Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 17 ERLENT Ekkí borið skugga á samskipti landanna Antonio Badini, sendi- — — herra Italíu á Islandi, telur að lykillinn að betri samskiptum þjóðanna felist í menningarsam- skiptum, eins og fram kemur í viðtali Urðar Gunnarsdóttur. „ÞRÁTT fyrir að samskipti þjóð- anna séu góð og ekki hafi borið skugga á þau, teljum við að enn megi bæta þau,“ segir Antonio Badini, sendiherra Ítalíu á íslandi, með aðsetur í Ósló. Badini kom hingað til lands í margþættum til- gangi, til að vera viðstaddur há- tíðahöld á Þingvöllum í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins, til að veita viðtöku íslensk-ítalskri orðabók sem út kom á þriðjudag, vegna afhendingar háþrýstiklefa sem er til lækninga á Borgarspítal- anum, til viðræðna við rektor Há- skóla íslands og til að bæta enn samskipti þjóðanna, fyrst og fremst í tengslum við menningar- mál. Þetta er önnur ferð Badinis til Islands, hingað kom hann í fe- brúarmánuði sl. til að afhenda embættisbréf sitt. Badini segir ferð sína nú mun árangursríkari enda hafi honum gefist tími til setja sig betur inn í málefni land- anna tveggja á því tæpa hálfa ári sem liðið er. „Ég tel að lykillinn að betri samskiptum þjóðanna og varan- legri, felist í menningarsamskipt- unum. Með því tekst okkur að ýta undir ferðalög á milli landanna, þau auka skilning þjóðanna hvorr- ar á annarri og það getur svo ýtt undir enn frekari viðskipti/ Það munum við án efa leggja áherslu á þegar frá líður en nú eru það fyrst og fremst menn- ingarsamskipti. Við höfum t.d. lagt mikla áherslu á tengsl skóla, annars vegar Háskóla íslands og hins vegar háskólanna í Flórens, Genúa, Pavia og Si- enna. Samstarfið við Flórens og Sienna er nú þegar hafið, í júlí fer Ágúst Einarsson, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, til Sienna til að kynna sér hvernig mögulegum samskiptum deilda háskólanna geti verið háttað. Þá eru kennara- skipti á milli háskólans hér og háskólanna í Sienna og Flórens hafm, auk þess sem ítalskur lektor kennir nú við Háskóla íslands," sagði Badini. Hann telur íslenskrítalska orða- bók, eftir Paolo Tucci, sem út kom í gær hjá bókaforlaginu Iðunni, vera mikilvægt skref í átt að frek- ari samvinnu háskólanna, og kveðst vonast til þess að ekki verði þess lengi að bíða að ítölsk-íslensk orðabók komi út. Tungumála- kunnátta sé besta leiðin til að auka og bæta samskipti landa og grundvöllur þess að þjóðirnar kynnist tungumálum hver annarr- ar. Sjóherinn styrkir háþrýstiklefa Á mánudag var tekinn formlega í notkun háþrýstiklefi á Borgar- spítalanum sem ítalir hafa gefið íslendingum en kostnaði við rekst- ur hans er skipt á milli íslands og Ítalíu. Eru það fyrst og fremst einka- fyrirtæki, auk ítalska sjóhersins, sem greiða fyrir klefann. Verður svo til áramóta 1996 en þá verða íslensk stjórnvöld að taka ákvörðun um fram- haldið. Að sögn Bad- inis er fyrst og fremst að þakka áhuga ít- alsks læknis, Calce- donios Gonzales, sem fékk mikinn áhuga á því að íslendingar fengju háþrýstiklefa í kjölfar kynna við ís- lenska lækna á læknaráðstefnu. Segir Badini að samstarfið um klefann, sem hófst fyrir rúmu ári, með minni klefa, hafi gefist mjög vel og að það kunni að ýta undir enn frekara samstarf á sviði læknavísindanna. Viðskipti í jafnvægi Viðskipti á milli _ landanna tveggja eru í jafnvægi, íslendingar flytja aðallega fisk og kísilgúr til Ítalíu en flytja aðallega inn vélar, bíla, matvæli og aðra neysluvöru frá Ítalíu. Fjöldi ítalskra ferðamanna hef- ur farið yfir 5.000 manns á ári en var eitthvað minni á síðasta ári. „Það hefur komið mér á óvart hversu vel ítalskir ferðamenn eru kynntir hér og hversu víða þeir hafa farið, ég kom í Vík í Höfða- brekku um helgina og þar voru tveir af sex ferðamönnum frá ítal- íu. í Vestmannaeyjum blöktu fán- ar þeirra landa sem flestir ferða- mennirnir voru frá, við hún, og ítalski fáninn var þeirra á meðal. Það er náttúrufegurðin og fram- andleikinn sem dregur þá hingað,“ sagði Badini. Antonio Badini BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti umkringdur fréttamönnum við kom- una til Korfu á Jónahafi. Borís Jeltsín seimii' við ESB Korfu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær til grísku eyjunnar Korfu til þess að undirrita sam- starfssamning Rússa við Evrópu- sambandið (ESB) en leiðtogafund- ur þess hefst á Korfu í dag. Jeltsín sagði að samkomulag Rússa og ESB væri sögulegt og myndi verða til þess að treysta viðskiptaleg, efnahagsleg og póli- tísk tengsl þessara aðila. „Það gerir ráð fyrir samstarfi tveggja jafnrétthárra aðila á grundvelli gagnkvæmra hagsmuna,“ sagði Jeltsín. Hann sagði að samkomu- lagið tæki tillit til þess að Rússar gengju í gegnum efnahagslegt breytingaskeið. Jeltsín sat óformlegan kvöld- verð með leiðtogum ESB-ríkjanna í gærkvöldi en gert var ráð fyrir að hann undirritaði samstarfssam- komulagið árla í dag. Af hálfu ESB undirrita það Jacques Delors forseti framkvæmdastjórnarinnar o g leiðtogar sambandsríkjanna 12. I föruneyti Jeltsíns til Korfu voru einnig Andrej Kozyrev utan- ríkisráðherra Rússlands og Vítalí Tsjúrkín aðstoðarutanríkisráð- herra og sérlegur fulltrúi Rússa í málefnum fyrrverandi sambands- ríkja Júgóslavíu. Harðnandi árásir á Aden Kúveit. Reuter. ELDFLAUGUM og sprengikúlum var í gær skotið á borgina Aden í Suður-Jemen, þegar norðanmenn gerðu hörðustu sókn sína á borgina frá því stríðið braust út. Læknar á sjúkrahúsi í Aden sögðu um 130 manns hafa særst og fallið fyrir hádegi í gær. Fórnarlömb ófriðarins kæmu á sjúkrahúsið í tugatali. Haft var eftir Abdel-Rahman al- Jifri, varaforseta Suður-Jemen, á miðvikudag, að um 200 manns hafi fallið og um 700 særst í árásum norðanmanna á borgina undan- farna viku. „Sjúkrahúsið ræður ekki við þetta. Særðir liggja á gólfinu í an- dyrinu. Þetta er villimennska," sagði læknir á sjúkrahúsi í Aden, þat' sem lyfjabirgðir, vatn og sjúkra- rúm eru orðin af skornum skammti. Alþjóðasamtök Rauða Krossins sögðu í yfirlýsingu í gær að tala óbreyttra borgara sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðinu í Jemen væri mikið áhyggjuefni. íbúar í Aden sögðu að harðir bardagar hafi geysað á vígstöðvum norðan við borgina. Þá hefðu sprengikúlur lent á flugvellinum, sem norðanmenn ráðast á daglega til þess að koma í veg fyrir að her- flugvélar sunnanmanna komist í loftið. Einnig hefði sprengjum verið varpað á höfnina, sem er eina opna samgönguleiðin til og frá borginni. ---------\ NÓATÚN VERÐHHUN á folaldakjöti meðan bkgðir endast NÓATÚN Nóatún 17 — S.617000, Rofabæ 39 — S. 671200, Laugavegi 116 — S. 23456, Hamrabong 14, Kóp. — S.43888, Furugrund 3, Kóp. — S. 42062, Þverholti 6, Mos. — S. 666656, JL-húsinu vestur í bæ — S. 28511, Kleifarseli18 —S. 670900 )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.