Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir TUrFjGorrAp t>ElTA e£BÚI&' SKO, pETTA VAeeio'isvc h ÍLÍ/14T BS EEAÐ HElNSTA l SiOGO t& €1? F/N TAUSAHRÚSA.' Tommi og Jenni ■fe.bkstu þessa rrtáin. /*lQ&.rb urs-ta^, Tosy?'>iC'? Ljóska Smáfólk ■V£É>ié& !&&**•*******> Heita vatnið verður búið þegar ég kemst að. &V TME TIME I 6ET THERE, ALL THE HOT UJATER UJILL BE SONE.. O 1994 United Feaiure Syndicate. Inc. 7, /2 BREF TII. BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 ÞAÐ ER himnesk sæla fyrir hestamenn að fá að ríða fijálsir um óspillta náttúru landsins. Draumaferðin Frá Hilmari Magnússyni: FYRIR sérhverjum hestamanni er það himnesk sæla og kemst hvað næst fullkomnun að fá að ríða frjáls um ópsillta náttúru landsins á uppá- halds fáki sínum og vera kóngur um stund. Því miður er ekki öllum gefíð að fá uppfylltan þénnan draum sinn. Nú er svo komið að einhver allra besta aðstaða í landinu til að þjón- usta hestamenn er risin að Leiru- bakka í Landsveit. Byggt hefur ver- ið hreint frábært hús með öllum þeim þægindum sem teygður og lú- inn hestamaður gæti óskað sér í næsturstað. Girðingar og aðstaða fyrir hross öll með afbrigðum góð. Var því ákveðið að slá um sig og njóta allrar þeirrar aðstöðu sem boð- ið væri uppá að Leirubakka. Lagði undirritaður af stað þann 5. júlí frá Hellu ásamt eiginkonu sinni að Lei- rubakka sem var fyrsta dagleiðin. Átti að gista þar og ríða svo um Skarfanes og Lambhaga. Sunnan Búrfells á bökkum Þjórsár, daginn eftir. Síðan gista aðra nótt og ríða til baka að Hellu þriðja dag. Ekkert var tekið nema það nauðsynlegasta og hægj. var að reiða með á hestun- um. Nú fyrst byijaði ævintýrið. Neðri kojur Komið var að Leirubakka um klukkan 19.30 þar sem við áttum pantað uppábúin rúm, kvöldmat og morgunmat tii tveggja nátta. Stóð- um við hálf kindarleg úti á hlaði og enginn virtist taka eftir því að við- skiptavini bæri að garði. Eftir nokkra leit var okkur vísað á þá girðingu sem hestarnir skildu geymdir í, orðrétt „Norðrétt eftir veginum og fyrsta hlið til hægri“ sem síðar kom í ljós að var ca. kíló- metra labb hlaðin reðtygjum og öðr- um farangri. Þar á eftir var okkur vísað á gistiaðstöðuna sem var tvær uppábúnar nerðrikojur í sitt hvorum enda í 6 manna herbergi! Loks var gengið til kvöldverðar sem var hlað- borð þar sem var á boðstólum lamba- pottréttur, hrísgrjón, salat og upp- hitaður karrýkjúklingur. Að lokum var einhver gulleitur búðingur í eftir- rétt. Að lokum var gengið til náða og hvílst vel enda fjarlægðin slík á milli okkar hjónanna. Nesti Morguninn eftir var vaknað að sjálfsdáðum enda að sögn matselju alveg sama hvenær við kæmum í morgunmat, bara fyrir hádegi. Þeg- ar við höfðum rétt lokið morgunverð- inum kom matseljan að máli og spurði hvort við vildum ekki smyija okkur nesti af morgunverðarborð- inu? Þótti okkur rausnarlega boðið og þáðum með bökkum enda fram- undan skemmtireið um fagra mold- arstíga í kjarri vöxnu landi á bökkum Þjórsár. Smurðum við okkur sitt- hvora samlokuna, fengum sitthvora kleinuna og eitt epli. Að þessu öllu loknu var að ná saman hestunum sem hafði verið hleypt í stærri girð- ingu svona líkt og 3-4 fótboltavellir á stærð og fór því dijúgur tími í að ná þessum 6 hestum saman í víðátt- unni. Dagurinn var yndislegur í ynd- islegu veðri og náttúrufegurð. Síðan var kvöldmáltíð númer tvö og svona var uppbyggingin á honum; steiktur fiskur, kartöflur, salat og upphitaðar pastaskrúfur með fiskibollubitum út í. í eftirrétt var svo gijónagrautur. Reikningurinn Það vakti athygli mína að meðan við vorum að borða komu inn þijár eldri konur á ferðalagi saman og snæddu við sama borð og við, sama matinn en voru einungis rukkaðar um eitt þúsund krónur fyrir. Nóttin leið líkt og sú fyrri nema hvað mað- ur vaknaði upp með andfælum um klukkan 10.00 við að einhver krakki var mættur í dyragættina með þvottafötu og gúmmíhanska, nú átti að fara að ræsta. Eftir þessa uppá- komu höfðum við okkur á lappir og skunduðum til morgunverðar þar sem okkur var tjáð að við værum of sein enda klukkan rétt að verða 11.00. Var nú skapið heldur farið að stirðna og því ákveðið að gera upp og koma sér af stað aftur í heimahaga hrossana niður við Hellu. Reikningurinn var svo hljóðandi: Gisting: 2.200 pr/mann á nótt = 4.400*2 =8.800, Kvöldmatur: 1.700 pr/mann = 3.400*2 = 6.800, Morg- unmatur: 700 pr/mann = 1.400*2 =1.400, Nesti: 500 pr/mann = 1.000, Girðing f. hestá: 150 pr/hest á nótt = 900*2 =1.800. Samtals 19.800 krónur. Riðum við því buit með blendið bros á vör, hugsi hvort í sínu lagi um frábæra ferðaþjónustu þar sem útlendingar væru í meirihluta og bæru sögu sína víða um lönd um verðlag og viðmót íslendinga. HILMAR MAGNÚSSON, Gljúfraseli 2, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.