Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 26

Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RUTH GUÐMUNDSSON -I- Ruth Dóra Guð- • mundsdóttir Bónavide fæddist í borginni Pillau í Austur-Þýskalandi 2. febrúar 1920. Hún lést í Borg- arspítalanum eftir stutta en erfiða sjúkralegu 21. júní siðastliðinn. For- eldrar Ruthar sem bæði eru látin voru .Júlíus Bónavide og kona hans, Helen Bónavide. Júlíus var um tíma umsvifa- mikill kolakaupmaður í Pillau. Systkini Ruthar voru fimm, auk þess sem hún átti eina hálfsystur sem var eldri en alsystkinin. í dag eru eftirlif- andi systir á Englandi og bróð- ir í Svíþjóð, en dánir eru tveir bræður og ein systir. Ruth var lærð hjúkrunarkona og vann við líknarstörf um árabil. A stríðsárunum vann Ruth sem herhjúkrunarkona og lenti í ýmsum hrakningum í stríðinu og þá m.a. þegar hún var við hjúkrunarstörf um borð í einu af herskipum þýska flotans. Skipið sem hún starfaði á var meðal annars skotið niður tví- vegis. Til Islands kom Ruth 1949 og vann um tíma sem starfsstúlka hjá Arinbirni Osk- arssyni og frú á Hagamelnum í Reykjavík. Ruth giftist. Guð- bjarti Guðmundssyni hús- gagnasmíðameistara og bif- reiðastjóra 5. september 1951. Guðbjartur er yngsti sonur Guðmundar Guðmundssonar ekils og verslunarmanns og konu hans, Dagbjartar Gríms- dóttur. Ruth var mikill dýra- vinur og ræktaði m.a. sér til ánægju um langt skeið páfa- gauka. Ruth og Guðbjartur hafa allan sinn búskap búið á Njálsgötu 15a í Reykjavík. Út- för Ruthar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. VIÐ VITUM það sem misst höfum ástvini okkar, að dauðinn er erfið- ur þeim sem eftir lifa og sárt sakna lífsförunautar, sem kvatt hefur þessa jarðvist endanlega. Auðvitað má segja sem svo að við fæðumst öll með feigðaról um hálsinn. -jf Dauðinn er því einfaldlega sá veru- leiki sem við vitum fyrir víst að hittir okkur öll fyrir fyrr eða síð- ar. Við vitum að hann kemur og tekur okkur að lokum í arm sinn og ber okkur á vit nýrra heim- kynna í ríki Drottins. Samt er reynsla okkar flestra sú, að þrátt fyrir þessa vissu og vitneskju um dauðann, þá eru fá okkar fyllilega undirbúin undir þá staðreynd að missa að lokum samband við elsku- legan ástvin og maka. Þegar ég frétti lát Ruthar, eigin- konu afabróður míns Guðbjarts, var eins og þyrmdi yfir mig eitt augnablik. Gat þetta verið? Það _ ^var svo einkennilega stutt síðan ég og fjölskylda mín áttum svo góðar stundir saman á heimili þeirra hjóna og spjölluðum um lífið og tilveruna á léttum nótum yfir heitum kaffibolla og meðlæti. Vit- anlega gerði ég mér grein fyrir því þá þegar að Ruth var mikið veik, en samt var erfitt fyrir þá sem umgengust hana, að átta sig á því hvað raunverulega var mikið af henni dregið þessar seinustu vikur hennar heima. Ruth var ekki sú manngerð, sem gerði mikið úr veikindum sínum. Henni tókst þess vegna að halda þeim þó erfið og vandmeðfarin væru alltof lengi leyndum fyrir þeim sem komu í heimsókn til þeirra hjónanna og umgengust þau þó nokkuð mikið á liðnum mánuðum, eins og ég og fjölskyldan mín óneitanlega gerð- um og nutum þess vissulega. í Eftir að Ruth fór á spítala skömmu fyrir lát sitt var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja hana þangað á hverjum degi, oftast í fylgd með _ Guðbjarti frænda. Eg veit því hvernig hún bar sig vel allt til loka, þó sárþjáð væri. Ruth lagði nefnilega mikið upp úr því að halda reisn sinni og andlegu atgervi jákvæðu við allar_ aðstæður. Þetta sjónarmið hennar kom skýrt fram í veikindum henn- ar, sem voru verulega viðkvæm og vandmeðfarin, sökum þess að þau reyndu verulega á þolrif henn- ar, eðlislega skapfestu og hug- rekki. Hún var stolt kona og vildi ekki íþyngja sínum nánustu með umkvörtunum og bar sig því betur en veikindi hennar gáfu tilefni til. Hún fór nefnilega í gegnum veru- lega erfitt og þrautafullt sjúkdóms- ferli, þó hún sæi ekki ástæðu til að kvarta eða kveina. Það var bara ekki hennar stíll. Ruth var á margan hátt mjög sérstök kona. Hún hafði reynt tölu- vert í gegnum lífið og meðal ann- ars misst marga af ástvinum sínum um aldur fram á stríðsárunum. Hún missti t.d. tvo bræður sína með tiltölulega skömmu millibili í stríðinu og var það mikill harmur fyrir hana, systkini hennar og aldr- aða foreldra. Hún ólst upp í faðmi ástríkrar fjölskyldu í stórum systk- inahópi. Fjölskylda hennar var samhent og kunnugir segja að Ruth hafi notið mikils ástríkis og sérstakrar umhyggju foreldra sinna í uppvexti sínum. Hún minnt- ist foreldra sinna ávallt með alveg sérstökum hætti þess, sem hefur í gegnum uppeldi sitt eignast eitt- hvað dýrmætt innra með sér sem hvorki ryð né mölur fá grandað. Ruth vann að líknarmálum í seinni heimsstyijöldinni og eðlilega hafði sú sérstaka lífsreynsla mikil áhrif á lífsviðhorf hennar. Hún vissi af reynslu, að þau voru á stundum afar stutt skilin á milli lífs og dauða. Það getur sennilega enginn, sem ekki hefur reynt það sjálfur, ímyndað sér hvaða áhrif nákvæmlega stríðshörmungar hafa á þá, sem eru tilneyddir að- stæðnanna vegna, til að lifa við þann ótta og það óryggi sem stríði fylgir alltaf. Auk þess að þurfa að horfast í augu við ótímabæran dauða ástvina sinna, eins og fjöl- skylda Ruthar mátti gera oftar en einu sinni, sem vissulega var átak- anlegt. Sú reynsla sem Ruth upplifði á stríðsárunum og var sorgum blandin átti eftir að setja mikið mark á Iífsgöngu hennar. Hún vissi sem ung kona, að það er ekkert sjálfgefið í þessum hverfula heimi og hlutur okkar mannanna mis- þægilegur eftir atvjkum. Hún vissi, ■ að eftir þær eldraunir og hörmung- ar sem stríðinu fylgdu fyrir hana persónulega og fjölskyldu hennar mátti hún kallast heppin að vera þó ennþá á meðal lifenda. I raun var merkilegt að hún skyldi kom- ast andlega og líkamlega heil út úr þeim hildarleik hörmunga og hrakninga, sem hinn venjulegi maður komst í kynni við í stríðs- hijáðu landi, þar sem ríkti ógnar- öld valdníðslu og skelfinga. A stríðstímum er erfitt fyrir alþýðu manna að gæta réttar síns. Henni er bókstaflega haldið af örfáum ráðamönnum í heljargreipum, ótta, óréttlætis og ógnar. Þetta er flókið ástand og ófyrirséð, sem erfitt er að kljást við og vinna úr, fyrir frið- samt fólk og heiðarlegt, sem má sín lítils. Eftir viðsjárverða og ógleyman- lega reynslu stríðsáranna ákvað Ruth að leggja land undir fót og skoða heiminn í ögn öðru ljósi. Hún ákvað að fara til íslands 1949 og vinna þar um tíma. Ekki endilega við hjúkrunarstörf, sem hún var þó menntuð til, heldur sem heimil- isaðstoð. Hún tók tiltölulega fljótt ástfóstri við landið og ákvað að ílendast hér. Hugsanlega má segja sem svo, að það hafi fremur verið tilviljunum háð að Island varð at- hvarf Ruthar á þessum tíma en ekki eitthvert annað land. Ekki hafði Ruth verið ýkja lengi á landinu, þegar leiðir hennar og Guðbjarts lágu óvænt saman. Ast- ir tókust með þeim og þau ákváðu að eyða ævinni saman. Þau voru frá upphafi í hamingjusömu hjóna- bandi. Óhætt er að halda því fram að í Guðbjarti hafi Ruth ekki bara fundið lífsförunaut sinn, heldur og ekkert síður einlægan og elskuleg- an vin og svo aðdáanda. Hjónaband þeirra var óvenjulega elskuríkt og lífssýn þeirra fór saman. Það er hægt að fullyrða að á heimili þeirra hafi alla. tíð ríkt óvenjulega ják- vætt og kærleiksríkt andrúmsloft. Á milli þeirra var óijúfanlegur strengur og það ríkti gagnkvæmur skilningur og virðing á milli þeirra. Þetta voru mjög áberandi einkenni í fasi og framkomu þeirra beggja hvors við annað. Eftir að Guðbjartur og Ruth giftu sig breyttist margt í lífi þeirra beggja. Þau voru alla tíð 4kaflega samhent og áttu þau mörg áhuga- mál saman. Um tíma stunduðu þau páfagaukarækt heima og ótal páfagaukar áttu samastað hjá Ruth og Guðbjarti á tímabilum. Bæði elskuðu þau fugla og létu sér annt um að þeim Iiði vel, enda var' unun að sjá, hversu vel og nær- færnislega þau hlúðu að þessum líflegu málleysingjum. Það mátti oft heyra söng fuglanna út á götu, hafa þeir sagt mér sem leið áttu á árum áður um Njálsgötuna og fram hjá húsakynnum þessara miklu dýravina sem Guðbjartur og Ruth reyndust vera, ekki síst eftir að árin færðust yfir þau bæði. Heimili þeirra var virkilega Iifandi og hljómmikið, þegar páfagauk- arnir allir sem einn létu í sér heyra af mismiklum tilefnum. Ruth var ákaflega trygg kona og ræktaði sitt fólk vel. Hún stóð stöðugt í bréfaskriftum við bæði eftirlifandi ættingja sína og vini út um allan heim. Henni var mik- ils virði að hlú að rótum fortíðar sinnar í gegnum gott samband við þá sem henni voru kærir, þó heilu höfin væru á milli hennar og þeirra. Hún hélt sambandi við sitt fólk fram á síðasta dag. í dag eru for- eldrar hennar látnir. Þær voru ófáar ferðirnar sem Ruth fór á vit vina sinna erlendis á árum áður og voru þá eðlilega miklir fagnaðarfundir. Þessa reynslu var svo hægt að rifja upp við vini sína hérna heima eftir mislöng ferðalög til fundar við þá sem hún unni, en bjuggu erlendis. Ruth kunni svo sannarlega þá list að rækta þau sammannlegu tengsl sem hún áleit mikilvæg, þó langt væri á milli bæði ættingja hennar og sumra vina úr fortíð hennar á stundum. Foreldrar Ruthar komu tvívegis til íslands og nutu þau þeirra ferða afar vel, enda væsti ekki um þau á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Ruth var ekki bara mikill dýra- vinur. Hún elskaði börn og átti mjög auðvelt með að hæna þau að sér. Hún var ákaflega gestrisin kona og mikill höfðingi heim að sækja. Synir mínir fóru svo sannarlega ekki varhluta af gæsku Ruthar og jákvæðu viðmóti. Hún tók þeim alltaf tveim höndum þann tíma sem þeir fengu tækifæri til að umgang- ast þessa hjartahlýju og barngóðu konu, sem talaði til þeirra eins og amma þeirra væri. Það er öruggt mál að þeir eiga báðir eftir að sakna Ruthar mikið, en eiga þó í hjarta sínu og huga mynd af ein- staklega elskulegri konu, sem tal- aði til þeirra eins og jafningi þeirra og vildi þeim allt það besta. Það er dýrmætt fyrir litla drengi að hafa kynnst manneskju eins og Ruth, sem gaf af sjálfri sér í ein- lægni og af sannri manngæsku og fannst mikið til þeirra koma. Son- um mínum var ekki í kot vísað hjá Guðbjarti og Ruth, enda hafa þeir fundið í þeim afa og ömmu sem er dýrmætt og þakkarvert. Nú er komið að leiðarlokum og við vinir og ástvinir Ruthar kveðj- um hana í hinsta sinn í dag. Auð- vitað er margt sem kemur í hug- ann. Fyrir mér verður minningin um þessa jákvæðu og lífsglöðu fullorðnu konu ávallt kær. Ruth var þannig, að þeim sem kynntust henni fannst fljótlega eins og þeir hefðu alltaf þekkt hana. Hún var óeigingjörn og velviljuð og naut lífsins á jákvæðan hátt. Fátt var henni óviðkomandi og hún hafði jafnvel gaman að fótbolta sem og öðrum keppnisíþróttum. Það var gaman að sjá hana sitja fyrir fram- an sjónvarpið og klappa löndum sínum lof í lófa, þegar hún varð þess áskynja, að þeir væru mögu- lega að sigra erfiða andstæðinga sína í fótbolta. Hún lifði sig algjör- lega inn í atburðarás • leiksins og hafði gaman af þannig að nær- staddir hrifust ósjálfrátt með henni. Segja má með sanni að lífið og tilveran í öllum sínum marg- breytileika hafi á margan hátt hrif- ið Ruth og hafi verið henni viðkom- andi á einhvern hátt jafnframt. Við sem kveðjum þessa ágætu öðlingskonu í dag eigum eftir að sakna hennar mikið sökum mann- kosta hennar og elskulegrar nær- veru. Hún var ein af þessum hóg- væru konum, sem auðvelt var að treysta og virða, sökum þess að hún var sönn og velviljuð og mikil af sjálfri sér, þó hún gumaði ekki af neinu og hafi verið bæði auð- mjúk og lítillát þegar hana sjálfa bar á góma. Ég og ijölskylda mín eigum margar ógleymanlegar minningar um Ruth. Minningar sem enginn getur tekið frá okkur og sú vitneskja skiptir miklu máli á kveðjustundu eins og þessari. Ruth er nú farin á vit feðra sinna og ég veit að hennar býður góð heimkoma í ríki Drottins. Ég þakka henni af öllu hjarta þær ánægju- stundir sem ég og synir mínir átt- um með henni og Guðbjarti á hlý- legu heimili þeirra á Njálsgötunni, okkur öllum til uppörvunar og lær- dóms. Ég vil að lokum senda eftirlif- andi ættingjum Ruthar og eigin- manni hennar, Guðbjarti afabróður mínum, innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ég veit að góður Guð leggur líknararm sinn utan um Guðbjart og styður hann áfram til þess lífs sem bíður hans eftir þessa sáru en óumflýjan- legu breytingu. Guð styrki hann og styðji við fráfall elskulegrar eiginkonu hans og besta vinar. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. I krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Með þessum ljóðlínum kveð ég Ruth vinkonu mína í vinsemd og með virðingu. Blessuð sé minning hennar. Rósa Rúnudóttir. GARÐAR JENSSON + Garðar Jensson var fæddur í Reykjavík 21. sept- ember 1935. Hann lést á Landakots- spítala 27. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jens Og- mundsson frá Hálsi á Skógarströnd og Sigríður Magnús- dóttir, ættuð frá Fáskrúðsfirði. Bræður hans voru Magnús og Reynir sem báðir eru látn- ir. Kona Garðars er Anna Klara Guðlaugsdóttir frá Heiði í Holtum á Rangárvöll- um. Börn þeirra eru Sigurður Hallur, Margrét og Hilmar. Garðar lauk barnaskólanámi frá Austurbæjarskólanum og námi í veggfóðrun og dúklagn- ingum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann við iðngrein sína í Reykjavík. Einnig var hann í mörg ár starfsmaður Aðal- verktaka í Keflavík. Síðast starfaði hann hjá íslands- banka. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. MIG LANGAR til að minnast vinar míns, Garðars, í fáum orðum. Nú er hans síðasta stríði lokið, en það háði hann af þeirri karlmennsku og æðruleysi sem honum var lagið. Því stríð hefur hann áður háð og haft betur jafnan, enda var hann baráttumaður og lengi vonaði ég að hann hefði sigur líka í þetta skipti, þótti við ramman reip væri að draga. Garðar var vel af guði gerður, bæði líkamlega og andlega. Ung- um dapraðist honum sjón, en lítt lét hann það baga sig, las manna mest og var vel heima bæði í bók- menntum og dægurmálum. Hann lærði veggfóðrun og dúklagningar, sem vissulega krafðist ná- kvæmni og handlagni og stundaði iðn sína með sóma í mörg ár. Lengi höfðum við það fyrir gaman okkar að skrifast á, aðallega meðan ég var erlend- is, en einnig kom það fyrir að nótur flygju milli húsa hér í Reykjavík og höfðum við báðir gagn og gaman af. Garðar hafði mjög gaman af sögum og kveðskap, á ég að sjálfsögðu við allt annað en það sem nú tíðkast, enda voru skoðanir okkar mótaðar af aldamó- takynslóðinni, sem ekki menntaði börn sín lakar en skólakerfi nútím- ans. Garðar var glaðsinna og félags- lyndur maður sem gott var að umgangast, þótt samgangur yrði minni með árunum, eftir að fjöl- skyldur okkar stækkuðu og í fleiri horn væri að líta í erli dagsins. Þó héldum við góðu sambandi fram undir það síðasta og á liðnu sumri reyndum við að fara í enn eina veiðiferðina, hann sjúkur og máttf- arinn eftir erfiða læknismeðferð. Vorum við svo óheppnir að hreppa illviðri og hrakning. Ekki lét hann sig samt muna um að gera það sem hann langaði, að aka suður há- lendisheiði, þótt mig brysti kjark fullfrískan. En svona var Garðar, hélt sínu striki ótrauður á hveiju sem gekk. Ég kveð Garðar vin minn með söknuði og þakka honum sam- fylgdina. Konu hans, Önnu Guð- laugsdóttur, börnum og barna- börnum sendi ég samúðarkveðjur frá mér, konu minni og börnum. Snæbjörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.