Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ I DAG Morgunblaðið/Björn Gíslason Sund og leikir á Þelamörk MIKIL aðsókn er að sundlaug- inni við Þelamerkurskóla og þeim leiktækjum sem þar eru. Að sögn sundlaugarvarðar tók aðsóknin geysilegan kipp um mánaðamótin síðustu þegar veður varð bjart og hlýtt. Þá var slegið aðsóknarmet og sundgestir urðu alls um 1300 á einum sunnudegi. Telja má að hin nýja vatns- rennibraut sem tekin var í notk- un fyrir skemmstu dragi ekki síst að, en auk þess er sundlaug- arsvæðið snyrtilegt og við ýmis- legt að vera annað en að renna sér í brautinni. Laugin sjálf er vinsæl og hún er jafnan kölluð „heit sundlaug". Þarna er opið alla daga frá klukkan 10 á morgnana til 10 á kvöldin. * ATVR tekur upp debetkortaþjónustu á næstu mánuðum ÁTVR hyggst brátt taka við kreditkortum Höskuldur Jónsson t.v. og Einar S. Einarsson. HINGAÐ til hefur Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins ekki tekið við greiðslukortum af neinni gerð. Á næstu mánuðum mun verða breyt- ing þar á og var samningur þess efnis undirritaður í gær á milli Visa- Islands og ÁTVR. Innan tíðar mun því vera hægt að greiða með debet- kortum í útibúum áfengisverslunar- innar þótt kreditkortin verði að bíða enn um sinn. Ákvæði í áfengislög- unum bannar að lána áfengi og þar með notkun kreditkorta í áfengis- verslunum að sögn Höskuldar Jóns- sonar, forstjóra ÁTVR, sem telur þó að breyting verði á því innan tíðar. Nefnir hann sem dæmi að Fríhöfnin í Keflavík hafi í nokkum tíma tekið við greiðslukortum at- hugasemdalaust, þótt hún selji áfengi. Höskuldur sagði að það tæki sinn tíma að koma tækjunum upp í útibúunum en mjög fljótlega verði hægt að greiða með bæði Maestro og Electron debetkortum í Heið- rúnu. Þegar allt hafi sannað sig og kerfið hafi sýnt að það virki verði þess skammt að bíða að það komi í aðrar verslanir. Flýtir fyrir afgreiðslu Afgreiðslustaðir ÁTVR eru 24 og á Stykkishólmi er sá 25. að bætast við. Ails eru því um 100 afgreiðslukassar um allt land og er ætlunin að koma upp posum við alla þeirra. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa-íslands, segir að það taki um 80 sek. að greiða með tékka á meðan það taki aðeins um 20 sek. að greiða með debetkorti. Það sé því fyrirsjáanlegt að afgreiðsla ÁTVR á annatímum verði hraðari og skilvirkari. Úmferðafljós við Vesturifindsveg .Laxalón wfrtiirlaNDSVEGUR iolfvöllur Undir- göng Morgunblaðið/Ámi Sæberg i Grafarholti Brg yfir Suðurlands- Ný tenging Suðurlandsvegar við Vesturlandsveg í Reykjavík ^ V ' ' 7--------------1 Rauða- vm Ný tenging við Suðurlandsveg FRAMKVÆMDUM við nýja tengingn Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar ofan við Rauðavatn miðar vel og verður vegurinn opnaður fyrir umferð í októ- ber, að sögn Rögnvaldar Jónssonar yfir- verkfræðings hjá Vegagerð ríkisins. Samið var við verktaka um framkvæmd- ina og sér Háfell hf. um undirbyggingu vegarins og tengibrautir. Sveinbjörn Sigurðsson hf. sér um að reisa 50 metra langa brú við gatnamót- in við Bæjarháls og Hagtak sér um und- irgöng við innkomu að golfvellinum við Krókháls fyrir bíla og gangandi ásamt undirgöngum við Rauðavatn. Þá hefur verið samið við Hlaðbæ-Colas um mal- bikun vega og gatnamóta. Aætlaður heildarkostnaður við teng- inguna og breikkun Vesturlandsvegar er um 550 milljónir. Bræðsluofn Hringrásar hf. Hollustu- vernd var samþykk kaupunum ÁKVÖRÐUN um kaup á málm- bræðsluofni Hringrásar hf., sem inn- siglaður var 1. júlí sl. að ósk Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur,^ var, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Einarssonar framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, fyrst tekin eftir að sam- þykki Hollustuverndar ríkisins hafði fengist fyrir kaupunum í maí 1991. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var ofninn innsigl- aður í kjölfar þess að brennsiu í hon- um var haldið áfram eftir að heil- brigðisnefnd Reykjavíkur bannaði notkun hans 27. júní þar sem grein- ing á efnainnihaldi reyks frá ofninum lá ekki fyrir. Samkvæmt upplýsing- um Ásgeirs, Einarssonar er ofninn framleiddur samkvæmt viðurkennd- um Evrópustaðli, meðal annars til brennslu jarðkapla. í bréfi Hollustu- verndar ríkisins dagsettu 14. maí 1991 segir að Hollustuvemd veiti fyrir sitt leyti varðandi mengunar- vamir leyfi til notkunar á slíkum ofni sbr. grein í starfsleyfi Hringrás- ar frá 10. apríl 1991. -----» ♦ «--- Siglingamálastjóri Eðlilegt að setja lág- markskröfur LÖG UM eftirlit með skipum gilda eingöngu um stærri fley en sex metra, en til eru reglur um smíði og öryggisbúnað minni báta, en þar eru uppblásnir bátar undan- skildir, og því gilda hvorki lög né reglur um þá báta sem notaðir eru til siglingar á straumvatni, segir Benedikt Guðmundsson, siglinga- málastjóri. Bendedikt segir að í framhaldi af þeim atburðum sem hafa orðið sein- ustu vikur í siglingum á ám, verði mál þessi skoðuð vandlega með setn- ingu reglna í huga. Rætt hafi verið við aðstandendur slíkra ferða, og hafi þau samskipti verið góð. „Það er ekki óeðlilegt að settar verði lág- markskröfur um búnað til þessara siglinga, enda hafa menn eðlilega áhyggjur þegar liggur við óhöppum þó að vel hafi farið til þessa og líkleg- ast sé útbúnaður viðkomandi aðila með ágætum. Við munum hins vegar ræða þessi mál frekar á næstunni innan stofnunarinnar, og ég er ekki tilbúinn að segja hvort að reglur verði settar eða hvemig þær myndu hljóma," segir Benedikt. -----» ♦ ♦--- Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ JÓHANN Sigur- jónsson viðskipta- fræðingur var í gær ráðinn bæjar- stjóri í Mosfellsbæ nýhafið kjörtíma- bil. Hann tekur til starfa sem bæjar- stjóri næstkom- ándi mánudag. Jóhann hefur und- anfarin ár gegnt stöðu fjármálastjóra Pharmaco hf., en var áður aðstoðar- framkvæmdastjóri Glitnis hf. Jóhann hefur verið búsettur í Mosfellsbæ undanfarin 20 ár, kvæntur Ástu Hilmarsdóttur og eiga þau þijú börn. Jóliann Siguriónsson I Í i » i i B i, i I 9 t l 9 S , s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.