Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þórsmörk Óvenjulegt brúðkaup á 50 ára afmæli lýðveldisins ÓVENJULEGT brúðkaup var haldið á hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins hinn 17. júní, þegar Áslaug Arndal og Rúnar J. Hjartar voru gefin saman af séra . Geir Waage undir berum himni í Þórs- mörk. „Ef við hefðum fengið úrhellisrign- ingu og rok hefðum við bara fært athöfn- ina inn í skála. En við vorum afar heppin með veður þrátt fyrir að vont veður væri allt í kringum okkur.“ Þó að veðrið léki við brúðhjónin var ekki flugfært fyrir séra Geir Waage frá Reykjavík svo hann varð að koma akandi. Það skipti engu máli þó athöfnin tefðist aðeins því brúðkaupsgest- ir, sem voru á annað hundrað, dvöldust langflestir yfir alla helgina í Þórsmörk. „Þetta er staður sem við höfum heimsótt eins oft og við höfum getað undanfarin ár. Landslagið er afar fallegt og staðurinn býr í hjörtum okkar. Kannski meira núna en nokkurn tíma fyrr.“ Brúðhjónin fóru síðan um kvöldið á Hótel Hvolsvöll, til að 1' eyða nóttinni, þar sem þau fengu meirihátt- ar móttökur. „Við sáum okkur ekki alveg í anda að skríða inn í litla kúlutjaldið okkar í brúðkaupsfötunum." Gestimir dönsuðu hinsvegar í Þórsmörk fram á nótt.“ Það var bjart yfir öllu í Þórsmörk þegar brúðhjónin voru gefin saman. Brúðhjónin notuðu tækifærið þegar enginn sá til! FOLK Djasshátíð í New Orleans ►ÁRLEG djasshátíð, sú tuttug- asta og fimmta í röðinni, var haldin í New Orleans nýverið. Á hátíðinni höfðu fjögur þúsund tónlistarmenn ofan af fyrir um 420.000 tónlistarunnendum. Boz Scaggs sem spilaði á hátíðinni sagði hana vera „Mekka tónlist- armanna". Aðrir tónlistarmenn sem tróðu upp voru meðal ann- arra Aretha Franklin, Willie Nel- son, Ry Cooder, Little Richard og Jimmy Buffet. Hátíðinni var dreift á tíu hljómsveitarpalla og stóð yfir um tvær helgar. Meðal hátíðargesta voru leikarinn John Goodman „WIILMAA!!!“ og leik- stjórinn Francis Ford Coppola. Sumir hátíðargestir, sem aldrei höfðu látið sig vanta, kvörtuðu yfir of löngum röðum og alltof mörgu fólki miðað við það sem áður var. Siðan byrjuðu þeir að spjalla um hvernig þeir kæmust aftur á hátíðina á næsta ári. Að öðrum ólöstuðum vakti Ar- etha Franklin mesta athygli á hátíðinni. Hún sagði áhorfendum frá því að eftir að hún hætti reyk- ingum hefði hún bætt á sig tutt- ugu kílóum. Það væri þó ekk- ert vandamál, fyrir vik- ið væri hún bara meiri kvenmaður. Hún fylgdi eftir nýjasta smáskífulagi sínu „Will to Forgive" með glæsibrag, eins og henni einni er lagið. Solomon Burke ásamt einu barna sinna Selassie, en þau eru alls tuttugu og eitt. Lenny Kravitz klædd- ist ekki skv. sumar- tískunni þegar hann kom til hátíðarinnar. Aretha Franklin vakti lukku eins og Frumsýning: Veröld Waynes 2 í dag fletjast út á snjóhvít tjöld Háskólabíós og Borgarbíós Akureyrl vitleysislegustu smetti Vesturlanda. Þeim, sem vilja minnast fyrri afreka þeirra, er bent á bíódálk Háskólabíós. Mouskouri hefur sungið metsölulög á sjö tungumálum GRÍSKA söngkonan Nana Mouskouri er orðin 57 ára gömul og Iítur afar vel út. Hún segir sjálf: „Leyndarmálið á bak við útlit mitt er að ég læt mér annt um það. Ég hreinsa húðina reglu- lega, þvæ hárið og fægi gleraug- un — síðan ann ég atvinnu minni og fjölskyldu.“ Gleraugun eru eitt af sérkennum Mouskouri ásamt axl- asíðu kolsvörtu hári. „Margir markaðs- fulltrúar hafa sagt mér að ég hefði náð lengra hefði ég sleppt gleraugunum, en án þeirra sé ég ekki neitt.“ Nana Mousk- ouri býr ásamt eiginmanni sínum André Chappalle og tveimur börnum, þeim Helene og Nichol- as. Fjölskyldan er afar Mouskouri ásamt eiginmanni sínum André Chappalle. Gríska söng- konan Nana Mouskouri. samrýnd og kemur oft saman til að leika tennis eða golf. Þau ferð- ast mikið og eiga heimili á þrem- ur stöðum; í Grikklandi, Frakk- landi og Sviss. Mouskouri hefur gefið út yfir 250 gull- og platínu- plötur og á ótal metsölulög á grísku, frönsku, ensku, þýsku, spænsku, ítölsku og spænsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.