Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mfn og móðir okkar, SIGURBJÖRG ALEXAIMDERSDÓTTIR, Krossnesi, Árneshreppi, lést á Reykjalundi miðvikudaginn 29. júní. Eyjólfur Valgeirsson og börn. t Eiginkona mfn og móðir okkar, GUÐMUNDA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Hofteigi 34, Reykjavík, lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn. Friðbjörn Guðbrandsson, Hólmfríður Friðbjörnsdóttir, Gfslína Friðbjörnsdóttir, Gunnar Friðbjörnsson. t Ástkœr móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og stjúpdóttir, GUÐBJÖRG ERLENDSDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. júní sl. Guðrún Samúelsdóttir, Halldór Sigurðsson, Erlendur Samúelsson, Emelía Ingadóttir, Helgi Samúelsson, Sigurður Samúelsson, Þórdis Ingvadóttir, Axel E. Sigurðsson, Heiða B. Scheving, Guðmundur Kr. Erlendsson, Vilbert Stefánsson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS BÖÐVARSSON bóndi, Hrútsstöðum, Dalasýslu, sem lést í Borgarspítalanum 23. júní, verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Elín Júlíana Guðlaugsdóttir, Böðvar Bjarki Magnússon, Bergþóra Jónsdóttir, Elin Margrét Böðvarsdóttir. > Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ANNA RUT HAUKSDÓTTIR, Hringbraut 63, Keflavík, sem lést í Landspítalanum 26. júní, verður jarösungin frá Ytri Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Sveinbjörn Þórisson og börn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA REGÍNA SIGURÐARDÓTTIR, frá Látrum í Aðalvík, sem andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 23. júní, verður jarðsungin frá Hnífsdals- kapellu laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. -J Geirmundur Júliusson, Halldór Geirmundsson, Guðný Hermannsdóttir, Gunnar Geirmundsson, Gunnhildur Magnúsdóttir, Geir Geirmundsson, Sigríður Sigfúsdóttir, Helgi Geirmundsson, Erna Magnúsdóttir, Ásta Geirmundsdóttir, Kristófer Edilonsson, Baldur Geirmundsson, Karitas Pálsdóttir, Karl Geirmundsson, Rannveig Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KA TRÍN AXELSDÓTTIR -I- Katrín Axels- ‘ dóttir var fædd í Reykjavík 13. apríl 1956. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru hjónin Kristín Karlsdóttir og Axel Magnússon framkvæmda- stjóri. Systir Katr- ínar, fjórum árum eldri, er Kristín. Katrín giftist Kára Maríssyni 1976 og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Arnar Snær, 17 ára gamall; Maria, 13 ára, og yngstur er Axel, 11 ára. Auk þess eignaðist Katrín áður dótturina Kristínu Björk Jónsdóttur, sem er tvítug, stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, og gekk Kári henni í föður stað. Katrín og Kári bjuggu fyrstu búskapar- árin í Njarðvíkunum, en vorið 1978 keyptu þau jörðina Sól- heima í Skagafirði og hófu búskap þar. Fyrir tveimur árum fluttust þau aftur til Reykjavíkur og hóf Katrín þá störf hjá Búnaðarbanka Is- lands. Katrín stundaði nám í ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraskólans, Hlíðaskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Verslunarskóla Islands og lauk verslunarprófi árið 1975. Hún var íþróttakona og skip- aði sæti í landsliðum kvenna bæði í handbolta og körfu- bolta. Utför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimavon góð í himininn. (V. Briem.) í dag kveð ég æskuvinkonu mína Katrínu Axelsdóttur. Fregnin um fráfall hennar kom ef til vill ekki á óvart þar sem síðustu vikur mátti vera ljóst að hveiju stefndi. Eigi að síður er aldrei hægt að vera viðbúinn slíkum fregnum. Tilfinningarnar eru blendnar, ann- ars vegar léttir yfir því að nú loks- ins eru þjáningar hennar á enda, hins vegar hryggð vegna barna hennar, eiginmanns, aldraðra for- eldra, systur og annarra ástvina sem nú eiga um sárt að binda. Sorgin heltekur, svo að með réttu má biðja um líkn í sálarþrautum eftirlifandi ástvina. Orð eru svo fátækleg á svona stundum og lýsa aldrei þeim tilfinningum sem bær- ast í bijóstum okkar, en mig lang- ar að minnast hennar með nokkr- um orðum og um leið þakka fyrir að fá að hafa kynnst henni. Katrín bjó öll sín uppvaxtarár í Mávahlíð 41. Við vorum því ná- grannar frá fyrstu tíð og urðum strax vinkonur. Ég á mjög ljúfar æskuminningar úr Hlíðunum og tengjast þær flestar Katrínu á einn eða annan hátt. Var ýmislegt brallað á þeim árum. Við höfum oft skemmt okkur yfir minning- unni um með hvaða hætti við náð- um venjulega ýmsu fram hjá mæðrum okkar með sameiginlegu átaki. Þá fór ég heim til mín og bað leyfis til einhvers, en lét jafn- framt fylgja með að Katrín hefði þegar leyfi Kiddu móður sinnar. Katrín gerði slíkt hið sama og lét fylgja með að Odda væri búin að gefa Áslaugu sitt leyfi. Þetta reyndist nær óbrigðult. Katrín var afskap- lega glæsileg stúlka, há og grönn með ljósa húð og tinnusvart hár. Mér fannst hún eins og prinsessa úr ævin- týri. Þó að hún væri árinu yngri en ég þá var hún alla tíð höfð- inu hærri. Ég leit því alla tíð upp til hennar í orðsins fyllstu merk- ingu. Betri foreldra en Kiddu og Axel er varla hægt að hugsa sér. Þau voru vakin og sofin yfir velferð dætranna tveggja og ekkert var of gott fyr- ir þær. Ég minnist þessa heimilis með sérstökum hlýhug, þangað var gott að koma. Kidda stjórnaði heimilinu með miklum myndar- skap og þær eru ófáar pönnukök- urnar og súkkulaðikökurnar sem þar voru lagðar að velli. Á því heimili ríkti glaðværð og góður heimilisandi. Báðar dæturnar voru aldar upp þar sem náungakærleik- urinn var hafður að leiðarljósi. Þetta varð þeim líka gott vega- nesti út í lífið. Bera þær foreldrum sínum gott vitni. Á unglingsárunum var Katrín mikil íþróttakona, enda stór og sterkbyggð. Hún lék handbolta með Ármanni og var í landsliði Islands í handbolta á þeim árum. Einnig stundaði Katrín körfubolta á þessum tíma og spilaði með KR. Hún var um tíma í landsliði kvenna í körfubolta. í gegnum körfubolt- ann kynntist Katrín mannsefninu sínu Kára Maríssyni, en hann lék lengi með landsliði íslands í körfu- bolta. Fyrstu búskaparárin bjuggu Katrín og Kári í Njarðvíkunum, en vorið 1978 ákváðu þau að segja skilið við mölina og keyptu jörðina Sólheima í Skagafirði. Það þarf mikið áræði til að taka svona ákvörðun, en þau voru ung og bjartsýn. Hún bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili í Sólheimum þar sem smekkvísi og snyrtimennska var í öndvegi. Hún tók virkan þátt í félagslífínu í sveitinni þrátt fyrir stórt heimili og dáðist ég oft að dugnaði hennar og krafti. Fyrir tveimur árum flutti Katrín svo aftur til Reykjavíkur og hóf störf hjá Búnaðarbanka íslands, Aust- urstræti. Fyrir rúmu ári kenndi hún þess meins sem nú hefur orð- ið henni að aldurtila. Fyrir fáeinum mánuðum þegar hún var nýkomin af Heilsuhælinu í Hveragerði kom hún til okkar Guðmundar ásamt systur sinni Kristínu og Kristni manni hennar. Við áttum yndislega kvöldstund saman og rifjuðum upp gömlu, góðu dagana í Mávahliðinni. Hún var glæsileg eins og alltaf og eng- an gat grunað hversu veik hún var. Ég hitti hana síðast fársjúka á Landspítalanum fyrir þremur vikum. Hún tók örlögum sínum af æðruleysi og hugsunin var fyrst og fremst hjá börnunum. Nú þeg- ar þessi elskulega vinkona mín er dáin vil ég gera orð skáldsins að mínum: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H.P.) Um leið og ég votta börnum, maka, foreldrum, systur og öðrum ástvinum innilega samúð mína bið ég Guð að styrkja þau og varð- veita í sorg þeirra. Að leiðarlokum langar mig að þakka þér, Katrín mín, fyrir vináttu þína öll árin. Blessuð sé minning þín._ Áslaug. í dag er til moldar borin hún Kata, ástkær vinkona okkar úr Blönduhlíðinni í Skagafirði. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo hraustleg, falleg og fjörleg kona eins og hún Kata skuli vera horfin okkur. Hvílíkt óréttlæti, segjum við sem eftir sitjum og syrgjum og reynum að leita skýr- inga. Hvers vegna er ung, fjög- urra barna móðir, eiginkona, íþróttakona og bóndi tekin í burtu í blóma lífsins? Henni hlýtur að vera ætlað annað og æðra hlut- verk heldur en að taka áfram þátt í okkar jarðneska lífi. Við hin verð- um að sætta okkur við það og halda áfram að sinna okkar hlut- verkum. Kata kom inn í líf okkar fyrir u.þ.b. 16 árum, þegar hún flutti að Sólheimum í Blönduhlíð ásamt manni sínum Kára Maríssyni og tveimur börnum þeirra, en síðar bættust tvö við. Það kom fljótlega í ljós að hér var á ferðinni dugn- aðarfólk. Það var tekið myndar- lega á öllum hlutum og hendur látnar standa fram úr ermum. Þar sem þau hjónin voru einstaklega félagslynd tókust fljótlega góð kynni við nágranna. Það var ávallt yndislegt að koma í Sólheima og spjalla um lífið og tilveruna. Það var alltaf áberandi í fari Kötu hvað hún velti oft vöngum yfir því hvort hún væri að gera rétt eða hvort ástæða væri til að taka aðra stefnu í lífinu. Kannski hefur hún fundið á sér hversu stuttan tíma hún hafði og viljað flýta sér að fínna lausnir á lífsgátunni. Samt afrekaði hún svo miklu í sínu stutta lífi - hún eignaðist fjögur börn, öll sérlega vel gerð. Hún vann ómælt við búið ásamt því að vinna í banka, hún sá til þess að öll fjölskyldan gæti stundað íþrótt- ir og fylgdist með þeim af lífí og sál. En ekki er hægt að hugsa til Kötu án þess að minnast áhuga hennar á íþróttum. Sjálf var hún einn efnilegasti leikmaður landsins bæði í körfubolta og handbolta, þegar hún bjó á Suðurlandi. Það er heldur ekki hægt að minnast Kötu án þess að sjá fyrir sér þetta einstaklega glaða og bjarta bros, sem náði til alls and- litsins. Við þekktum Kötu geisl- andi af fjöri og til í að gera eitt- hvað skemmtilegt - hún var allt að því prakkaraleg. Við vorum sérstakur hópur, hálfgerð sérdeild innan saumaklúbbsins - við söðl- uðum hesta okkar og riðum saman út í bjartar sumarnætur á vit nátt- úrunnar og frelsisins. Kæruleysið var allsráðandi og það var hlegið stanslaust. Engin málefni voru okkur óviðkomandi, við ræddum um allt milli himins og jarðar. Kata var sú okkar sem hafði minnsta reynslu af hestum, en það virtist ekki koma að sök. Hún lét segja sér til - settist svo upp á hestinn og lét svo bara vaða - hún var óhrædd og hafði þann styrk og sveigjanleika sem þarf til að sitja hest fallega og fijálslega. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var vel gert - þetta líka. Elsku vinkona, við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Reyndar byijuðum við að sakna þín fyrir ári síðan, þegar þú veiktist, en þá höfðum við vonina um að þér batn- aði og þú kæmir svo aftur til okk- ar. Við sitjum eftir og syrgjum, en við munum svo sannarlega ylja okkur við minningarnar og við munum halda áfram að söðla hesta okkar og ríða út undir skagfirsk- um bláhimni um blíðsumarsnætur og vertu viss, þú verður með okk- ur í huga og hjarta. Elsku Kári, Kristín, Arnar, María og Axel þið hafíð misst svo mikið vegna þess að þið áttuð svo mikið. Kata gaf svo mikið og það sem hún gaf getur enginn tekið frá ykkur. Megi guð varðveita ykkur og styrkja í sorg ykkar. Foreldrum, systur og öðrum að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.