Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖKIN VIÐ SVALBARÐA Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki Höskuldur Guðmundsson skipverji á Hegranesi SK Lýsingar skipstjórans á atburðum ekki ýktar TALSVERT fjölmenni var á hafnarbakkanum á Sauðárkróki rétt fyrir miðnætti á þriðjudags- kvöld þegar von var á Hegranesi SK, sem var að koma af veiðum af Svalbarðasvæðinu. Voru þar samankomnir útgerðarmennirnir, fjölskyld- ur og vinir skipverjanna. Hegranesið kom fyrst í land íslensku togaranna sem voru á svæðinu við veiðar. Um tveimur tímum á eftir Hegranes- inu kom Drangey SK einnig til hafnar á Sauðár- króki. Eitt það fyrsta sem gert var þegar skip- in komu til hafnar var að skoða myndbandsupp- tökur af atburðunum á miðunum í kringum Svalbarða. Skipin eru bæði í eigu Fiskiðjunnar Skag- firðings hf. á Sauðárkróki. Þau fóru til veiða í Smugunni 4. júní. Hegranesið fékk í túrn- um, sem var rúmlega hálfur mánuður, um 70-80 tonn upp úr sjó en Drangey var með 80-90 tonn upp úr sjó, að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðarstjóra fyrirtækisins. En þegar haft er í huga að skipin fengu aðeins frið til að veiða í um tvo daga þá lítur dæmið öðruvísi út og aflabrögð þykja heldur góð. Fiskúrinn er flattur og saltaður um borð. Siglingarreglur brotnar Þegar skipin komu að landi var skipstjórum Hegranessins og Drangeyjar færð blóm og því næst var haldið niður í matsal til að horfa á myndbandsupptökur af viðureign íslensku togaranna við norsku varðskipin. Eftir að hafa horft á myndband Drangeyjar, sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Skagfirðings, að ljóst væri að lýsingar Björns Jónassonar skipstjóra á Drangey hefðu verið nokkur nákvæmar. Hann hafi jafnvel búist við því að lýsingarnar væru eitthvað ýkt- ar, en myndbandið sanni að svo sé ekki. „Mér fannst ótrúlegt að sjá upptökurnar," segir Einar. „Það mátti ekkert bregða út af til þess að illa færi. Norðmennirnir brutu allar siglingareglur. Aðferðir þeirra eru ólöglegar, burtséð frá rétti okkar til veiði á svæðinu.“ Morgunblaðið/Gunnar Magnússon Á fullri ferð SENJA siglir á fullri ferð á milli Stakfellsins ÞH, t.v., og Más SH. Myndin er tekin úr Drangey SK, sem rétt grillir í stefnið á, og lengst til hægri er Rauðinúpur ÞH. Á milli Rauðanúps og Más grillir í lít- inn slöngubát sem Norðmenn notuðu til að reyna að klippa á togvírana, en liðsmenn Green- peace hafa einmitt notað litla gúmbáta við svipaðar aðgerðir. Á minni myndinni sést Senja rétt sneiða framhjá stafni Drangeyjar og voru ekki nema nokkrir metrar á milli skipanna og stórhætta á ferðum, að mati íslendinganna. Morgunblaðið/Golli Höskuldur Guðmundsson með afla frá Svalbarða. Norðmenn misstu þettaúr böndunum HÖSKULDUR Guðmundsson var í sínum fyrsta túr með Hegranesinu, en hann sér um B.aader-vinnsluvél- arnar um borð. Hann segir að Hegranesið hafi verið utan við mesta hasarinn á laugardag. Hins vegar hefði verið klippt á togvíra skipsins 14. júní. Einnig hefðu þeir alltaf verið með varðskip í eftirdragi. „Þao gekk ekkert að stinga þá af,“ segir hann. „Norðmennirnir eru á gangí miklum skipum.“ Höskuldur segir að þeir hafi veric um 18 tíma að græja veiðarfærir aftur, enda hafí trollið rifnað. Honum leist ekkert á ástandið á miðunum, en segir að skipveijar á Hegranesinu hafí aldrei verið í hættu. „Norðmenn misstu þetta al- veg úr böndunum," segir hann. „Mér fannst þeir vera full aðgangsharðir." Hann segir að veiðin hafi verið mjög góð 11. og 12. júní, en eftir það hafi þeir ekki fengið frið til þess að veiða. „Hitt var bara eltinga- leikur," segir hann. Svalbarðasvæðið sé svæði sem gæti gefið mjög vel, í Smugunni hafi hins vegar ekki verið neitt kvikt að fínna. Sverrir Kjartansson, skipstióri Hegranessins SK Hafsteinn Harðarson, 1. stýrimaður á Drangey SK Morgunblaðið/Golli Hafstein Harðarson, 1. stýrimaður á Drang- ey, ásamt syni sínum, Ólafi, sem var rnjög giaður að fá pabba sinn í land. „Ég var ekkert hræddur um hann,“ segir Ólafur. „Ég er feginn að hann er kominn heim.“ Engin leið að forðast klippurnar SVERRIR Kjartansson, skipstjóri á Hegranesi SK, segir að ekkert hafi verið hægt að gera þegar norskt varðskip klippti á togvíra skipsins 14. júní. Varðskipið sigldi í kringum Hegranesið með klippumar og eng- in leið að forðast þær. Hann segir að íslensku togaram- ir hafi tilkynnt norsku strandgæsl- unni þennan dag að þeir hygðust kasta og einnig að þeir teldu sig vera í fullum rétti til þess, en Hegra- nesið, sem er tæp 500 tonn, var í sinni fyrstu veiðiferð á svæðinu. Hegranesið var í stöðugri gæslu frá 12. júní. „Þeir voru um 2-300 faðma [um 350-550 metra] frá okkur allan tímann. Þegar við létum reka, létu þeir reka, þegar við lón- uðum, lónuðu þeir.“ Hinn 16. júní dró aftur til tíðinda þegar varðskip reyndi að klippa á víra Stakfellsins. Menn voru á dekki togarans að reyna að ná upp troll- inu. Segir Sverrir að hann hafi tví- vegis kallað í varðskipið og varað þá við, en þeir ekki svarað. Síðan Morgunblaðið/Golli Sverrir Kjartansson skipsljóri í brúnni á Hegranesinu. hafi skipherrann á Senju látið þá hætta við. Sverrir segir að sér hafi ekkert litist á blikuna á tímabili. „Strand- gæsluskipin sjá ekki menn á dekk- inu nema þeir fari aftur fyrir skip- in,“ segir hann. Ef klippt er á tog- vír þegar menn em við vinnu á dekkinu, getur vírinn slegist í þá af miklum krafti. „Þetta fór úr böndunum hjá Norðmönnunum," segir hann. „Það var ætlast til þess að þeir stoppuðu okkur. íslendingarnir vom hins veg- ar ákveðnari en þeir bjuggust við.“ Menn gerðu sér ekki grein fyrir alvörunni MYNDBAND sem skipveijar á Drangey tóku af átökunum á Sval- barðasvæðinu var lagt fram í sjó- prófum á Akureyri í gær. Þar sést vel þegar skipveijar á norska varð- skipinu Stálbas hlaða fallbyssu skipsins og skjóta_ púðúrskoti að Má SH 14. júní. Á myndbandinu sjást einnig aðfarir varðskipsins Senju sem sigldi næstum því á Drangeyna síðastliðinn laugardag. Atburðarásin á laugardag var þannig að Senja hafði verið að reyna að klippa á Má og einungis tekist að klippa á annan togvír skipsins. „Við héldum að varðskipið væri hætt,“ segir Björn Jónasson, skipstjóri á Drangey. Björn segir að Hafsteinn Harðar- son, 1. stýrimaður, hafí þá tilkynnt sér að Senja stefndi á þá. „Við vomm komnir á ferð áfram,“ segir Bjöm. „Ég fer út í glugga og sé varðskipið koma og fer svo og set skipið á fulla ferð aftur á bak. Ég sá að við mundum ekki sleppa fram fyrir hana. Svo sér maður bara gráan vegginn koma fyrir stefnið og við vorum ekki viss um það fyrst hvort við myndum lenda á honum eða ekki. Það var það stutt á milli." Senja var með klippurnar úti og segir Björn að þegar hún hafi haft Drangeyna miðskips hafi hún beygt á stjórnborða og reynt að draga vírinn undir skipið; Honum dettur helst í hug að Senja hafi vilj- að koma vímum í skrúfuna eða stýrið. Björn hyggst halda aftur á veiðar á svæð- inu. „Við höldum áfram þar til við verð- um stoppaðir," segir hann. Norðmenn gengu sífellt lengra Hafsteinn Harðar- son, 1. stýrimaður á Drangey, segir að meðan á átökunurn stóð á laugardag, þegr ar Senja sigldi næst- um því á Drangeynaj, hafi menn um borð ekki alveg gert sér grein fyrir alvöru málsins og hvað hefði getað gerst. „Það var ekki fyrr en við fórum að skoða myndbandið að við áttuð- um okkur á málinu," segir hann. Hvað varðar aðgerðir Normanna á Svalbarðasvæðinu segir Hafsteinn að Norðmennirnir hafi í sífellu komið á óvart og gengið lengra og lengra í hvert skipti þegar sló í brýnu á milli íslendinga og Norð- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.