Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar komnar vel á veg Fyrsta áfanga lýkur um miðjan júlí Sigurður VE landar 1.0501 af Íslandssíld BRÁTT styttist í að Akureyring- ar og gestir þeirra njóti fyrsta áfanga framkvæmda við Sund- laug Akureyrar. Stefnt er að því að ljúka gerð potta og renni- brauta 2. júlí og áfanganum verði lokið að fullu 10. til 15. næsta mánaðar. Um er að ræða tvær rennibrautir, eimbað (vatnsbað), barnabusllaug, sólbaðsaðstöðu, endurbætur á heitum pottum og geymslu fyrir leiktæki og sól- bekki. Með öðrum áfanga á næstu þremur árum verður með- al annars komið fyrir leiktækjum og myndaður lítill Fjölskyldu- garður við laugina. Af öðru má nefna nýja 25x15 m sundlaug og heitan pott, viðbyggingu m.a. með veitingaaðstöðu og nýjum búningsklefum kvenna, endur- bætur núverandi húsnæðis og sundlaug. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður Sundlaugarinnar, sagði að fjöldi iðnaðarmanna hefði unnið við framkvæmdirnar frá apríllokum. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 55 milljónum vegna fyrsta hluta og gengi allt samkvæmt áætlun. Hann sagði að tekið hefði verið á móti 207.000 manns í sundlaugina á siðasta ári. Eftir að framkvæmd- um lyki gæti sá fjöldi tvöfaldast. Ennfremur yrði lögð áhersla á að þjóna gestum betur en verið hefði og taka á móti fleiri hóp- um. í því sambandi kom t.a.m. fram að aðgengi fyrir fatlaðra yrði eins og best yrði á kosið. I Fjölskyldugarði við laugina er m.a. gert ráð fyrir rólum, vegasöltum, rafmagnsbílum, fjarstýrðum bílum, bortennis- borði, aðstöðu fyrir strandblak og grill, svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldudagar Sundlaugar- innar, veitingastaðarins Greifans og Flugleiða við sundlaugina í sumar verða vísir að fjölskyldu- garði. Fyrstu fjölskyldudagarnir verða helgina 2. og 3. júní og verður m.a. á dagskrá ratleikur, hjólaþraut, boðhlaup, mínígolf, hjólabretti og trampolín. Þrennt hið síðastnefnda verður áfram við laugina. „ÞARNA er lítið að finna. Við höldum að slldin hafi gengið inn í Jan Mayen- lögsöguna. Samt verður eitthvað reynt aftur. Vitað hvort nokkuð hef- ur breyst," sagði Kristbjöm Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, eftir að hafa landað 1.050 tonnum af svokallaðri Islandssíld í Krossanesi á miðviku- dag. Kristbjörn sagði að síldin hefði veiðst í síldarsmugunni rúmar 200 sjómílur austur af Langanesi. Skipið hefði verið á miðunum í 4 sólarhringa og ekki veitt neitt í einn sólarhring. Aflinn hefði fengist í 9 köstum þijá daga. Hann sagði að síldin væri yfirleitt stór og falleg. Mikil áta væri vestarlega á svæðinu en minni austar. Fyrsta íslandssjldin á sunnudag Aðspurður sagði Kristbjörn að 25 skip hefðu verið á síldarmiðunum þegar mest var og væru þar með talin norsk og færeysk skip. Hann sagði að haldið yrði á miðin í kvöld og reiknaði með að aftur yrði landað í Krossanesi. Líklega yrði farið í loðnuveiði 1. júh'4? Fyrsta Íslandssíldin kom til Akur- eyrar á sunnudagskvöld. Landaði Guðmundur Ólafur ÓF 250 tonnum. Morgunblaðið/Rúnar Þór AFLINN úr Sigurði VE fór til bræðslu í Krossanesverksmiðjunni. Utbúnaður til ómunar af hjarta FÉLAG hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og Félag hjartasjúklinga í Þingeyjar- sýslum hafa sameinast um að gefa Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri útbúnað til ómunar af hjarta frá vélinda, en hann kostaði um 1,7 milljónir króna. Gjöfin er til minningar um látna félaga. jSamtals hafa sjúkrahúsinu verið gefin tæki til hjartalækninga að upphæð um 10 milljónir króna, en það er svipuð upphæð og það hef- ur úr að moða árlegatil tækja- kaupa. Mikill velvilji Yrðu allar óskir einstakra deilda sjúkrahússins uppfyllt- ar næmi upphæðin um 100 milljónum króna, að sögn Vignir Sveinssonar fram- kvæmdastjóra, en hann gat þess jafnframt að sjúkrahúsið væri ekki eins vel tækjum búið og raun ber vitni nema fyrir velvilja velunnara þess og Iíknarfélaga. Caputhópurinn frumflytur tvö íslensk verk Listasumar 94 Morgunblaðið/Rúnar Þór CAPUTHÓPURINN á æfingu fyrir tónleikana á laugardag. LISTASUMAR ’94 á Akureyri hefst með götuleikhússýningunni Á valdi goða á Ráðhústorgi og göngugötu kl. 15 í dag. Önnur sýning verður á sama tíma á laugardag. Síðar um daginn, eða kl. 18, efnir hópurinn sem kemur frá Svíþjóð til leik- smiðju í Dynheimum. Verður dans, söngur, leiklist og skoðanaskipti. Caputhópurinn heldur tónleika í Listasafninu á Akureyri á laugar- daginn kl. 20.30. Á tónleikunum verða frumflutt tvö ný íslensk verk; það fyrra eftir Svein Lúðvík Björns- son og það síðara eftir Helga Pét- ursson frá Húsavík. Fram koma Helga Bryndís Magnúsdóttir og Daníel Magnússon, píanóleikarar, Sigurður Halldórsson, sellóleikari, Ama Kristín Einarsdóttir, flautu- leikari, Guðni Franzon, klarínettu- leikari, Einar Kr. Einarsson, gítar- leikari, og Guðmundur ÓIi Gunnars- son, stjórnandi. Sama dag sýnir brúðuleikhúsið Tíu fingur Englaspil eftir Helgu Arnalds í Deiglunni kl. 11 og 13 og Dröfn Friðfinnsdóttir opnar grafíksýningu í Deiglunni. Fjölskyldudagur Á sunnudaginn verður Ijöl- skyldudagur í Minjasafninu og gönguferð um Innbæinn hefst við Laxdalshús kl. 13.30. Sönghópur- inn Emil og Anna Sigga flytur fjöl- breytta söngdagskrá ásamt píanó- leikaranum Daniel Þorsteinssyni í Listasafninu á Akureyri kl. 20.30. Söngvaka verður í Minjasafni Akur- eyrar á þriðjudaginn kl. 20.30. Djassklúbbur Karólínu og Lista- sumars verður í Deiglunni öll fimmtudagskvöld frá kl. 22. Deiglan Grafík- sýning DRÖFN Friðfinnsdóttir mynd- listarkona opnar grafi'ksýningu í Deiglunni, Grófargili, laugar- daginn 24. júní kl. 15. Sýningin er á vegum Listasumars ’94. Hún er sjöunda einkasýning Drafnar og eru flest verkin þau sömu og á sýningu hennar í sal Listasafns ASÍ í Reykjavík í vor. Á sýningunni verða tuttugu verk unnin í tréristu. Stærð myndanna er 25x35 cm til 100x140 cm. Eintakaljöldi er mismunandi eða frá einþrykki til tíu eintaka. Öll verkin eru unnin á árunum 1992 til 1994. Dröfn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1963 og síðan við Myndlistaskólann á Akureyri árin 1982 til 1986. Eftir það stundaði hún nám við Listaskól- ann í Lathi í Finnlandi veturinn 1987 til 1988. Sýningin verður opin daglega milli kl. 14 og 18 til sunnudags- ins 10. júlí. Hún er ekki opin á mánudögum. Hundaræktar- félag íslands Alþjóðleg hunda- sýning HIN árlega hundasýning Hundaræktarfélags íslands verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 26. júní frá kl. 9 til 17. Sýningin er 25 ára afmælissýning Hundarækt- arfélags íslands og fyrsta al- þjóðlega sýning þess. Keppa hundarnir um stig til alþjóðlegs meistara. Dómarar verða tveir, Ebba Alegard frá Danmörku og Henrik Lövgren frá Svíþjóð. Sýndir verða 108 hundar af 25 tegundum. Marta María við eitt verka sinna. Sýningu Mörtu Mar- íu að ljúka NÚ UM mánaðamótin lýkur sýningu Mörtu Maríu, glerlistar- konu, sem hefur staðið yfir í safnarðarheimili Akureyrar- kirkju. Kaþólska kirkjan TVÆR messur verða í kaþólsku kirkjunni um helgina. Fyrri messan verður á laugardaginn kl. 18 og sú síðari kl. 11 á sunnu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.