Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 5 VEIÐIMENN með hörkuafla af Brennunni í Borgarfirði, f.v. Kristinn Jörundsson, Dagur Garðarsson og Anton Orri Dags- son. Þrír laxanna eru 12, 14 og 16 pund. Upp og ofan að vanda ÞAÐ ER sums staðar lífleg veiði, en samt er veiðinni ansi misskipt þessa dagana og skilyrðin ekki alls staðar upp á það besta. Smærri ár gefa margar hvetjar góðan afla, t.d. Setbergsá og Krossá, sem við getum hér á eftir. Sterk byrjun í Setbergsá „Við færðum aftur byijunina og veiði hófst eftir hádegi á föstudag og okkar hópur veiddi fram á há- degi næsta dags. Við fengum fimm laxa, allt að 13 punda, og sáum 20 til 30 iaxa til viðbótar. Þetta veiddum við allt fyrir ofan laxastiga og þeir sem á eftir okkur komu fengu þrjá til viðbótar, alla fyrir neðan stiga og þeir sáu einnig mik- ið líf í ánni. Þá virðist sem snjó- birgðir árinnar til fjalla dugi enn, því áin var í ágætu ásigkomulagi,“ sagði Sigþór Bragason hjá Ingvari Helgasyni í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. Sigþór sagðist þekkja vel til á þessum slóðum og hann hefði aldr- ei séð ána jafn líflega í opnun. Sama sagan í Krossá í Dölunum er einnig Krossá og hjá Stangaveiðifélagi Keflavíkur fengust þær upplýsingar að þótt áin væri yfirleitt nokkuð sein til, hefði verið líflegt þar að undan- förnu, m.a. hefðu veiðst þar 20 og 17 punda laxar, sem eru með stærstu löxum sem nokkru sinni hafa veiðst í ánni, enda er hún jafn- an vatnslítil. Dauft í Laxá í Dölum „Þetta er mjög lélegt, áin er vatnslaus og það hefur lítið komið FRÉTTIR af smálaxi. Þetta byijaði mjög vel, en hefur fjarað út. Reyndar er ég á því að Laxá sýni ekki sitt rétta andlit fyrr en eftir 20. júlí. Þetta hefur verið að færast aftur síðustu sumur, laxinn gekk fyrr hér áður,“ sagði Gunnar Björnsson kokkur í veiðihúsinu í Þrándargili í samtali við Morgunblaðið. Á hádegi þriðju- dags voru komnir 107 laxar á land, en á sama degi í fyrra voru þeir 100 talsins. Kominn á Fjallið „Laxinn er genginn á Fjallið og það svona hálfum mánuði fyrr en oft áður. Vatnið er svo heitt að það halda laxinum engin bönd. Við vorum þarna í einn og hálfan dag í lok síðustu viku og fengum fimm laxa. Þetta var allt á neðri hluta svæðisins og allir laxarnir voru lúsugir. 30 laxar voru komnir í gegn um teljarann í Sveðjufossi og ég sá stóran lax stökkva í Skriðufljóti á svæði 4,“ sagði Víf- ill Oddsson Langárvinur í samtali við Morgunblaðið. Þá voru komnir 20 laxar af Fjallinu, 80 af mið- svæðum árinnar og 210 af neðstu svæðunum, eða alls um 210 laxar. Sagði Vífill ágætar göngur hafa verið að undanförnu. Alveg bærilegt í Grímsá Vel á þriðja hundrað laxa hefur veiðst í Grímsá það sem af er og nýlega lauk vikuholli útlendinga sem veiddi 140 laxa. „Það mætti vera meira af laxi, en þetta er samt allt í góðu lagi og alltaf að ganga inn nýr fiskur,“ sagði Sturla Guð- bjarnarson í Fossatúni í samtali við Morgunblaðið. Meðalþunginn er fremur lítill í Grímsá, göngur tveggja ára laxa úr sjó voru ekki eins sterkar í ána og t.d. í Norðurá og Þverá. DALA BRIE Omissandi með fei ávöxtum og á saltl- GRAÐAOSTUR \ R Nauðsynlegur ] J0!*SS* laragðauki með kexi ^ESI k snittulnauði. íð^^EYRL LUXUS YRJA Góð með öllu, mg bara ein ser með ávöxtum. Jíchmdtc hnft- rcin ori seni jorinni er heitið. SKINKUMYRJA Vinsælust lijá smá RJOMAOSTUR Einstaklega ljúfur á liragfðið, ^etur komið v stað viðbits. kmu a k krauð BURI Mjúkur ogf lirag’ð miltlur. Góður ISLENSKIR OSTAU, KASTALI ppunnn i kortunm Góður ineð öllu. yMjöD'-^V HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.