Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, frú Bruntland, það er verið að halda upp á 50 ára afmæli lýðveldisins, ekki D-daginn. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Brýnt að semja við ESB um tollamál Halldór Asgrímsson formaður Framsóknar- flokksins telur brýnt að semja við Evrópu- sambandið um ýmis mál sem breytast í viðskipt- um Islands og Norður- landaþjóða sem ganga í ESB um áramótin. NORÐURLÖNDIN öll, nema Dan- mörk, eru nú í Fríverslunarsamtök- um Evrópu, EFTA, en við inngöngu hinna Norðurlandaþjóðanna í Evr- ópusambandið leggjast að óbreyttu tollar í þessum ríkjum á ýmsar framleiðsluvörur íslendinga, til dæmis sfld, humar og lax. „Mér sýnist til dæmis að staða okkar á síldarmörkuðum verði á margan hátt mjög vonlítil um ára- mótin ef ekki verða breytingar þarna á. Ef við tökum mið af því að það er vaxandi síldveiði við ís- land þá er framtíð síldariðnaðarins mjög dökk eins og mál standa nú,“ sagði Halldór Ásgrímsson við Morgunblaðið. Hann sagði að mikilvægasta verkefnið nú væri að leita samninga um þetta við Evrópusambandið og taka þá mið af því að samkeppnis- aðstaða íslendinga muni versna við inngöngu Norðmanna. „Ég tel að það sé verulegur skilningur á þessu í Brussel og þar sé vilji til að ganga til samninga um þessi mál,“ sagði Halldór. Ný framkvæmdastjórn Halldór hitti Martin Bangemann varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fleiri full- trúa framkvæmda- stjórnarinnar að máli í Brussel í byijun vik- unnar. „Sú fram- kvæmdastjóm sem nú er í Brussel er á förum o g ný kemur um næstu áramót. Því munu samningar við önnur ríki verða í algeru lág- marki fram að því,“ sagði Halldór. Hann sagðist að- spurður vera þeirrar skoðunar að mestu máli skipti fyrir íslend- inga nú að gera sér grein fyrir því hvert þeir vilji stefna og síðan þurfi að afla þeirrar skoðunar pólitísks fylg- is meðal þeirra leiðtoga Evrópu- sambandsríkjanna sem best hefðu stutt íslendinga, svo sem Danmerk- ur, Þýskalands, Frakklands og Bretlands. Halldór sagði ljóst að gífurlegar breytingar yrðu á stofnanaþætti Evrópska efnahagssvæðisins vegna inngöngu EFTA-ríkjanna í ESB. „Menn í Brussel eru að mínu mati ekki tilbúnir til að ræða þetta fyrr en niðurstöður úr atkvæðagreiðsl- um í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð um aðildarsamninga liggja fyrir. Það er hins vegar mjög mikilvægt að íslendingar fari að undirbúa þetta mál mjög vel og ég sé ekki betur en sá undirbúningur sé mjög skammt á veg kominn. Nú á sér stað verulegt samráð og umræður milli EFTA-þjóðanna og ESB-þjóðanna sem mun að verulegu leyti falla niður ef við stöndum einir eftir í EFTA. Og þá er stóra spurningin: Með hvaða hætti er hægt að tryggja þau áhrif sem við höfum nú? Eg er þeirrar skoðunar að það verði ekki gert nema með bemni aðild okkar að ýmsum nefndum og ráðum til að vega upp á móti þess- ari breytingu. Eftir þessa ferð hef ég frek- ar styrkst í þessari trú,“ sagði Halldór. Áhrif íslands dvína Hann ræddi þessi mál við framkvæmda- stjórnarmennina i Brussel en sagði ljóst að ESB-ríkin sæktust ekki eftir því að koma upp einhveiju sem héti auka- eða áheyrnar- aðild að sambandinu. „Ég hef heldur ekki verið að leggja slíkt til og tel að það sé tímaeyðsla að ætla sér slíka hluti. En hins vegar er það viður- kennt að þau áhrif sem við höfum nú með EES-samningnum koma til með að dvína til mikilla muna þann- ig að með einum eða öðrum hætti verður að tryggja þessa stöðu.“ — Má skilja þessi orð svo að viðmælendur þínir hafi ekki tekið undir hugmyndir þínar? „Ég held að það sé ekki farið að huga mjög að þessum hlutum þar. Menn í Brussel hafa verið uppteknir við aðildarviðræðurnar við EFTA-ríkin og ætla sér ekki að taka á þessum stofnanamálum fyrr en ljóst er hvaða ríki ganga þangað inn.“ Aðspurður hvort hann teldi aðild íslands að ESB mögulega og æski- lega sagðist Halldór ekki enn hafa séð með hvaða hætti hagsmunir íslendinga í sjávarútvegsmálum yrðu tryggðir með aðild. „Og hvað sem því líður er ekkert á dagskrá hjá ÉSB að taka inn ný ríki á næstunni. Þar af leiðandi tel ég það ómögulegt að ætla sér að leysa brýnustu hagsmunamál okkar í gegnum aðildarviðræður á þessari stundu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson Saga vasaþjófs í Sjónvarpinu Get gert sjöfalt meira en ég geri Sólveig Anspach kvik- myndagerðarmaður er íslensk að hálfu og bandarísk að hálfu, en hefur verið lunga ævinnar í Frakklandi. Sjónvarpið sýnir í kvöld mynd hennar Sandrine í París, sem er heimildarmynd um ung- lingsstúlkuna Sandrine sem strýkur frá Rúðuborg til Parísar og gerist þar vasa- þjófur. Myndin er gerð eftir handriti en umhverfið og atburðir eru blákaldur veru- leiki. Myndin var frumsýnd 1992, gerð fyrir Stöð 3 hjá franska sjónvarpinu og tví- mælalaust stærsta verkefni sem Sólveig hefur ráðist í. í æsku dvaldi Sólveig ásamt systur sinni í Vest- mannaeyjum á sumrin, hjá afa sínum og ömmu, og hefur margsinnis sótt ísland heim síð- an. Hún hefur m.a. gert tvær heimildarmyndir hérlendis, sem báðar hafa verið sýndar hjá Sjón- varpinu. Hluti af lokaverkefni Sólveigar í kvikmyndaskóla var heimildarmynd um Vestmanna- eyjar, gosið 1973, þá sem sneru aftur eftir að því lauk og þá sem sneru ekki aftur. Árið 1990 kom hún hingað ásamt tökuliði og gerði tæplega hálftíma langa mynd um hóp hestafólks sem ríður Kjalveg á landsmót hesta- manna, „Le Chemin de Kjölur“. Vasaþjófurinn og löggan Sólveig hafði þekkt Sandrine í þijú ár áður en myndin var gerð, og hafði tekið fáein mynd- ’skeið með henni áður, seinasta ár sitt í FEMIS. Leiðir þeirra lágu saman í dómhöllinni í Par- ís, þangað sem Sólveig fór dag- lega til að afla sér heimilda í bók um stúlkur í frönskum fangels- um. Sandrine hafði verið tekin höndum eftir þjófnað og leidd fyrir rétt, en öfugt við nokkur fyrri skipti var hún látin laus. „Þegar ég sá hana þá hugsaði ég undir eins með mér, að hún væri svo fyndin, falleg og snið- ug, að ég yrði að hitta hana,“ segir Sólveig. „Ég beið eftir henni, við ræddum saman og ég hóf að skrifa um hana. Þegar ég var búin með skólann fór ég á fund framleiðanda hjá sjón- varpstöðvunum og sýndi þeim þær myndir sem ég hafði tekið af Sandrine, og bað um fjármagn til að gera heimildarmynd. Það tók langan tíma en hafðist loks.“ I myndinni kemur ---------- fram lögreglumaður sem leiðir baráttu lög- reglunnar í París gegn vasaþjófum, og hafði _________ haft ýmis afskipti af Sandrine, meðal annars hand- tekið hana. „Þessi maður hefur mikla kímnigáfu og það skemmtilega gerðist að þau Sandrine bundust vináttubönd- um eftir gerð myndarinnar. Við þijú hittumst oft og fáum okkur kaffibolla. Hann hefur meðal annars losað Sandrine úr klandri. Hún hefur forðast fang- elsin eftir myndina, og þrætt beinu brautina að mestu. Henni bauðst hlutverk í tveimur kvik- myndum eftir „Sandrine í Par- ís“, og lék nýlega lítið hlutverk í kvikmynd eftir franska leik- stjórann Bertrand Tavernier. Hana langar til þess að verða leikkona, en hún er götustelpa að upplagi og á erfitt með að beygja sig undir stífar reglur um mætingartíma eða aga.“ Sólveig Anspach ►SÓLVEIG Anspach er fædd í Vestmannaeyjum árið 1960, dóttir Högnu Sigurðardóttur arkitekts og Jerry Anspach, bandarísks forngripasala sem búsettur er í París. Hún á eina systur, Þórunni. Sólveig nam við Hinn frjálsa skóla Rudolfs Steiner í París 1963-1977, Ecole Nouvelle La Source í Meudon, 1977-1979 þarsem hún lauk prófi í heimspeki, útskrifaðist úr framhalds- námi í heimspeki í Sorbonne 1982, námi í sálfræði í Jussieu 1983, en lauk síðan prófi í sálsýkisfræðum frá sama skóla 1985. Sólveig hóf þá nám í kvikmyndagerð í FEM- IS og lauk því 1989. Heimsbarn Vil fjalla um fólk sem er utangarðs Sólveig hefur unnið við gerð heimildarmyndaflokks um kvik- myndir fyrir franska sjónvarpið að undanförnu, ásamt því að leita eftir fjármagni í tvö verk- efni sem hún vill hrinda í fram- kvæmd. Annað verkefnið snýst um sögu franskra sjómanna sem sigldu á íslandsmið en hitt um bandarískan rithöfund. Enn eru peningarnir utan seilingar. „Ég lifi af listinni, en mér finnst að ég gæti gert sjöfalt meira en ég geri,“ segir Sólveig. Hún kveðst ekki vilja fara hefðbundnar leiðir í kvikmyndagerð eða frásögn. „Ég vil gjarnan kvikmynda skáldskap, en þá á sama hátt og heimildarmyndir eru gerðar — þykjast gera heimildarmynd. Þannig losna ég við þann klafa sem fylgir framleið- endum, fjölmennu tökuliði og miklu íjár- magni. Heimildar- myndir hala lítið inn, en öllum er sama, því þær kosta lítið. Ég vil sleppa leikurum en nota þess í stað fólk- ið á götunni, til að festa á mynd sögurnar í andlitunum þegar það byrjar að leika, þeirra eigin reynslu og líf sem skín í gegn. Fólkið á götunni hefur ekki áhyggjur af því hvernig það myndast eða hvort ímyndin skol- ast til; það hugsar um að segja frá og sýna allt sem það á. Mér þykir vænt um fólk og vil fjalla um fólk sem er utangarðs í heim- inum á einhvern hátt, minni- hlutahópa. Þegar ég var lítil leið mér sem utangarðsmanneskju, ég var ekki íslensk, ekki banda- rísk, ekki frönsk. Pabbi sagði þá við mig: „Þú ert heimsbarn," sem ég átti erfitt með að skilja þá, — en núna geri ég það og er hæstánægð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.