Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter í tilefni þjóðhátiðar KANADÍSKIR friðargæsluliðar í Rúanda heimsóttu Amahoro- leikvanginn í höfuðborginni Kigali þar sem hafast við um 2.000 manns sem hrakist hafa frá heimkynnum sínum vegna borgarastríðsins. Kanadamenn- irnir gerðu sér dagamun í tilefni þjóðhátíðardags Kanada sem er í dag, 1. júlí. ♦ ♦- Jemenstríðið Ráðist á olíusvæði Routor HERFLU GVÉLAR frá Suður-Jem- en gerðu loftárásir á olíumannvirki í Norður-Jemen í gær og er búist við, að vinnsla liggi muni liggja niðri um einhvern tíma. Vopna- hléið, sem samið var um í gær milii heija sunnan- og norðan- manna, stóð aðeins í fimm klukku- stundir. Ráðist var á Marib-olíusvæðið í N-Jemen en vinnsla þar hefur ver- ið í höndum Bandaríkjamanna og framleiðslan upp undir 200.000 föt á dag. Hefur þessi olía verið helsta tekjulind stjómarinnar í Sanaa. Vopnahlé rofið Sunnanmenn sökuðu norðan- menn um að hafa brotið vopna- hléið, sem starfsmenn Rauða krossins höfðu milligöngu um, eft- ir fimm klukkustundir með end- umýjuðum árásum á hafnarborg- ina Aden í suðurhlutanum. Eru hermenn Norður-Jemens við borg- armörkin. Sjónvarpsþáttur um Karl prins vekur misjöfn viðbrögð London. Reuter, The Daily Telegraph. KARL prins sér ekki eftir því að leyfa gerð þáttar um sig, sem sýndur var í breska sjónvarpinu á miðvikudagskvöld og olli miklu írafári. Bútum úr viðtali við prinsinn hafði verið lekið í fjöl- miðla, m.a. um framhjáhald prinsins og skoðanir hans á tengslum ríkis og kirkju. Talið er að 15 milljónir manna hafi fylgst með þættinum, sem var um tveir og hálfur tími að lengd, og virðist almenningur sáttur við frammistöðu prinsins, en af þeim 80.000 sem hringdu inn til ITV- sjónvarpsstöðvarinnar í gær, sögðust 85% telja að hann væri fyllilega hæfur til að verða kon- ungur. Dálkahöfundar blaðanna töldu hins vegar flestir að Karl hefði tekið óþarfa áhættu, m.a. spurði Daily Mail á forsíðu hvort prinsinn hefði enn einu sinni sýnt dómgreindarskort. Prinsinn reyndist aðlaðandi Sá kafli, sem mesta athygli hefur vakið, er þegar Karl er spurður um hvort hann hafi ver- ið Díönu konu sinni trúr. Segir hann svo vera, allt þar til ljóst varð að ekki yrði aftur snúið þar sem hjónabandi væri í rúst. Sagði prinsinn afar leitt að þetta skyldi hafa gerst. Aðeins einu sinni virðist prinsinum þykja spurning óþægileg, en það er þegar hann er spurður út í sam- band sitt við Camillu Parker- Bowles, en þau eru sögð hafa átt í ástarsambandi. Fyrst virðist sem rugl komi á Karl en síðan segir hann að hún sé „góður vin- ur“ sem hafi, ásamt öðrum, kom- ið í veg fyrir að hann gengi af göflunum í kjölfar skilnaðarins við Díönu. Þá er m.a. rætt um trúmál, fjölmiðla, konungsfjöl- skylduna, uppeldi sona _________ Karls og Díönu, herinn, varnarmál og mexí- kanskan mat, sem prinsinn er lítt hrifínn _______ af. Mikil umflöllun var í bresku blöðunum um þáttinn og liggja dálkahöfundar þeirra ekki á skoðunum sínum. í The Daily Telegraph eru menn ekki á einu máli, dálkahöfundurinn Max Davidson telur að prinsinn hafí veðjað á réttan hest. „Langtíma- áhrif [þáttarins] koma síðar í ljós en ég tel að þau muni gera það, „Markaðstil- u raun sem mistókst? Reuter Meirihluti almennings telur Karl prins hæfan til að verða konungur en fjölmiðlar eru lítt hrifnir Hefði verið nær að iáta þögnina tala og ég tel einnig að flestum þeim sem horfðu á þáttinn hafí þótt nokkuð til þess koma, sem þeir sáu,“ segir Davidson. Segir hann þáttinn hafa leitt í ljós að prins- ________ inn sé aðlaðandi, til- fínningaríkur og kraft- mikill maður. Hann hafi ekki reynt að kom- ast hjá því að svara, hann hafí verið hrein- skilinn og opinskár, upp að vissu marki. Á heildina litið, hafí eng- in náin umfjöllun um konungs- fjölskylduna verið jafn heillandi og þessi þáttur. Markaðstilraun sem mistókst Annar dálkahöfundur Daily Telegraph, Martyn Harris, er ekki á sama máli, telur Karl hafa gert mistök er hann sam- þykkti gerð þáttarins. „Hann ákvað að taka þátt í þessu, eins- konar markaðstilraun til að bæta ímynd sína, og sé tilraunin dæmd á óvæginn hátt, eins ------------------- og vera ber, er niður- |(arl var opin- mistök," segir skár upp að staðan Harris. Hann fer hörðum orðum um þau ummæli Karls að hann hafi verið konu sinni trúr, allt þar til ljóst hafí verið að hjónabandið var í rúst og að ekki yrði aftur snúið. „Hvað er átt við með „ekki yrði aftur snúið“?. Taldi Díana að hjónabandið væri í rúst? Var þeim báðum það „ljóst“? Þetta eru tvíræð orð, sem allir þeir sem hafa haldið framhjá (sjálfsagt vissu marki stærstur hluti mannkyns), munu þegar kannast við.“ Harris segir að þrátt fyrir að prinsinn hafí lagt áherslu á sjálfsgagnrýni sína, hafí engrar hógværðar orðið vart gagnvart þeim forréttindum sem hann nyti. „Þess í stað heyrðum við fjölda umkvörtunarefna; hann væri ekki tekinn alvarlega, hann væri bundinn við ákveðna dag- skrá, stjómmálamenn skildu hann ekki, og fjölmiðlar væru á höttunum eftir honum - vesal- ingnum.“ Og lokaorð umfjöllun- arinnar eru ekki síður óvægin: „Hin stórfenglegu skartklæði voru fáránleg, útskýringarnar innihaldslausar, afsakanirnar ekki bomar fram af heilum hug. Framtíðarkonungi okkar, jafn ágætum náunga og hann er, hefði verið nær að láta þögnina tala fyrir sig.“ Mikill skaði Leiðarahöfundur sama blaðs telur að sjónvarpsþátturinn hafí þegar best lét, gert lítið gagn, og þegar verst lét, valdið miklum skaða. Það hafí án efa ekki ver- ið ætlun þess sem þáttinn gerði, Jonathan Dimpleby, enda sé hann afar hliðhollur konungsfjöl- skyldunni. Það hafí hreinlega verið heimskulegt að telja að útkoma þáttar sem þessa myndi bæta ímynd Karls prins. „Spurt var spuminga, sem hefði ekki átt að svara. Þessi kafli [um framhjáhald] opnar flóðgáttir af nýjum kjaftasögum slúðurblað- anna og virðist jafnvel réttlæta þær. Prinsinum kann að hafa lið- ið betur eftir að liann opnaði sig fyrir sjónvarpsáhorfendum, en aðrir munu telja að sjálfsdekur hans hafí valdið konungsemb- _________ ættinu og tengslum hans við það enn meiri skaða. Á þeim fjörtíu ámm sem drottningin hefur verið við völd, hefur henni tekist að koma í veg fyrir að þegnar hennar viti nokkuð um skoðanir hennar á neinu, nema hestum og hundum. Það hversu opinskár prinsinn hefur verið um hin ýmsu málefni, hef- ur aflað honum góðra vina og aðdáends en hefur um leið ýtt mjög undir harða andstöðu gegn honum.“ Heimilistæki í fullri breidd ylTUf Jy rslunum BYKO og Byggt og Búið jóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. í ve bjóð M KÆLISKÁPUR ME 140 Kælir: 131 lítrar Frystir: 7 lítrar Hæö: 85 cm Breidd: 50 cm Dýpt: 56 cm GUFUGLEYPIR D 60 SE W Afköst 302 M3/klst. Skiptiborö 41000, 641919 mm Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 Verslun. Dalshrauni 15, Hafnarfird 9 Almenn afgreiösla 54411, 52870 UNDIRBORÐSOFN HM 10 W Blástursofn 5 stillingar Grill og blástursgrill ~ KR. 39.700,- Verslun. Hríngbraut 120, Reykjavík: Almenn afgreiösla 629400 Almenn afgreiösla 689400, 689403 k'MTmdim.u áí ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki í KRINGLUNNI Whitewater Foster framdi sjálfsvíg Washingfion. Reuter. ÓHÁÐ rannsókn á Whitewater-mál- inu hefur leitt í ljós að Vincent Fost- er, fyrrverandi ráðgjafí Bills Clint- ons, framdi sjálfsmorð, og að dauði hans tengdist ekki málinu. Engar ákærur verða gefnar út á hendur opinberum embættismönnum í kjöl- far rannsóknarinnar. í fyrstu skýrslunni um meintan þátt stjómvalda í deilumálunum sem risu vegna fjárfestinga Clintonhjón- anna í Arkansasríki, segir Robert Fiske, óháður ráðgjafí um rannsókn málsins, að Foster hafí verið haldinn þunglyndi áður en hann lést, fyrir tæpu ári. Ástæðan fyrir þunglyndi hans verði að líkindum aldrei kunn. Létu rannsókn óáreitta Þá segir Fiske að ekki liggi fyrir fullnægjandi sannanir fyrir því að nokkur í Hvíta húsinu eða fjármála- ráðuneytinu hafí reynt að hafa áhrif á opinbera rannsókn Whitewater- málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.