Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 39
BREF TIL BLAÐSINS
Um ábyrgð og
„fréttastofur“
velsældarklúbbsins
STRÍÐSGLÆPI og mannréttindabrot er aldrei hægt að rétt-
læta, að mati bréfritara.
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
I TILEFNI síðustu athugasemda
Serbans Predrags Dokic til mín og
annarra um Balkanmálin þá tel ég
rétt að fram komi í málinu skýrt
og greinijega kæri Predrag, að mati
margra íslendinga og fjöldamargra
annarra Evrópubúa þá hefur vel-
sældarklúbbur Vesturlanda meira
en lítið flekkaðar hendur i fortíð
margra eða velflestra Balkanvanda-
málanna sem brotist hafa upp á
yfirborðið undanfarin misseri í formi
hernaðar-eldgosa, sem og margra
annarra ólyktarmála heimsins.
Til að fría sig ábyrgð á því sem
þar gerist sem annars staðar, hefur
velsældarklúbburinn komið sér upp
þjóðfélagstækjum til að villa sjálfum
sér sýn sem og öðrum á fortíð sinni
og samvisku með síbyljuhjali hinna
„alþjóðlegu fréttastofa“ annars vegar
sem klúbburinn á og stjómar alfarið.
Og hins vegar með vamar- og árásar-
klúbbnum NATO til að halda öllu
óánægjuliðinu fyrir utan klúbbinn
niðri (og reyndar innan hans líka) -
og frá eftir mætti. Og það hefur
bara tekist bærilega takk fyrir, -
liggur líklega flestum velsældar-
klúbbsmeðlimunum við að segja.
Skiptar skoðanir
En þú mátt ekki skilja það sem
svo að flestir íslendingar eða allir
aðrir nauðugir meðlimir velsældar-
klúbbsins hafi verið sammála um
þessar mjög svo vafasömu aðferðir
og tæki sem klúbburinn hefur kom-
ið sér upp til að fegra raunverulegt
áhugaleysi og ábyrgðarleysi sitt svo
og innsta eðli sálar sinnar í þessum
erfiðu málum. Svo hefur alls ekki
verið. Langt því frá.
Allar götur frá útþenslu hins
vesturevrópska stórveldaheims um
álfuna sem um jarðarkringluna
alla, þá voru og hafa alltaf verið
í þessum löndum menn sem drógu
siðferðilegan rétt og ágæti þessa
ábyrgðarleysis okkar yfirgangs-
Evrópubúanna í mörgum þessum
málum stórlega í efa. Auðvitað
urðu þeir undir andspænis skríls-
ræðinu og þjóðrembum flestra eða
allra landa álfunnar. (Einmitt það
sama sem er að gerast í Serbíu
núna.)
Enn beittari og alvarlegri varð
þessi togstreita innan klúbbsins eft-
ir ris heimskommúnismans í austur-
hluta álfunnar. Frá höfuðstöðvum
sósíalismans og síðar sósíaldemó-
kratismans komu fyrst fyrir alvöru
fram þungar ádrepur á þessa vafa-
sömu hegðun ríkari Evrópuþjóð-
anna og betur efnaðri Evrópubú-
anna varðandi öll óleystu vandamál-
in sem nýlendu- og heimsvalda-
stefna þeirra skildi eftir sig um allt.
Gagnrýnin var bæði á þá sem í
gömlu álfunni lifðu sem og á þá sem
flust höfðu vestur yfir haf og út-
rýmt indíánunum þar í „lebens-
raum“-þörf sinni (lífsrýmis-þörf)
sem og í annarri almennri heims-
valdastefnu þessara þjóða.
Ekki hægt að réttlæta
grimmdarverk
Og árið 1994 eru hinar „alþjóð-
legu fréttastofur“ í veröldinni ennþá
í eigu velsældarklúbbsins sem
krefst þess bæði meðvitað og ómeð-
vitað að „sín“ söguskoðun sé uppi-
við í nánast öllum fréttaflutningi
af atburðum sem al!s staðar gerast
í veröldinni í dag. Balkanmálið er
þar engin undantekning. Og það
er heldur engin undantekning í því
að bæði hagsmunir, fortíð og sam-
viska velsældarklúbbsins í þessum
heimshluta þolir illa dagsljósið, því
er fréttaflutningurinn hjá hinum
„alþjóðlegu" fréttastofum í málinu
í þessu skötulíki sem hann óneitan-
lega er í dag.
Flestir samkenndarsinnar álf-
unnar eru þeirrar skoðunar að hinn
betur stæðari hluti Evrópunnar
verði að koma til og bæði stilla til
friðar á Balkansvæðinu, og að
hjálpa til með öllum öðrum mögu-
legum ráðum s.s. efnahagsaðstoð
til fátækari héraða svæðisins.
En það breytir samt engu um
þá staðreynd að serbnesku út-
þenslustefnuna á svæðinu verður
að fordæma þarna sem annars stað-
ar í veröldinni. Því hún er staðreynd
hvað sem öðru líður. Og Serbar
hafa unnið ótrúleg grimmdarverk á
staðnum sem hvorki þú né aðrir
hugsandi menn ættu að reyna að
vera að réttlæta. Það er líka aðal-
atriði málsins. Ekki síður en hin
krumpaða samviska gömlu ný-
lenduveldanna í málinu.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
Grettisgötu 40b, Reykjavík.
• HSM Pressen GmbH
• Öruggir vandaðir pappírstætarar
• Margar stærðir - þýsk tækni
• Vönduð vara - gott verð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar624631•624699
Barnavagnar
Barnakerrur
Baðborð
Bílstólar
Barnafatnaður
Leikföng
FÁKAFENI 9
SÍMI684014
„Við
í himin-
geimnum“
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
FRÉTT mátti lesa á forsíðu Mbl.
9- júlí, svohljóðandi:
„Forfallnir áhugamenn um
stjörnufræði, miður sín vegna þess
að þeir geta ekki séð árekstur
halastjörnu við Júpiter, hyggjast
hlusta á hann þess í stað. Er
árekstur þessi talinn einn mesti
viðburður aldarinnar / himinhvolf-
inu“.
Það er sjálfur Reuter frétta-
stjóri, sem borinn er fyrir þessum
tíðindum úr „himinhvofinu“
(himlavalvet) og viðbrögðunum við
þeim. En ógerlegt tel ég að flokka
undir fyndni orðin sem ég hef
skáletrað. Miklu frernur ber að
setja þetta í samband við 15. aldar
hugarfar, en fínastí maðurinn á
Islandi var þá Árni Ólafsson bisk-
up, sem stundum kom til landsins
við miklar virusældir og „aflaði
herrann þá stór-peninga sem
áður“. Það voru áheit og sálugjaf-
ir.
Herra Árni hafði komið í þann
stað er Affrica heitir. Þar sá hann
tönn úr Starkaði gamla og sverð
Sigurðar Fáfnisbana, 9 álna langt.
En slíkan hégóma gat hann borið
á borð - og grætt á því - vegna
þess að hið forna íslenska raunsæi
var að miklu leyti tapað, við þá
afturför sem hér varð á síðari hluta
13. aldar og á þeirri 14. Minnir
þetta ekki lítið á hugsanagang
vorra allrasíðustu tíma.
Menningarástandið á stjörnunni
jörð er enn harla bágborið. Það
stafar af því að áhöfnin veit varla
eða ekki að skip hennar svífur létt
um himingeiminn, eins og aðrir
hnettir.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14,
Reykjavík.