Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 25 AÐSENDAR GREINAR íslenskt -Játakk ÁTAKIÐ „íslenskt - Já takk“ hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið en að því standa ASÍ, BSRB, íslenskur landbúnaðar, Samtök iðnaðarins og VSI. Ár- angurinn af þessari kynningarstarfsemi er ágætur og samstarf þessara aðila til mikill- ar fyrirmyndar. „ís- lenskt - Já takk“ skýt- ur styrkari stoðum undir íslenskan iðnað, ekki með höftum, boð- um eða bönnum - Árni Sigfússon heldur með því að breyta viðhorfum almennings á tímum aukinnar samkeppni erlend- is frá. Aukin alþjóðaviðskipti hafa skil- að sér til neytenda í lægra vöru- verði og haft í för með sér aðhald fyrir íslenskan iðnað og íslenska verslun. Samkeppnin erlendis frá er að því leyti af hinu góða, að innlend fyrirtæki hafa bætt mjög rekstur sinn. „íslenskt - Já takk“ snertir alla þjóðina og það er mikil- vægt að hafa í huga, að val hvers og eins okkar skiptir máli, t.d. varð- andi kaup á varningi og þjónustu, og þetta hefur raunveruleg áhrif á atvinnustig í landinu. Meira fjármagn situr eftir Við þurfum ætíð að hafa það hugfast, að kaup á innlendum varn- ingi og þjónustu skilja meira eftir í hagkefinu en samsvarandi kaup á því, sem innflutt er. Segja má að peningarnir margfaldist hér innanlands þar sem þeir flytjast frá einum til annars í viðskiptum lands- manna innbyrðis og þannig verða skatttekjur einnig meiri. Standi valið á milli þess að festa kaup á innfluttu tæki eða að lag- færa húsnæði er ljóst að í síðara tilvikinu verður til meiri íslensk vinna en í hinu fyrra. Hér er for- sendan sú, að sama gagn sé í inn- flutningnum eða viðhaldinu fyrir fyrirtækið eða einstaklinginn, sem á í hlut. Ákvarðanir einstaklinga um eigin reynslu og fjárfestingar geta þannig haft veruleg áhrif á atvinnustigið í landinu. Viðbrögðin við átakinu „íslenskt — Já takk“ sýna, að íslendingar gera sér þetta ljóst og vilja því efla innlenda fram- leiðslu. Það er engu að síður brýnt að minna okkur á það nokkuð reglulega. í því sambandi ber einn- ig að fagna framtaki Islenska útvarpsfé- lagsins við að kynna íslenskan iðnað. Það er bæði upplífgandi og gagnlegt að íjölmiðlar sýni okkur landsmönn- um það jákvæða, sem er að gerast í íslensku atvinnulífi. Það er tilbreyting frá öllum ótíðindum fréttatímanna að sjá annað veifið ljósa punkta í til- verunni. Aðgerðir stjórnvalda hafa áhrif Að framan hefur verið minnst á þátt einstaklinga, en auðvitað geta stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, sett íslenskt í öndvegi, ekki síst með því að gæta þess, að hlutur bjóðenda innlendrar vöru og þjónustu verði hvergi fyrir borð borin. Aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu hefur það eðlilega í för með sér, að ekki er heimilt að mismuna bjóðendum sambærilegrar vöru og þjónustu af svæðisuppruna, þótt það geti talist þjóðhagslega hagkvæmt að taka t.d. allt að 10-15% hærri verð- tilboðum innlendra aðila. Hinsvegar er hægt að taka aukið tillit til innlendra bjóðenda í útboðsskilmálum með því að gera þeim kleift að bjóða einstaka þætti í heildarútboðum. Þá er í mörgum tilvikum varðandi kaup á margvíslegum búnaði unnt að gera hlutdeild innlendra framleiðslu- og þjónustuaðila að skilyrði fyrir kaupum á grundvelli áætlaðrar þarfar á viðhaldi og endurbótum. Þessi mál eru nú til sérstakrar athugunar hjá Reykjavíkurborg í framhaldi af nýlegri samþykkt borgarráðs um að tryggja hlut inn- le'ndra framleiðenda og þjónustu- aðila við útboð og verðkannanir hjá borgarsjóði og fyrirtækjum misræmi milli laganna og úrræða sem bjóðast þannig að þrátt fyrir góðan vilja ýmissa aðila vill oft brenna við að fólk fái ekki þá aðstoð sem er þeim nauðsynieg. Hópurinn sem verður mest útund- an eru þeir sem ekki eru alvarlega líkamlega fatlaðir en með fötlun sem er fyrst og fremst andlegs og vit- ræns eðlis svo sem í dæminu hér að ofan. Stuðningur við fjölskylduna eftir útskrift er nauðsynlegur í tilfell- um sem þessum. Stuðningur og meðferð í heimahúsum Á tímum niðurskurðar og sparn- aðar í þjóðfélaginu er algjör tíma- skekkja að ekki skuli lögð meiri áhersla á stuðning og meðferð í heimahúsum. Hinum fatlaða yrði þá ge;t kleift að vera heima og fá fullnægt þar þörf fyrir stuðning og þjálfun. Þar með mætti komast hjá því að leggja þann fatlaða í dýr sjúkrahús- eða endurhæfingarpláss og spara þar með ómælda fjármuni. Með því mætti einnig létta á þreyttum fjöl- skyldumeðlimum og fýrirbyggja þar með uppgjöf fjölskyldunnar. En á Islandi er lítil hefð fyrir þess- um starfsmáta. Heimahjúkrun og heimilishjálp hafa unnið geysigott starf á þessu sviði, en betur má ef duga skal. Nauðsynlegt er að bjóða Ríki og sveitarfélög, þ.á m. Reykjavíkurborg, geta svo sannarlega haft áhrif á atvinnuástandið með því að leggja rækt við „íslenskt - Já takk“ í innkaupum sínum, seg- ir Arni Sigfússon, með hagsmuni skattgreið- enda að leiðarljósi. borgarinnar. Núgildandi fyrirmæli og starfshættir verða jafnframt endurskoðaðir í samræmi við þetta markmið og þá um leið með hliðsjón af aukinni þátttöku borgarinnar í langtímaþróunarverkefnum, sem ætlað er að styrkja stöðu innlendra upp á fjölbreyttari þjónustu á heilsu- gæslustöðvum og ráða t.d. iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara þar til starfa. Iðjuþj'álfar við heimaþjónustu Þar sem mér er málið skylt sé ég t.d. mjög vel fyrir mér hvernig iðju- þjálfar sem ynnu á heilsugæslustöð eða félagsmálastofnun gætu farið heim til skjólstæðinga sinna og þjálf- að þá í eðlilegu umhverfi þeirra; þjálfað þá í ýmsum athöfnum dag- legs lífs eins og t.d. matseld, inn- kaupum o.fl., veitt ráðgjöf og gert úttekt á hjálpartækjaþörf og gert tillögur um breytingar á húsnæði svo hinn fatlaði gæti bjargað sér sem best á heimavelli. Það er nefnilega þannig að þegar fólk fatlast verða einfaldir daglegir hlutir oft óyfirstíganlega erfiðir, en með hvatningu og aðstoð verða þeir miklu einfaldari. Er ekki kominn tími til að við lítum til nágrannaþjóðanna þar sem með árunum hefur skapast rík hefð fyrir þjónustu við fatlaða í heimahúsum. Förum að þeirra dæmi, það er margs- annað mál að slík þjónusta sparar stórfé og skilar af sér ánægðari skjól- stæðingum og starfsfólki. fyrirtækja á næstu árum. Þessi atriði þarfnast einnig endurskoðunar hjá öðrum opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, en því ber þó að fagna, að í tíð núvernandi ríkisstjórnar hefur verið lögð áhersla á að lækka skatta á fyrirtæki. Með því er verið að efla samkeppnisaðstöðu fyrirtækjanna, gefa þeim færi á að fjáfesta og ráða til sín fólk. Þannig er hægt að skapa raunveruleg störf í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög, Reykjavíkurborg þar með talin, geta því svo sannarlega haft áhrif á atvinnuástandið með því að leggja rækt við „íslenskt - Já takk“ í innkaupUm sínum með hagsmuni skattgreiðenda að leiðarljósi, og án þess að sniðganga alþjóðlegar reglur í þessum efnum. Allir hafi verk að vinna Ég veit, að okkur íslendingum er sjálfsbjargarviðleitnin svo í blóð borin, að við getum með engu móti sætt okkur við langvarandi atvinnuleysi. Þetta er okkar styrk- ur, en það hefur tekið okkur of langan tíma að átta okkur á breytt- um aðstæðum og þess vegna er atvinnulífið hér einhæfara en það þyrfti að vera. Að vísu standa von- ir til þess að sjávarafli aukist eitt- hvað á næstu árum, en það þarf fleira að koma til. Þar hefur Reykjavík sem miðstöð þjóðlífs ótvíræðu forystuhlutverki að gegna. Menn kann að greina á um leiðir að settu marki, en það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra landsmanna, að allir hafi þeir verk að vinna. Með samstilltu átaki stjórnvalda og almennings í landinu um að setja íslenskt í öndvegi er innlendur iðnaður efldur og atvinnuleysi út- rýmt. Höfundur er leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er yfiriðjuþjálfi á Reykjalundi og starfar þar í starfshópi sem mcðhöndlar heilaskaðað fólk. Atvinnuleysið - aðgerð- ir s veitar félaganna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson I MORGUNBLAÐ- INU 15. júní sl. birtist grein eftir Láru V. Júlíusdóttir lögmann og formann starfs- hóps, sem félagsmála- ráðherra skipaði til að fjalla um þjónustu og öryggiskerfi fyrir at- vinnulausa. Umrædd- ur starfshópur birti skýrslu með niður- stöðum sínum og í umfjöllun um hana dró félagsmálaráðherra fram afar neikvæða og ranga mynd af fjár- hagsaðstoð sveitar- félaga við þá sem eru atvinnulausir. Fullyrðingum ráð- herrans svaraði ég í grein hér í blaðinu 14. júní sl. Þar var vakin athygli á þeirri staðreynd að 80% atvinnulausra býr í sveitarfélögum er sinntu fjárhagsaðstoð við at- vinnulausa með skipulegum hætti og að sveitarfélögin hafi beitt markvissum aðgerðum til að draga úr áhrifum atvinnuleysis með margvíslegum markvissum að- gerðum og fjárútlátum er nema hundruðum milljóna króna. Hundruð milljóna í átaksverkefni í grein formanns starfshópsins er að hluta tekið undir þá gagn- rýni. Réttilega er bent á, að skýrsl- an fjallar að litlum hluta um fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga við at- vinnulausa og að þar er að fínna fjölmargar hugmyndir um hvernig bregðast megi við atvinnuleysinu og breyta því umhverfí sem at- vinnulausir búa við. Formaðurinn sér þó ekki ástæðu til að fjalla nánar um þau atriði í grein sinni en kýs fremur að gera lítið úr við- brögðum sveitarfélaganna við at- vinnuleysinu. í þeim tilgangi að gera sveitar- félögin tortryggileg í augum al- mennings grípur hún til þess ráðs að birta tölur um fjárhagsleg sam- skipti sveitarfélaganna og af- vinnuleysistrygginasjóðs vegna átaksverkefna fyrir atvinnulausa á síðasta ári. Sá talnaleikur segir lítið um fjárframlög sveitarfélaga vegna atvinnuleysis. A árinu 1993 lögðu sveitarfé- lögin sjóðnum til 500 millj. króna sem þau áttu að geta fengið til baka til átaksverk- efna. Vegna strangra reglna um styrkveit- ingar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs til átaksverkefna sveit- arfélaga reyndist sveitarfélögunum afar erfitt að nýta sér þessa fjármuni. Styrkveitingar sjóðs- ins miðuðust við at- vinnuleysisbótarétt þeirra einstaklinga er ráðnir voru í verkefn- in. Sveitarfélögin réðu fjölmarga einstaklinga í fullt starf en fengu á móti styrk frá sjóðnum er í mörgum tilvikum nam langt innan við 50% fullra atvinnuleysis- bóta. Þó nákvæmar tölulegar upp- lýsingar liggi ekki fyrir má ætla að styrkveitingar Átvinnuleysis- tryggingasjóðs hafi numið sem svarar 25-35% af heildarkostnaði sveitarfélaganna við verkefnin. Staðreyndin er sú, að átaks- verkefnin kostuðu sveitarfélögin langt umfram 500 millj. króna á árinu 1993. Ataksverkefni einungis hluti af aðgerðum sveitarfélaganna Átaksverkefni sveitarfélaga í samstarfí við Atvinnuleysistrygg- ingasjóð voru einungis lítill hluti af þeim aðgerðum er sveitarfélög- in gripu til í þeim tilgangi að draga úr atvinnuleysi í landinu. Flestum mun sú staðreynd ljós og markviss viðbrögð sveitarfélaganna hafa vakið verðskuldaða athygli. Það er því afar sérkennilegt að umfjöll- un formanns starfshóps um þjón- ustu og öryggiskerfi fyrir atvinnu- lausa skuli einkum beinast að því Staðreyndin er sú, að átaksverkefnin kostuðu sveitarfélögin langt um- fram 500 milljónir á ár- inu 1993, segir Vil- hjáimur Þ. Vilhjálms- son, sem telur að styrk- veiting Atvinnuleysis- tryggingasjóðs hafi numið 25-35% af heildarkostnaði sveitar- félaga. að gera lítið úr viðleitni sveitarfé- laganna til að draga úr atvinnu- leysi og gera hana tortryggilega. Slíkur viðsnúningur staðreynda er gagnslaust innlegg í umræðuna um_ áhrif atvinnuleysis. Úrræðaleysi ríkisvaldsins kem- ur m.a. fram í stöðugri upplýsinga- öflun og skýrslugerð um atvinnu- leysið, sem ekki kemur að neinu gagni nema dregnar séu af niður- stöðunum réttar ályktanir og til- lögum um aðgerðir fylgt eftir. Eðlilegra væri að beina umræð- unni um skýrsluna að þeim hug- myndum sem þar eru settar fram, á hvern hátt bregðast megi við atvinnuleysinu og því umhverfi sem atvinnulausir búa við. Allra brýnast er því, að þeim sem eru atvinnulausir verði útveguð vinna. Sveitarfélögin í landinu hafa haft frumkvæði og unnið skipulega að því máli. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ryðfrí sérsmíði fyrir alla! Þú pantar og við smíðum eftir þínum þörfum íslenskt handverk • einstök gæði FoLjfme-KKS&a /60 ór HEOFIUASMIBJAM Flatahraun 13 sími 52711, Hafnarfirði. BORGIN sími 11440 5U5HI MIÐVIKUDAGS-SUNNUDAGSKVÖLD -Borð fyrirþig- BORGIN sími 11440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.