Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 11 Marinó Freyr Sigurjóns- son og Bjarni Már Svav- arsson. Líf og fjör á hjól- reiðahátíð Hvolsvelli - Hjólreiðahátíð VÍS á Hvolsvelli fór vel fram í þokkalegasta veðri fyrir skömmu. Nokkur mótvindur setti strik í reikninginn hjá keppendum í ,,Tour de Hvols- völlur", Islandsmeistara- keppninni í götuhjólreiðum. íslandsmeistari varð Bjarni Már Svavarsson á 4 tímum, 14 mín. og 32 sek. Magnús Scheving, þolfimi- kappi, var heiðursgestur á hátíðinni, keppti hann 'í tor- færuhjólreiðum við sveitar- stjóra Hvolhrepps, ísólf Gylfa Pálmason, og varð sjónarmun á undan. Þá skemmti hann gestum hátíðarinnar með gamanmálum og sýndi þolfimi við mikla hylli, sérstaklega yngstu kynslóðarinnar. Á laugardagskvöldinu fór fram kvöldvaka þar sem m.a. var keppt í rúningu. Voru hárgreiðslumeistarar bæjar- ins dómarar og fengu kepp- endur rakspíra og klippingu í verðlaun. Á sunnudeginum gátu þátttakendur farið í ýmsar hjólreiðaferðir. Var m.a. farið inn í Þórsmörk að Tumastöðum og svo var keppt í fjallahjólreiðum, Hvolsvöll- ur-Krappi-V atnsdalur-Hvols- völlur. Þar sigraði Haraldur Vilhjálmsson á 2 tímum og 9 mín. Líflegt í Hólminum um helgina Stykkishólmi - Það var líf- legt í Hólminum um síðustu helgi, en þá heimsótti fjöldi manns bæinn og nóg að gera á veitinga- og gististöðum. Svo var heil tjaldborg í út- jaðri bæjarins á tjaldstæðun- um þar, um 40 tjöld þegar mest var. Margir gestanna notfærðu sér góða veðrið t.d. með því að fara með Eyjaferðum út um eyjasund og skoða nafn- fræga sögustaði og eyjalíf, enda góður maður til að segja frá. Gestir voru alls staðar að af landinu og einróma um að helgin hafi heppnast vel. Það voru líka ánægðir gestir sem notuðu sér ferð Baldurs yfir Breiðafjörð, en hann fór 6 ferðir um helgina. Sannkallad fólksbílaverö! Staðalbúnaður I Daihatsu Feroza 94 Vökvastýri Læst afturdrif Driflokur Veltistýri Stafræn klukka Hallamælir Voltmælir Bensínlok opnanlegt innanfrá Hiti í afturrúðu Þurrka á afturrúðu Litað gler Veltibogi Aftursætisbak fellanlegt og skipt o. m. fl. Reynsluakstur! Bíll á staðnum til reynsluaksturs 50% afsláttur af lúxuspakka fyrir þá sem panta fyrir 31. júlí '94. Innifalið I þeim pakka er: Rafknúnar rúður Rafknúnir speglar Samlæsing Þriggja þrepa demparar Sportsæti með plussáklæði Sjálfvirkar driflokur Tvílit yfirbygging Áður: 50.000 kr. nú: 24.900 kr. A IMotaðir bílar teknír uppí nýja FAXAFENI 8 • SIMI 91- 68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.