Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 't LANDSMÓT UMFÍ Stangarstökk og messu- söngur ÞORSTEINN Einarsson er fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkis- ins. Hann er fæddur árið 1911 og stóð í fyrsta sinn að undirbún- ingi landsmótsins á Hvanneyri árið 1943. Hann býr að langri starfsreynslu innan íslenskrar íþróttahreyfmgar og hefur tekið virkan þátt í starfí á fímmtán landsmótum. - Hverskonar hátíð er lands- mót ungmennafélaganna í þínum huga? „Hún er fyrst og fremst sam- koma þar sem ungmennafélagar leitast við að koma öllu því á framfæri sem ungmennafélögin hafa fengist við í gegnum tíðina, leiklist og söng, íþróttum og leikjum, hinu talaða orði eða mælskulist og síðast en ekki síst, hinu trúarlega sem hefur lifað með þjóðinni frá fyrstu tíð. Að mínu viti eru messur og sú at- höfn að syngja messur mikilvæg- ur þáttur í mótshaldinu enda hefur guðsorðið alltaf verið virt innan hreyfíngarinnar. Allir þessir þættir verða að koma fram á einu og sama mótinu til jafns við hefðbundnar íþróttagreinar. Því það er ekki nóg að vera góð- ur stangastökkvari ef allt annað vantar. Ef þessir þættir, einn eða fleiri detta út verður mótshaldið að íþróttakeppni og þá eru lands- mótin dauð og grafín. Við höfum nóg af sérmótum til að keppa á. Svokallaðar starfsíþróttir gegna líka stóru hlutverki á landsmóti en þær voru teknar upp að nýju árið 1952, sláttu- keppni eða ræktun á búfé, svo dæmi sé tekið. Ekkert af þessu má vanta á landsmót. Þess vegna er hvert landsmót menningarhá- tíð í víðum skilningi þess orðs þar sem allir vinna saman og enginn maður er öðrum mikil- vægari. Það stjórnar enginn einn maður heilu landsmóti, það er samvinna margra." - Það er því ekkert eitt atriði ofar öðru sem máli skiptir? „Nei, í raun ekki því allt þarf að koma fram svo heildin raskist ekki. Þetta byggir á því að tvinna saman marga og ólíka þætti þar sem enginn einn er öðrum göf- ugri. Á lýðveldishátíðinni á Þing- völlum sem nú er nýlokið var allt of mikið af sýningum. Þar komu fram öfl sem vildu enga keppni, aðeins síldarsöltun, hey- vinnu og brúardans með harmon- ikkuspili og svo voru engin verð- laun veitt fyrir glímuna. Lands- mótshald ungmennafélaganna verður á hinn bóginn að vera sambland af sýningu og keppni. Það á að sýna þverskurð af bæ- jarlífí og lífí til sveita. Rétt með- ferð á þjóðfánanum er reyndar atriði sem alltaf hefur skipt miklu máli í starfi ungmennafé- laganna og á Þingvöllum árið 1907 stilltu ungmennafélagar sér upp sitthvorumegin Al- mannagjár og héldu á bláhvíta fánanum þegar kóngurinn og Hannes Hafstein gengu niður gjána fylktu liði. Ég vona bara að landsmótin haldi áfram að vera til í fjölbreyttri mynd þar sem enginn einn þáttur níðist á öðrum.“ - En hvernig finnst þér þróun- in hafa orðið á mótshaldinu? „Landsmótin eiga að vera afl- vaki fyrir hinar dreifðu byggðir landsins en því miður hefur þróunin orðið sú að mótshaldið hefur færst inn í þéttbýlið og síðan árið 1971 hafa landsmótin verið haldin í kaupstöðum. Kröf- urnar hafa aukist til mikilla muna og jafnvel vaxið sér yfir höfuð. Núna verður íþróttaað- staðan að vera svo fullkomin með stórum og glæsilegum íþróttavöllum, íþróttahúsum með áhorfendastæðum og sundlaug- um. Þetta hefur breyst mikið síð- an ég hóf störf á Hvanneyri árið 1943 þar sem var stór og mikil slétta sem kallast Þyt og þar mættu ungmennafélagar og máluðu fyrir völlum og brautum á sléttri grund og stungu upp gryfjur. Núna stendur ríkið fyrir öllum framkvæmdum og því má segja að rómantíkin hafi horfið. Ég er hræddur um það að við getum ekki lengur haldið lands- mót á sléttri grund. Ég held samt að mesti vandi UMFI felist í því að láta hina rótgrónu þjóðlífs- þætti halda sér til jafns við ann- að í mótshaldinu, messuna, söng- inn, leiklistina og hið talaða orð. Ef ekki helst jafnvægi þá er landsmótið ekki lengur eins og til þess var stofnað. En þetta hefur allt haldist í hendur og framtíðin er björt því áður en einu landsmóti er lokið eru menn farnir að svipast um hvar halda skuli það næsta.“ Fræknleikur og fögnr hugsun AGA ÍSLENSKRAR ung- mennafélagshreyfíngar er samstíga sögu sjálfstæðisbar- áttunnar í upphaf aldarinnar. Hvort um sig ber í sér ávöxt bjart- sýni og framfara í atvinnu-, félags- og menningarmálum. íslendingar fengu heimastjórn árið 1904 og í upphafi aldarinnar hófst mikil íþróttavakning á íslandi. Þótti Hannes Hafstein ráðherra vera afar glæsilegur fulltrúi sinnar þjóðar og fékk karlmannleg mynd hans tákn- ræna merkingu fýrir allt það sem var að gerast í íslensku þjóðlífí um þær mundir. Samvinnuhreyfingin er stofnuð árið 1902, en samvinnu- og ung- mennafélagshreyfíngarnar voru skyldar, því hvorutveggja batt al- þýðufólk samtökum. Fjórum árum síðar er fyrsta ungmennafélaginu komið á legg þegar Ungmennafélag Akureyrar er stofnað þann 6. jan- úar árið 1906. Guðstrú og bindindi voru þar höfuðdyggðir en hugsjón- irnar snerust um ættjarðarást og sjálfstæðisbaráttu. Markmiðið var, eins og segir í stefnuskrá félagsins „að vekja æskulýðinn af hinum þunga svefni hugsunarleysis og sljóleika fyrir sjálfum sér, til eining- ar og framsóknar, vekja lifandi og starfandi ættjarðarást í bijóstum íslenzkra ungmenna en eyða flokkahatri og pólitískum flokka- drætti.“ Ungmennafélögin voru greinar á meiði þjóðlegrar vakning- ar og sum þeirra áttu sér undan- fara í félögum ungs sveitafólks á 19. öld sem stofnað var til af mik- illi þörf með samvinnu, ferðalög, sjiarnað og bindindi að leiðarljósi. Ymis framfarafélög voru starfrækt víða um land sem ungmennafélögin sóttu fyrirmyndir sínar til, lestrarfé- Tög og menntafélög. Ungmennafé- lögunum ijölgaði ört eftir stofnun UMFA og strax árið eftir var Ung- mennafélag íslands (UMFÍ) stofn- að, í ágúst árið 1907. Það helst því í hendur að skapa heilbrigðan einstakling og sjálf- stætt og fullvalda lýðveldi enda byggja hugsjónir ungmennafélag- anna á mannrækt til hagsbóta fyrir land og þjóð. Bóndinn og skáldið Guðmundur Friðjónsson frá Sandi orðaði þessa hugsun með svofelld- um hætti í erindi frá árinu 1921, að þjóðernið „hefur sömu þýðingu, Landsmót imgmennafé- laganna á íslandi verður haldið í 21. sinn að Laugarvatni dagana 14. til 17. júlí. Þetta erí annað skipti sem mótið fer þar fram en áður var það haldið að Laugar- vatni 3. til 4. júlí 1965. Það mót verður lengi í minnum haft sakir íjöl- mennis og einstakrar -----------------r«---- veðurblíðu. Jón Ozur Snorrason stiklar hér á stóru í sögu ungmenna- félagshreyfingarinnar og landsmótanna. sama gildi fyrir landslýðinn sem móðerni hefur fyrir einstaklinginn“. Fyrsta nútíma íþróttamótið Á seinni hluta 19. aldar tóku íþróttir á sig annað og ákveðnara form en verið hafði, mótaðar reglur urðu meira áberandi í einstaka íþróttagreinum og iðkunin varð markvissari. Nákvæmar mælingar á árangri hófust og met í einstakl- ingsgreinum voru skráð. Leikfimi- kennsla hófst við Lærða skólann árið 1857 og eftir aldamótin komu fram á sjónarsviðið sérmenntaðir íþróttakennarar. Má þar nefna Ingi- björgu Brands, Lárus J. Rist og Björn Jakobsson sem síðar stofnaði íþróttakennaraskóla að Laugar- vatni árið 1932. Fljótlega eftir stofnun UMFÍ kviknaði sú hugmynd að halda sam- eiginlegt leikmót allra ungmennafé- laganna, helst í tengslum við sam- bandsþing félaganna. Hugmyndin var að tefla saman rótgrónum hér- aðshátíðum og skipulagðri og mæl- anlegri athugun á fræknleik manna. Fyrsta eiginlega íþrótta- mótið á íslandi er um leið talið vera fyrsta landsmót UMFÍ. Mótið var haldið á Akureyri 17. júní árið 1909 í blíðskaparveðri. Að venju voru fánar dregnir að húni og bæjarbúar skreyttu hús sín með bláhvítum eða dönskum fána. Menn gengu fylktu liði í skrúð- göngu og röðuðu sér í flokka eftir stéttum eða hugsjónum, verslunar- menn, templarar eða ungmennafé- lagar og var borið merki fyrir hverj- um flokki. Fréttaflutningur af mót- inu var litaður af afstöðu manna til sambandsmálsins og ritsíma- málsins. í blaðinu Norðurlandi er kvartað yfír því að íslenski fáninn hafi hvergi sést blakta nema á tveimur stöðum fyrir utan sjálft hátíðarsvæðið og þótti það ein- kennilegt á móti sem UMFA stóð að fyrir hönd UMFÍ á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Alskonar stökk Landsmótið á Akureyri var tals- vert frábrugðið því sem þekkist nú á dögum. Meginþorri bæjarbúa og fólk úr sveitunum í kring var þar samankominn, allir klæddir sínum bestu fötum, fátæklingar jafnt sem broddborgarar staðarins. Þetta var á þeim tíma sem íslendingar gengu um álútir og bognir í baki, vanir þröngum og dimmum torfbæjum en um leið báru þessi hátíðahöld því vitni að landsmenn voru farnir að rétta úr kútnum í víðum skiln- ingi. Guðlaugur Guðmundsson bæj- arfógeti setti mótið og bauð að- komumenn sérstaklega velkomna. Síðan stigu þjóðkunnir menn í pont- una, þar á meðal feðgarnir Matthí- as Jochumsson og Steingrímur Matthíasson héraðslæknir og ræddu um ísland, íslendinga og Jón Sigurðsson. íþróttakeppnin hófst að loknum ræðuhöldum og kepptu menn ekki undir nafni félaga sinna heldur kenndu sig við bæi eða byggðarlög. Á þessum árum var algengast að efna aðeins til keppni í kappglímu og einstaka fótboltaleik en í þetta sinn var keppt í bænda- glímu, sem svo var nefnd í tilkynn- ingu en greinilega var um að ræða það sem nú kallast flokkaglíma, 100 metra kapphlaupi, hinum ýmsu stökkum, hástökki, langstökki, brjóststökki eða stangarstökki „og » L á. Ætá " v /: FRÁ LANDSMÓTINU sögufræga árið 1965. Handknattleikskeppni kvenna í algleymingi og gífurleg- ur mannfjöldi fylgdist með í blíðunni en veðurguðirnir hafa oft verið landsmótunum býsna hliðhollir. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.