Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 44
Jtewri£d -setur brag á sérhvern tlag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Könnunarviðræður Islendinga og Norðmanna 1 Danmörku Ákveðið að halda viðræðum áfram ÍSLENSKIR og norskir embættismenn hittust í Kaupmannahöfn í gær til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir viðræðum ríkjanna um fiskveiðihags- muni. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins varð niðurstaða fundarins sú að halda viðræðum áfram en ekki fékkst niðurstaða varðandi einstök atriði. Viðræðurnar voru að ósk Norð- manna, en ísienska sjávarútvegs- ráðuneytið leiddi íslensku viðræðu- nefndina. Ekki tókst að ná tali af íslensku viðræðunefndinni. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í útvarpsfréttum í gærkvöldi að stjómvöld vonuðust til að viðræðumar leiddu til form- legra viðræðna þjóðanna. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis leiddi ís- lensku viðræðunefndina en auk hans eru í henni Guðmundur Eiríksson sendiherra, Gunnar G. Schram próf- essor, Arnór Halldórsson lögfræð- ingur og Ólafur Sigurðsson sendi- ráðsritari í Osló. Ollu starfsliði Þorgeirs og Ellerts sagt upp Framtíðarrekstur háður samþykki Landsbankans OLLUM starfsmönnum skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi, rúmlega 80 manns, var sagt upp störfum í gær. Leitað hefur verið leiða til að skjóta stoðum undir framtíðarrekstur fyrirtækisins og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins liggur nú fyrir niðurstaða sem gæti tryggt áframhaldandi rekstur. Hvort sú leið nær fram að ganga mun þó fyrst og fremst háð því að Landsbanki íslands komi inn í málið með þeim hætti sem menn hafa vonast til. Sigtryggur Bragason, stjómarfor- Hollands- drottning í heimsókn HENNAR hátign Beatrix Hol- landsdrottning kom í opinbera heimsókn til Islands í gærmorg- un. A móti konungshjónunum og fylgdarliði þeirra tóku forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir og ráðherrar auk annarra. Eftir hádegi heimsóttu konungs- hjónin Árnastofnun þar sem þau skoðuðu meðal annars Konungs- bók Eddukvæða og Snorra-Eddu, Skarðsbók Jónsbókar, íslend- ingabók Ara fróða, Landnáma- bók og Flateyjarbók undir leið- sögn Jónasar Kristjánssonar for- stöðumanns. En Jónas lét einmitt af störfum í gær og móttakan því hans síðasta embættisverk eftir 23 ára starf. „Það má segja að þetta hafi verið góður endir, að taka á móti Hollandsdrottn- ingu,“ sagði Jónas. „Þetta er ' ákaflega geðug kona og þau lijónin vissu auðheyrilega ýmis- legt um handritin og spurðu mik- ið,“ sagði hann. I dag aka kon- ungshjónin til Þingvalla og koma meðal annars við í Vinaskógi og síðdegis halda þau til Vest- mannaeyja. f ■ HoIIandsdrottning/4 Morgunblaðið/Árni Sæberg NM í brids Islendingar enn efstir ÍSLENDINGAR eru enn efstir í opnum flokki á Norðurlanda- mótinu í brids. Kvennaliðið er neðst í sínum flokki. Síðustu umferðirnar verða leiknar í dag. íslenska liðið vann í gær þrjá leiki í opnum flokki. Danir voru lagðir 17-13, Færeyingar 16-14 og leikurinn við Finna vannst með fullu húsi stiga 25-5. ísland er efst með 154,5 stig, Norðmenn koma næstir með 140, Svíar hafa 135, Finnar 110,5, Danir 105 og Færeyingar 64. Konurnar töpuðu Kvennaliðið íslenska tapaði tveimur leikjum, gegn Dönum 5-25 og Finnum 1-25 en liðið sat yfir í eina umferð. í kvenna- flokki eru Danir efstir með 150 stig, Finnar hafa 145, Svíar 128, Norðmenn 123,5 en ísland er í neðsta sæti með 70 stig. maður Þorgeirs og Ellerts, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að starfsmönnum hefði verið sagt upp en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framtíð fyrirtækisins þar sem staða mála væri óljós. Ekki kemur til lokunar Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- ness, sagði að leitað hefði verið allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi í skipasmíðaiðnaði í bæn- um og lausn virtist fundin sem tryggði að ekki kæmi til lokunar fyrirtækisins. Niðurstaða um það hvernig rekstrinum yrði háttað í framtíðinni lægi þó ekki endanlega fyrir. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var vonast til að jafn- framt því sem tilkynnt væri um upp- sagnir í gær yrði unnt að greina starfsfólki frá þeirri frambúðarlausn sem fundist hefði en þau áform náðu ekki fram að ganga eins og fyrr sagði og bíða þess að viðbrögð Landsbankans komi í ljós. Ekki fékkst í gærkvöldi upplýst hvort framtíðarrekstur fyrirtækisins byggðist á niðurfellingu skulda, aukningu hlutfjár, nýjum eignaraðila eða stofnun nýs fyrirtækis um eign- ir og rekstur Þorgeirs og Ellerts. Landsvirkjun tekur þátt í athugun útflutningi raforku um sæstreng Heildarkostnaður allt að 234 milljónir króna LANDSVIRKJUN tekur þátt í hagkvæmnisathugun Icenet-hópsins á útflutningi raforku um sæstreng til Hollands samkvæmt sam- starfssamningi sem undirritaður verður í dag. Þar er kveðið á um þátttöku Landsvirkjunar í hagkvæmnisathuguninni án þess að fyrirtækið verði formlegur aðili að Icenet-hópnum. Jaap Sukkel, framkvæmdastjóri Icenet-hópsins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að með þátttöku Landsvirkjunar væri mikilvægum áfanga náð. Aðilar að Icenet-verkefninu um útflutning raforku til Hollands eru þijú hollensk fyrirtæki, PGEM, EPON og NFK Kabel, auk Reykja- víkurborgar. Forkönnun sem Ice- net-hópurinn hefur framkvæmt leiddi að sögn Sukkels til þeirrar niðurstöðu að um mjög áhugavert verkefni væri að ræða. Nú væri kominn tími á frekari aðgerðir. Kostnaðaráætlun hagkvæmnis- athugunar Icenet-hópsins og Landsvirkjunar hljóðar upp á 2 milljónir hollenskra gyllina eða um 78 milljónir íslenskra króna. Sukk- el sagði að þar væri eingöngu verið að tala um útlagðan kostnað eða svokallaðan ytri kostnað. Gera mætti ráð fyrir að heildarkostnað- ur yrði tvisvar til þrisvar sinnum hærri eða allt að 234 milljónir króna. Athugun Iokið innan 12-15 mánaða Landsvirkjun mun að sögn Sukkels bera 20% ytri kostnaðar á móti 80% Icenet-hópsins. Sam- kvæmt samkomulaginu mun hver aðili fyrir sig síðan bera kostnað við vinnu eigin starfsfólks o.þ.h. Gert er ráð fyrir að hag- kvæmnisathuguninni verði lokið innan 12-15 mánaða, en hún hefst að sögn Sukkels formlega í Hol- landi í næstu viku þegar fulltrúar frá Landsvirkjun sitja fyrsta fund- inn. „Það verða fimm verkhópar í gangi. Hlutverk þeirra verður að kanna rafmagnsframleiðslu með vatnsorku, háspennubúnað og endakerfi, byggingu sæstrengja- verksmiðju í Reykjavík, lagningu sæstrengs og að lokum markaðs- þáttinn. Landsvirkjun mun taka þátt í öllum þessum verkhópum en eðliiega leggja mesta áherslu á þann fyrsta varðandi vatnsorkuna til rafmagnsframleiðslu þar sem fyrirtækið verður í forsvari," sagði Sukkel. 187 hús undir hamarinn ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 187 fasteignir verið seldar nauð- ungarsölu á uppboði í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík. Nauðungarsölur eru 12 fleiri nú en fyrri hluta síðasta árs, þegar 175 fasteignir voru seldar á uppboði. Árlegar beiðnir um fasteigna- uppboð í Reykjavík skipta þús- undum, en stærstur hluti þeirra er afturkallaður, þegar viðkom- andi skuld er gerð upp. Allt árið í fyrra voru 333 fasteignir seldar nauðungarsölu á uppboði í um- dæmi sýslumannsins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.