Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 LISTIR Kyrralífsmy nd BÓKMENNIIR Skáldsögur BRÝRNAR f MADISON- SÝSLU eftir Robert James Waller. Þýðandi Pétur Gunnarsson. Vaka/Helgafell 1994 - 202 síður. Aðeins selt í Metsöluklúbbi á 990 krónur. HANN er ljósmyndari og heims- homaflakkari. Hún er húsmóðir í sveit. Róbert Kincaid og Fransiska Johnson hittast af tilviljun og deila saman nokkmm dögum. Stáðurinn er utan alfaraleiðar og alveg laus við aðrar stemmningar en þær sem búa í sól, regni, birtu, rökkri og hita. Bókin hefst á því að böm Frans- isku leita til sögumanns með heim- ildir um stóra ást, sem þau hafa fundið í eigum móður sinnar að henni látinni. Heimildimar hafa komið þeim í mikið uppnám en þeim fmnst sagan þess virði að segja frá henni - þótt þau viti að hún kunni að valda hneykslun í þröngsýnu samfélaginu þar sem foreldrar þeirra bjuggu. Saga þeirra Róberts og Frans- isku hefst á því að hann leggur af stað frá Seattle til Madisonsýslu í Bandaríkjunum til að ljósmynda brýr fyrir tímarit. Þegar hann hef- ur fundið þær allar og myndað, utan eina, ratar hahn heim að af- skekktu býli Fransisku til að spyija til vegar. Hún er ein heima, því eiginmaður hennar og böm hafa farið á landbúnaðarsýningu í nokkra daga. Á bókarkápu segir að Brýrnar í Madisonsýslu sé „mesta metsölu- bók síðustu ára í Bandaríkjunum", en við fyrsta- lestur veltir maður því fyrir sér hvernig það megi vera. I henni er ekkert ofbeldi, engir skýjakljúfar, engar stórborgir, eng- inn hraði; ekkert sem hægt er að flokka sem sér-amerískt. Hún minnir miklu fremur á breskar „kyrralífs kvimyndir," þar sem ekk- ert gerist. Ástarsaga þeirra Ró- berts og Fransisku líður inn eins og hitaskúr - er þægileg og falleg og maður spyr sig hvers vegna formálinn að henni er eins upp- skrúfaður með tilheyrandi lýsing- um á uppnámi og hugarangri barna Fransisku. En það er nú svo að sagan seg- ir frá þeim Bandaríkjum, sem eru sjaldnast til sýnis. Hún gerist á afskekktum stað, án þess að þar sé einhver önnur ógn en þröngsýni íbúa sýslunnar. Þeir eru í litlu sam- bandi við tískur, hvort heldur er í 'hugsunarhætti eða öðru. Þeir halda í gömul gildi, standa sína plikt, rækja skyldur sínar og það má segja að þeir hugsi smátt. Það hef- ur tekið Fransisku, sem kemur með sitt háskólapróf beint frá stríðs- Robert James Waller hijáðri borg á Ítalíu, nokkurn tíma að aðlagast þessari kyrrstöðu. Hún hefur þurft að horfa á fólkið í kring- um sig af mikilli einbeitingu til að fínna tilgang í búsetu á stað sem ekki býður upp á vitsmunalegar samræður. Aldrei. En hún býr við meira öryggi en hún hefur áður þekkt. í rauninni er Róbert aldrei í efa um að Fransiska sé sú kona, sem hann hefur alltaf leitað. Hann er fráskilinn, hefur engar skyldur nema þær sem honum þóknast að taka á sig - og það er Fransiska, sem þarf að gera upp hug sinn. Hún á val milli þess að dvelja áfram í kyrrstöðu. Það er hún, sem þarf að vega og meta hvort hún vill fórna örygginu fyrir miklar ástríð- ur; hvort hún vill yfírgefa mann, sem er henni ákaflega góður, fyrir mann, sem virðist ekkert hafa að gefa. Þótt ást hans sé fölskvalaus í sögunni er hann einfari og Frans- iska getur ekki séð fyrir hvers kon- ar líf hann muni bjóða henni að deila með sér. Hún þarf einnig að velja milli skyldu og tilfinninga - og það sem er ánægjulega óvenju- legt við þessa sögu að inn í það val er ekki verið að þvæla neinni trúarfílósófíu. Uppgjörið er á manneskjulegum nótum. Brýrnar í Madisonsýslu er ein- föld, en seiðandi saga. Hún er vel skrifuð, hvort heldur er verið að lýsa bakgrunni persónanna, samfé- laginu sem þau lifa í eða því líkam- lega aðdráttarafli, sem gerir sam- band þeirra Róberts og Fransisku óhjákvæmilegt. En þau ná líka saman vitsmunalega; virðast finna þann félaga í hvort öðru, sem á best við þau. Saga þeirra er róman- tísk um leið og hún er vægt eró- tísk; einföld saga sem er ofín sam- an úr flóknum vef þar sem spurt er um gildi tilfínninga, ástríðna, vitsmuna, kyrrstöðu, öryggis, skyldu. Þar er einnig lögð áhersla á það val sem manneskjan á milli þess, sem er fjarlægt og stórt og þess, sem er nálægt og smátt. Þýðing bókarinnar er mjög góð. Málfar er yfirleitt blæbrigðaríkt og fallegt, þótt á stöku stað fínnist mér að betur mætti fara. Það sting- ur í augun að sjá orð eins og „sold- ið“ í staðinn fyrir „svolítið“ (t.d. bls 49). Þetta er þó fremur sjald- gæft í þýðingunni og lestur sögunn- ar er ánægjulegur. Súsanna Svavarsdóttir _ * Rödd Islands hljómar í Akershus LEIKLESTUR á Fjalla-Eyvindi eftir Jó- hann Siguijónsson á Akerhus-hátíðinni í Noregi fékk góða dóma í dagblöðum. Sveinn Einarsson leik- stýrði lestrinum og ís- lensku leikaramir Hjalti Rögnvaldsson og Borgar Garðarson tóku þátt í sýningunni. Gagnrýnandi Aften- posten, Eilif Straume, segir að leiklestur dragi oft betur fram blæbrigði í sambandi leikskálds og verks hans en fullmótuð upp- setning. Hann heldur áfram og seg- ir að sænski leikarinn Hans Klinga sé kraftmikill í aðalhlutverkinu sem Eyvindur. Straume fínnst einnig túlkun leikkonunar Anne Krigsvoll á Höllu góð. Straume segir að Hjalti Rögn- valdson hafí verið einn af gestunum sem mjög ánægjulegt hefði verið að siá aftur á sviði. Þetta var í fyrsta skipti sem gagnrýn- andinn sá Borgar Garðarsson og hina færeysku Anniku Jo- hannessen leika og segir Straume að hann muni leggja nöfn þeirra á minnið eftir þessa sýningu. Gagnrýnandi Várt land, Magnhild Aalen, er mjög hrifín af verki Jóhanns. Hún nefnir að Ijóðræn tilfinning skáldsins hafí notið sín vel í frásögninni af ást Eyvindar og Höllu, og Anne Krigsvoll hafi komið átakapunktum verksins vel til skila. Aalen finnst uppgjör leikritsins, þar sem Eyvindur fer með Faðirvor- ið en Halla nánast formælir Guði, minna á verk Strindbergs. Hún seg- ir að lokum að hún sem hafí aldrei heyrt um Jóhann Siguijónsson né séð verk hans áður hafí orðið mjög hrifin af honum sem leikskáldi eftir að hafa horft á leiklesturinn. Jóhann Sigurjónsson T I L K Y N IM I N G U M NAFNBREYTINGU Fráogmeð I. júlí 1994 ber Lyfjaverslun ríkisins nýtt nafn: LYF|AVERSLUN ÍSLANDS HF. Heimilisfang, síma- og faxnúmer eru óbreytt. LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. Borgartún 7, 105 Reykjavík, ■H’ 354 1 62 39 00 Fax 62 30 31, P.0. Box 5080, 125 Reykjavík ANNA Guðný Guðmundsdóttir, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir fíytja létt klassísk verk í Norræna húsinu á laugardag. Kammertónleikar í Norræna húsinu KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Norræna húsinu laugar- daginn 2. júlí nk. kl. 16. Á tónleikunum flytja Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdótt- ir flautuleikarar ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara létt klassísk verk eftir Haydn, Beethoven, Kuhlau, Doppler og Dvorák, auk sígauna- laga eftir ónafngreinda höfunda. Aðgangseyrir er kr. 1000. Námsmenn greiða 500 krónur, en ókeypis er fyrir böm. Bergur Thorberg í Portinu SÝNINGU Bergs Thorbergs í Portinu í Hafnarfirði lýkur nú um helgina. Á sýningunni eru 16 málverk, öll unnin með akrýl á striga. Bergur er sjálfmenntaður myndverkamaður og hefur unnið víða að list sinni, m.a. í Svíþjóð, Noregi og á Spáni. Bergur hefur tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð og er þetta önnur einkasýning hans á Islandi. Sýningunni lýkur á sunnudag, 3. júlí. Eitt verka Bergs Thorbergs. Kaffistofa Hafnarborgar Bollasýning' Leirlistar- félagsins NÚ STENDUR yfír sýning Leirlistarfélagsins í kaffistofu Hafnarborgar. Þemað á sýn- ingunni er „Bolli“. Á veggjum kaffístofunnar er hægt að lesa nokkrar hug- leiðingar um kaffidrykkju á íslandi fyrr og nú. í fréttatil- kynnigu segir: „Kaffibollinn er einn algengasti nytjahlutur í eigu íslendinga. Það er því ekki úr vegi að sýna hve margvísleg- ar myndir bolli getur tekið á sig og minna um leið á íslensk- an listiðnað, hönnun og hand- verk á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins." Sýningin mun standa fram eftir sumri og verða í stöðugri endurnýjun. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 11-18 og kl. 12-18 um helgar. Norræna húsið og FÍM-salurinn Sýning á verk- um Jóns Engil- berts að ljúka SÝNINGAR á verkum Jóns Engilberts í Norræna húsinu og FÍM-salnum við Garðastræti lýkur nk. sunnudag, 3. júlí. Sýningamar eru samstarfs- verkefni Norræna hússins og FÍM í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Á sýningunni í Norræna hús- inu em olíumálverk, teikningr af ýmsu tagi og frummyndir að Vorgleði, en í FÍM salnum eru grafíkverk Jóns Engilberts. Sýningarnr eru opnar dag- lega frá kl. 14-19. Aðgangur er ókeypis, en sýningarskrá er til sölu á 400 krónur. Perlan Kynning á ís- lenskum vörum og menningu ALLA sunnudaga í júlí og ág- úst verður kynning á íslenskum vörum og menningu í Perlunni. Stjórnandi þessara kynninga er Kolbrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Models og Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri Perlunnar. Dagana 17. og 24. júlí og 7., 14. og 21. ágúst mun þjóð- lagasveitin Vikivaki flytja efn- isskrá sem samanstendur af íslenskum þjóðlögum og fara tónleikarnir fram síðdegis og dagana 1. júlí til 31. júlí verður Bragi Jósefsson með ljós- myndasýningu á 4. hæð Perl- unnar. Útileikhús á Egilsstöðum ÚTILEIKHÚSIÐ Hér fyrir aust- an sýnir frumsamda leikþætti og rímur fyrir íslenskt fjöl- skyldufólk og erlenda ferða- menn á Egilsstöðum í sumar. Sýningamar fara fram í skógar- ijóðri rétt fyrir utan bæinn. Þar er búið að reisa trépall og bekki og aðstöðu fyrir veitingasölu. Á sýningunum er gestum m.a. boði upp á að læra dansa hjá þjóðdansafélaginu Fiðrildin. Sýningarnar miða við íslenskt ljölskyldufólk en útlendingar fá útdrætti og skýringar á fjórum tungumálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.