Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
rótin að þeim óvinsældum.
Þetta tímabil varð mikil reynsla
fyrir stjórnmálamenn sem þar
komu nærri. Það er örugglega
mun auðveldara hlutskipti að vera
vinsæll stjórnmálamaður en óvin-
sæll. Jafnvel þótt maður átti sig
nú ekki beinlínis á þeim mæli-
kvarða sem notaður er til „vin-
sældamælinga".
Mótlæti
Það er við mótlæti sem á mann-
inn reynir. Ríkisstjórnin hefur
þrátt fýrir mótlæti og óvinsældir
ekki gefist upp heldur tekið á
vandanum með framtíðarheill
þessarar þjóðar í huga. Þrátt fyrir
erfítt árferði, minnkandi þjóðar-
tekjur og lítinn hagvöxt hefur hún
náð árangri með lækkun vaxta og
lágri verðbólgu. Þetta er afrek!
Hvers vegna þá að gefast upp
áður en kjörtímabilinu lýkur? Eg
verð að lýsa undrun minni á um-
mælum sumra stjómarþingmanna
sem ýtt hafa undir þá umræðu að
boða beri til kosninga nú í haust.
Ég sé engin haldbær rök til þess
gjörnings. Ekki nema einstaka
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
skorti hreinlega áframhaldandi
kjark til að takast á við erfiða fjár-
lagavinnu og dóm kjósenda að
vori.
Það þarf kjark í erfiðar aðgerð-
ir. Hafa stjórnmálamenn hreinlega
ekki meiri kjark? Því skyldi ekki
ríkisstjórn sem er að uppskera
virðingu landsmanna fyrir kjark
og stefnufestu ljúka við dæmið og
bera síðan verk sín fyrir kjósendur
að því loknu?
Þessi þjóð er að mínu mati það
skynsöm að ef erfiðar aðgerðir eru
vel rökstuddar og alls jafnræðis
gætt í aðgerðum þá sé þjóðin
reiðubúin að meta þær frá skyn-
semissjónarmiði. Að ekki þýði
lengur að horfa fram hjá uppsöfn-
uðum halla ríkissjóðs og sjálfvirkri
aukningu á útgjöldum hans.
Þessi þjóð þarf ekki á kjarklitl-
um stjórnmálamönnum að halda.
Mönnum sem sífellt hlaupast und-
an vandanum og eru með lýð-
skrum til að öðlast tímabundnar
vinsældir. Þjóðin þarf á duglegum
og kjarkmiklum stjómmálamönn-
um að halda sem halda ró sinni
jafnvel þótt vinsældir sígi örlítið.
Ég skil ekki hugleiðingar um
haustkosningar nema að eitthvað
vanti á kjarkinn í íslenska stjórn-
málamenn.
Höfundur er þingmaður
Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Á að skjóta
burt kyrrðina?
FYRIR nokkrum árum
vorum við hjónin svo
heppin að eignast dá-
litla spildu í landi Mið-
dals í Mosfellssveit.
Þegar við síðan fórum
að huga að byggingu
sumarhúss á spildunni
komumst við að því að
reglur Mosfellsbæjar
um slík hús voru ein-
hverjar þær ströngustu
sem þá þekktust. Þess-
ar reglur eru nú orðnar
enn strangari og dug-
legur og samviskusam-
ur byggingafulltrúi sér
um að þeim sé fram-
fylgt í hvívetna. Þannig
er komið í veg fyrir að kofaræskni
særi augað og mengi umhverfið.
Þessar ófrávíkjanlegu reglur hafa
orðið til þess að nú reisa menn ekki
sumarhús á löndum Mosfellsbæjar
nema fyrir mikið fé. En það er þess
virði því sumarbústaðalönd bæjarfé-
lagsins eru mjög fögur, tii að mynda
við Selvatn og Krókatjörn. Heiðarnar
austur af þessum vötnum eru heill-
andi útivistarsvæði og hefur göngu-
og hestamönnum f|ölgað þar mjög á
undanfömum áram enda stutt að
fara þangað úr hávaðasömu þétt-
býli. Um þetta svæði liggur líka aðal-
reiðvegurinn til Þingvalla. Ásókn í
sumarbústaðalönd á þessum slóðum
hefur aukist verulega og margar
spildur verið seldar úr landi Miðdals
síðan við eignuðumst okkar fyrir 7-8
áram.
Undirritaður veit að stjórn Mos-
fellsbæjar er stolt af þessu svæði.
Hún getur líka verið stolt af þeim
miklu kröfum sem hún gerir til sum-
arhúsaeigenda á svæðinu. Þær stuðla
að því að varðveita útivistarperlu
óspjallaða handa framtíðinni. Margir
sumarbústaðaeigendur — ekki síst
við Selvatn — geta líka verið stoltir
af framlagi sínu. Þeir hafa fegrað
heiðina með ræktun og þar með lagst
á sveif með bæjarstjórninni sem hef-
ur á síðustu árum látið sér annt um
heiðalönd sín og sýnt að hún veit
hvers virði þau eru.
Ekki þarf lengi að fræða þá sem
til þekkja um það sem dregur fólk
inn á umræddar heiðar. Töfrar þessa
landsvæðis era bæjarstjórnarmönn-
um áreiðanlega vel kunnir. Er ekki
að efa að sumir þeirra — kannski
Birgir Sigurðsson
allir — hafa reikað þar
um, hlustað á söng
fugla, andað að sér
kyrrðinni og glaðst yfir
því að bera ábyrgð á svo
fögra útivistarsvæði.
Þama verður stundum
svo hljóðbært á stilltum
kvöldum að þeir sem
eiga sumarhús við Sel-
vatn, Krókatjörn, Sil-
ungatjöm og þar um
kring heyra allir í sama
spóanum sem dúrar
langt uppi á heiði. Slík
kyrrð í nálægð þéttbýlis
er dýrmæt og það er
ekki síst í henni sem
menn vilja eiga griða-
stað. Allt þetta veit bæjarstjómin
en þó er nú svo komið að það er
eins og hún viti ekki nema um sumt
af því. Hún virðist að minnsta kosti
ekki lengur vita hve mikils kyrrðin
er. Ef marka má samþykkt hennar
frá 13. apríl síðastliðnum skulu sum-
arhúsaeigendur og útivistarfólk á
þessum heiðalöndum ekki lengur
eiga sér griðastað í kyrrðinni. Með
þessari óvæntu og óhollu samþykkt
Með óvæntri og óhollri
samþykkt, segir Birgir
Sigurðsson, veitir bæj-
arstjóm Mosfellsbæjar
leyfi fyrir leirdúfuskot-
velli á heiðinni austan
við Selvatn.
veitir bæjarstjómin leyfi fyrir leir-
dúfuskotvelli á heiðinni austan við
Selvatn. Frá vatninu að þessum fyrir-
hugaða skotstað eru aðeins 3,5 km.
Við þetta gervifuglaskytterí eru not-
aðar haglabyssur. Slík vopn valda
miklum hávaða. Svo hljóðbært er á
heiðunum á stilltum dögum að dran-
urnar munu berast um allt þetta
útivistarsvæði meira og minna og
þó mest til Selvatns þar sem eru frið-
sælustu sumarlönd í nágrenni
Reykjavíkur. Ekki er heldur að efa
að fólk á göngu um Hengilsvæðið
mun hafa þessar skotdrunur í vega-
nesti því haglabyssuhvellir berast
marga kílómetra.
Með samþykkt sinni rænir bæjar-
stjómin sumarbústaðaeigendur
kyrrðinni. Þar með skerðir hún and-
lega hagsmuni þeirra og reyndar
veraldlega líka. Svo mikið er víst að
ekki eykur það verðgildi sumarlanda
þegar skothvellir hafa tekið við af
fuglasöng á hljóðbærum dögum og
kyrrð finnst engin. Látum vera þótt
landeigandi sé svo ógætinn í viðskipt-
um að sjá hag sínum borgið í því
að selja land undir skothríð um leið
og hann er að selja fólki sumarbú-
staðalönd á sömu slóðum svo það
geti notið friðar og óspilltrar nátt-
úru. En það er stórslys ef jafn ágæt
bæjarstjórn og sú sem hér um ræðir
veitir starfsleyfi fyrir þessum skot-
hvelli. Þá er hún ekki aðeins að
bregðast stundlegum hagsmunum
sumarhúsaeigenda, hún er líka að
bregðast framtíðinni því gildi þessa
landsvæðis er og verður ekki síst
fólgið í kyrrðinni sem berst til manna
á hljóðum dögum þegar spóinn dúrar.
Stjóm Mosfellsbæjar gerir ófrá-
víkjanlegar kröfur til sumarbústaða-
eigenda. Sá sem gerir miklar kröfur
hefur einnig nokkrar skyldur. Leyfí
bæjarstjórnin þessa hljóðmengun er
hún að bregðast skyldu sinni við
sumarbústaðaeigendur og útivistar-
fólk. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg
krafa þessa fólks að hún endurskoði
þessa óheillasamþykkt og sjái til
þess að kyrrðin verði ekki skotin
burt.
Hvers vegna
haust-
kosningar?
í ÞJÓÐMÁLAUM-
RÆÐU síðastliðinna
vikna hafa verið á
kreiki getgátur um
haustkosningar. Það
verður að viðurkenn-
ast að það hefur verið
dálítið erfitt að finna
út í þessari umfjöllun
fjölmiðla og getgátum
einstakra stjórnmála-
manna hvað á að vera
tilefni haustkosninga.
Ýmislegt hefur ver-
ið nefnt í umræðunni.
Sem dæmi má nefna
að fjárlagagerð verði
erfið, stjórnarflokk-
ana skorti úthald til að fara í svo
erfiðan niðurskurð sem við blasi.
Að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
sé veik eftir brotthvarf fyrrverandi
félagsmálaráðherra.
Á að fara í haustkosningar af
því að stjómarandstaðan vill það?
Nei, ætli biaðamannafundur Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra
með minnisblað Þjóðhagsstofnun-
ar í farteskinu með þeim boðskap
að nú hilli loks undir góða tíð með
blóm í haga í íslensku efnahagslífi
sé ekki besti kosturinn fyrir
spekúlanta. Má lesa það úr spá
Þjóhagsstofnunar að kreppan sé á
undanhaldi?
skömmum tíma þann-
ig að mun erfiðara
varð að halda óbreytt-
um markmiðum.
Menn stóðu ekki að-
eins frammi fyrir mik-
illi skerðingu á afla-
heimildum heldur
þrengingum í öllu
efnahagsumhverfinu,
atvinnuleysi jókst og
fleira. Þetta hafði síð-
an þau keðjuverkandi
áhrif á þá staðreynd
að mun erfiðara varð
fyrir ráðamenn þjóð-
arinnar að ná utan um
fögur fyrirheit.
Kjarkur eða kjarkleysi
Ég tel að sá tími sem fór í hönd
haustdagana 1991 og 1992 hafi
verið mörgum stuðningsmönnum
stjómarflokkanna erfiðir. Menn
þurftu að taka á sig óvinsæl verk-
efni með niðurskurði á útgjöldum
Þrátt fyrir erfítt árferði,
minnkandi þjóðartekjur
og lítinn hagvöxt, segir
Petrína Baldursdóttir,
hefur ríkisstjómin náð
Petrína Baldursdóttir
Hvað af þessu skyldi nú vera
besti kosturinn til að rökstyðja
stjómarslit og boða til kosninga?
Em fjölmiðiar ef til vill í gúrku-
tið sinni að búa til atburðarás með
þessari umfjöllun?. Stórt er spurt
en hver getur svarað?
Ríkissljórnin
Þegar ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar var mynduð á vordögum
1991 voru menn hóflega bjartsýn-
ir á árangur hennar. Lögð var
sérstök áhersla á það í starfssáætl-
un að markmið ríkisstórnarinnar
skyldi vera að ná niður halla á
fjárlögum og ríkisfjármálin tekin
föstum tökum. Ýmislegt í efna-
hagsumhverfinu breyttist á ör-
árangri með lækkun
vaxta og lágri verð-
bólgu. Þetta er afrek!
ríkisins sem þýddi í raun að nálega
hvert mannsbarn í landinu varð
fyrir þeim niðurskurðaraðgerðum.
Menn vom neyddir til að fara í
gegnum umræður og aðgerðir um
hvað væri sjálfsagt að ríkissjóður
greiddi og hvað ekki. Nokkurskon-
ar endurskoðunammræða fór
fram í þjóðarsálinni. Á þeim tíma
varð ríkisstjórnin, svo vægt sé til
orða tekið, óvinsæl með afbrigðum
meðal þjóðarinnar. Ég tel að niður-
skurður ríkisútgjalda hafi verið
Höfundur er rithöfundur.