Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Minningarmót FORELDRAR Gunnhildar, þau Gylfi Baldursson og dr. Þuríður Jónsdóttir, í fríðum hópi. ► ENGINN þykir vera maður með mönnum í Hollywood nema hann hafi komið fram í sjónvarpsþátt- unum um Simpson-fjölskylduna. „Einhverra hluta vegfna,“ segir Matt Groening, höfundur þátt- anna, „langar margar kvik- myndastjörnur frá Hollywood til að sjá hvernig þær líta út með framstæð augu og enga höku“. Ef þeim er boðin þátttaka tala þær inn á fyrir sína persónu. Meðal þeirra 50 einstaklinga sem hafa komiðfram í þáttunum má nefna James Brown, Sting, Michael Jackson, Ringo Starr, Luke Perry, Michelle Pfeiffer og Elizabeth Taylor. Þegar fyrrum þungavigtar- meistaranum í hnefaleikum, Joe y Frazier, var boðið í þættina, var hann ekki lengi að slá til. „Þau sögðu við mig: „Við erum með launaða vinnu handa þér, þar sem þú þarft ekki að þola barsmíðar." Ekki er nóg með að kvikmynda- stjörnurnar taki þátt í sjónvarps- þáttunum, heidur eru söguþræðir stórmynda frá Hollywood oft einnig fengnir að láni, má þar nefna myndir eins og King Kong, Thelma og Louise, „Ci- tizen Cane“ og „Cape Fear“. James Brown á tón- leikum í Springfield. Simpson-fjölskyld- an samankomin þar sem henni líður best, í sóf- anum fyrir framan sjónvarpið. Lifandi minnisvarði ÞEGAR liðið hefur að mánaðamót- um júní-júlí síðastliðin sjö ár hefur háskólabærinn Wolfville í Nova Scotia-fylki í Kanada tekið miklum stakkaskiptum í nokkra daga og í þetta sinn hafa umsvifin aldrei verið meiri. Það munar um minna en 1.600 fótboltastelpur á öllum aldri úr austurfylkjum Kanada ásamt þjálfurum, aðstoðarfólkþ foreldrum og öðrum fylgifiskum. í þrjá daga tókust á í þetta sinn 88 lið á tólf völlum samtímis í Wolf- ville og nágrenni og allt iðaði af fjöri. Samt gleymir því enginn að tilefni þessa mikla móts er minn- ingin um Gunnhildi Sif Gylfadótt- ur. „Hún var sennilega fjölhæfasti og snjallasti leikmaður sem ég hef unnið með í þau tíu ár sem ég hef þjálfað hér,“ segir Laura Sanders, yfirþjálfari kvennaknattspyrnuliðs Acadia-háskóla. Gunnhildur Sif fórst í bílslysi í nóvember 1987, en minning henn- ar lifir. Hún var ekki einungis af- burðamanneskja á fótboltavell- inum. Þegar hún lést, einungis tvítug að aldri, var hún á þriðja ári í læknisfræði við Acadia-háskóla. Hún var einn af heiðursnemendum skólans, handhafi ýmissa styrkja og viðurkenninga. Hún lék á fiðlu með Ungmennahljómsveit Nova Scotia og var konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Acadia-háskól- ans. íþróttaafrek Gunnhildar má rekja allt til fyrstu ára í barna- skóla. Hún var annar af fyrirliðum kvennaknattspyrnuliðs Acadia-há- skóla, markahæsti leikmaður þess 1985-1987 og átti fast sæti i úr- valsliði háskólaliða austurfylkj- anna á sama tíma. Árið 1987 stýrði hún liði sínu til sigurs í úrslita- keppni kanadískra háskólaliða og var kjörin í stjörnulið Kanada. A þessu tímabili var Gunnhildur einn- ig í úrvalsliði kvenna í Nova Scot- ia. Árið 1987 var hún síðan valin í kanadíska landsliðið. Foreldrar Gunnhildar eru þau Gylf: Baldursson heyrnarfræðing- ur og dr. Þuríður J. Jónsdóttir taugasálfræðingur. Þau voru bæði við setningu mótsins ásamt tveim- Stjömumar vilja þekkja Simpson Stoltir blökkumenn Bolton áfrýjar ►ISLEY- bræður unnu málaferli við Michael Bol- ton nýlega, en Bolton hyggst áfrýja dómn- um. Þeir héldu því fram að metsölulagið „Love Is A Michael Bolton Wonderful Thing“ frá ár- inu 1991 væri að miklu leyti stol- ið frá þeim, en í flutningi þeirra hét lagið sama nafni. í kjölfarið á sigrinum fá þeir 66% af þeim tekjum sem Bolton fékk fyrir , smáskífulagið og 28% af þeim tekjum sem sköpuðust vegna sölu breiðskífu Boltons, „Time, Love and Tenderness“. Bolton kvartar sáran yfir því að ekki hafi tekist að sanna í réttarhöld- unum að hann hafi nokkurn tíma heyrt lagið í flutningi Isley- bræðra. Hann lagði áherslu á að hann og Goldmark hefðu samið Iagið áður en það kom út á safn- plötu Isley-bræðra, „Isley Brot- hers: The Complete U.A. Sessi- ons.“ Lagið hafði aðeins einu sinni komið út áður, á fágætri plötu frá árinu 1966. Liklegt er að umsömd upphæð sem Bolton þurfi að punga út verði 140-560 milljónir ísl. króna. Hún gæti þó allt eins orðið rúmur milljarður ísl. króna. UMMÆLI Muhammeds Alis, þungavigtarmeistara í hnefaleikum, þegar hann neitaði herþjónustu árið 1967 af trúarlegum ástæðum, eru fræg. „Ég hef ekkert á móti víet- nömskum hermönnum," sagði Ali og í framhaldi af því sagðist hann aldrei hafa kynnst víetnömskum hermanni sem hefði notað orðið „negri“. Ali missti meistaratitilinn og var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að gegna ekki herskyldu. James Brown kom fram í sjón- varpsþætti skömmu eftir að morðið á Martin Luther King hafði átt sér stað. Þegar borið var á hann að tilheyra hópi ofbeldishneigðra blökkumanna sagði hann: „Leyfum öllum að heyra það, ég er svart- ur og ég er stolt- ur.“ Eftir óeirðim- ar í Los Angeles sagði rapp- söngkonan So- uljah: „Svartir drepa svarta á hverjum degi vikunnar. Hvers vegna höfum við ekki eina viku, þar sem svártir drepa hvíta?“ Eftir þessi ummæli líkti Bill Clinton Bandaríkjaforseti henni við Klu- Klux-Klan. Bill Clinton HASKOLABIO SfMI 22140 Háskólabíó LISTI SCHINDLERS Aukasýningum á Lista Schindlers er að Ijúka. (dag er næst síðasti sýningardagur. Sý«d kl. 5.1 S og 9.10. Gunnhildur Sif Gylfadóttir var valin í kanadíska lands- liðið árið 1987. ur systkinum Gunnhildar og íjölda góðra vina. Þess má geta að yngsta systir Gunnhildar, Yrsa Þöll, ellefu ára, á þegar myndariegt safn af verðlaunagripum fyrir afrek sín með Stjörnunni í Garðabæ. Turner passar Lisu. Morðið á leiðtoganum Martin Luther King olli mikilli ólgu meðal blökkumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.