Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B/C 146. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýir ráðamenn í Japan lítt fyrir alþjóðahyggju Tókíó. Daily Telegraph. TOMIICHI Murayama leiðtogi japanska Sósíalistaflokksins, sem kjör- inn var forsætisráðherra Japans í fyrradag, myndaði nýja ríkisstjóm í gær. Athygli vekur að til helstu ráðherrastarfa hafa valist menn sem kunnir eru fyrir einangrunarhyggju í efnahagsmálum og andstöðu við aukna þátttöku Japana í alþjóðlegum aðgerðum utan heimalandsins. í starf utanríkisráðherra og að- stoðarforsætisráðherra vaidist Yohei Kono leiðtogi Fijálslynda lýðræðis- flokksins sem fékk 13 ráðherra af 20. Hann er andvígur þátttöku Jap- ana í alþjóðlegum aðgerðum og er sagður munu reyna að komast sem mest hjá þátttöku í alþjóðlegum refs- iaðgerðum gegn Norður-Kóreu. Fyrsta aðgerð hans í embætti var að hvetja til þess að deilan um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreu yrði leyst með friðsamlegum hætti. Skipan Ryutaros Hashimotos í starf viðskiptaráðherra var einnig talin til marks um að samskipti Jap- ana við aðrar þjóðir ættu eftir að súrna. Hann er kunnur fyrir andúð sína við að látið verði undan þrýst- ingi Bandaríkjamanna í viðskipta- málum og bæði hann og Masayoshi Takemura ijármálaráðherra lögðust opinberlega gegn því í fyrra að opn- að y'rði fyrir innflutning á hrísgrjón- um til Japans. Reynslulaus Reuter . Arafat til Gaza Gaza, Tel Aviv. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), mun ávarpa útifund í Gazaborg, þegar hann heimsækir í fyrsta sinn sjálf- stjórnarsvæði _ Palestínu í dag. Öfgasinnaðir ísraelar hafa hótað að efna til mótmæla og óeirða. ísrael hóf í gær umfangsmestu öryggisráðstafanir sem nokkru sinni hafa verið gerðar í landinu, til þess að gæta Arafats — sem lengi var þjóðníðingur að áliti Ísra- ela. A miðvikudag, skömmu eftir að fregnir bárust af væntanlegri heimsókn Arafats, hétu leiðtogar ísraelskra landnema verðlaunum hveijum þeim sem „næði“ Arafat. ---------* * *---- Balladur neitar aðild París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, neitaði því í gær að Bernard Tapie hefði verið hand- tekinn að undirlagi stjórnarinnar. Áberandi aðgerðir lögreglunnar hafa verið gagnrýndar harðlega. Balladur sagði ekkert hæft í þeim ásökunum að framið hefði verið lögbrot er sími Tapies var hleraður. ■ Hrói höttur/17 Aður hetja, nú smánar- blettur DIEGO Maradona er sakleysið uppmálað á myndinni en fregnin um að hann hefði fallið á Iyfja- prófi eftir leik í heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu varð til þess að hann féll af stalli sem þjóð- hetja í heimalandinu. Gífurleg reiði braust út í Argentínu í gær, fólk flykktist út á götur og torg til að láta reiði sína í Ijós. Afstað- an til knattspyrnusnillingsins breyttist því á einni nóttu; í stað þjóðhetju er hann nú smán- arblettur á þjóðinni. ■ Lyfjablanda/Bl Murayama hefur enga reynslu af setu í ríkisstjórn og kom kjör hans mjög á óvart. í fyrstu umferð kosn- inga á þingi fékk enginn frambjóð- andi meirihluta en að lokum var kosið milli hans og Toshiki Kaifu fyrrverandi forsætisráðherra. Murayama er lítt þekktur utan heimalandsins. Eitt hans fyrsta verk verður þó að sækja leiðtoga iðnveld- anna sjö í Napólí í næstu viku. Þar er búist við að hann muni eiga við- ræður við Bill Clinton Bandaríkjafor- seta um viðskipti landanna sem eru Japönum verulega í hag og hafa leitt til mikillar gengislækkunar Bandaríkjadollars gagnvart jap- anska jeninu. Sósíalistar fengu fimm ráðherra og smáflokkurinn Sakigake tvo og er Takemura annar þeirra. Einungis ein kona situr í ríkisstjórn Muray- ama en það er Makiko Tanaka vís- inda- og tækniráðherra. I öraggum höndum IBUAR Haiti hafa í hrönnum reynt að flýja örbirgðina þar í landi og lagt út á opið haf á smákænum. Skip bandaríska flotans hafa stöðvað siglingu margra þeirra og siglt með flóttamennina til flotastöðvar- innar í Guantonamo-flóa á Kúbu. Þar verður fólkið að bíða þess að fá að flytjast til Banda- ríkjanna en Bill Clinton forseti hefur samþykkt að flóttamenn frá Haiti fái að koma til lands- ins. Á myndinni er haitískt kornabarn í öruggum höndum skipveija á dráttarbáti strand- gæslunnar eftir volk á rúmsjó. 85% Breta telja Karl prins hæfan sem konung* BRESKUR almenningur virðist ekki setja játningar Karls prins um framhjá- hald fyrir sig ef marka má símakönnun sem gerð var í gærmorgun í kjölfar sýningar umdeilds sjón- varpsþáttar um prinsinn. Talið er að 15 milljónir manna hafi fylgst með þættinum, sem var um tveir og hálfur tími að lengd, og virðist almenningur alla jafna sáttur við frammistöðu prinsins. Af þeim 80.000 sem hringdu inn til ITV- sjónvarpsstöðvarinnar í gær, sögðust 85% telja að ^hann væri fyllilega hæfur til að verða konungur. Dálkahöfundar blaðanna töldu hins vegar flestir að hefði tekið óþarfa áhættu, spurði Daily Mail á forsíðu hvort prinsinn hefði enn einu sinni sýnt dómgreindarskort. Þá var dálkahöfundur The Daily Telegraph óvæginn í umfjöllun sinni um þáttinn og sagði m.a.: „Hin stórfenglegu skartklæði voru fáránleg, útskýringarnar inni- haldslausar, afsakar.irnar ekki bornar fram af heilum hug. Fram- tíðarkonungi okkar, jafn ágætum náunga og hann er, hefði verið nær að láta þögnina tala fyrir sig.“ Nýtt herbragð Sea Shephard A smákafbát gegn hvalbátum London. The Daily Telegraph. NÁTTÚRVERNDARSAMTÖKIN Sea Shepherd hyggjast nota nýtt vopn í báráttunni við norsk og japönsk hvalveiðiskip — lítinn- kafbát. Báturinn var byggður í Bretlandi árið 1987, og tekur tvo í áhöfn. Meðlimir í sam- tökunum munu leggja upp frá Ijmuiden í Hol- landi í dag á skipi sínu, sem heitir Hvalir að ei- lífu, og var upphaflega norskt rannsóknaskip, til þess að trufla hrefnuveiðar Nprð- manna. Kafbáturinn verður hafður með. Að sögn Pauls Watsons, forkólfs samtakanna, nam kostn- aður við kaup og útbúnað bátsins sem svarar 8,4 milljónum ís- lenskra króna. Megnið af kostn- aðinum var greitt af hóteleiganda í Las Vegas, hliðhollum málstað samtakanna. Geta „gatað“ hvalbáta „[Báturinn] gerir okkur kleift að komast inn í hafnir á laun til árása á ólöglega hvalbáta," sagði Watson. „Auk þess er báturinn búinn vökvaknúnum flein sem við gætum notað til þess að reka bókstaflega gat á skrokk hval- báts.“ Þá mætti nota bátinn til rannsóknastarfa og kvik- myndatöku. Watson sagði að Sea Shepherd liti á norska hvalveiðimenn sem „sjó- ræningja" sem væru að bijóta lög. Á síðasta ári hófu Norðmenn hvalveið- ar, þrátt fyrir bann Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Að sögn norsks embætt- ismanns eru veiðar þeirra ekki ólöglegar. „Við höfum fylgt regl- um hvalveiðiráðsins út í ystu æsar,“ sagði hann. Búast við sjóhernum Norsku hvalveiðibátarnir eru mun minni en Hvalir að eilífu. Sagðist Watson vænta þess að þeir myndu hætta veiðum þegar skip samtakanna kæmi á vett- vang, en þó væri við því að búast að norski sjóherinn eða strand- gæslan reyndi að fara um borð í Hvali að eilífu. „Ef þeir reyna það þá munum við veijast þeim með vatnsbyssum og öðrum ofbeldis- lausum aðferðum,11 sagði Watson. Sam Watson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.