Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 7 FRÉTTIR Hreiður hreinsuð tvisvar NÆR ALLT heiðargæsavarp hefur verið lagt í rúst, að mati Kára Kristjánssonar landvarðar, eftir meintan eggjaþjófnað í Herðubreiðarfriðlandi og segir hann augljóst að tjón af þessum völdum sé mjög mikið. Lögregl- an á Húsavík staðfesti að kæra hafi verið lögð fram af Náttúru- verndarráði vegna hins meinta eggjaþjófnaðar, en rannsókn málsins er ekki að fullu lokið. Kári Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að um hrein skemmdarverk væri að ræða. Gróður og jarðmyndanir hafi orðið fyrir skemmdum vegna utanvegaaksturs og hreiður verið hreinsuð tvisvar. Hann telur líklegt að allt varp ársins sé meira og minna farið út um þúfur. Nokkur egg hafi þó orðið eftir sem orpin hafa verið eftir að „þjófamir“ fóru með ránshendi um miðjan maí. Lögreglan á Húsavík hefur hafíð rannsókn á meintum þjófn- aði eggjanna og gróðurspjöllum vegna utanvegaaksturs. Hún segir of fljótt að fullyrða um lykt- ir málsins, en játningar liggja ekki fyrir í þessu máli. Hreinlætisaðstað- an á þjóðhátíð á Þingvöllum Kostnaður tæpar 12 milljónir LANGAR biðraðir mynduðust við salernin á þjóðhátíðarsvæð- inu á Þingvöllum 17. júní síðast- liðinn. Garðafell hf. sá um hrein- lætisaðstöðuna en gengið var til samninga við það að undan- gengnu útboði. Tilboðið hljóðaði upp á kr. 11.789.838 og var næst lægst. í Morgunblaðinu sl. sunnudag var haft eftir Steini Lárussyni framkvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar að mikil umferð fólks, hesta, fornbíla, strætisvagna og fleiri ökutækja á svæðinu hafi valdið því að bílarnir, sem áttu að tæma sal- ernin, komust ekki leiðar sinr.ar. Steinn sagði að í upphafi hafi verið ráðgert að nota fjóra bíla til að tæma salernin en þeir hafi reynst of fáir. Var þá kallað eftir liðsauka, tveimur bílum, sem aldrei komust til Þingvalla. Guðmundur Pálsson verkstjóri hjá Garðafelli hf. tekur undir skýringar þjóðhátíðarnefndar en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 7,5 millj- ónirtil sumarvinnu BÆJARRÁÐ Hafnarfj'irðar hefur samþykkt 7,5 milljón króna aukafjárveitingu vegna sumarstarfa ungmenna á aldrin- um 17 til 20 ára. Að sögn Magnúsar Jóns Árnasonar bæjarstjóra, eru þetta um 60 ungmenni sem verða ráðin með tilkomu þessar- ar fjárveitingar. Unnið verður næstu sjö vikurnar eða út júlí- mánuð, við gerð göngustíga, gróðusetningu og hleðslur auk annarra verkefna sem til falla. Morgunblaðið/Magnús Lítið tjón varð er olíubíll valt Hólmavík. Morgunblaðið. BETUR fór en á horfðist þegar olíubíll með 30 þúsund lítrum af gasolíu valt við bæinn Hvítuhlíð í Bitrufirði á Ströndum síðastliðinn föstudag. Talið er að nokkur hundruð lítrar af gasolíu hafi runnið úr tönkum bílsins áður en hægt var að dæla úr þeim en frá veltunni var skýrt í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Olían rann öll út í jarðveginn en heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða hefur ákveðið að ekki þurfi að skipta um jarðveg eins og hugmyndir voru uppi um. Þar spilar inn í að gasolía gufar hratt upp. Ökumaður bílsins slapp að mestu ómeiddur en stýrishús bíls- ins var talsvert skemmt. Að öðru leyti var bíllinn í góðu ástandi og eftir að olíunni hafði verið dælt úr bílnum var hann reistur við og honum ekið til Reykjavíkur. Nýjung fyrir þá sem vilja fá sér farsíma til að nota á kvöldin, um nætur og um helgar Ódýrara - öryggisins vegna! Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum, s.s. á kvöldin og um helgar og sem öryggistæki, býðst nú að greiða lægra stofn- og ársfjórðungsgjald fyrir farsímanotkun. Mínútugjaldið er það sama og um venjulegan farsíma væri að ræða, frá kl. 18.00-08.00 alla virka daga og um helgar. Utan þessa tíma er greitt þrefalt gjald fyrir hverja mínútu. Farsíminn kemur að góðum notum í frítímanum sem öryggistæki, í sumarbústaðinn, í veiðiferðina, í hjólhýsið og fjallaferðina. Þú færð nánari upplýsingar hjá Pósti og síma og hjá öðrum söluaðilum farsíma. Lægra stofngjald kr. 2.490.- Lægra afnotagjald kr. 498. -/ársfjórðungslega FARSÍMAKERH PÓSTSOGSÍMA PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.