Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ1994 41 FRETTIR Morgunblaðið/AH UNDIRBÚNINGUR stendur nú sem hæst fyrir Landsmót hestamanna á Hellu, sem hefst nk. þriðjudag. Landsmót hestamanna Búist við fjölda fólks og hrossa Hellu - Landsmót hestamanna verður haldið á Gaddastaðaflötum við Hellu dagana 28.-3. júlí nk. Sextán hestamannafélög milli Lómagnúps í austri og Hvalfjarð- arbotns í vestri standa að lands- mótinu en mótshaldarar búast við að þetta verði fjölmennasta mót sinnar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi. Áhugi útlendinga er mjög mikill og giskað er á að um þrjú þúsund erlendir gestir sæki mótið og að fjöldi gesta geti farið allt upp í átta þúsund manns. Að sögn Fannars Jónassonar framkvæmdastjóra mótsins hefur undirbúningur staðið yfir í nokkra mánuði en strax fyrir Fjórðungs- mót sunnlenskra hestamanna sem haldið var á Hellu 1991 var ráðist í miklar endurbætur á aðstöðunni á Gaddastaðaflötum sem miðaði að því að geta haldið myndarlegt landsmót núna. „Að þessu búum við nú, en undirbúningur mótsins er nú á lokastigi og allt að verða tilbúið fyrir stóra daginn n.k. þriðjudag. Við teljum okkur vera vel í stakk búna að taka á móti þessum mikla ijölda, á flötunum verður góð tjaldaðstaða og gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir til að hreinlætisaðstaða verði í lagi. Á svæðinu verða fjölbr'eyttar veiting- ar í boði, bæði innanhúss og í tjöld- um vítt og breitt. Við fórum þá leið núna að bjóða allar veitingar og hvers kyns sölu út, en þar sem við erum í göngufæri við Hellu erum við bærilega sett með alla aðra þjónustu, s.si sundlaug, versl- anir, banka, pósthús, verkstæði o.þ.h.,“ sagði Fannar. Keppt á þremur völlum Að sögn Fannars er aðstaða á móttsvæðinu mjög góð bæði fyrir hestamenn og áhorfendur en svo viðamikil er dagskrá landsmóta orðin að ekki veitir af sex dögum til að koma öllum dagskrárliðum fyrir og stundum verður keppt á þremur völlum samtímis. „Sú regla gildir að hvert hestamannafélag í landinu má senda einn keppanda fyrir hveija 125 félagsmenn og er út frá því reiknað með um 360 keppendum. Þetta gildir um gæð- ingakeppnir í A- og B-flokkum og unglinga- og barnaflokkum. Auk þess verður mikill fjöldi kynbóta- hrossa sýndur, bæði einstaklinga og afkvæmahross. Ræktunarbú verða með sýningar, kappreiðar verða, töltkeppni, sölusýningar, útreiðatúrar og heimsbikarmót sem nú er haldið í fyrsta sinn á íslandi í tengslum við Landsmót," sagði Fannar Jónasson að lokum. ■ HAFNFIRÐINGUM gefst í dag kostur á að ganga undir leið- sögn staðfróða manna á Asfjall ■ og fræðast um nýtt skipulag í nágrenni Ástjarnar sem er frið; lýst skv. náttúruverndarlögum. í fréttatilkynningu segir: „A Ás- fjalli er gott útsýni yfir Hafnarfj- röð og reyndar allan Faxaflóann ef vel viðrar og ekki sakar ef sól- in skartar geislum sínum rétt yfir haffletinum. Varla verður þó tækifæri til að velta sér upp úr dögginni enda á slíkt að gerast á miðnætti sólarhring áður. En Jónsmessan verður kvödd á Ás- fjalli.“ Eins og venjulega eru þeir sem hafa góða þekkingu á staðháttum og sögu svæðisins hvattir til að slást í hópinn og miðla öðrum af þekkingu sinni. ■ DREGIÐ var í happdrætti Sundfélagsins Ægis 17. júní sl. Eftirtalin númer komu upp: 1. v. 1204, 2. v. 642, 3. v. 507, 4. v. 609, 5. v. 97, 6. v. 211, 7. v. 919, 8. v. 538, 9. v. 16, 10. v. 1840, 11. v. 540. Vinningsnúmer- in eru birt án ábyrgðar. Mikil aðsókn að Kringlukasti KRINGLUKAST hófst í Kringl- unni miðvikudaginn 22. júní sl., en þetta er í sjöunda sinn sem fyrirtækin í Kringlunni halda það. Verslunar- og þjónustufyrirtæki Kringlunnar eru með ótal tilboð á nýjum vörum og má gera feikna- góð kaup. Mikil aðsókn er á Kringlukast og á miðvikudaginn komu 16-17 þúsund manns í Kringluna og eru sumar tilboðs- vörur fyrirtækjanna næstum upp- seldar. Leikurinn „stóri afsláttur" held- ur áfram, en þar bjóða nokkur fyrirtæki í Kringlunni örfáa hluti á ótrúlegum afslætti, en hlutirnir eru allir í háum verðflokki, þannig að afslátturinn af þeim nemur tug- um þúsunda króna. Leikurinn snýst um það að einu sinni á dag er dregið nafn úr potti í þeim versl- unum er halda leikinn. Sá er dreg- inn er fær þá að kaupa hlutinn á staðnum. Þeir sem vilja taka þátt verða að koma í Kringluna og kynna sér leikreglur. Fyrirtækin sem bjóða hluti í leiknum stóra afslætti eru Skífan sem býður Kawai-hljómborð á 14.400 kr., Byggt & búið býður Ariston-kæli- skáp á 19.900 kr., Heimskringlan Samsung-sjónvarp á 13.560 kr., og Japis sem býður Panasonic- ferðatæki á 9.840 kr. Endurvígsla á Glaumbæjarkirkju UNDANFARNA mánuði hefur verið unnið að miklum endurbótum á Glaumbæjarkirkju í Skagafirði, og var hún algjörlega endurnýjuð innan veggja. Hvelfing var sett í loft kirkjunnar, veggir múraðir og skreyttir, gólf endurnýjað og gluggar lagfærðir. Nýir bekkir eru komnir í kirkjuna og nýtt pípuorg- el hefur verið sett upp. Raflögn, ljós og upphitunarkerfi voru einnig endurnýjuð. Arkitekt kirkjunnar er Hjörleifur Stefánsson, en Bragi Skúlason hefur yfirumsjón með verkinu. Reynt er að afla fjár með ýmsum hætti. M.a. var öllum fermingar- börnum kirkjunnar sendur gíróseð- ill, þar sem óskað var eftir styrk í orgelsjóðinn og hefur töluvert safnast á þann hátt. Einnig hafa gjafir borist frá ýmsum aðilum, sem vilja leggja sitt af mörkum til þessa verks, og er öllum velunnur- um kirkjunnar nær og fjær þakkað fyrir framlag þeirra. Endurvígsla Glaumbæjarkirkju fer fram sunnudaginn 26. júní kl. 14, og mun herra Bolli Gústafsson vígslubiskup vígja kirkjuna. Próf- astur og prestur Skagafjarðarpróf- astsdæmis verða einnig viðstaddir og eru allir velkomnir til þessarar hátíðarstundar í Glaumbæ. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar oragn- ista. Einsöng syngur Þuríður Kr. Þorbergsdóttir. Eftir athöfnina í kirkjunni bjóða sóknarbörn Glaumbæjarkirkju til veislu í Miðgarði. Mættur snemma 1 Ytri- Rangá VEIÐI byijaði með ágætum í Ytri- Rangá, í gærmorgun höfðu þrír lax- ar veiðst, einn 14 punda á Klöpp- inni, einn 12,5 punda í Hólsá að austan og einn 5 punda í Síma- streng. Allir veiddust á flugu og menn hafa talsvert orðið laxa varir síðustu daga, einkum á svæðunum frá Ægissíðufossi og niðurúr. í gær var þó örugglega kominn lax í Ár- bæjarflúðir. Þetta er miklu betri byrjun en í fyrra, Rangárnar eru síðsumarsár og þetta lofar því góðu. Nokkru fyrir neðan Klöppina var útbúinn veiðistaður í fyrra með því að sturta nokkrum vörubílshlössum af stórgrýti. Þar sást fyrir skömmu til gríðarlega stórs lax- sem stökk. Töldu menn hann losa 20 pund og sennilega væri hann langt þar yfir. Fyrir þremur árum var sleppt í ána seiðum af stofni Laxár í Aðaldal og telja menn sýnt að þetta muni vera einn þeirra laxa, kominn aftur í ána eftir þijú ár í sjó. Margrét Hallgrímsdóttir t.v. og Sigríður Gylfadóttir með fyrstu laxana úr Laxá á Refasveit, en þær voru þarna að veiðum ásamt Reyni Olafssyni og Helga Ingvarssyni. Hörkubyrjun í Laxá á Refasveit „Ég hef opnað Laxá í Dölum í mörg ár og séð ýmislegt í meðalvigt hjá vorlaxi, en þetta sló öll met. Við fengum átta laxa fyrsta daginn í Laxá á Refasveit og meðalþunginn var 15,5 pund. Minnstu laxarnir voru 12,5 pund og sá stærsti 20,5. pund. Einn var og 19 pund,“ sagði Helgi Ingvarsson, annar leigutaka árinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær, en áin var opnuð síðdegis á þriðjudag. Þeir sem tóku við ánni á miðvikudag fengu síðan tvo fiska á síðdegisvaktinni, 14 og 20 punda, þannig að meðalvigtin fór hækk- andi! Helgi og félagar sáu lax víða á svæðinu fyrir neðan laxastiga, sem er um kílómetra frá sjó. Hann sagði enn fremur að þeir félagar hefðu séð einn lax sem var augljóslega mun stærri en stærsti laxinn sem þeir veiddu. Sáttir menn við Langá Mun betri veiði hefur verið í Langá en á sama tima í fyrra, á hádegi í gær voru komnir 42 laxar á land fyrir löndum Ánabrekku og Langárfoss. Megnið af því 8 til 14 punda lax, en síðustu daga hefur nokkuð af smálaxi blandast við. Lít- ið hefur gengið upp fyrir laxastigann í Skuggafossi, einn þó verið dreginn á Kattarfossbrún og Ingvi Hrafn Jónsson veiddi tvo laxa á miðsvæð- inu þegar það var opnað fyrir fáum dögum, að sögn Rögnu Jóhannes- dóttur í veiðihúsinu að Langárfossi. Maðkurinn hefur verið drýgstur til veiðanna. Jónsmessu- ganga í Elliðaárdal FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 24. júní verður farin Jónsmessu- ganga um Elliðaárdalinn á vegum Árbæjarsafns. Leið- sögumaður verður Guðrún Ágústsdóttir forseti borgar- stjórnar, sem búið hefur í ára- tugi í dalnum. Mun hún fræða göngufólk um náttúru og sögu dalsins og rifja upp þjóðtrú sem tengd er Jónsmessunni. Lagt verður af stað frá bíla- stæði Árbæjarsafns kl. 22.30. Gengið verður niður Reið- skarð, um árhólmana, upp með Kermóafossi og til baka á stíflunni. Áætlaður göngu- tími er um ein og hálf klukku- stund. Ekkert þátttökugjald. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Heimili heilabil- aðra opnað REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Islands opnar í dag, föstudag 24. júní, heim- ili fyrir aldraða með heilabil- unareinkenni að Logafold 56. Heimamenn verða sjö talsins. Heimilið er rekið í samvinnu við Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. í fréttatilkynningu segir: „Heimili af þessu tagi eru rekin víða í nágrannalöndum okkar. Þykir þetta bezti val- kosturinn í umönnun aldraðra með einkenni heilabilunar, sem ekki geta dvalist í heima- húsum. Þessir einstaklingar eiga oft í miklum erfiðleikum með að bjarga sér hjálparlaust í hinu flókna neyzlusamfélagi nútímans, sérstaklega þó þeir, sem eru einstæðingar og njóta ekki aðstoðar íjöl- skyldu eða vandamanna. Oft eiga þeir ekki annarra kosta völ en að fara á stofnanir, sem ekki eru sniðar fyrir þarfir þeirra og henta þeim illa sök- um stærðar og margmennis. Þessum sömu einstkaling- um hentar bezt umhverfi, sem líkist sem mest venjulegu heimili, þar sem þeir njóta aðstoðar við daglegar þarfir. Á vegum Reykjavíkurdeild- ar Rauða kross íslands eru nú reknar tvær dagvistar- stofnanir fyrir aldraða: Múla- bær, sem er dagvistun fyrir aldraða og fatlaða og rekin í samvinnu við SÍBS og Félag eldri borgara og Hlíðarbær, sem er dagvistun eingöngu ætluð öldruðum með heilabil- unareinkenni." Hjúkrunar- fræðingar kynna loka- verkefni KANDÍDATAR í hjúkrunar- | fræði kynna lokaverkefni sín í dag, föstudaginn 24. júní, í húsnæði námsbrautar í hjúkr- unarfræði, Eirbergi, Eiríks- götu 34. Hefst dagskráin kl. 13 og verður kaffi og veiting- ar í boði. Áætlað er að dag- skránni ljúki um kl. 17. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.