Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 20

Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Huliðs- vættirí Slunkaríki SÝNING á myndum Erlu Stefáns- dóttur hefst í Slunkaríki á ísafirði á Jónsmessu föstudaginn 24. júní. Þar verða 24 vatnslitamyndir sem lýsa verum sem Erla fann þegar hún fór um ísaijörð með Kolbrúnu Leifsdóttur landslagsarkitekt til að vinna að huliðsvættakorti fyrir þetta svæði. í fréttatilkynningu segir að Erla búi yfir mjög sérstæðum hæfileik- um og næmi, hún sjái og skynji margt sem öðrum er hulið. „Hún segist sjálf túlka innra líf á bams- legan og einfaldan hátt með mynd- um sínum, annars hafi hún það starf að kenna bömum á píanó og full- orðnum á lífíð. Hún ber djúpa ást og virðingu fyrir náttúmnni og seg- ir að ef fólk gerði sér almennt grein fyrir lífsmagni hennar og þeim ver- um sem byggja landið með okkur, myndum við lifa í betri samhljómi við okkur sjálf og jörðina. Sýningin í Slunkaríki er opin fímmtudaga til sunnudaga kl. 16-18 og henni lýkur sunnudaginn 17. júlí. Listahátíð í dag Dieter Roth sýnir í Nýlistasafn- inu, John Greer í Gallerí 11, Sig- urður Guðmundsson á Sólon Is- landus, Hja Kabakov í sýningar- salnum Annarri hæð, Rudy Antio í Gallerí Úmbm, Kristján Guð- mundsson í Gallerí Sævars Karls og Joel Peter Witkin á Mokka. Á Kjarvalsstöðum stendur yfír sýn- ingin íslensk samtímalist en Lista- safn íslands speglar tímabilið frá alþingishátíð til lýðvelsisstofn- unnar. íslandsmerki og önnur súlnaverk Siguijóns Ólafssonar em í safni hans og verk Jóns Engil- berts í FÍM-salnum og í Norræna húsinu. í sama húsi em einnig verk sex ungra gullsmiða. Leifur Kald- al gullsmiður sýnir í Stöðlakoti og loks er ný finnsk glerlist í Ráðhúsi Reykjavíkur. í Ásmundarsal sýna íslenskir akrkitektar hugleiðingar sínar um Mannvirki-landslag- rými. Dagskrá Klúbbs Listahátíðar á kaffíhúsinu Sólon íslandus heldur áfram. í kvöld leikur Skárra en ekkert MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju. Söngför Mótettukórsins um Mið-Evrópu Hljómdiskar á þrotum eftir óskabyijun MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju syngur í dag á opnunartónleikum Hljómbogans, sönghátíðar á „Wi- ener Festwochen“ í Vínarborg. Söngför kórsins um Mið-Evrópu hófst í Bonn á þjóðhátíðardegi Is- lendinga og strax fyrsta kvöldið vom keyptir upp hljómdiskamir sem teknir höfðu verið með í ferð- ina. Hér fylgir frásögn Gísla Sig- urðssonar af upphafí hennar. Ferðin hófst 17. júní með þjóð- söngnum í íslenska sendiráðsgarð- inum í Bonn, borginni þar sem Klais-orgel Hallgrímskirkju var hannað og smíðað. Þama voru saman komin helstu stórmenni úr íslensk-þýsku viðskiptalífi í norð- urhluta Þýskalands, yfírmenn Flugleiða og ferðamálaráðs, náms- menn, íslendingar búsettir í grenndinni, sendinefnd Þjóðleik- hússins, með Haf Ólafs Hauks Slmonarsonar á leiklistarhátíð í borginni, og hinn sérstæði hópur Þjóðyeija sem gengur undir nafn- inu íslandsvinir, áhugasamir menn með glampa í augum og „Die Edda“ og Wagner á vörum í bland við perlur íslenskrar náttúm sem þeir hafa heimsótt á ótal ferðum sínum til íslands. Hörður Áskelsson stjórnaði kómum í nokkrum ættjarðarlögum og leit eftir því að kórfélagar létu ekki bjóða sér annað en ávaxta- safa og sódavatn því að í miðri veislu var hann rokinn með hópinn í Munsterkirkjuna í hjarta borgar- innar þar sem átti að haida fyrstu tónleika ferðarinnar um kvöldið. Á meðan síðustu möppudýrin úr þýska stjórnkerfinu héidu frá vinnu og veltu fyrir sér yfírvofandi flutningi skrifræðisbáknsins til Berlínar hitaði kórinn upp í kirkj- unni og beið þess með eftirvænt- ingu hvort einhver kæmi að hlusta þetta kvöld. Mótettukór Hallgríms- kirkjuer í tónleikaför um Mið-Evrópu og hér segir Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur frá upphafí hennar. Og viti menn, þegar dró að aug- lýstum tónleikatíma dreif að fólk úr öllum áttum og hálffyllti kirkj- una. Á efnisskránni voru, að lokn- um þjóðsöngnum í tilefni dagsins, útsetningar nokkurra íslenskra tónskálda á þjóðlögum við Passíu- sáima Hallgríms Péturssonar, Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima eftir Þorkel Sigurbjömsson, Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson, og síðasta verkið fyrir hlé; nýsaminn Óður til kærleikans eftir Pál Pamp- hicler Pálsson við stef úr Fyrra Kórinþubréfi Páls postula, sem kórinn frumflutti í "or á Listahátíð í Reykjavík og vakti ekki minni hrifningu nú en þá. Eftir hlé fengu áheyrendur tækifæri til að hlýða á kunnuglegra efni úr sínum heimshluta; þýskar og franskar mótettur frá tímum barokks og rómantíkur. Þær féllu ekki síður í góðan jarðveg en íslenska dag- skráin og eftir tvö aukalög tók Hörður Áskelsson þann kost að láta hópinn ganga syngjandi út á torg þar sem hann hélt áfram með léttari dagskrá á meðan uppnumd- ir tónleikagestir keyptu nær upp hljómdiskabirgðir kórsins sem höfðu verið ætlaðar fyrir alla ferð- ina. Léttari tónn Eftir konsertinn streymdi fólk að Herði og óskaði honum til ham- ingju með þennan létta og hreina tón sem honum tækist að laða fram úr söngfólki sínu og væri svo ólík- ur hinum þunga þýska söngstíl. Ýmsir höfðu á orði að þýskir kórar gætu margt að þessu lært — og með það voru þeir roknir að fylgj- ast með opnunarleik heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu þar sem Þjóðveijar áttu í brösum með lið Bólivíu sem voru íslenska iandslið- inu lítil fyrirstaða á Laugardals- vellinum um daginn eins og menn muna. Kvöldið eftir söng Mótettukór- inn í Kristskirkju í Freiburg, sex klukkutímum sunnan við Bonn í Svartaskógi, og naut þar frábærr- ar gestrisni hins þekkta Bach-kórs borgarinnar. Orgelleikarinn Hannfried Lucke kom til móts við kórinn frá Liechtenstein. Hann var aðeins þrítugur að aldri en hefur þegar unnið til alþjóðlegra verð- launa fyrir orgelleik sinn og spilað á hljómleikum og upptökum beggja vegna Atlants- og Kyrrahafs; gerði meira að segja ferð til íslands síðastliðið haust og tók þar upp hljómdisk með hinu nýja Klais-org- eli Hallgrímskirkju. Lucke spilaði með kórnum í sálumessu Frakkans Maurice Duruflé (1902-1986), sem bættist nú við dagskrána á kostnað íslenska hlutans, Inga Rós Bragadóttir, sópran frá Vínarborg, og Michael Jón Clarke, baritón frá Akureyri. Bach-kórinn hafði skipulagt allt út í hörgul og kynnt tónleikana rækilega í blöðum og útvarpi. Þýska ríkisútvarpið sendi tækni- menn sem tóku konsertinn upp til útsendingar og á eftir fór allt á sömu leið og í Bonn; öllum flytjend- um var rækiiega fagnað. Menn hrifust af hljóm kórsins og ná- kvæmni áður en þeir keyptu leif- arnar af hljómdiskunum frá Bonn; sumir gerðu líka ráðstafanir til að útvega sér nótur af íslensku verk- unum til flutnings með þýskum kórum. Meðlimir Bach-kórsins dáðust sérstaklega að því að allt nema Sálumessan væri sungið án undirleiks — sem þeir töidu aðeins á færi þrautþjálfaðra sönghópa — og kórinn þakkaði fyrir sig með nokkrum eftirlætislögum áður en rokið var í símann til að panta aukaskammt af hljómdiskum frá íslandi til að senda í veg fyrir kórinn í Vínarborg. Við bjóðum 15 gerðir af eldhúsviftum. Þrjár breiddir: 50, 55 eða 60 cm. Hvítar, svartar eða stál. Þú getur valið um „venjulegar" (frá kr. 6.990,-), hálfinnbyggðar (frá kr. 11.950,-), með útdregnum glerhjálmi (frá kr. 11.950,-) hálf-háfformaðar (frá kr. 23.620,-), til innbyggingar í háf (frá kr. 8.090,-) o.fl. TURBO vifturnar fást 2ja, 3ja eða með stiglausum hraða, og hámarksafköstin eru 280-510 m3 áklst., eftir gerðum. Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. Kolsía (fyrir innblástur) kostar kr. 930,- aukalega. /rOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI (91)24420 Nýjar bækur ■Bolli Gústafsson vígslubiskup á Hólum, hefur tekið saman á bók Ljóðmæli Bjöms Halldórssonar í Laufási. Úr bréfum séra Björns og öðrum heimildum hefur Bolli tekið saman og ritað sögu hans, sem birt er í bókinni, og nefnir Upprisuskáld. Björn Halldórsson var fæddur á Skarði í Dalsmynni í Suður-Þing- eyjarsýslu árið 1823. Hann varð stúdent frá Bessastöðum 1844, guðfræðingur 1850 og prestur í Laufási frá 1852 til æviloka 1882 og er jafnan kenndur við þann stað. Ljóð hans hafa ekki áður birst á bók ef undan eru skildir sálmar í Sálmabók og nokkur ljóð í safnritum. í fréttatilkynningu segir: „Séra Björn í Laufási er eitt af kunnustu sálmaskáldum vorum. Hann var eitt skáldanna í nefnd þeirri er stóð að gerð Sálmabókar 1886 sem er tímamótaverk í íslenskum bók- menntum. Ljóðmæli Björns leiða í ljós að yrkisefni skáldsins hafa verið fjöl- breytt og virðist hann ósjaldan hafa ort sér til hugarhægðar eða sér og öðrum til gamans. Þá dylst engum að honum hefur oft verið mikið í huga, þegar hann orti af ríkri frelsisþrá og stundum í Göngudagur fjölskyldunnar Ungmennafélagar um land allt. Sunnudagurinn 26. júní er Göngudagur fiölskyldunnar Þá gefst gott tækifæri til að fá stimpil í Lýöveldishlaupinu. Göngum saman á ári fjölskyldunnar. UNGMENNAFELAG ÍSLANDS ádeilu- og baráttuham. Þar að auki var hann fágætlega snjall og mikilvirkur bréfritari." Um útgáfuna á ljóðmælum séra Björns ritar Bolli m.a. í eftirmála: „Tildrögin eru þau helst, að fyrir tveimur áratugum settist ég að í Laufási við Eyjafjörð. Hver, sem þar býr, kemst varla hjá því að verða snortinn af sögu staðarins og þeirra mörgu andans manna, bæði skálda og fræðimanna, sem þar hafa setið. Þar ber Björn Hall- dórsson hátt. Svipfagur burstabær hans og björt kirkja með gullin- sniði, sem hann lét reisa, minna sífellt á þá listrænu alúð, sem hann var gæddur... Ég hef notið þess að sitja til borðs með gömlú fólki, sem minntist þess enn, þeg-' ar afar þess og ömmur sögðu frá samskiptum sínum við Björn. Þau leiftur ósvikinnar aðdáunar höfðu mikil áhrif á mig og sú hugsun varð sífellt áleitnari, að ekki mætti dragast öllu lengur að safna sam- an ljóðum hans.“ Skálholtsútgáfan gefur bókina út. Ljóðmæli Björns Halldórssonar í Laufási er 290 blaðsíður. Prent- smiðja Hafnarfjarðar sá um setningu og umbrot. Steindórsprent-Guten- berg prentaði. Bókin kostar 2490 krónur. Menningarsjóður styrkti út- gáfuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.