Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Sumarhátíð UÍA 20 ára
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
UNNUR Sigurðardóttir tók strax forystuna í Valkyijukeppninni.
Glaumbæjarkirkja
endurvígð eftir
miklar breytingar
Sterkustu
konur
landsins
tókust á
Egilsstöðum - Sumarhátíð Ung-
menna og íþróttasambands
Austurlands var haldin í 20. sinn
á Eiðum, dagana 8.-10. júlí sl. Þar
var sannkölluð íþrótta- og fjöl-
skylduskemmtun ásamt meistara-
móti UÍA í frjálsum íþróttum,
pollamóti KSÍ og Vífilfells, Valky-
ijukeppni, karaokekeppni og fjölda
sýningaratriða. Heiðursgestir há-
tíðarinnar voru Júlíus Hafstein,
form. Óiympíunefndar íslands og
Hermann Níelsson, upphafsmaður
sumarhátíða.
Vettvangur fjölskyldunnar
Hermann Níelsson sagði að sum-
arhátíð í dag væri hliðstæð þeirri
sem haldin var 1975, tilgangurinn
væri sá sami. Að skapa íþrótta-,
æskulýðs- og fjölskylduhátíð þar
sem íþróttafólk, börn og foreldrar
af Austurlandi hittust og kynntust
við leik og störf. Hermann sagði
frá tilurð hátíðarinnar og að heim-
ildir væru til af sumarhátíðahaldi
af og til allt frá árinu 1909 og voru
þessar hátíðir taldir stórviðburðir
og t.a.m. á hátíð sem haldin var í
Egilsstaðaskógi 1915 var reiðhjól
sýnt og kynnt í fyrsta sinn fyrir
Austfirðingum. Sumarhátíðahald
var alltaf í nokkur ár og lognaðist
svo útaf en frá 1975 hefur það
verið samfellt.
Frjálsar íþróttir
Eitt stærsta atriði hátíðarinnar
hveiju sinni, er meistaramót UIA í
fijálsum íþróttum í öllum aldurs-
hópum. Um 400 keppendur voru í
fijálsum íþróttum. Helstu úrslit
mótsins voru þessi: Austri, Eski-
firði, vann stigakeppni félaga í báð-
um aldursflokkum. Sigmar Vil-
hjálmsson, Hetti, Egilsstöðum,
vann besta afrek í sveina- og dren-
gjaflokki, kastaði spjóti 52,64 m.
Elín Rán Björnsdóttir, Hetti, vann
besta afrek í flokki meyja og
stúlkna, hljóp 100 m á 13,0 sek.
Volvo-bikarinn er veittur fyrir besta
afrek einstaklings 14 ára og yngri,
hann hlaut Brynja Pétursdóttir,
Austra, fyrir 60 m hlaup á 9,8 sek
og fékk hún 1100 stig fyrir.
Valkyrjukeppni
Magnús Ver Magnússon stjórn-
aði Valkyijukeppni þar sem sterk-
ustu konur landsins tókust á. Kepp-
endur voru: Unnur Sigurðardóttir,
spjótkastari og sterkasta kona ís-
lands, Margrét Sigurðardóttir
margf. íslandsmeistari í vaxtar-
rækt, Dagbjört Bladen þolfimikenn-
ari og 3. sterkasta kona íslands,
Bryndís Ólafsdóttir fyrrv. sund-
kona, Petrún Jónsdóttir, íþrótta-
kennari á Neskaupstað og Lillý
Viðarsdóttir, frjálsíþróttamaður frá
Stöðvarfirði. Keppnin fór fram á
tveimur dögum og keppnisgreinar
voru þessar: Að draga bíl með fót-
um, að draga bíl með höndum, hjól-
böruakstur, kasta dekki yfir rá,
stafla heyböggum og dauðaganga.
Keppnin vakti mikla lukku meðal
áhorfenda og hvöttu þeir valkyij-
urnar óspart. Unnur Sigurðardóttir
sýndi að hún er sterkasta kona
Iandsins, því hún tók forystu strax
í fyrstu grein og hélt henni allan
tímann. I öðru sæti varð Bryndís
Ólafsdóttir og Petrún Jónsdóttir í
þriðja.
Knattspyrna
Pollamót KSÍ og Vífilfells í 6. fl.
var haldið á Sumarhátíð og kepptu
þar um 100 börn frá 8 byggðarlög-
um. Úrslit urðu þau að í liðum A
sigraði Höttur, Þróttur varð í öðru
sæti og Austri í þriðja. í liðum B
sigraði Þróttur, Austri varð í öðru
sæti og Höttur í þriðja. Sigurvegar-
ar A og B keppa til úrslita á íslands-
meistarmóti sem haldið verður 23.
og 24. júlí.
Um 1500 manns voru á hátíðinni
og fór hún í alla staði vel fram og
voru miklar tjaldbúðir á svæðinu.
Varðeldur var kveiktur á föstudags-
kvöld, tjalddansleikur á laugardags-
kvöld og hátíðardagskrá var á
sunnudegi.
Sauðárkróki - Eftir verulegar end-
urbætur og lagfæringar var Glaum-
bæjarkirkja í Skagafirði endurvígð
við hátíðlega athöfn 26. júní sl. Það
var sr. Bolli Gústavsson, vígslubisk-
up Hólastiftis, sem endurvígði kirkj-
una, prédikaði og þjónaði fyrir alt-
ari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni pró-
fasti og sr. Gísla Gunnarssyni sókn-
arpresti, en aðrir prestar úr próf-
astsdæminu voru einnig viðstaddir
athöfnina.
Allnokkuð er síðan ákveðið var
að ráðast í endugerð kirkjunnar í
Glaumbæ og þegar eftir
síðustu áramót var haf-
ist handa um fram-
kvæmdir innandyra, en
áður hafði verið unnið
nokkuð við lagfæringar
við kirkjuna að utan-
verðu og í kirkjugarði.
Að innan var kirkjan
öll endumýjuð, hvelfing
var sett í loft kirkju-
skipsins, veggir allir
múraðir og skreyttir,
kórbogi hækkaður en
gólf lögð flísum, þá
voru gluggar lagfærðir
og nýir bekkir settir í
kirkjuna.
Þá var kirkjan öll einangruð, nýtt
hitunarkerfí sett upp og raflögn og
ljós öll endumýjuð.
Þá var við athöfnina tekið í notk-
un nýtt og glæsilegt pípuorgel.
Arkitekt kirkjunnar er Hjörleifur
Stefánsson, en Bragi Skúlason
byggingarmeistari hafði umsjón
með verkinu.
Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar
sóknarprests í Glaumbæ er mjög
mikil ánægja með það hversu vel
hefur til tekist með allar fram-
kvæmdir við kirkjuna, en hins vegar
er enn margt sem gera þarf til þess
að endurgerðinni sé að fullu lokið.
Að vígsluathöfninni kom mikill
íjöldi fólks, sagði sr. Gísli, en að
hátíð lokinni var kaffisamsæti í
Miðgarði í boði sóknarnefndar, en
þar tóku margir til máls og luku
allir upp um það einum munni, hve
vel hefði tekist og voru kirkjunni
færðar margar góðar gjafir.
Eitt af því sem síðar mun skreyta
Glaumbæjarkirkju, eru 6 spjöld úr
prédikunarstóli gömlu timburkirkj-
unnar sem áður stóð að Glaumbæ,
en hún var reist árið 1873, en rifin
þegar núverandi kirkja var reist, og
spjöldin þá seld ásamt öðru timb-
urverki úr kirkjunni á uppboði í
Glaumbæ árið 1935.
Altari Glaumbæjarkirkju.
Er talið að spjöldin sem eru nú í
viðgerð, hafi verið máluð erlendis
einhverntíma á sautjándu öld og
sýna meðal annars myndir af Maríu
guðsmóður og Pétri postula.
Þegar farið var' að huga að end-
urgerð kirkjunnar barst vitneskja
um gömlu spjöldin úr prédikunar-
stólnum frá eigendum þeirra, frú
Ingibjörgu Sigurðardóttur og frú
Svanlaugu Pétursdóttur, ekkju Sig-
fúsar Sigurðssonar er á sínum tíma
keypti gripina, sem sýndu því mik-
inn áhuga að koma þeim aftur heim
til Glaumbæjar og gefa þá kirkjunni.
Sagði sr. Gísli Gunnarsson að
mikill fengur væri í því að fá þessa
fornu gripi heim aftur og mundu
þeir prýða kirkjuna í framtíðinni.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
-
Kringlan - verslunarhúsnæði
Til sölu á besta stað í Kringlunni 8-12 verslunarhús-
næði sem er um 65 fm nettó og 95 fm brúttó að stærð.
í húsnæðinu er rekin snyrtivöruverslun og eru aðeins
tvær slíkar í Kringlunni. Leigusamningur til 4ra ára.
Mjög góð leiga. Upplýsingar aðeins á skrifst.
Ásbyrgi, fasteignasala
Suðurlandsbraut 54,108 Reykjavík,
sími682444.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON. framkvæmoastjori
KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali
Nýkomnar til sýnis og sölu m.a. eigna:
Við Gnoðarvog - á góðu verði
3ja herb. íb. á 2. hæð um 70 fm. Sólrík. Vel skipulögö. Bað o.fl þarf
að lagfæra. Góð sameign með nýjum teppum og húsið nýklætt.
Stór og góð við Hjarðarhaga
3ja herb. íb. á 4. hæð. Tvennar svalir. Sér þvottaðastaða. Nýtt gler.
Ágæt sameign. Vinsæll staður. Mjög gott verð.
Glæsileg endaíbúð - gott verð
4ra herb. á 1. hæð við Hraunbæ, 108,6 fm. Nýtt glæsilegt eldhús.
Sérhiti. Tvennar svalir. 3 svefnh. á hæð og eitt í kj. með snyrtingu.
Ágæt sameign. Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 7,8 millj.
Safamýri - bílskúr - hagkvæm skipti
Endaíb. 4ra herb. á 1. hæð rúmir 90 fm. Vel meöfarin. Tvennar svalir.
Geymsla í kj. Bílskúr 21,5 fm. Skipti æskileg á 3ja herb íb. t.d. í
nágrenninu.
Fjársterkir kaupendur óska eftir:
Tvíbýlishúsi, helst í nágrenni Vogaskóla.
Sérhæðum og raðhúsum í borginni og nágrenni.
2ja herb. íb. í lyftuhúsi við Hamraborg eða Fannborg.
3ja-4ra herb. íb. í vesturborginni við Eiðistorg eða nágrenni. Rétt eign
greidd við kaupsamning.
• • • A
Höfum starfað í 50 ár.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
Elsta fasteignasalan í landinu.
ALMENNA
FASTEIGNASAUM
lAUGAVEGM8sÍMAR2m^Í37Ö
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
BÖRN Þorvalds Sæmundssonar og Stefaníu Tóinasdóttur. Talið
f. v. Guðlaugur, Valgerður, Halldóra, Margrét og Tómas. í bak-
sýn sést tjaldborgin sem þau dvöldust í á mótinu.
Fjölmennt niðjamót
haldið í Grindavík
Grindavík - Tjaldvagnar og tjöld
settu svip sinn á svokallað Láka-
tún í Grindavík fyrir skömmu.
Voru þar á ferðinni afkomendur
Þorvalds Klemenssonar og Stef-
aníu Tómasdóttur sem bjuggu á
Járngerðarstöðum í Grindavik
en ættin bjó þar fram undir 1950.
ÖIl börn Þorvalds og Stefaníu
voru komin til Grindavíkur en
þau eru Guðlaugur, Valgerður,
Halldóra, Margrét og Tómas og
afkomendur þeirra um 80
manns. Afkomendurnir eru í
dag 86 þannig að allflestir voru
samankomnir í Grindavík.
Niðjarnir grilluðu, skoðuðu
Bláa lónið og fóru í leiki með
börnunum en enduðu síðan í
Festi með sameiginlegan kvöld-
verð. Þrír bæir standa á Járn-
gerðarstaðatorfunni og er einn
þeirra kallaður Valdastaðir eftir
Þorvaldi.
Dorgveiði
á Húsavík
ÍÞRÓTTA- ogtómstundaráð og Völs-
ungur gengust nýlega fyrir dorg-
veiðikeppni í Húsavíkurhöfn í tilefni
af ári fjölskyldunnar. Þar var aflakló-
in Hallgrímur Jónsson margfaldur
sigurvegari. Veitt var á hafnar-
bryggjunni og stóð keppnin í einn
og hálfan tíma. Veitt voru verðlaun.
Veiðimennskan virðist ganga í
ættir, því margfaldur sigurvegari var
Hallgrímur Jónsson, 8 ára, sonur
Jónasar Hallgrímssonar, sem er þjóð-
þekkt ijúpnaskytta og veiðimaður á
allt sem hann stundar.
Hallgrímur fékk flesta fiska eða
18 talsins en sá næsti var með 9.
Hann fékk stærsta fiskinn, 66 cm,
og þann þyngsta. Þrátt fyrir að við
átökin við þann þyngsta brotnaði
framan af veiðistönginni hélt hann
áfram að veiða með brotna stöng.
Morgunblaðið/Silli
Aflaklóin Hallgrímur Jónsson.