Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 29 MINNINGAR standendum sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur og megið þið brátt sjá til sólar aftur. Bryndís Pétursdóttir, María Jóhannsdóttir, Halldóra Gísladóttir og Bryndís S. Guðmundsdóttir. Elsku Kata. Ég er ekki að kveðja þig. Það mun ég aldrei gera, því ég veit þú lifir áfram, þó ekki sé í þessu jarð- lífi og ég sjái þig ekki aftur hérna megin, þá veit ég að vinátta okkar varir að eilífu. Vinátta sem engin tæmandi orð fá lýst. Upphafið var á strætisvagna- stöðinni fyrir ofan Ármannsheimil- ið á leiðinni heim eftir handbolta- æfingu. Hver strætisvagninn rann framhjá á fætur öðrum. Við gátum talað saman endalaust, það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Og aldrei nokkum tímann í þau tuttugu og fjögur ár frá því við hittumst, slettist upp á vinskapinn. Böndin urðu aðeins sterkari. Það er sárt að geta ekki lengur talað við þig bæði í alvöru og gríni. Ekkert var auðveldara en að fá þig til að hlæja að smá gríni og þegar alvöru bar á góma gátum við alltaf séð björtu hliðarnar eftir að hafa rætt málin. Allan þann kærleik sem þú átt- ir, gafst þú mér sem leiðsögn fyrir mitt líf. Ekkert var auðveldara fyrir þig en að fyrirgefa, þú skild- ir ekki þegar fólk þurfti að erfa. Þín ást til annarra tók öllu fram, en sjálfa þig léstu sitja á hakanum. Þú áttir endalausan kærleik að gefa. Þar var aldrei komið að tómu húsi. Þú þurftir oftar en einu sinni að taka afgerandi ákvarðanir í þessu lífi sem ekki voru auðveldar. Þá lá aldrei annað en óeigingirni á bak við. Það erfiði sem þú axlað- ir var það mikið að margur hefði fyrir löngu kiknað. En þú varst alltaf tilbúin að beijast og fórna sjálfri þér. Kata, þvílík fegurð sem þú hafð- ir til að bera verður vandfundin. Fegurðin var ekki aðeins að utan, hún geislaði frá hjartanu. Ég veit þú vilt ekki að ég syrgi, en þitt skarð verður ekki fylit. Þú komst sem gleðigjafi inn í líf mitt og ég mun varðveita þá gjöf. Þú opnaðir augu mín fyrir því hve lífíð getur verið fallegt. Mér var nóg að umgangast þig, sjá hvemig þú vannst úr þínum málum með kærleik og æðruleysi, jafn- framt því sem þú bentir mér á að reiðin er leiðin sem skilur eftir sig stærstu sárin. Þú og bömin þín vom orðin hluti af mínu lífi og barna minna, en þú þurftir að fara. Enda þótt þær áætlanir okkar að verða gamlar saman og æra geng- ið á elliheimilinu hafi ekki gengið upp, þá ákváðum við að hittast aftur á öðm tilvemstigi. Þegar æðri máttarvöld taka af skarið emm við vamarlaus, enda þótt hart sé barist. Þinn tími var kominn og þú vissir það. Hver til- gangurinn er vitum við ekki sem söknum þín, en hann er eflaust mikill. Elsku Kata, takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga sem vinkonu. Þú skilur eftir þig fjögur yndisleg börn sem öll hafa til að bera þann kærleik sem þú gafst þeim. Alveg fram á seinasta dag beindist kærleikur þinn fyrst og fremst til bama þinna, að huga að hag þeirra. Ég veit þú vakir yfir þeim dag og nótt og megi æðri máttarvöld veita þeim hand- leiðslu í þessu lífi og styrkja þau í sorginni og söknuðinum. í allri þeirri sorg sem fylgir við för þína bið ég þess að styrk hönd styðji alla þá sem syrgja þig og sakna þín sárt. Þín vinkona Erla Björk Sverrisdóttir. Elskuleg vinkona mín er látin eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast Kötu. Hún var góður vinnufélagi og góð vinkona, glæsileg svo að eftir henni var tek- ið hvar sem hún fór. Við hjónin gáfum dóttur okkar eitt sinn í jóla- gjöf dúkku með mikið dökkt hár. Þegar hún tók hana upp úr kassan- um virti hún hana fyrir sér-stutta stund en sagði svo: „Þessi á að heita Kata eins og Kata í Sólheim- um því að hún er svo falleg.“ Þetta litla atvik segir okkur margt um þessa yndislegu konu. Er ég lít nú yfir farinn veg kem- ur margt upp í hugann. Góðar samvemstundir með þér, elsku Kata. Allt sem við töluðum og trúð- um hvor annarri fyrir. Öll símtölin. En ekki datt mér í hug þegar að hún hringdi til mín fyrir ári síðan og sagði mér frá veikindum sínum að ári síðar stæði ég við gröf henn- ar. En henni er ætlað eitthvað annað og meira. Við sem eftir stöndum eigum margar góðar minningar sem ekki verða frá okk- ur teknar. Hin langa þraut er liðin er loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dauðans dimmu nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin hvað getur grætt oss þá. Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Elskulegum börnum hennar, svo og öðram ástvinum, votta ég mína dýpstu samúð. Fari hún í friði. Erna Geirsdóttir. Hin ljúfa minning angar eins og reyr. Um andann leikur heitur sunnanþeyr, en himnar blána, heimur birtist nýr, er hugann fyllir von er aldrei deyr. (Davið St.) Minningar frá samverustundum við Katrínu streyma um hugann. Hún sem barn, unglingur, fullorð- in. Alltaf voru gleðin, kærleikurinn og jákvæðnin hennar sterku eigin- leikar. Sama var hvort í hlut áttu menn eða málleysingjar - hugsan- ir hennar og verk snerust um það öðra fremur að veita hlýju og bæta úr því sem miður fór. Öllum öðrum fremur nutu börnin hennar þessara mannkosta og hlýtur sá styrkur og ást er hún veitti þeim að verða að geislum er lýsa upp ókomna tíma. Við þökkum fyrir samfylgdina sem hefur gert okkur ríkari en ella og biðjum Guð að blessa minningu hennar jafnframt því sem við biðjum börnum henn- ar, Kára, foreldram hennar og systur Guðs blessunar. Vort líf er svo rikt af ljóssins þrá, að lokkar oss hirains sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. (Jóhannes úr Kötlum) Katla og Sigrún. í starfi mínu sem formaður KR hef ég farið og horft á leik meist- araflokks kvenna í körfuknattleik. Þá vakti athygli mína ung og glæsileg kona sem fylgdist með leik liðsins af miklum áhuga. Sú kona var Katrín Axelsdóttir sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Hún kom til okkar í KR 14 ára gömul og hóf að æfa körfuknattleik. Hún lék með öllum yngri flokkum KR og einnig meistaraflokki. Var hún góður félagi og traustur keppnis- maður. Ung giftist hún og fluttist norð- ur í land, en fýlgdist vel með öllu sem gerðist í félagi okkar. Norður í landi byijuðu veikindi hennar fyrir nokkrum árum, sem reynd- ust, því miður, sá skæði vágestur krabbameinið. Fluttist hún því suð- Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmaslis- og minningargreina séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ur til Reykjavíkur vegna tíðra rannsókna og læknismeðferðar. Og þá tók hún upp þráðinn að nýju hjá KR og var í meistara- flokksráði kvenna í körfuknattleik, en þar spilar dóttir hennar, Krist- ín, við góðan orðstír. KR-ingar sem þekktu Katrínu Axelsdóttur munu minnast hennar sem góðs félaga, en fyrst og fremst hetju sem bar höfuðið hátt og lét sig ekki vanta á leiki KR þrátt fyrir þjáningar og þungbæran sjúkdóm. Það er með söknuði sem Katrín er kvödd. Sárastur er hármur hennar nánustu og eru þeim seridar innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. Lífsgöngu hennar Kötu er lokið, og það er sárt. Hún var glæsileg hún Kata, með svarta hárið sitt, og vakti alls staðar athygli. Ekki vegna þess að gengið væri um með hávaða og látum, því að hún var einstaklega prúð og hæversk í framkomu, og brosið hennar var svo fallegt. Megi það verða okkur hinum til ævarandi eftirbreytni hvernig hún tók örlögum sínum. Við söknum hennar og þökkum liðnar stundir. Guð styrki þau sem misstu mest. Starfsfélagar í erlendum viðskiptum BÍ. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, Hraunbúðum, áður Túngötu 22, ' Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 23. júní sl. verður jarðsett fró Landakirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00 Ágústa Björnsdóttir, Jón Runólfsson, Alda Björnsdóttir, Hilmir Högnason og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR, Grandavegi 47, Reykjavík. Einar Pétursson, Kolbrún Thomas, Pétur Pétursson, Steindór Pétursson, Guðrún S. Grétarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÁMUNDA ÓSKARS SIGURÐSSONAR, Neðstaleiti 3, Reykjavík. Margrét Ámundadóttir, Sigrún Una Ámundadóttir, Gibbons Dee Cline, Kristín Helga Ámundadóttir, Friðþjófur Ó. Johnson, Hiidur Soffia Ámundadóttir, Ásgeir Þórðarson og barnabörn. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 371800 Opið sunnudag kl. 13-18 Toyota Corolla Touring 4x4 XL ’89, blár/grór, 5 g., ek. 82 þ.t sóllúga o.fl. V. 890 þús. Mazda 626 GLX hlaðbakur '88, blásans., 5 g., ek. 82 þ. km., rafm. í rúðum, ný dekk o.fl. Gott eintak. V. 760 þús. MMC Lancer GLXI hlaðbakur 4x4 '91, raður, 5 g., ek 60 þ. km., sportfelgur, low profile dekk o.fl. V. 1.090 þ. Toyota Double Cab SR5 '92, hvítur, ek. 44 þ km. Gott eintak. V. 1.830 þús. WA*PmVrr; —-1 .........\<£2É .. GMC Jimmy S-10 '88, blár, sjólfsk., sól- lúga, rafm. i rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1290 þús., sk. á ód. Dalhatsu Applause 4x4 '91, grór, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km., dráttarkúla o.fl. V. 980 þ. Sk. ó ód. Nissan Sunny SLX Sedan '93, hvítur, sjálfsk., ek. 18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.180 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, stein- grár, 4 g., ek. 82 þ. Gott eintak. Ný skoð- aður. V. 490 þús., stgr. Toyota Corolla STD ’89, 3ja dyra, 4 g., ek. 40 þ. km. V. 580 þús. Toyota Corolla STD '89, 3ja dyra, 4 g., ek. 40 þ. km. V. 580 þús. Sk. á nýrri bfl. Nissan Sunny GTi '92, 5 g. með öllu, ek. 48 þ. km. V. 1.200 þús. MMC Lancer GLX '89, silfurgrár, ek. 55 þ. km. V. 720 þús. Subaru Sedan Turbo 4x4 '91, sjólfsk., ek. 55 þ. km. V. 1.090 þús. Cherokee Laredo diesel Turbo '90, 5 g., ek. 65 þ. km. V. 1.790 þús. MMC Galant GLS 2000 '87, sjálfsk., ek. 83 þ. km. Toppeintak. V. 620 þús. Subaru 1800 XT turbo sport '86, 2ja dyra, hvítur, sjólfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 670 þús., sk. á ód. Topp eintak. Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek. aðeins 37 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsverö kr. 490 þús. Daihatsu Charade TX '88, 5 dyra, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 430 þús. Toyota Landcruiser stuttur '88, bensín, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1250 þús. Toyota Corolla XL '90, rauður, 5 dyra, 5 g., ek. 65 þ. km. V. 720 þús. Nissan Sunny 1600 SLX '91, steingrár, 5 dyra, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum, centrallœsing. V. 860 þús., sk. á ód. Toyota Corolla 1300 '87, 3ja dyra, blár, 4 g., ek. 114 þ. Tilboðsverð 290 þús. Toyota Camry XL ’87, 1800, blár, 5 g., ek. 76 þ. km. Topp eintak. V. 650 þús. Daihatsu Feroza II EFi 16v ’91, vínrauð- ur, 5 g., ek. 24 þ. V. 1080 þús., sk. ó ód. Fjörug bflaviðskipti! Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. Eitt blab fyrir alla! JDnrptUniik - kjarni málsins! «s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.