Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 17 LISTIR A------------------ Flemming- Nielsen opnaði ljósmyndasýningu í Stykkishólmi. Þórður sýnir í Arnarbæ ÞÓRÐUR Halldórsson frá Dagverðará heldur málverkasýn- ingu-í Amarbæ á Arnarstapa 15. til 31. júlí. Þetta er 12. einkasýn- ing listamannsins. Að venju kenn- ir margra grasa á málverkasýn- ingu Þórðar en þar verður á þriðja tug mynda. Þórður einnig hefur tekið saman ljóðmæli sín í litla bók og verður hún til sölu á sýn- ingunni. Þórður skemmtir jafn- framt gestum og gangandi á kvöldvökum sem haldnar verða í Arnarbæ vikuna 17. til 23. júlí. Þar gefst gestum kostur á að hlýða á hann segja Snæfellskar furðusögur frá horfínni tíð. Gunnar sýnir í Stykkishólmi Stykkishólmi - Nú stendur yfir í Stykkishólmi sýning á verkum Gunnars Gunnarssonar myndlist- arkennara við Grunnskólann í Stykkishólmi. Gunnar útskrifað- ist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1986. Hann hefur haldið nokkrar einka- sýningar og átt myndir á samsýn- ingum. Á sýningunni eru 9 mynd- ir flestar nýmálaðar og er mynd- efni fjölbreytt. Reinhild Patzelt í Gallerí Umbru ÞÝSKA myndlistarkonan Rein- hild Patzelt opnar í dag fimmtu- dag sýningu á málverkum á papp- ír í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg l.Reinhild bjó um nokkurra ára skeið hér á landi, fyrst við störf en lauk svo námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1976 úr grafíkdeild. Framhaldsnám stundaði hún í heimalandi sínu til 1980 Reinhild gerir myndirnar með blandaðri tækni, málar á pappír með olíulitum og notar ýmiss konar þrykktækni. Rein- hild hefur haldið fjölda sýninga, bæði í Þýskalandi og víðar. Þetta er önnur sýning hennar á Ís- landi. Sýningjn stendur til 3. ág- úst og er galleríið opið síðdegis þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mánudaga er lokað. Ljósmyndasýn- ing í Hólminum Stykkishólmi - Flemming Niels- en ljósmyndari hefur opnað ljós- myndasýningu í Stykkishólmi, þar _ sem hann sýnir ljósmyndir frá íslandi og Danmörku. Á sýn- ingunni eru einnig tvær ljós- myndir Guðmundar P. Qlafssonar líffræðings. Flemming er fæddur í Danmörku og gekk í Árhus Tegneskole þar sem hann stund- aði nám. Hann flutti síðan til íslands fyrir tveimur árum ásamt konu sinni Sólborgu Olgu Bjarna- dóttur og eru þau búsett í Stykkishólmi. Ingibjörg hjá Sævari Karli INGIBJÖRG Eyþórsdóttir sýnir í Galleríi Sævars Karls 15. júlí til 4. ágúst. Ingibjörg hefur tekið þátt í tveimur sam- sýningum og haldið tvær einkasýningar. Verkin á sýn- ingunni eru íjögur málverk, unnin með olíu, módellakki og blýanti á striga. Sömu form í sömu litum eru notuð aftur og aftur, en þau sett á mismunandi bakgrunn eða í mismunandi samhengi. Ingi- björg segir hugmyndafræðilegar ástæður meðvitað fyrir því að hún velji nákvæmlega þessi form, en þau leiti alltaf á sig. Af hveiju viti hún ekki og langi ekki að skilgreina fyrir sjálfri sér hvers vegna. Sýningin er opin á verslunar- tíma á virkum dögum frá kl. 10-18. Hafinu vel tekið í Bonn LEIKFLOKKUR Þjóðleikhússins fyrir utan Borgarleikhúsið í Bonn, þar sem hann sýndi leikritið á Ieiklistarhátíð helgaðri evr- ópskri nútímaleikritun. LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk með sýningu á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar Hafinu á leiklistar- hátíð í Bonn í Þýskalandi. Hér var um að ræða evrópska leiklistarhá- tíð, Bonner Biennale, sem haldin er annað hvert ár og hefur það að aðalmarkmiði að kynna verk núlifandi evrópskra leikskálda. Hafið var sýnt einu sinni í Borg- arleikhúsinu í Bonn fyrir fullu húsi og við góðar viðtökur áhorf- enda. Á eftir sýningunni voru umræður, þar sem leikhúsgestum gafst kostur á að spyija höfund, leikstjóra og leikendur spjörvnum úr. Umsagnir um sýningu Þjóðleik- hússins hafa birst í ýmsum þýsk- um blöðum og eru yfirleitt lofsam- legar. Gagnrýnendur ræða nokkuð um hversu hefðbundið verk Ólafs sé í forminu og telja það verkinu ýmist til lofs eða lasts. Lofsamleg orð um leikarana Leikarar Þjóðleikhússins fá hvarvetna góða dóma fyrir leik sinn. Gagnrýnandi Bonner Rundschau fer lofsamlegum orð- um um leikarana með Helga Skúlason fremstan í flokki og líkir efnistökum höfundar við höfunda á borð við Strindberg, O’Neill og Albee. Hann segir verkið vel byggt og það bjóði upp á góð hlutverk. Gagnrýnandi Bonner Stadtanzei- ger virðist eiga erfitt með að flokka leikritið og segir að þar svífi andi bæði Noels Cowards og Eugenes O’Neills yfir vötnum. Hann lýkur miklu lofsorði á leik leikaranna. Lang lofsamlegasta gagnrýnin birtist í hinu virta blaði Kölner Stadt-Anzeiger, þar sem segir að höfundurinn hafi fullkom- lega á valdi sínu listina að byggja upp spennu og láta hlutina gerast á nákvæmlega réttum augnablik- um. Hann segir ijölskylduátök og eijur veksins minna á grimmileg átök íslensku fornsagnanna. Eins og margir sem um verkið fjölluðu segir hann það hefðubundið að formi til en lýkur umsögn sinni á þeim orðum að hvað sem hver segi þá sé það staðreynd að leik- húskvöld sem á yfirborðinu virðist í ósköp hefðbundnum stíl, en sé jafn spennandi og geti sagt sögu á jafn átanklega fyndinn hátt og hér varð raunin á, sé nokkuð sem Þjóðveijar séu næstum búnir að gleyma að sé unnt að gera í leik- húsi. 3.900,- Agen stóll, ýmsir litir > Vi6 sitjum ekki á verðimi -fyrir fólkið í landinu KKINGLUNNl 7 • StMI 91-686660 Gleymdu ekki að innleysa spariskírteinin þín 10. júlí 1994 er gjalddagi spariskírteina úr 2. fl. D 1989. Þeir sem gleyma að innleysa tapa bæði vöxtum og verðbótum. Landsbréf hf. annast innlausn spariskírteina. Leitaðu ráðgjafar hjá Landsbréfum og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, slmi 91-889200, fax 91-888598 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands. AUKhf/SÍAkl 17011-188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.