Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994 9
AKUREYRI
Nýskipað Héraðs-
ráð Eyjafjarðar
Á FUNDI Héraðsnefndar Eyjafjarð-
ar í gær var skipað nýtt Héraðsráð.
Oddviti Héraðsráðs var kjörinn
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps. Aðrir í Héraðs-
ráði eru Þórarinn E. Sveinsson, Ak-
ureyri, Rögnvaldur Skíði Friðbjörns-
son, Dalvík, Birgir Þórðarson, Eyja-
ijarðarsveit, og Jónas Vigfússon,
Hrísey.
Á fundi Héraðsnefndar var kosið
í íjölmargar nefndir og fjallað um
nokkur mál, meðal annars hugmynd-
ir um kynningar- og markaðsskrif-
stofu Eyjaíjarðar. Að sögn Guðnýjar
Sverrisdóttur er ætlað að meginhlut-
verk skrifstofunnar verði að vera
sameiginiegt afl héraðsins til að
finna leiðir til að laða ferðafólk að
og jafnvel að hafa forgöngu um og
styðja þá sem hyggjast koma á fót
starfsemi sem því tengist. Ekki hefur
ríkt einhugur meðal sveitarfélaganna
um tilhögun eða starf skrifstofunn-
ar, en Héraðsnefnd ákvað að skipa
þriggja manna nefnd til að semja
endanlegar tillögur þess efnis
Barnaverndarnefndir og
sameiginlegir kjarasamningar
Á fundinum voru samþykktar til-
lögur um að stefnt skuli að því að
sveitarfélög í Eyjafirði standi sam-
eiginlega að kjarasamningum starfs-
manna og að skipuð skyldi þriggja
manna nefnd til að gera illögur um
skipan barnaverndarnefnda og fé-
lagsmálanefnda í Eyjafirði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hin björtu
ÍBÚAR í tveimur nýjum og stór-
um íbúðarhúsum aldraðra við
Líndarsíðu á Akureyri munu
geta gengið um björt bogagöng,
hvort sem leið þeirra liggur milli
húsanna eða yfir í félagsmiðstöð
þeirra í kjallara Bjargs, húss
Sjálfsbjargar. Félagsmiðstöðin
verður þar sem áður var Plastiðj-
an Bjarg. Göngin eru gerð úr
límtrésbogum og klædd plexi-
gleri. Botn þeirra er hellulagður
og þar eru lág og smekkleg ljós-
ker, sem nýtast munu þegar ekki
er lengur dagbjart allan sólar-
hringinn.
Átaki hrint af stað til
að græða upp Hólasand
Hagkaup leggur fram fé til uppgræðslunnar
AHUGAHOPUR um uppgræðslu
Hólasands norðan Mývatns mun á
föstudaginn kemur hrinda af stað
átaki til að græða upp sandinn,
sem lengi hefur verið örfoka eyði-
mörk. Að því tilefni verður efnt
til dagskrár við Sandvatnsbrekku,
öðru nafni Blöndalsbrekku, við
Kísilveg^ og hefst hún klukkan
13.00. Ýmsar stofnanir og fyrir-
tæki styðja þetta mikla land-
græðslustarf ljárhagslega.
Árni Sigurbjarnarson á Húsa-
vík, einn talsmanna áhugahópsins,
segir að hér sé um risaverkefni
að ræða í uppgræðslu örfoka
lands. Hólasandur sé eyðimörk
sem sé afmörkuð af grónu landi
á alla vegu. Þetta mikla landflæmi
hafi áður verið gróið, en menn séu
ekki á einu máli um það hvenær
það eyddist. Kenningar séu til um
að það hafi orðið í kjölfar eldsum-
brotanna 1725. Sé svo megi telja
þetta tiltölulega unga eyðimörk.
Þarna sé enn mikil og hraðfara
eyðing í austuijaðri svæðisins og
meðan sandurinn sé ógróinn ógni
hann gróðri á Reykjaheiði og í
Kelduhverfi. Mökkur leggist yfir
og allt verði dimmt í moldroki í
suðvestanátt.
Forgangsverkefni
Árni sagðist telja að upp-
græðsla Hólasands væri forgangs-
verkefni, að hindra frekari jarð-
vegseyðingu og græða landið. Yrði
þetta ekki gert ógnaði það bæði
byggð og búskap á þeim slóðum
sem þetta land jyki nú yfír. Upp-
græðsla sandsins yrði óefað til
góðs öllum sem í grennd við hann
búa.
Meðal þess sem gert verður til
að stöðva fok og græða Hólasand
er að stinga niður rofabörð og sá
melfræi þar sem hreyfingin á
sandinum er mest og að sögn
Árna er hugmyndin að vinna að
endurheimt landsins með lúpínu
og gróðureyjum. Það séu taldar
einu færu leiðirnar til að græða
upp þetta mikla svæði, en kostnað-
ur við að sá fræi og dreifa áburði
sé miklu meiri en svo að ráðið
verði við það. Landgræðslan og
Skógrækt ríkisins komi til með að
vinna þetta verk að mestu.
10 áraáætlun
Árni sagði að menn væru bjart-
sýnir og gæfu sér tíu ár til að
koma gróðri í þetta 140 ferkíló-
metra land og með því verði endur-
heimt landsins komiu á góðan rek-
spöl. Verkefnið sé vissulega stórt,
en njóti stuðnings víða að. Meðal
annars komi stuðningur frá skóg-
ræktarfélögum í Noregi, sem telji
þetta stórmerkilegt verkefni. Með-
al innlendra stuðningsaðila nefndi
Árni íslandsbanka og einnig hefði
Hagkaup ákveðið að styðja verkið
myndarlega.
Á föstudaginn verða land-
græðsluaðgerðir kynntar við
Sandvatnsbrekku og þar munu
formaður Skógræktarfélags Suð-
ur-Þingeyinga, landgræðslustjóri
og landbúnaðarráðherra flytja
ávörp og Óskar Magnússon for-
stjóri mun afhenda framlag það
sem Hagkaup hefur ákveðið að
til verksins.
□ERTZEN
STORVIRKAR
HÁÞRÝ STIDÆLUR
FRÁDERTZEN
Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verktaka og aðra aðila, sem þurfa
kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs.
Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn.
Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum.
Listasumar ’94
Gítartónleikar Arnaldar
Arnarsonar í kvöld
Á tónleikum Gítarhátíðar á
Akureyri og Listasumars ’94 í
Akureyrar-
kirkju í kvöld
klukkan
20.30 leikur
Arnaldur
Arnarson gít-
arleikari fjölbreytta dagskrá tón-
listar. Arnaldur starfar við kennslu
og tónleikahald í Barcelona á
Spáni en hefur iðulega haldið tón-
leika hér á landi. Tvívegis hefur
hann verið kennari á Gítarhátíð á
Akureyri.
Djass á Karólínu
Djassklúbbur Listasumars ’94.
Djass á Karólínu. Ólafur leikur á
kontrabassa en auk hans leika í
tríóinu Þorsteinn Eiríksson á
trommur og Jóhann Kristinsson á
píanó. Ragnheiður Ólafsdóttir
mun syngja með tríóinu í kvöld.
Söngvaka í Minjasafns-
kirkjunni
í kvöld klukkan 20.30 verður
söngvaka í kirkjunni við Minja-
safnið á Akureyri.
Þar koma fram Rósa Kristín
Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar-
son. Þau kynna og flytja dagskrá
með perlum íslenskrar sönglistar
fyrr og nú.
Minjasafnið á Akureyri er opið
til klukkan 22.30 á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum í tengslum
við Söngvöku í gömlu kirkjunni.
VKSBSBv Neðs,við
I M ^ Dunhaga,
s: 622230
Opiö virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14
Lífeyrissjóður
Tæknifræðingafélags
íslands
n
/
VIB er nýr rekstraraðili Lífeyrissjóðs
/
Tæknifræðingafélags Islands
Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. hefur tekið við rekstri
Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags Islands frá og með 1. júlí 1994.
Nýtt heimilisfang sjóðsins er:
Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Islands,
Ai'múla 13a, 155 Reykjavík.
Sími: 91 - 608 900. Myndsendir: 91 - 608 910.
Framkvæmdastjóri: Gunnar Baldvinsson.
Verið velkontin á skrifstofu Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags
íslands hjá VÍB.
VlB
L J