Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1994 21 AÐSENDAR GREIIMAR Mikilvægl á miðju ári Tíðindi af vettvangi tryggingamála Ásta R. Jóhannesdóttir ÞAÐ ERU tveir árstímar öðrum frem- ur sem koma við sögu þegar um breytingar í almannatrygging- unum er að ræða, áramót og mitt árið eða 1. júlí. Mánaðamótin júní/júlí eru því tími sem getur skipt líf- eyrisþega nokkru máli, einnig sjúklinga með mikinn læknis- og lyfjakostnað, eða mikinn tannlækna- kostnað, ekkjur og atvinnulausa. Hér koma til tekjur, út- gjöld og réttindi til endurgreiðslu. Hugum fyrst að endurgreiðsl- um vegna mikils læknis- og lyfja- kostnaðar. Endurgreiðslur vegna efnaleysis sjúklings Sparnaðarráðstafanir ríkisins í heilbrigðismálum hafa aukið hlut almennings í læknis- og lyfja- kostnaði. Til að koma til móts við þá sem verst eru settir fjárhags- lega og bera mikinn kostnað ákvað heilbrigðisráðherra að end- urgreiða hluta kostnaðarins eftir ákveðnum reglum. Hinn 1. júlí lýkur fyrra endur- greiðslutímabili vegna mikils læknis- og lyú'akostnaðar. Endur- greiðslan er tekjutengd og verður að sækja um hana fyrir 1. septem- ber með kvittunum og/eða út- skrift yfir lyfjakaup úr apóteki, fyrir tímabilið frá áramótum til 1. júlí. Sjúklingur með undir millj- ón krónur í tekjur á ári fær 90% af kostnaði umfram 18.000 krón- ur endurgreidd, séu tekjurnar milli ein og tvær milljónir er endurgreiðslan 75% af kostnaði umfram 30.000 krónur og 60% umfram 42 þúsund ef árstekjur eru milli tvær og þrjár milljónir. Einstaklingar með sama fjöl- skyldunúmer, skv. skilgreiningu Hagstofu Islands, teljast einn ein- staklingur. Þannig að t.d. foreldr- ar og börn þeirra undir 16 ára með mikinn kostnað eru talin einn einstaklingur. Síðara endurgreiðslutímabilið hefst 1. júlí og er til áramóta. Allir sem eru með mikinn kostnað vegna læknisþjónustu og lyfja ættu að halda til haga öllum kvitt- unum. Tannlæknakostnaður og lágar tekjur Nýtt ákvæði í tannlæknaregl- um heimilar auka greiðsluþátt- töku Tryggingastofnunar þegar um er að ræða alvarlegar afleið- ingar meðfæddra galla, sjúkdóma og slysa, ef um lágar tekjur við- komandi eða framfæranda er að ræða. Forsenda aukinnar greiðslu- þátttöku er úrskurður frá trygg- ingatannlækni um greiðsluþátt- töku Tryggingastofnunar á tann- læknakostnaðinum. Tekjulágir einstaklingar geta síðan sótt um hækkun á greiðsluhlutfalli. Ef árstekjur eru undir 839.187 krón- um er heimilt að hækka endur- greiðslu í 90%, séu tekjurnar á bilinu 839.188-1.430.980 krónur er heimilt að hækka endur- greiðslu hlutfallslega frá 50% í 90%. Einnig er mönnum bent á að þeir geta leitað til tryggingatann- læknis ef þeir vilja fá skýringar á almennum tannlæknareikning- um sínum. Ekkjulífeyrir tekjutengdur Um áramótin voru samþykkt ný lög um almannatryggingar og fé- lagslega aðstoð. Þá var almannatrygging- unum skipt upp í tvenn lög. Nokkrir bóta- flokkar lífeyristrygg- inga voru þá teknir úr almannatryggingalög- unum og felldir undir lög um félagslega að- stoð. Þeir bótaflokkar eru nú heimildarbæt- ur. Ekkjulífeyrir er einn þeirra bótaflokka. Ekkjulífeyrir er greiddur konum yngri en 67 ára sem misst hafa mann sinn fimm- tugar eða eldri. Hann er einnig greiddur konu sem miss- ir mann sinn fyrir fimmtugt, þegar hún verður fimmtug ef hún hefur 20 ára sambúð eða hjónaband að baki með honum. Einstæðar mæð- ur, ekkjur og fráskildar konur með barn á framfæri eftir fimmtugt geta einnig sótt um ekkjulífeyri frá þeim tíma er þær hætta að fá meðlagsgreiðslur eða barnalífeyri. Nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tekjutengja þessar greiðslur frá og með 1. júlí. Ekkju- lífeyrir skerðist nú við tekjur hærri en 839.187 krónur á ári eða 69.932 krónur á mánuði, aðrar en al- mannatryggingabætur. Um 40% þeirra kvenna sem fengu ekkjulífeyri í júní missa hann nú um mánaðamótin og greiðslur til margra skerðast. Skerðing á elli- og örorkulífeyri Lækkun á tekjumörkum vegna skerðingar elli- og örorkulífeyris tekur gildi 1. júlí. Ellilífeyrir mun nú skerðast ef skattskyldar tekjur aðrar en greiðslur úr lífeyrissjóði eru hærri en 68.519 krónur á mánuði eða 822.227 krónur á ári. Tekjumark- ið lækkar úr 72.921 krónu á mánuði eða 868.729 krónum á ári. Tekjumörk örorkulífeyris lækka nú úr 73.921 krónu í 69.932 krónur á mánuði eða úr 887.058 krónum í 839.187 krónur á ári. Greiðsla til um 2.700 bóta- þega mun nú skerðat um 1.000 krónur mánaðarlega. Ætla má að grunnlífeyrir um 150 lífeyrisþega til viðbótar sem nú hafa óskertan lífeyri muni skerðast við þessa breytingu og þeir missa tekju- trygginguna og tengdar bætur hafi þeir haft þær. Tekjumörk skerðingar örorku- styrks lækka einnig. Örorku- styrkur byijar nú að skerðast ef árstekjur styrkþega aðrar en al- mannatryggingabætur og greiðslur úr lífeyrissjóði fara yfir 839.187 krónur og hann fellur niður við 1.430.980 króna tekjur eða hærri. Tekjur maka öroku- styrkþega skerða ekki styrkinn. Eingreiðslur til lífeyrisþega í júlí, ágúst og desember Lífeyrisþegar sem njóta tekju- tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar fá eingreiðslu 1. júlí í samræmi við fn KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 kjör á almennum vinnumarkaði. Ofan á tekjutryggingu og heimilisuppbætur greiðist alls 44,8% tekjutryggingarauki. Hann samanstendur af 28% uppbót vegna láglaunabóta og 16,8% uppbót vegna bættra viðskiptakj- ara. Fullan tekjutryggingarauka, alls 15.994 krónur fyrir ellilífeyr- isþega og 16.280 fyrir öryrkja, fá þeir sem eru með óskerta tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sér- staka heimilisuppbót. Tekjutryggingaraukinn skerð- ist í sama hlutfalli og þessi þrír bótaflokkar hjá lífeyrisþega, hafi hann skertan lífeyri. Á greiðslu- seðli munu uppbæturnar ekki koma fram sérstaklega, heldur verða þær lagðar við ofangreinda bótaflokka. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá ekki þessar eingreiðslur. Tekjutryggingarauki greiðist á sama hátt í ágúst 20% vegna or- lofsuppbótar og í desember 30% vegna desemberuppbótar og 28% vegna láglaunabóta. Vegna þessa Þegar breytingar eru örar á reglum Trygg- ingastofnunar, segir — ~~~ Asta R. Jóhannesdótt- ir, er mikilvægt að þeir sem eiga hagsmuna að gæta fylgist vel með þeim. geta bætur frá Tryggingastofnun verið misháar milli mánaða. Atvinnulausir greiða lægra gjald hjá lækni Þeir sem hafa verið atvinnu- lausir í sex mánuði eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjör- um og lífeyrisþegar frá 1. júlí. Framvísa þarf vottorði frá At- vinnuleysistryggingasjóði um sex mánaða atvinnuleysistíma til að njóta sömu kjara og lífeyrisþegar. Þeir greiða yfirleitt þriðjung af almennu gjaldi fyrir læknisþjón- ustu og heilsugæslu. Hámarks- greiðsla fyrir þessa þjónstu á al- manaksárinu er áfram 12.000 krónur fyrir þá atvinnulausu, en 3.000 krónur fyrir lífeyrisþega, áður en þeir eiga rétt á afsláttar- korti. Sú breyting varð um áramót að atvinnuleysistryggingarnar fluttust frá Tryggingastofnun. Atvinnuleysistryggingasjóður er nú til húsa á Suðurlandsbraut 24. Til að fá vottorð um atvinnuleysis- tímabil skal því snúa sér þangað. Þekktu rétt þinn Þegar breytingar eru örar á reglum hjá Tryggingastofnun er mikilvægt að þeir sem eiga hags- muna að gæta á þeim bæ, fylgist vel með þeim, ella gætu þeir misst af rétti sem þeir eiga. Bæklingar og annað kynningarefni frá Tryggingastofnun auðveldar það. Félagsráðgjafar eru nú flestir komnir með handbók Trygginga- stofnunar, en í henni eru allar helstu upplýsingar um fram- kvæmd almannatrygginganna. Í hana bætast síðan allar nýjustu upplýsingar þegar breytingar verða. Handbókin er nú mun víðar þar sem upplýsa þarf um rétt í almannatryggingunum. Það ætti því að vera auðveldara fyrir allan almenning að kynna sér og þekkja rétt sinn. Höfundur er deildarstjóri félagsmáia- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Vertu viss um að geta landað þeim stóra í meir en hálfa öld hefur versluninVeiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum dyggilega með úrvali af gæðavörum og góðum ráðum. Hvort sem þú ert að byija í sportveiðinni eða ert einn af fengsælustu veiðimönnum landsins, þá átt þú erindi til okkar. Glæsilegt úrval fatnaðar til að sækja Island heim. Sportveiði-vörur á verði við allra hæfi. Viðgerðarþjónusta. OPIÐ í SUMAR: Mánudaga til fimnrtudaga kl. 9 - 18 Föstudaga kl. 9 - 19 Laugardaga kl. 9 - 17 Sunnudaga kl. 11 - 17 Láttu fagmanninn leiðbeina þér um valið! HAFNARSTRÆTI 5 * REYKJAVÍK ■ SÍMAR 91-16760 & 91-14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.