Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 7 FRÉTTIR Umferðarátak Lögregla og skoð- unarmenn > á verði SAMEIGINLEGT umferðarátak lögreglu á Suðvesturlandi í sam- vinnu við Bifreiðaskoðun íslands hófst á mánudag. Lögreglan mun stöðva ökutæki og kanna ástand þeirra og réttindi ökumanna. Atak af þessu tagi hefur jafnan verið gert fyrir mestu ferðahelgi ársins, | verslunarmannahelgina. ^ Ökutæki færð til skoðunar í fréttatilkynningu frá lögregl- unni segir að komi í ljós að ástandi ökutækja sé verulega ábótavant verði þau færð til skoðunar eða kyrrsett uns úr verður bætt. Átakið nær til starfssvæðis lög- reglu á Selfossi, í Reykjavík, Hafn- | arfirði, Kópavogi, Keflavík og | Grindavík. > Lögreglan stöðvaði fjölda bila á Vestur- landsvegi til að athuga ástand þeirra og réttindi öku- manna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÆTTARMÓT Afkomendur Valgerðar Jónsdóttur og franska skipbrotsmannsins Louis Henri Joseph Vandercruyce ætla að hittast á Kirkjubæjarklaustri um næstu helgi, 22.-24. júlí. Ættarmótið verður sett klukkan 14 á laugardag. Fjóla Bragadóttir og Baldur Bragason segja frá Valgerði og Louis Henri og afkomendum þeirra. Elín Pálmadóttir, blaðamaður, segir frá sókn Frakka á íslandsmið fyrr á öldum og fleira verður á dagskrá. Um kvöldið verður varðeldur, fjöldasöngur og dansleikur. Skaft- fellska hljómsveitin Baggabandið leikur fyrir dansi. Sameiginlegur kvöldverður, sem Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri sér um, verður á laugardagskvöldið og er steikarhlaðborð á matseðlinum. Þeir sem æda að taka þátt í kvöldverðinum, þurfa að tilkynna þátttöku fyrir miðvikudagskvöld til: Oddnýjar Guðjónsdóttur s. 92-37734, Margrétar Haraldsdóttur s. 92-11911, Hörpu Ágústsdóttur s. 91-46268, Jóns Baldurs Lorange s. 91-630345 eða Jóhönnu Jónsdóttur á Hunkubökkum s. 98-74830, sem einnig veita nánari upplýsingar. Skráning verður í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri á föstudag frá klukkan 17-19 og á laugardag frá kl. 11—13 og 16—17. Þátttökugjald er krónur 500 fýrir fullorðna, frírt fyrir börn, og þarf að borga þátttökugjald við skráningu ásamt greiðslu fyrir kvöldverð. MÁTTURINN S DÝRÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.