Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 25 ' > OG ATVR brigðis- og félagsleg markmið sam- ræmist þeim markmiðum sagði Indr- iði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu: „Áfengislögin eru sett í þeim tilgangi að hafa áhrif á dreifingu og neyslu á áfengi út frá félagspólitískum sjónarmiðum. Þau miða að því að skilyrða dreif- ingu á áfengi. Undirrótin er að tak- marka neysluna og vernda börn og unglinga. Markmið ÁTVR helgast m.a. af þessum félagslegum mark- miðum. Það kemur ekki fram í lög- um um ÁTVR en það leiðir nokkuð af sjálfu sér að takmörkun á dreifmgu áfengis sem felst í einkasölunni væri ekki fyrir komið með öðr- um hætti. Tilgangur ÁTVR er því ekki fyrst og fremst tekjuöflun, henni væri hægt að koma fyrir með öðrum hætti.“ Óhagkvæmt að uppfylla svo ströng skilyrði Eftirlitsstofnun EFTA tók til starfa 1. janúar sl. um leið og EES gekk í gildi. Fyrsta erindið sem ESA tók á móti kom frá Verslunarráði Islands vegna Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, hefur ekki séð bréf ESA til íslenskra stjórnvalda en hann hefur upplýsingar um að það sé nokkuð samhljóða bréfinu til Svía enda þurfi yfirvöld beggja landa að uppfylla sömu skilyrði. Vilhjálmur segir að ESA líti svo á að hægt sé að við- halda einkasmásölu út frá sjónar- miðum í heilbrigðis- og félagsmálum en að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum. Vilhjálmur telur smásölu ÁTVR ekki uppfylla skilyrði EES- samningsins eins og henni er háttað í dag. „Ég tel skilyrðin það ströng að það sé afar óhagkvæmt fyrir rík- ið að uppfylla þau og þegar þeir standi frammi fyrir því að þurfa að gera það þá gefist þeir upp,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að einkasala í innflutningi og heildsölu samræm- ist ekki samningnum og það liggi fyrir að ef því verði ekki breytt þá fari málið fyrir EFTA-dómstólinn. „Það sem skiptir mestu máli eru vörur utan kjarnaúrvals hjá ÁTVR. Ef þú kemur inn í ÁTVR og vilt eitthvað sem ekki er til þá er ÁTVR skyldug til að útvega það með sömu álagningu og sama kostnaði og vör- ur í kjarna. Það er svo óhagkvæmt að vera skyldugur til að uppfylla þetta að það getur ekki verið hag- kvæmt að reka verslun upp á þessi býti. Þess vegna segi ég að þeir muni gefast upp á rekstri einkasmá- sölu. Stefna ÁTVR og fjármálaráðu- neytisins hefur í rauninni verið að verjast í sínum vígjum eins lengi og þeir hafa komist upp með það. Svo er undanhaldið eins lítið og mögu- lega er hægt.“ Margar leiðir til að ná markmiðunum Um markmið í heilbrigðis- og fé- lagsmálum segir Vilhjálmur: „Það eru svo margar leiðir til að ná þess- um markmiðum í heilbrigðis- og fé- lagsmálum, það þarf ekki að vera samasemmerki á milli áfengisstefnu og einkasölu á áfengi. Annað mark- miðið er að ríkið hafi tekjur af áfeng- issölu og hitt að áfengi sé drukkið í hófi. Tekjunum er hægt að ná með skattlagningu og ekki með einkasölu endilega og ég sé ekki neina heil- brigða skynsemi í því að það þurfi óijúfanlega að tengjast stefnu í heil- brigðis- og félagsmálum.“ Vilhjálmur segir að embættis- menn í fjármálaráðuneytinu verði að átta sig á því að innflytjendur og framleiðendur hafi ákveðna rétt- arstöðu samkvæmt samningnum. „Mér finnst að þeir ættu að bretta upp ermarnar í fjármálaráðuneytinu og fara að breyta einhverju í þessu máli eins fljótt og hægt er,“ segir Vilhjálmur. Ekki formlegar athugasemdir Indriði H. Þorláksson skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu vildi ekki tjá sig um fyrirspurnir ESA efnislega. Hann sagði að embættis- menn í fjármálaráðuneytinu væru í stöðugu sambandi við stofnunina út af ýmsum málum. „Þeir eru að kanna málið og hafa verið að óska eftir upplýsingum. Við höfum veitt þær en getum ekki greint nánar frá þeim á þessu stigi. Það hafa ekki verið gerðar formlegar athugasemd- ir. Þeir hafa komið með ábendingar og spurningar í sambandi við ýmsa hluti en formleg niðurstaða liggur ekki fyrir." Indriði vildi ekkert um það segja hvort honum sýndist þess- ar fyrirspurnir gefa tilefni til að það þurfi að gera einhveijar breytingar á starfsemi ÁTVR. „Menn hafa verið að gera breytingar á starf- semi ÁTVR, m.a. á inn- kaupareglum, vöruvali o.fl. Samningurinn í sjálfu sér kveð- ur ekki á um tilvist eða ekki tilvist svona einkasölu. Hann kveður hins vegar á um að það sé óheimilt að mismuna þegnum í aðildarríkjunum. Þessar breytingar sem hafa verið gerðar á ÁTVR miða m.a. að því að það sé ekki gert upp á milli fram- leiðenda eða söluaðila varðandi það hvað er á boðstólum. Um það hvort einhvetju þarf að breyta varðandi starfsemi ATVR er ekkert hægt að segja fyrr en formleg niðurstaða liggur fyrir.“ Eitt af því sem spurt er um í bréfi ESA til Svía er hvert eigi að vísa deiluefnum er upp kunni að koma varðandi framkvæmd á áfengissölu, vali á vörutegundum og fleiri atrið- um sem samningurinn segir til um. Indriði vísar í stjórnsýslulög. „í þeim er kveðið á um kæruleiðir og mögu- leika til þess að kæra ákvarðanir lægra setts stjórnvalds til æðra. Ef ÁTVR fer ekki eftir reglum um inn- kaup sem ráðuneytið hefur staðfest þá er það tvímælalaust kæranlegt," segir Indriði. Ekki orðið vart við óánægju * Sumarbúðirnar á Astjöm í N-Þingeyjarsýslu Nóg að gera þegar veðrið er gott Sumarbúðirnar á Ástjörn eru löngu þjóð- kunnar fyrir sumar- starfsemi í þágu bama. Þar hefur margur ungur maðurinn skemmt sér við leik og alvöru í fögm umhverfi staðarsins. Hildur Friðriksdóttir blaðamaður heimsótti sumarbúðirnar í síðustu viku og tók þar nokkra hressa krakka tali. Andrúmsloftið var með ró- legra móti í sumarbúðun- um á Ástjörn í N-Þingeyj- arsýslu þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði sl. föstudag. Ástæðan var sú að um þriðjungur dvalargesta hafði farið heim þennan dag og aðrir ókomnir. Sumir sólbrenndust í glampandi sólinni mátti sjá nokkur börn úti á vatni á bátum, en önnur sátu í rólegheitum í gras- inu og spjölluðu við foringjana. Blaðamaður rakst á félagana Björn Björnsson úr Garðabæ, sem er að verða 13 ára og Sigfús Gunnar Ágústsson frá Vestmannaeyjum, 13 ára, þar sem þeir voru að koma frá því að spila borðtennis. Þetta er þriðja sumarið sem Björn dvelst á Ástjörn en sjöunda skipti Sigfúsar. „Það er alltaf nóg að gera þegar veðrið er gott. Núna er búið að vera rosalega gott veður og margir brenndir. Samt notum við sólaráburð," sögðu þeir félagar. — Hvernig gengur dagurinn fyr- ir sig? „Við erum vaktir kl. 8 og þá er morgunstund, fánahylling og morg- unmatur. Við fáum oftast hafra- graut, súrmjólk eða kornfleks.“ — Hvað er best? „Kornfleksið," svöruðu þeir báðir í kór. „Samt er það algjört eitur hérna. Það er í einhveijum pokum,“ bætti Sigfús við og gretti sig. „Eftir morgunmat er biblíutími fyrir 11 ára og eldri og síðan er frístund." — Hvað hafið þið þá fyrir stafni? „Við förum út á bát, í borðtenn- is, fótboltaspil, körfubolta og fót- bolta,“ sagði Björn. „Og sofa þegar maður er þreyttur," hélt Sigfús áfram. — Hvað er skemmtilegast í sum- arbúðunum? „Það er að tala við stelpurnar. Bryndís Eva Ásmundsdóttir er skemmtilegust að mínu mati,“ sagði Sigfús og undir það tók félagi hans Björn. Gaman að fara út á bát Niðri við vatnið rakst blaðamaður á þijár stúlkur, sem voru á leiðinni út á hjólabát. Það var varla að þær mættu vera að því að setjast niður og spjalla nema Þórhalla Ásgeirs- dóttir, 6 ára frá Akranesi, sem sagð- ist vera vön að láta taka við sig viðtal. Þær Þórdís Linda Dúadóttir frá Dalvík og Sigríður Arna Arn- geirsdóttir frá Akureyri tylltu sér þó smástund og sögðu að þetta væri þriðja dvöl þeirra á Ástjörn. Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir BJÖRN Björnsson úr Garðabæ, sem er að verða 13 ára og Sigfús Gunnar Ágústsson frá Vestmannaeyjum jafnaldri hans voru að koma úr spennandi keppni í borðtennis. ÞÓRHALLA Ásgeirsdóttir (fyrir miðju) ásamt vinkonum sinum Þórdísi Lindu Dúadóttur og Sigríði Örnu Arngeirsdóttur var að bíða eftir að komast út á jörnina í hjólabát. Sigurfinnur bátavörður Efkrakkarnir hegða sér ekki samkvæmt reglum grípur Sig- urfinnur Finnsson til gjallar- hornsins og lætur í sér heyra. Eitt af því skemmtilegasta sem þær gera er að fara út á bát, en þeim finnst líka gaman í leikjum eins og fallinni spýtu. „Mér finnst stundum gaman og stundum leiðinlegt, sérstaklega á næturnar og morgnana," sagði Þór- halla, en þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur á Ástjörn. Aðspurð sagð- ist hún vera með heimþrá, en svo ljómaði andlitið þegar hún sagði að mamma sín kæmi á morgun að sækja hana. „I fyrsta skipti sem ég var hérna var ég alltaf með heimþrá,“ sagði Þórdís. „Ég er stundum með heim- þrá ennþá,“ sagði Sigríður en bæði hún og Þórdís fara heim næstkom- Sigurfinnur Finnsson, 11 ára frá Ólafsfirði, sat ábyrgðarfullur ofan á bátaskýlinu og fylgdist með félög- um sínum úti á vatninu. Undir" venjulegum kringumstæðum sjá foringjarnir um bátavarðarstarfið svo Sigurfinnur var spurður hvers vegna hann gegndi starfinu núna. „Af því að Arnar [foringi] nennti ekki að vera hérna og ég fékk að vera aðstoðarmaður," svaraði hann að bragði. — Hvað gerir bátastjórinn? „Hann fylgist með vatninu og passar upp á að reglurnar séu ekki brotnar. Þeir sem bijóta reglur fara i bátabann. Það getur verið einn dagur eða allt upp í þrjá, það er misjafnt.“ Þegar hér var komið samtalinu þótti blaðamanni ekki rétt að trufla bátastjórann við störf, enda um ábyrgðarmikið starf að ræða og ekki gott að missa sjónar á sjómönn- unurn. andi föstudag. — Megið þið fara út á bát þegar þið viljið? „Nei. Ekki eftir kvöldmat og ekki á matmálstímum.“ „Ég fer stundum út á bát með f bróður mínum og frænku minni, sem eru hérna líka,“ sagði Þórhalla. „Strákarnir fóru í sund af því að heita vatnið var búið. Fyrst fóru stelpurnar í sturtu og mín var ís- köld af því að ég var seinust.“ — Er gaman að hafa nammidag? „Já, nema mér finnst Malta vont og gef það alltaf. Þá fæ ég bara bland í poka,“ sagði Þórhalla og stóð upp til að elta vinkonur sínar, sem komnar voru út í bátana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.