónýtt að eiga hann að í útgáfumál- um. Þar gat hann sem prentari af guðs náð ráðlagt um hönnun, liti, prentun og fjármál. Glaðværð hans og uppörvun smituðu út frá sér til samferðarmanna hans. Óli Vest- mann var einn' af þeim mönnum sem gefa kirkjulegu starfi aðdrátt- arafl. Samverustundir okkar hefðu mátt verða lengri en „sá tók burt er átti, urtagarðsmaður", eins og stjúpafi minn kvað. FÝrir hönd sóknarnefndar Nes- kirkju vil ég biðja eftirlifandi konu hans og fjölskyldu allri Guðs bless- unar. Guðmundur Magnússon formaður sóknarnefndar Neskirlqu. þig sem afa. Þú varst alltaf til stað- ar þegar á þurfti að halda og vild- ir alltaf allt það besta fyrir mig. Þín hvatning í gegnum árin hefur alltaf skipt mig miklu máli og einn- ig þitt álit. Og núna þegar ég vai<’ að hugsa um að setjast á skólabekk aftur vantaði ekki hvatningarorðin frá þér, þau hafa skipt mig miklu máli og fyllt mig nægu sjálfstra- usti til að fara í skóla aftur. Þakka þér fyrir þau orð og ég veit að þú munt fylgjast með mér og sjá hvernig mér vegnar. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og þá hjálp sem þú veittir mér. Ég mun sakna þín mikið. Berðu pabba kveðju frá mér, ég trúi því að þú hafir hitt hann og við munum hittast að nýju.^ - Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma Jóna, missirinn er mikill og ég vona að Guð styrki þig og veiti þér þrek til að sigrast á sorginni. Élsku mamma, Eygló, Sigrún og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu og megi minning hans afa lifa í hugum okkar. Þórdís Lára. Hann afi Óli er dáinn. Minningarnar streyma í gegnum hugann, sem erfitt er að festa á blað. Alltaf fylgdist afi með öllu sem við vorum að gera, hvort sem það var í skólanum eða í handbolt- anum. Við gátum alltaf leitað til hans ef okkur vantaði eitthvað, hann hafði svör við öllu. Við fórum með honum að veiða í Hvammsvík þar sem honum fannst svo gaman að vera. Hann veiddi alltaf mest af öllum. Afa fannst gaman að fótbolta, hann var mikill KR-ingur, þegar hann lagði áherslu á orð sín sagði hann „Áfram KR 1-0." Hann afí var alltaf svo hress. Afi var alltaf svo vel klæddur og fannst gaman að kaupa sér föt í tískufataverslunum. Hann var öðruvísi afi. Elsku afi Óli, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Söknuðurinn er mikill en minning- arnar geymum við. Við vitum að þú ert hjá Guði og þar líður þér vel. Við biðjum Guð að gefa ömmu Jónu styrk og okkur öllum. Blessuð sé minning afa Óla. Inga Jóna og Hákon Óli. Kveðja frá Iðn- skólanum í Reykjavík Óli Vestmann lauk sveinsprófi í prentiðn 1940 og öll starfsævi hans síðan tengdist þeirri iðn. Þegar ákveðið var að setja á stofn prent- námsdeild við Iðnskólann í Reykja- vík var Óli fenginn til að skipu- leggja hana. Hann varð síðan stundakennarj^ við skólann 1958 og fastráðin 1964. Hann var einn af frumkvöðl- um þess að komið var á verknámi í prentiðn við skólann og varð fyrsti deildarstjóri bókagerðardeildar og gegndi því starfi uns hann varð yfirkennari 1982 en því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auk þessa sinnti Óli margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir skólann, sat m.a. í skólanefnd frá 1975 til dauða- dags. Oli Vestmann var heilladrjúgur í starfi sínu, vinsæll af samstarfs- mönnum og nemendum og vildi hvers manns vanda ieysa. Iðnskól- inn í Reykajvík er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta starfs- krafta hans og sendir aðstandend- um hans innilegar samúðarkveðjur. Elsku afi Óli, nú ert þú farinn yfir móðuna miídu og komið er að kveðjustund. Það er sárt að kveðja svona góðan afa og er mikill sökn- uður í hjarta mínu. Mér þótti alveg yndislegt að finna það hve mikinn áhuga þú hafðir á því sem ég eða fjölskylda mín var að gera hveiju sinni. Það var alltaf hægt að leita ráða hjá þér eða þá að spjalla um daginn og veginn. Eg minnist gömlu, góðu daganna heima hjá þér og ömmu, því við vorum algjörir heimalningar þar í þá daga. Eg minnist stundarinnar í Langholtskirkju þegar þú og amma drifuð mig með ykkur. Ég minnist veiðiferðar í Hvammsvík í fyrra með allri fjölskyldunni og hvað þú varst ánægður að standa við vatnið og glíma við fiskana. Þú varst eins og börnin, dillaðir þér af ánægju og spenningi enda veiði með því skemmtilegasta sem þú gerðir. Svona gæti ég endalaust haldið áfram að rifja upp minning- ar sem ég geymi vel í hjarta mínu. Þú fylltir skarð föður okkar Kalla og Inga þar sem hann féll frá þeg- ar við vorum mjög ung og hef ég litið á þig sem föður síðan, þó svo að við eignuðumst síðar stjúpföður, var ágætt að eiga tvo feður að. Ég tel mig lánsama að hafa átt Líklega hefði Óli Vestmann orðið geimfari eða ráðherra eða skipu- leggjandi nýrra tölvumála gjörvallr- ar heimsbyggðarinnar ef hann hefði fæðst nokkrum áratugum síðar. En það var „Typografía" sem varð hylli hans aðnjótandi og þar með einnig þeir sem síðar gengu henni á hönd. Hann var eldhugi sem var rekinn áfram af óbilandi bjartsýr^ og trú á framtíðina og ungmemíi þessa lands. Hann bjó yfir kostum þess kennara sem leiðir og hvetur, áminnir og starfar með nemendum ( sínum. En hann var einnig stjórn- andi og skipuleggjandi og hafði ein- stakt lag á að nota persónutöfra sína og mátulega góðlátlega ýtni fyrst og síðast til hagsbóta fyrir bókagerðarnámið og nemendurna. Að mörgu leyti var hann sameining- artákn fyrir bókagerðarnámið árum saman, og til hans var leitað um ráðleggingar um skipulag annarra iðngreina. Við minnumst hans á flugi eftir göngunum, stundum syngjandi, alltaf að velta fyrir sér hugmyndum og leiðum og hvernig vinna mætti þeim brautargengi. Það var gott að starfa með Óla Vestmann Ein- arssyni. Kennarar bókagerðar- deildar IR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.