Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 1S EIN ljósmyndanna á sýningunni. Nafnlaust lands- lag í Perlunni BRAGI Þór Jósefsson ljósmyndari opnar í dag, föstudag, sýn- ingu á landslagsljós- myndum á íjórðu hæð Perlunnar. Hann segir myndirnar án titils því nöfn staðanna skipti ekki máli, myndirnar lifi sínu lífi í litum og formi. Bragi tók myndirn- ar aðallega í stuttum ferðum út fyrir höfuð- borgina á síðustu fjór- um árum. „Þetta er ekki hefðbundið ís- lenskt landslag á ljós- mynd,“ segir hann, „mér finnst ekki endilega þurfa að 1990 og hefur síðan tekið þátt í fara á jeppa upp á hálendi til að fjórum samsýningum. Bragi Þór Jósefsson. taka myndir. Lands- lagið er ekki síður skammt undan og myndirnar vitna um mína sýn á það.“ Bragi Þór er fæddur í Reykjavík 1961. Hann lærði ljósmynd- un við Rochester- tækniháskólann í Bandaríkjunum og út- skrifaðist þaðan 1986. Nú rekur hann ljós- myndastúdíó og starf- ar einkum við heim- ilda-, auglýsinga- og tímaritaljósmyndun. Hann hélt einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum LISTIR_______________ Barokktónlist í Listasafni Sigurjóns DAVID Knowles, Nora Kornblueh, Matej Sarc og Svava Bern- harðsdóttir leika á tónleikum í Listasafnin Sigurjóns Ólafssonar. Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar 5. júlí kl. 20.30 verður flutt bar- okktónlist. Á efnisskrá eru verk eftir Giovanni Paolo Simonetti, Francois Devienne, Johann Gottli- eb Graun, Georg Ph. Telemann og Johann Sebastian Bach. Flytj- endur eru Matej Sarc óbóleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleik- ari, Nora Kornblueh sellóleikari og David Knowles, sem leikur á semball. Matej Sarc nam óbóleik í heima- landi sínu, Slóveníu, og hjá Heinz Holliger tið Tónlistarháskólann í Freiburg. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum, hefur komið fram sem einleikari og leikið kammertónlist víðs vegar um Evr- ópu, Asíu og Ameríku. Svava Bernharðsdóttir nam fiðlu- og víóluleik á íslandi, í Eþí- ópíu, Hollandi og Bandaríkjunum uns hún lauk doktorsprófi í víólu- leik (DMA) frá Juilliard-tónlistar- skólanum í New York 1989. Svava vann 1. verðlaun í víólukeppni Juillard-skólans 1986. Hún hefur starfað með sinfóníuhljómsveitum í Basel, hljómsveit í Staatstheater Aachen og Schweizersches Festspiel Orchester í Luzern. Síð- astliðinn vetur hefur Svava starfað með Sinfóníuhljómsveit Islands. David Knowles Játvarðsson er fæddur í Englandi. Hann nam píanóleik og útskrifaðist frá Royal Northern College of Music í Man- chester. Frá því hann fluttist til íslands árið 1982 hefur hann kennt og unnið sem undirleikari, meðal annars í Tónlistarskóla Garðabæjar og Söngskólanum í Reykjavík. Hann hefur mjög oft komið fram með þekktum tónlist- armönnum hérlendis og erlendis. Nora Kornblueh er fædd í New York-ríki og hóf þar sellónám hjá James Doty og stundaði fram- haldsnám hjá George Neikrug í háskólanum í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjöida alþjóðlegra tón- listarhátíða, þar á meðal Tanglewood-hátíðinni og „Festival of Two Worlds“ í Spojeto á Ítalíu. Síðan Nora fluttist til íslands 1980 hefur hún tekið virkan þátt í flutn- ingi kammertónlistar. Hún leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands og er félagi í Kaldalóns-tríóinu. FRAMTIPARBLOM HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.