Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Norræna húsið
Tónleikar í anda
Jennyar Lind
TÓNLEIKAR í anda Jennyar Lind
verða haldnir í Norræna húsinu
sunnudaginn 17. júlí kl. 20.30.
Flytjendur eru Susanna Levonen
sópran og Þórólfur Stefánsson gít-
arleikari. Á efnisskránni eru verk
eftir Grieg, De Fall, Schubert og
Rossini, auk tónlistar við ljóð eftir
Gyrði Elíasson.
„í Jenny Linds anda“ er efnis-
skrá sem Susanna og Þórólfur
ferðast með í sumar um Finnland,
Svíþjóð, Danmörku og ísland. Þau
fengu styrk frá Norræna menn-
ingarsjóðnum til þessarar farar.
Jenny Lind (1820-1887) var fyrsta
Biddu um Banana Boat
99,7% hreint Aloe Vera gel ef þú vilt
40-60% ódýrara Aloe gei
Banana Boat 99,7% hreina Aloe Vera gelið er
án spfrulínu, án tilbúinna lyktarefna og
annarra ertandi ofnæmisvalda (önnur Aloe
gel eru í hæsta lagi 98%).
□ Um 40 mismunandi Banana Boat
sólkrem, olíur og gel með sólvörn
frá #0 og upp í #50.
□ Næringarkremið Banana Boat
Brún-án-sólar. 3 gerðir: Fyrir venjulega
húð, fyrir viðkvæma húð og fyrir andlit.
□ Banana Boat sólkrem sérhónnuð fyrír
andlit með sólvörn #8, #15 og #23.
Verð frá kr. 295,-.
Q Um 30 gerðir sjampóa og hárnæringa,
m.a. GNC Aloe Vera, Faitn In Nature
Aloe Vera, Naturade 80% Aloe Vera,
Joe Soap Hair Care Aloe Vera og
Banana Boat flækjubaninn.
Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum
utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru-
verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel
fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem-
sjúklinga.
Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275
sænska söngkonan sem öðlaðist
frægð utan síns heimalands.
Susanna Levonen
Susanna Levonen, sópran, fékk
menntun sína í söng við Konung-
lega tónlistarháskólann í Stokk-
hólmi og við Sibelíusar-akadem-
íuna í Helsinki. Hún vann Jenny
Lind-styrkinn 1991 sem leiddi til
tónleikaferðalaga m.a. í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð. Susanna hef-
ur komið fram sem einsöngvari í
óratoríum, óperettum og á róm-
anskonsertum. Auk þess hefur hún
sungið bæði í sænska og finnska
útvarpinu og sjónvarpinu.
Þórólfur Stefánsson
Þórólfur Stefánsson gítarleikari
útskrifaðist frá Tónskóla Sigur-
sveins 1987. Hann hefur einnig
sótt einkatíma hjá m.a. Rolf La
Fleur, prófessor við Konunglega
Nýjar bækur
■ Út er komin bókin Handíðir
horfinnar aldar. Sjónabók frá
Skaftafelli með inngangi eftir Elsu
E. Guðjónsson. Sjónabækur
geymdu uppdrætti sem ætlaðir voru
til eftirsjónar við hannyrðir, þ.e. til
að sauma, vefa og prjóna eftir. Ein-
ungis fá handrit af því tagi hafa
varðveist hér á landi og er Sjóna-
bókin frá Skaftafelli eitt þeirra. Hún
var gerð á seinni hluta 18. aldar
af Jóni Einarssyni bónda í Skafta-
felli.
Bókin er litprentuð og eru mynd-
irnar í upprunalegri stærð Sjóna-
bókarinnar sem gerir það að verk-
um að auðvelt er að vinna eftir
henni, hvort sem um er að ræða
vefnað, útsaum eða pijón. Elsa E.
Guðjónsson, MA, ritar inngang að
bókinni. Hún hefur starfað frá 1963
við Þjóðminjasafn íslands, og frá
1985 sem deildarstjóri textíl- og
búningadeildar, auk þess að rita
bækur og greinar um efnið.“
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 60 bls., unnin íPrentsmiðj-
unni Odda hf. Kápu hannaði Mar-
grét E. Laxness. Verð: 3.350 kr.
Susanna Levonen og Þórólfur
Stefánsson.
tónlistarháskólann í Stokkhólmi.
Þórólfur hefur komið fram í út-
varpi og sjónvarpi á Islandi auk
þess sem hann hefur ferðast sem
einleikari á Norðurlöndunum.
■ Bækurnar Að læra ljós-
myndun er leikur einn eftir Mich-
ael Langford og Að læra golf er
leikur einn eftir Peter Ballingall
eru komnar út. Bækurnar eru
byggðar upp sem helgarnámskeið
og er miðað við að með lestri þeirra
geti fólk tileinkað sér grunnþætti
ljósmyndunar og/eða golfs á
skömmum tíma.
Í ljósmyndabókinni er m.a. fjallað
um hönnun myndavéla og fylgi-
hluta, um mismunandi tækni við
myndatöku, nýtingu birtu, sam-
setningu lita og myndefnis, svo fátt
eitt sé nefnt. Golfbókin fjallar m.a.
um útbúnað kylfinga, aðferðir og
tækni í golfi og þau vandamál sem
upp kunna að koma í leiknum.
Bækurnar eru í handhægu broti
og ríkulega myndskreyttar í fullum
litum. Skýringarmyndir fylgja öll-
um textaleiðbeiningum.
Útgefandi er bókaútgáfan Forlagð.
Arngrímur Thorlacius þýddi ljós-
myndabókina og Geir Svansson
bókina um golf. Báðar bækurnar
eru seldar á tilboðsverði sem Bók
mánaðarins í júlí og kostar hvor
þeirra 1.750 kr. tiljúlíloka, en 2.490
kr. eftir 1. ágúst.
Kötturinn Pangúr
o g einveran
TONLIST
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Söngverk eftir Guðrúnu J. Þorsteins-
dóttur, Jórunni Viðar, Barber, Schu-
bert og Sibelíus. Hólmfríður Bene-
diktsdóttir sópran, Helga Bryndis
Magnúsdóttir píanóleikari.
Þriðjudaginn 12. júlí 1994.
TÓNLEIKARNIR
hófust á lögum við
kvæði eftir Stein
Steinarr og voru
frumflutt tvö lög eftir
Guðrúnu J. Þorsteins-
dóttur (f.1922) og svo
sem undirritaður man
best, að hafa ekki
heyrt fyrr lög eftir
hana, komu lögin við
kvæðin, Það vex eitt
blóm fyrir vestan og
Barn, nokkuð á óvart.
Tónmál þeirra er
hefðbundið, formið
einfalt og skýrt og
tónlínurnar féllu
ágætlega að textan-
um. Hólmfríður söng
lög Guðrúnar af
þokka og sama má
segja um lög Jórunnar
Viðar, sérstaklega
Hvítur hestur í tungls-
ljósi, en tókst síður
upp í Vort líf, vort líf,
Jón Pálsson, eins og
röddin væri ekki kom-
in í jafnvægi.
Hermit songs, Ein-
setumannasöngvar,
sem Samuel Barber
samdi 1953, er um
margt falleg tónlist
og vandmeðfarin, sér-
staklega er varðar
þann leikræna tónlesstíl, sem Bar-
ber notar á einkar skemmtilegan
máta og oft með snjöllum og
myndrænum undirleik. Flutningur
söngvanna var látlaus og bestur í
því fræga lagi um köttinn Pangúr
og í síðasta lagi flokksins, þar sem
íjallað er um þörf mannsins fyrir
einveru. Textar beggja laganna
(ásamt nr. 7) eru elskulegir, mann-
legir og ólíkir öðrum textum þessa
lagaflokks og þá náðu flytjendur
að túlka mjög vel.
Suleika-söngvarnir eftir Schu-
bert eru vandasamir í túlkun og
þar vantaði oft á þann skáldskap,
bæði frá hendi píanistans og
söngvarans, sem Schubert nær að
magna upp í sínum sérstæðu en
fögru tónhendingum.
Bestur var flutningurinn í lög-
um Sibelíusar, Var det en dröm?,
Svarta rosor, Sáf, sáf
susa og þó sérstaklega
í meistaraverkinu
Flickan kom ifrán sin
álsklings möte, þar
sem Hólmfríður söng
út, svo rödd hennar
blómstraði.
Hólmfríður hefur
nokkra reynslu í tón-
leikahaldi, en þetta er
í fyrsta skipti sem
undirritaður hlýðir á
söng hennar. Hún hef-
ur góða rödd og ágæta
tækni en á þó enn eft-
ir að jafna allt tónsvið-
ið og er nokkur munur
á þéttleika tónsins,
sem er sérlega falleg-
ur á lágsviðinu en
stundum nokkuð
þvingaður á efra svið-
inu. Hér er um að
ræða atriði sem aðeins
jafnast í átökum við
krefjandi viðfangsefni
og á löngum tíma.
Þessi raddskil mátti
greina í sérlega vel
sungnum aukalögum
og þar á meðal lagi
eftir Pál H. Jónsson,
við kvæðið Blítt lætur
veröldin.
Hólmfríður lauk
MM-prófi í söng frá
Bloomington árið
1990 og hefur síðan starfað sem
kennari við Tónlistarskólann á
Akureyri. Undirleikari var Helga
Bryndís Magnúsdóttir, sem er
ágætur og öruggur píanóleikari
og þó henni tækist ekki að lita
leik sinn í Barber og Schubert, var
hún góð í Sibelíusi og íslensku
lögunum.
Jón Asgeirsson
Helga Bryndís
Magnúsdóttir
Hólmfríður
Benediktsdóttir
Fallhomlega frjáls! Söngtónleikar í Hafnarborg
M eð Freeway 45D frá simonsen
b\\as'\n\'\ \s\enska
\ass\n\aV.ert\ö (HMT A50)
Ste\kur,\éftui eg
n\\og meblæTWeguv
Nte\gw\>œ#e9't évgjteteto
UoisY.hönnuu oq
Japönsk gæéalramteteste
tejnn\u\ié\ tosWna
caaa
Sfifflffi
OSffi
Síöumúla 37- 108 Reykjavík
S. 91-687570 - Fax.91-687447
Á SÖNGTÓNLEIKUM næstkom-
andi sunnudag kl. 16, syngur Reyn-
ir Guðmundsson, tenór, við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar lög eftir
Beethoven, Faure, og Jón Ásgeirs-
son ásamt ítölskum og spönskum
lögum.
Reynir hefur starfað í Bandaríkj-
unum í u.þ.b. tuttugu ár sem tónlist-
armaður og tónlistarkennari. Hann
lauk meistaragráðu frá Boston há-
skólanum í tónlistarkennslu og síðar
doktorsprófi frá sama skóla í
kennslu og fjölmiðlun. Lengst af
hefur hann starfað í skólum í Nýja
Englandi og einnig í Puerto Rico.
Að loknu doktorsprófi varð hann
listaráðunautur í vestur Massachus-
Allar grillsteikur
krónur
D II
uw
arlnn
' £ I T I N G A S T O F A ■ jj
SPRENGISANDI
etts en býr nú og starfar í Connectic-
ut við skóla New Haven borgar.
Söngvari og
myndbandahönnuður
Hann hefur komið víða við með
söng sínum sem einsöngvari með
kórum og hljómsveitum, í óperu-
flutningi og söngleikjum. Hann hef-
ur komið fram með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og haldið tónleika í
Norræna húsinu. Sem starfandi
söngvari og kennari heldur Reynir
námsskeið reglulega við Tónmennta-
skólann í New Haven og fyrir kenn-
ara New Haven-borgar. Einnig er
hann myndbandahönnuður. Hann er
hér á landi í stuttri ferð og er að
koma af niðjamóti úr Eyjarfirði þar
sem saman voru komnir niðjar Sæ-
mundar Tryggva Sæmundssonar,
fyrrum skipstjóra, sem Guðmundur
Hagalín ritaði um í Virkum Dögum.
Lögin sem flutt verða á sunnudag
inn eru hið margþætta lag Beetho-
vens við ljóð Mattissons um Adelaide
og kímnilagið um kossinn við texta
Weisse, ástaröngvar Fauré um Nell
og Lydiu og Fleur jetée tileinkuð
fyrirmyndakonum franska þjóðlífs-
ins. Lög Jóns Ásgeirssonar eru
tregaljóð Þorsteins Valdimarssonar
um Inga T. Lárusson sem heitir
Svanurinn, Hefnd, eftir Kristján
Jónsson fjailaskáld sem fjallar um
hefnd ástarinnar og ljóð Þorgeirs
Þorgeirsonar Tileinkun. Halló litli
villikötturinn minn er úr lagaflokki
Jóns og Svartálfadans við ljóð Stef-
áns Harðar Grímssonar. Seinni hluti
dagskrárinnar verður helgaður ít-
ölskum og spænskum lögum með
óperuaríum eftir Verdi og Donizetti.
-------------»■.♦ ♦-----
Nýjar bækur
■ Út er komin ljósmyndabókin
Island sem prýdd er myndum eftir
Klaus D. Francke. í bókinni er að
finna landslagsmyndir hans sem
allar eru teknar úr lofti. Klaus D.
Francke er þýskur ljósmyndari sem
hefur ferðast mikið um ísland og
hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenn-
ingar fyrir Islandsmyndir sínar.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur og
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis-
fræðingur leggja ljósmyndaranum
lið og er texti þeirra prentaður á
ensku og íslensku eins og gildir
einnig um myndatexta Klaus D.
Francke sjálfs.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 112 bls. og unnin íÞýska-
landi. Verð 4.980 kr. Bókin ereinn-
ig fáanleg í enskri og þýskri út-
gáfu. Verð 5.000 kr.
■
»
ú
€
I
ú
■
í
c
í