Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B/C 162. TBL. 82.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tveggja daga útför Kims Il-sungs Scoul. Reuter. TVEGGJA daga sorgarathöfnum í Norður-Kóreu vegna andláts Kims Il-sungs lýkur í dag með útför leiðtogans en ekkert hefur verið upplýst um greftrunarstað. Milljónir manna eru sagðar hafa tekið þátt í minningarathöfnum um stalínistaleiðtogann sem sljórnaði landinu með harðri hendi í nær hálfa öld. Víða sáust jafnt fullorðnir sem börn gráta hástöfum, rífa klæði sín og reyta hárið, sjónvarpsþulir lýstu atburðum með grátstafinn í kverkunum. „Með þér höfum við notið hamingju og búið í paradís," sagði einn þeirra og fullyrt var að aldrei í 5.000 ára sögu þjóðar- innar hefði jafn mikil hryggð ríkt. Sjónvarpsþulur gaf í skyn að Kim eldri gæti rólegur sofið svefninum langa „Þú ert að yfir- gefa okkur, við munum í fyllstu einlægni Iúta leiðsögn Kims II- jongs hershöfðingja [sonar og væntanlegs arftaka leiðtogans],“ sagði hann. Athygli hefur vakið að í vina- landinu Kína eru sorgartilburðir í lágmarki, þó verður flaggað í hálfa stöng við eina opinbera byggingu og skemmtiþáttum í sjónvarpi fækkað sorgardagana. Á myndinni sést fremsti bíllinn í líkfylgdinni í Pyongyang, bandarískur viðhafnarbíll af Lincoln-gerð með mynd af Kim Il-sung, „Leiðtoganum mikla“. Leoníd Kútsjma tekur við forsetavöldum í Ukraínu Heitir efnahagsumbótum og bættum lífskjörum Kíev. Reuter. LEONÍD Kútsjma sór í gær emb- ættiseið sem forseti Úkraínu en hann er annar maðurinn til að gegna því embætti frá því að Úkraína varð sjálfstætt ríki að nýju er Sovétríkin leystust upp árið 1991. í ræðu sem hann hélt af því tilefni lýsti hann því yfir að hann myndi berjast fyrir efna- hagslegum umbótum og bættum lífs- kjörum landsmanna í Ukraínu. Ekki á ný undir Moskvuvald Kútsjma hefur sagt að fyrstu verk hans verði að auka fijálsræði í gjald- eyrisviðskiptum og draga úr skatt- byrði. Hann segir ennfremur að fyrirheit hans um efna- hagssamband við Rússa þýði ekki að til standi að taka á ný upp gömlu Moskvu- tengslin, hvað þá að draga úr jtengslum við Vesturlönd. í ræðu sinni sagði Kútsjma þó að endurskoða yrði þá stefnu sem framfylgt hefði verið i utanríkismálúm til að gera hana árangursríkari. Árangur réðist ekki af fjölda opin- berra heimsókna eða samninga. Eini raunhæfí mælikvarðinn væri raun- verulegur efnahagsbati og pólitískar framfarir. Efnahagslíf Úkraínu er í mjög slæmu ástandi og dróst iðnframleiðsla saman um 40% fyrstu sex mánuði ársins og framleiðsla á ýms- um neysluvarningi um 80%. Kútsjma flutti ræðu sína á úkraínsku en hét því jafn- framt að hann myndi gera rússnesku, sem er móðurmál meira en 20% Úkraínumanna, þar á meðal hans sjálfs, að opinberu máli ásamt úkraínsku. Leoníd Kútsjma Stálu að- eins varð- hundinum Amsterdam. Reuter. HOLLENDINGUR nokkur, sem nýlega keypti sér sér- stakan varðhund, þjálfaðan hjá lögreglunni, fyrir 70.000 krón- ur, vaknaði tveimur dögum síð- ar við það, að innbrotsþjófar höfðu stolið hundinum. Lögreglustimpill Talsmaður lögreglu í bænum Schalkhaar sagði, að ljóst væri, að brotist hefði verið inn hjá manninum, öll ummerki sýndu það. Hugsanlegt væri, að hund- inum hefði verið stolið eða hann bara komið sér burt. Honum fannst það þó heldur ólíklegt og raunar væri málið allt með hinum mestu ólíkindum, því eins og áður sagði hafði hund- urinn stimpil frá lögreglunni. NAFTA stækkað? Ottawa. Reuter. JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, vill að Fríverslunarbanda- lag Norður-Ameríku, NAFTA, verði stækkað og leggur til að málið verði rætt á leiðtogafundi 34 Ameríku- þjóða í desember. A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, tekur undir þessar skoðanir Chretiens. ESB mun eflast Þijú ríki, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó, eiga nú aðild að NAFTA. Chretien sagði í gær að þjóðir í Karíbahafi og Suður-Ameríku vildu slást í hópinn. Vill hann að rætt verði hvaða skilyrði þær þurfi að uppfylla. Nauðsynlegt sé að bregðast við þeirri samkeppni sem stærra og öfl- ugra Evrópusamband muni veita Ameríkuríkjum eftir fáein ár. Chreti- en segir að stækkun verði að hljóta samþykki allra NAFTA-ríkjanna þriggja. Berlusconi, forsætisráðherra Italíu, fellst á tilslökun Fellur frá tilskipun um spillingarmál Rómaborg. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gaf eftir í deilu við sam- starfsflokka sína í gær og ákvað að draga til baka umdeilda tilskip- un sem takmarkar rétt saksóknara til að hneppa menn sem grunað- ir eru um spillingu í gæsluvarðhald. Málið hefur valdið hörðum deilum í landinu undanfarna daga og var talið geta valdið stjórnarslitum. Serbar þöglir Pale. Reuter. ÞINGMENN Bosníu-Serba vildu í gær ekki skýra frá því hvaða ákvörð- un þingið hefði tekið um svör við friðartillögum stórveldanna. Sagði Aleksa Buha, utanríkisráðherra, að greint yrði frá niðurstöðunni eftir tvo daga í Genf. Þingmenn létu þó á sér skilja að ákvörðunin fæli hvorki í sér afdrátt- arlaust samþykki né höfnun. Radov- an Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hafði áður sagt að hann vonaði að þingið myndi samþykkja áætlunina „á einhvern hátt“. Hótanir stórveldanna Stórveldin hafa hótað að fella úr gildi vopnasölubann á Bosníu þrjósk- ist Serbar enn við. Slík ákvörðun myndi einkum gagnast múslimum. Múslimar og Króatar hafa þegar samþykkt tillögurnar. ■ Bosnía I gjörgæslu/23 Reuter Radovan Karadzic, leiðtdgi Bosníu-Serba, gengur út af þingfundinum í Pale í gær. Giuliano Ferrara, fréttafulltrúi stjórnarinnar, sagði að texta tilskip- unarinnar yrði breytt og hann yrði lagður fyrir þingið sem stjórnar- frumvarp. Ferrara gaf til kynna að leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja hefðu náð samkomulagi um að al- varlegum spillingannálum yrði bætt við lista yfir mál sem varðað geta gæsluvarðhaldi. Samkomulagið virí- ist koma í veg fyrir stjórnarkreppu og var túikað sem uppgjöf af hálfu Berlusconis sem hafði varið tilskip- unina í fjölmiðlum þrátt fyrir and- stöðu samstarfsflokkanna tveggja. „Skynsemin sigraði" „Stjórnarkreppa nú hefði aðeins haft skaðleg áhrif þar sem brýnt er að leysa alvarleg efnahagsvanda- mál landsins,“ sagði Ferrara. „Leið- togar samsteypustjórnarinnar leggja því til að neðri deild þingsins hafni tilskipuninni.“ Ferrara sagði að stjórnin stefndi að því að frumvarpið með breyting- unum yrði afgreitt á þingi um miðj- an næsta mánuð. „Skynsemin sigraði," sagði Gianfranco Fini, leiðtogi tjóðar- bandalagsins, eins stjórnarflokksins. „Enginn sigraði eða tapaði í þessu máli. Við erum mjög ánægðir." Um 1.100 manns höfðu þegar verið látnir lausir úr varðhaldi vegna tilskipunarinnar. Þeirra á meðal vom þekktir stjórninála- og fjármála- menn, sem eru viðriðnir spillingu, svo sem Francesco De Lorenzo, fyrr- verandi heilbrigðisráðlierra, sem var í stofufangelsi. Ekki var ljóst í gær hvort eða hvenær þoir yrðu settir aftur í gæsluvarðludd. ■ Til að hindra afhjúpanir?/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.