Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BJARGIÐ OG HAFALDAN * Sólmánaðarhugleiðingar í minningu Oskars Aðalsteins GÓÐUR rithöfundur er genginn. Starfsævi Óskars Aðalsteins var orðin löng og heilladijúg. Tvítugur sendi hann frá sér fyrstu bókina. Það var skáldsagan Ljósið í kotinu. Þótt höfundurinn væri komungur — en söguna hafði hann samið átján ára — bar hún augljós merki tilþrifa og frásagnargleði. Tveim árum síðar kom svo Grjót og gróð- ur sem skipaði höfundinum ótví- rætt á bekk með efnilegustu ung- um rithöfundum á þeim tíma. Guð- mundur G. Hagalín var þá búsettur á fsafírði. Honum þótti höfundur- inn gefa svo góðar vonir að hann ákvað að fylgja sögu hans úr hlaði með formála þar sem hann vakti meðal annars athygli á að Grjót og gróður væri »í rauninni fyrsta verkamannasagan í bókmenntum okkar, sem geti borið það nafn með fullum rétti«. En þvílík um- sögn þurfti þá nánari skýringa við. Verkalýðsbókmenntum, sem verið höfðu áberandi á Vesturlöndum árin á undan, var þá oftast ætlað að hafa pólitísk áhrif. Hagalín benti á að sagan lýsti ekki »lífí verka- fólksins eins og það virðist manni úr annari stétt, manni, sem hefir vakizt til gremju eða hrærzt til meðaumkunar yfir lífi verkalýðs- ins, heldur lýsir hún því eins og það lítur út í augum þess manns, sem er sjálfur uppalinn á verka- mannsheimili og gengur engra annara erinda en þeirra, að sýna líf verkafólksins eins og það lifír í honum sjálfum ...« Grjót og gróður var ekki einung- is sönn saga í þeim skilningi að hún Iýsti lífí alþýðufólks við sjávar- síðuna eins og það var. Hún var h'ka vel skrifuð, í raun mjög vel ef hliðsjón var höfð af ungum aldri og takmarkaðri reynslu höfundar. Án þess að styðjast við stefnur eða tillærð listbrögð hafði Óskari Aðal- steini tekist að lýsa því sem hann þekkti best á áhrifamikinn og sann- færandi hátt. Verkefnið var þó engan veginn auðleyst. Sveitalífíð var enn fyrirferðarmest í hugar- heimi íslendinga. Þangað sóttu skáldin orðtök og samlíkingar. Á sjávarþorpið var þar á móti litið eins og hvert annað víxlspor í þjóð- lífínu sem engin hefð var fyrir. Þegar nú horft er um öxl nærri sex áratugum síðar kann maður að velta fyrir sér hvaðan þessum unga manni hafí komið hvatning og kunnátta til að færast svona mikið í fang og takast svona vel. Svörin verða ekki einhlít. Að sönnu má minna á að kreppuárin á undan voru eitthvert líflegasta blómaskeið íslenskra bókmennta fyrr og síðar. Rithöfundar þeir, sem fremstir fóru, voru frægir og dáðir. Bóklest- ur var almennur og mikið rætt um nýjar bækur manna á meðal. Verkalýðsmálin voru að komast í brennidepil og hlutu þar með að tengjast lífsbaráttu daglaunafólks í kaupstöðunum. Áhrif vinstri manna fóru vaxandi í menningar- lífínu. Og þeir voru manna ötulast- ir að varpa kastljósi á bækur og höfunda sem þeir töldu að styrkja mundu málstað sinn. Þess má Ósk- ar Aðalsteinn hafa notið þótt ós- annað sé — og raunar mjög ósenni- legt — að hann hafi á nokkurn hátt miðað til þess. Allt um það fólst gildi sögunnar ekki aðeins í góðum texta, samfelidum sögu- þræði, trúverðugri persónusköpun og tilraun til þjóðfélagsgreiningar; heldur allt eins í hinu að höfundur- inn hitti þarna á tón sem féll að samhljómi líðandi stundar. Þótt höfundurinn styddist að langmestu leyti við sjálfsreynslu tókst honum þannig að ljá verki sínu skírskotun sem gilti þá stundina. Grjót og gróður hlaut góðar við- tökur. Hitt vó þyngra að höfundur- inn fann með sjálfum sér að honum hafði tekist upp. Og sú tilfínning efldi áræðið. Að nema staðar hvarflaði ekki að honum. Frum- kraftur sköpunargleðinnar svall með honum. Nú gilti það eitt að láta ekki deigan síga. Að lifa af ritstörfum var samt hvergi inni í myndinni. Rithöfundurinn ungi, sem brátt var kominn með fjöl- skyldu, stóð þá frammi fyrir þeim vanda að sjá sér og sínum farborða en öðlast jafnframt »tryggt næði til ritstarfa« eins og hann orðaði það síðar. Úrræðin voru ekki mörg. Eins og á stóð valdi hann þó eflaust hið hagkvæmasta. Hann gerðist vitavörður á Hombjargsvita. Þar með var lífstefnan mörkuð. Síðar fluttist hann að Galtarvita þar sem hann var í aldarfjórðung og loks að Reykjanesvita. Leikur ekki vafi á að vitavarslan á hinum afskekktu stöðum vestra höfðu mótandi áhrif á ritstörf hans þegar tímar liðu. Á þessum fáförnu slóðum gafst hon- um tóm það sem hann sóttist eftir. Þarna naut hann næðis en einangr- aðist aldrei. Þó fáförult væri á út- nesjunum, einkum að vetrarlagi, lagði margur upp í leiðangur til að hitta skáldið og vitavörðinn. Hlutskipti það, sem Óskar Aðal- steinn hafði valið sér, þótti svo ein- stakt að athygli hlaut að vekja. Heimsókn til þessa landskunna manns taldist því rækilega frá- sagnarverð. Þrátt fyrir fjarlægðina — eða ef til vill vegna hennar — voru fjölmiðlar fúsir að hafa tal af honum þegar færi gafst. Og Óskar Aðalsteinn hafði jafnan frá mörgu að segja. Ekki sakaði að hann stóð í hæfílegri fjarlægð frá uppsprettu fáfengilegra dægur- mála. Á Hornströndum gafst honum færi á að skoða iífið frá nýju sjónar- horni. Þar kynntist hann bæði kvenhetjum og kjarnakörlum sem lifað höfðu við ótrúlega erfið skil- yrði en létu þó ekki baslið smækka sig. Dvölin þar má einnig hafa dýpkað skilning hans á íslenskri þjóðtrú. En næðið var líka nýtt til hins ítrasta. Þarna gat rithöf- undurinn ekki aðeins unnið úr margháttaðri reynslu sinni frá bernsku og uppvaxtarárum. Nú gafst honum einnig tóm til að skyggna úr nokkurri fjarlægð myndir þær sem hann átti eftir að draga upp af umhverfí því sem honum var í senn kærast og kunn- uglegast. Verkalýðsmálin viku fyr- ir sígildari vandamálum mannlegs lífs. Árin liðu, sjónhringurinn víkk- aði og bókunum fjölgaði. Ekki verða þær allar taldar hér en nefnd- ar skulu: Húsið í hvamminum, Þeir brennandi brunnar, Hlauparinn frá Malareyri, Vonglaðir veiðimenn, Lífsorrustan, Breyzkar ástir, Eplin í Eden, Dísir drauma minna, í röst- inni, Fyrirburðir á skálmöld — allt skáldsögur. Stundum liðu fáein ár á milli bóka, stundum aðeins árið. Hlýtur Óskar Aðalsteinn að teljast í hópi afkastameiri rithöfunda ef hliðsjón er höfð af að hann varð alltaf að sinna tímafreku starfí samhliða ritstörfunum. Á söguefnum varð aldrei þurrð. Sumt greip hann beint úr samtím- anum og þá gjarnan upp úr dag- lega lífinu. Hann var manna næm- astur fyrir stemmningu andartaks- ins. Söguhetjur hans lifa margar í fábrotnu umhverfí en dreymir um auðugra og fyllra líf. Vinnan, ástin og hugsjónin vekur spennu sem kveikir neista í sálinni. Fram eftir öldinni voru menn í óða önn að bjarga heiminum en greindi mjög á hvernig stýra skyldi þjóðarskút- unni. Kosningadagurinn var mark- aðsdagur hugsjónanna en jafn- framt stórhátíð þeirra sem lifðu fyrir átök og spennu. Allt er það skemmtilega útmálað í skáldsög- unni Kosningatöfrum. »Töfrar!« Einmitt þar hitti skáldið á rétta orðið. Fáir voru svo kaffærðir af annríki að kosningar lyftu þeim ekki upp yfír gráma og tilbreyt- ingaleysi hversdagsins. Kosninga- töfrarer hressileg bók með miklum húmor og ísmeygilegri en tiltölu- lega græskulausri ádeilu. Ósvikin gamansaga! Og lýsir vel andblæn- um í þá gömlu góðu daga þegar menn trúðu á flokkinn sinn og biðu kosningaúrslita með öndina í háls- inum eins og verið væri að tefla um_ örlög mannkyns. Óskar Aðalsteinn var fyrst og fremst skáldsagnahöfundur. En hann samdi einnig nokkrar barnabækur. Lá það ekki síður fyrir honum. Þjóðlegur fróðleikur var honum sömuleiðis hugleikinn. í bókinni Úr dagbók vitavarðar safnaði hann saman þáttum sem hann hafði skrásett, mest eftir frá- sögnum fólks sem varð á vegi hans vestra. Þættimir eru stuttir en ítar- legir, engir útúrdúrar en áhersla lögð á meginatriði. Kjarnmikið málfar sögumanna bregður sterk- um_ svip yfir þætti þessa. Óskar Aðalsteinn gekk í harðan skóla lífsins eins og jafnaldrar hans flestir, en hófst_ af sjálfum sér. Hann fæddist á fsafírði á hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1919. Svo má að orði kveða að fæðingardagurinn hafí veitt fyrir- heit og forspá um framlag hans til bókmenntanna. En maí er líka mánuður heiðríkju og hækkandi sólar, mánuður vqnar og athafna, lífs og gróanda. Á sólmánuði, sjö- tíu og fímm árum síðar, lauk skáld- ið vegferð sinni. Björtum og anna- sömum vinnudegi var lokið. Þeir sem á árum áður gerðu svo víðreist að þeir námu ekki staðar fyrr en í vita skáldsins höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu fyrir- hitt lífsglaðan mann og þróttmik- inn sem þeim yrði alla tíð minnis- stæður. Óskar Aðalsteinn sótti samkomur rithöfunda í höfuð- staðnum þótt um Iangan veg væri að fara. Óg samband við aðra höf- unda taldi hann sér mikils virði. Með honum og kynslóð hans endar áhrifamikill og markverður kapít- uli í íslenskum bókmenntum. Erlendur Jónsson OPNA EIMSKIPSMÓTIÐ inn 16. júlí nk. /• / / / / / \ -/ m 9 Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar: Veglegir verðlaunagripir ásamt golfvörum. ft Áukaverðlaun verða veitt þeim sem komast næst holu á 3./12. brautog6./15. braut. 9 Glæsileg ferðaverðlaun fyrir tvo með fossum Eimskips til Evrópu* eru veitt fyrir holu í höggi 3./12. braut. • Sérhver þátttakandi fær vandaða skorbók frá Eimskip. 9 Skráning í mótið í síma 91-611930. Nesklúbburinn - Golfklúbbur Ness. *Ferðamðlaurt gildafró 15. oklóber 1994 - I. apríl 1995. EIMSKIP Sumartónleikar í Skálholti Sellósvítur, kantötur og mótetta BACHSVEITIN í Skálholti ásamt átta söngvurum undir stjórn Laur- ence Dreyfus leika í Skálholtskirkju laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. júlí. Þetta er þriðja tónleikahelgi af fimm helga tónleikaröð Sumar- tónleikanna. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Johann Sebast- ian Bach sellósvítur, kantötur og mótetta. Laurence Dreyfus, bandaríski selló og gömbuleikarinn, er Islend- ingum af góðu kunnur en hann er nú í fjórða sinn gestur Sumartónleik- anna í Skálholti. Hann nam sellóleik við Julliardháskólann í Bandaríkjun- um og Tónlistarháskólann í Brussel. Hann er doktor í tónlistarfræðum og hefur skrifað fjölmörg rit og bækur um tónlist J.S. Bachs. Laur- enee er vel þekktur barokkfræðingur og eftirsóttur víða um heim sem ein- leikari, leiðbeinandi og fyrirlesari. Hann er prófessor við Royal Aca- demy of Music við King’s College í London. Laurence Dreyfus heldur fyrir- lestur um kantötur J.S. Bachs, BWV 5 og 42, á laugardaginn klukkan 13.30. Á fyrri tónleikunum eð klukk- an 15.00 leikur hann sellósvítur nr. 2 og 3 á barokkselló. Á seinni tón- leikunum klukkan 17.00 verða flutt- ar tvær kantötur, BWV 5 og 42, og Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sumartónleikar í Skálholti standa nú yfir. mótetta BWV 228. Þessir tónleikar verða endurfluttir á sunnudag klukkan 15.00. Messað verður á sunnudag klukkan 17.00 og leikur Laurence Dreyfus á selló í messunni. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og boðið er upp á barnapössun með- an tónleikarnir standa yfír. Veiting- ar fást við Skálholtsskóla. i I í i í. í i I I í E i t ( i; i í i í ; i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.