Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1994 23 JMtftgtinÞIaMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGE.FANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. MARKMIÐ OG LEIÐIR Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri járnblendiverksmiðjunn- ar í Hvalfirði, skrifaði vandaða grein hér í Morgunblaðið sl. sunnudag, þar sem hann fjallaði um vandamál íslenzks atvinnu- og efnahagslífs og benti á ýmsar leiðir til úrbóta. I grein þessari telur höfundur, að tvö markmið séu mikilvæg- ust, sem stjórnmálamenn þurfi að einbeita sér að; annars vegar að lækka vexti eins og nokkur kostur sé og hins vegar að skapa jarðveg til þess að atvinnurekstur geti verið blómleg- ur og vaxandi. Um möguleika á frekari vaxtalækkun segir Jón Sigurðs- son: „Við núverandi aðstæður verður þessu markmiði ekki náð nema hallarekstrinum á ríkissjóði sé eytt og niður- greiðsla á skuldum hans hafin hægt en örugglega. Að þvi marki, sem stjórnmálaforystumenn á Alþingi treystast ekki til að draga úr ríkisútgjöldum, ber þeim að hækka skatta til að ná ofangreindu marki ... Lækkun vaxta að undanförnu er markverð, en hún á sér stað þrátt fyrir ríkissjóðshallann og er í raun afrakstur stöðnunarinnar og kreppu í atvinnulífinu og tilbúinnar aukningar peningamagns ... Það er vert að árétta að til að ná þessu marki er lækkun ríkisútgjalda mun ákjósan- legri en skattlagning, en markinu verður skilyrðislaust að ná. Það hjálpar í þessu sambandi, að vaxtalækkunin veldur sjálf- krafa lækkun á vaxtagjöldum ríkisins og minnkar þar með þörfina fyrir skattlagningu." Jón Sigurðsson fjallar síðan um stöðu atvinnulífsins og minnir á, að „umhverfi atvinnufyrirtækjanna þarf að vera stöðugt og fyrirsjáanlegt, svo að stjórnendur þeirra geti skipu- lagt gerðir sínar til lengri tíma“. Hann bendir jafnframt á, að það verði „ætíð grundvallarmunur á verðmætum þeirra afkasta, sem útvegurinn geti skilað með nútímabúnaði og verðmætum þeirra afkasta, sem atvinnugreinar í landi geta skilað.“ Síðan segir greinahöfundur: „Aflagjald frá útveginum til þjóðarinnar, fyrir afnot af hinni sameiginlegu auðlind hennar í hafinu, er þess vegna ekki fyrst og fremst það sanngirnis- mál, sem það er, heldur forsenda fyrir því að búa megi næst- um öllum öðrum atvinnugreinum í landinu viðunandi jarðveg til blómlegs og þróttmikils vaxtar.“ Jón Sigurðsson telur, að leiðin til þess að skapa atvinnulíf- inu eðlileg skilyrði sé stórfelld gengisfelling krónunnar, t.d. um 20%, sá tekjuauki mundi að hluta til ganga í ríkissjóð, sem aflagjald. Þeim tekjum yrði varið til þess að lækka virðis- aukaskatt og vega þannig á móti hækkunaráhrifum gengisfell- ingar. Greinarhöfundur segir jafnframt: „Að öllu samanlögðu verður að telja afar líklegt að sú nýja veröld viðskiptalífs og atvinnurekstrar á íslandi, sem aðgerðir af þessu tagi mundu skapa, gæfi þjóðinni færi á að snúa inn á braut vaxtar og velgengni í stað þess undanhalds, sem sett hefur mark sitt á þjóðlífið og ekki sízt atvinnulífið nú um alllanga hríð.“ Eins og af þessum tilvitnunum má sjá leggur framkvæmda- stjóri járnblendiverksmiðjunnar til meiri háttar uppstokkun eða uppskurð í efnahags- og fjármálum til þess að skapa atvinnulífinu alveg ný rekstrarskilyrði. Áþekkar hugmyndir hafa verið settar fram áður, en tæpast á jafn skýran og skil- merkilegan hátt og að þessu sinni. Morgunblaðið hefur allan fyrirvara á því, að meiriháttar gengisfelling sé nauðsynlegur undanfari gjaldtöku í sjávarútvegi, en það er óneitanlega nokkurt umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn okkar, að á nokkuð löngu árabili skuli aftur og aftur koma fram hugmynd- ir, sem eru mjög áþekkar þeim tillögum, sem Jón Sigurðsson setur fram í fyrrnefndri grein. Slíkar hugmyndir hafa komið fram frá mönnum, sem eiga langan stjórnmálaferil að baki og byggja því á þeirri reynslu; þær hafa komið fram hjá sér- fræðingum og þær hafa komið fram hjá mönnum, sem hafa umtalsverða reynslu í atvinnulífi. Það er vissulega tímabært, að stjórnmálamenn taki þessar hugmyndir til nánari skoðunar og umfjöllunar. Það er ekki mikið um nýjar hugmyndir í þjóðfélagsumræðum hér um þess- ar mundir. Jón Sigurðsson hefur sett fram lausnir, sem eins og hann sjálfur segir hafa „áður verið viðraðar af ýmsum mönnum“ en gert það á nýjan og ferskan hátt. Hugieiðingar hans ættu að verða til þess að alvarlegar umræður hefjist á opinberum vettvangi um þessar tillögur, sem sterk rök hafa verið færð fyrir. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum lagt áherzlu á svipuð sjónarmið og Jón Sigurðsson lýsir, þ.e. nauðsyn þess, að ríkissjóður verði rekinn án halla, að vextir verði lækkaðir enn frekar og að gjaldtaka hefjist í sjávarútvegi að liðnum hæfilegum umþóttunartíma. Blaðið getur því tekið undir margar af þeim skoðunum, sem fram koma í umræddri grein. -I- + Laxveiðin hefur gengið illa um norðanvert landið í sumar Kemur hann eða kemur hann ekki? Laxveiði hefur ekki gengið sem skyldi í laxveiðiám á norðanverðu landinu það sem af er sumri, allt frá norðausturhorninu vestur um í Dalasýslur. Víðast hvar byijaði vertíðin þó með miklum sóma og menn fengu góða veiði og laxinn var óvenjulega stór og góður. Síðan datt botninn úr veiðinni víðast hvar svo við jaðrar að tala megi nú um ördeyðu sums staðar. Laxveiði byggist á tveimur ár- göngum laxa. Ef við lítum á veiði- sumarið 1994, þá er annar árgang- urinn laxar sem gengu úr ánum sem gönguseiði vorið og fram eftir sumrinu 1992. Fiskur af þeim ár- gangi kom í árnar í fyrra sem smálax, 3 til 8 punda, og átti af- gangurinn af árganginum síðan að ganga í árnar sem stórlax nú, eftir tvö ár í sjó. Það hefur hann gert og var yfirleitt óvenjulega mikið af þeim fiski á ferð. Byggðist því góð byijun í ánum á þeim fiski, en nú er farið að ganga á hann. Hinn ár- gangurinn er sá sem gekk til sjávar í kuldunum í fyrra og átti að skila sér sem smálax, eða eins árs fiskur úr sjó, í sumar. Það er fiskurinn sem menn óttast nú að skili sér ekki. Ordeyða í sumum ám Áður en lengra er haldið skulum við líta á ástandið í nokkrum af helstu laxveiðiánum á þessum slóð- um. í vikubyrjun voru komnir um 520 laxar af aðalsvæði Laxár í Aðaldal, sem er 200 löxum minni veiði heldur en árið áður miðað við sama tíma. Ingvi Hrafn Jónsson, sem er hagvanur við Laxá, sagðist hafa veríð að veiðum í ánni nýlega og hann hefði ekki upplifað aðra eins ördeyðu og nú. „Þaulkunnugir menn voru að fara niður fyrir Æðarfossa og í stað þess að fá kvótann eins og ekki hefði verið óeðlilegt, fóru menn hver af öðrum af svæðinu fisklausir," sagði Ingvi. Lítill afli hópsins byggðist á stór- laxi sem var fyrir nokkuð löngu genginn í ána. „Það vantaði allan smálaxinn og ég býð ekki í þetta ef hann fer ekki að skila sér,“ bætti Ingvi við. Skjálfti er nú í veiðiréttareigendum og leigu- tökum laxveiðiáa á norðanverðu landinu þar sem botninn er dottinn úr veiðinni eftir frísk- lega byrjun í vor. Það er mál manna að það vanti sárlega lax og sumar árnar séu hrein- lega að verða laxlausar á miðri vertíð. Guð- mundur Guðjónsson ræddi við nokkra hlut- aðeigandi og komst að því vor- og sumarkuld- ar í fyrra hafi trúlega leikið gönguseiðin grátt. „Þetta hefur verið afskaplega dauft, byijaði reyndar vel og fyrir nokkrum dögum kom smáskot, en annars hefur þetta verið það sama og annars staðar á Norðurlandinu." Laxá er gott dæmi um hve miklir fjármunir eru í pottinum. Þar kost- ar dagsstöng allt að 150.000 krón- ur eða meira á besta tímanum sem er einmitt um þessar mundir. Veiði- maður einn sagði svo frá að fyrstu vikuna í júlí hefði veiði verið svo döpur að þá veiddust aðeins þrír laxar í ánni. Veitt er á tvær stangir í ánni á dag og miðað við að hér er um dýrasta tíman að ræða má ætla að dagurinn hafi kostað 300.000 krónur og umrædd vika LAX vantar sárlega í ár noröan heiða og er botninn dottinn úr veiðinni eftir fjörlega byrjun í vor. Gildir þetta um ár á landinu norðaustanverðu og vestur um allt til Dala. Helmingi minni veiði Brynjólfur Markússon, leigutaki Víðidalsár og Vatnsdalsár, sagði ástandið í fyrrnefndu ánni ekki gott. „Þetta er ákaflega dauft. Hópurinn sem er í ánni nú, Banda- ríkjamenn, fengu 130 laxa á vik- unni sinni hér í fyrra. Þeir hafa núna fengið 11 laxa eftir þijá daga. Það eru komnir 220 laxar á land, 90 prósent þeirra eru yfir 12 pund. Smálax sést varla. Á sama tíma í fyrra voru komnir 410 laxar á land. Við bara bíðum og vonum að það komi nýjar göng- ur. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvaða afleiðingar það getur haft í sölumálunum að fá svona aflabrest. Að vísu eru þessir erlendu veiðimenn mjög tryggir og vita að það getur gengið á ýmsu. En hvar draga þeir mörkin?" sagði Brynjólfur. Hann sagði um Vatns- dalsá að komnir væru 235 laxar á iand sem væri svipað og á sama tíma í fyrra. Munurinn væri sá að byrjunin í Vatnsdalsá var mun sterkari en í Víðidalnum. „En þar er sama sagan, þetta er allt stór- lax, aðeins einn og einn smálax. Engar göngur." Böðvar Sigvaldason, formaður Veiðifélags Miðíjarðarár, sagði veiðina „togast hægt og seigt“ og það væri „alvara á ferðum" ef menn færu ekki að sjá nýjan lax að ganga á næstu dögum. „Hér á okkar svæði fara fram rannsóknir á vegum Norðurlandsdeildar Veiði- málastofnunar og hefur Tumi Tóm- asson fiskifræðingur séð um þær. Mælingar á gönguseiðum í kuldun- um í fyrra sýndu að skörð voru höggvin í árganginn og seiðin gengu mjög seint niður. En þau voru stór þegar þau fóru og við vitum eiginlega ekki hvernig það virkar. Hvort þessi seiði eru okkur glötuð, hvort þau koma óvenjulega seint aftur eða ekki fyrr en að ári og þá sem stór- lax vitum við hreinlega ekki. Það er hins vegar ljóst að verði þessi fiskur ekki farinn að sýna sig upp úr næstu mánaðamótum þá líst mér ekki á framhaldið,“ sagði Böð- var. Garðar H. Svavarsson laxveiði- maður á Vakursstöðum í Vopna- firði sagði ástandið í Vesturdalsá nokkuð gott, en dræm veiði hefði verið í Hofsá og Selá þó hann héldi að eitthvað hefði glæðst þar að undanförnu. Hann sagði eitthvað hafa verið af smálaxi að undan- förnu, en ekki mikið. Benti Garðar á að mestu „Iaxastraumarnir" í Vopnafirði væru eftir og skipti sá næsti mestu máli, en hann er und- ir helgina. „Sá straumur og sá næsti þar á eftir hafa alltaf verið aðalgöngustraumarnir i Vopnafirðinum og því er of snemmt að segja til um hvort ástandið verður bágt á þessum slóðum," sagði Garðar og bætti við að Hofsárbændur myndu eflaust búa að því nú að hafa sleppt miklu magni gönguseiða í ána. Dauft í Laxá á Ásum Við getum einnig dokað við Laxá á Ásum á þessari yfirreið, Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og laxveiði- maður sagðist hafa fylgst með framvindu mála í sumar þar sem áin er honum hugleikin og kær. því rúmlega tvær milljónir. Hins vegar ber á það að líta að bændur selja hver fyrir sig og þeir verð- leggja ekki allir svo hátt. En þótt talan sé eitthvað lægri má glöggt sjá hve miklir fjármunir hér eru á ferðinni og hve lítið sumir hafa verið að fá fyrir mikið. Ekki að afskrifa Þórólfur Antonsson líffræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði að þótt hann óttaðist um afdrif eins árs laxins, þá væri of snemmt að afskrifa hann, sérstak- lega á Norðvesturlandinu. „Við erum með göngu- seiðagildrur bæði í Vesturdalsá í Vopnafirði og í Núpsá í Miðfirði og útkoman þar var sú að seiðin gengu einfald- lega ekki út í Vopnafirðinum, en seint í Miðfirði. Það að þau fóru þrátt fyrir allt í Miðfirði gefut' von um að þau skili sér síðar í sumar. Hins vegar hefur ástand eins og í fyrra ekki komið upp áður og því er þetta því miður óskrifað blað. Það fást svör við áleitnum spurn- ingum í sumar,“ sagði Þórólfur. Kuldar í fyrra léku seiði grátt Sumar árnar að verða lax- lausar MEÐ NÝJU friðarsamningunum mundu Sameinuðu þjóðirnar verða um langa framtíð að fjölga friðargæsluliði sinu um helming til að fylgjast með að þeir yrðu haldnir. Morgunblaðið/EPá DRENGUR að gæta fjár í rústum mannvirkja frá Ólympíuleikunum í Sarajevo. Bosnía í gjörgæslu Friðarsamningar eru nú í burðarliðnum í Bosníu, þvingaðir fram af stórþjóðunum. Elín Pálmadóttir blaðamaður, sem nýlega var í Bosníu, fjallar um þá og sér marga annmarka á að þeir leysi vandann. Tillaga að skiptingu Bosníu K r ð a t í a Serbar Múslintar og Króatar Sameinuðu þjóðirnar Bæir undir vernd Sameinuðu þjóðanna Knight-Ridder Tribune Adríahaf Stórveldi heims eru nú í umboði Sameinuðu þjóðanna að neyða stríðsaðila í Bosníu - Serba, múslima og Króata - til að fallast á skiptingu landsins eftir línum sem dregnar eru upp í Genf. Heimsbyggð- in andar léttar. Verður umheimurinn þá laus við að þurfa að horfa vanmátt- ugur upp á ómældar hörmungar fólks- ins á þessu landsvæði? En hvað þýða í raun fyrir fólkið á staðnum þessir nauðasamningar, sem Króatar og múslimar hafa talið vonda en fallist á samt, en Bosníuserbar tregðast við að samþykkja? Hve lengi halda slíkir samningar? Og síðast en ekki síst hve lengi er alþjóðasamfélagið reiðubúið til að hafa landið í gjörgæslu með vopnavaldi og stórauknu framlagi í mannafla og kostnaði til að tryggja að samningar séu haldnir um allt svæðið og til að vernda fólk af einum kynstofni frá útrýmingu á svæði ann- ars? Þó múslimar, sem mest afhroð hafa goldið, fái nú eitthvað af bæjum sínum til baka samkvæmt kortinu frá Genf, skilur það eftir í höndum Serba marga fyrrum múslimabæi, sem þeir hafa þegar verið að hreinsa út. Þótt varla sé hægt að hugsa til þess að fara út í annan vetur með því hörm- ungarástandi sem þarna er og engin brúkleg lausn í sjónmáli, er ekki glæsi- legt útlit með þvingaða friðarsamn- inga, hvað þá ef einn aðilinn verður ekki með og er enn í stríði. Á alþjóðavettvangi þykir út af fyrir sig ekki svo lítið afrek að Bandaríkja- menn, Rússar og stórþjóðir Evrópu standa í fyrsta skipti saman um þessa ákveðnu friðaráætlun, sem á að skipta Bosníu eftir prósentutölum næstum til helminga, þar sem Króatar og múslimar halda öðrum helmingnum saman en Serbar hinum. En þegar maður loks sér þetta fyrirhugaða blet- takort með hlykkjóttum útlínum kring um svæði Króata og múslima annars vegar og Serba hins vegar og svo 2-3% afgangi fyrir alþjóðlega stjórn við Sarajevo, verður að gera sér grein fyrir því að þarna býr fólk, sem í ára- tugi hefur víða búið hvert innan um annað. Er alþjóðasamfélagið reiðu- búið til að horfa upp á eða loka augun- um fyrir kynflokkahreinsunum á stór- um svæðum samkvæmt undirrituðum pappírum? Fólkið hrakið að heiman Múslimar hafa krafist þess að allt þetta hrakta flóttafólk, sem hímir varnarlaust í flóttamannabúðum, fái að snúa heim til sín. Hver einasti flóttamaður sem ég hitti fyrir skömmu í lokaðri borginni Tuzla þráði það eitt að komast heim til sín, bændafólk á jörðina sína og bæjarbúar í rústirnar af heimili sínu. Hvað verður um það fólk ef búið er að úthluta andstæðing- unum landinu? Mér var sagt að um 40% múslimanna mundu lenda undir yfirráðum annars hvors hins. Og mið- að við samsetningu þjóðabrotanna, þar sem stjórnir í bæjunum sem ég kom í eru enn samsettar 'af öllum þjóðabrotunum, lenda Bosníuserbar og Króatar líka á yfirráðasvæði músl- ima. Bæði í persónulegum viðtölum í Bosníu og samtölum við íslenskan bílstjóra, sem ekið hefur um rústuð þorp Króatíu, og konu, nýkomna frá sveitahéruðum sem lifa við atvinnu- leysi og skort vegna viðskiptabannsins austur í Serbíu, er ljóst að almenning- ur þráir bara að fá að lifa í friði. Munu svona uppskipti á landi leysa málin, þegar hreinsað yrði út og ein- staklingarnir hraktir fram og aftur? Eða eins og einn af talsmönnum Sam- .einuðu þjóðanna sagði við mig: „Vandræðin halda áfram að vera þau, að þó flestir Serbar og Króatar á svæðinu vilji stríðslok, frið og stöðvun mannfalls, þjáninga og efnahagslegra þrenginga, þá heldur hvor aðili um sig áfram að krefjast meira. Þeir yfirmenn friðargæslu SÞ, sem ég ræddi við í Bosníu og sem hafa verið á staðnum og flestir undanfarin tvö ár staðið í viðræðum við alla að- ila, kváðust ekki hafa trú á að friðar- samningar, sem aðilar væru neyddir til með uppskiptingu landsins, mundu halda til lengdar. I Bosníu væri fólkið til dæmis orðið svo blandað eftir 50 ára sameiningu að það yrði að búa í sambýli. Annars yrði allt komið í sama farið eftir fá ár eða áratugi. Samn- ingamenn virðast gera ráð fyrir því að haldið verði í horfinu með utan- aðkomandi hervaldi. Tim Baldie, framkvæmdastjóri alls friðargæsluliðs SÞ í Bosníu, sagði mér að slíkt mundi a.m.k. tvöfalda vinnu friðargæsluliðs- ins, sem nú þegar er með 38 þúsund manna lið frá fjölmörgum þjóðum og kostar fyrir utan framlagðan kostnað landanna sjálfra, 1,5-1,8 milljaða doll- ara í árlegum rekstri. Þeir liafa verið að fá lið frá æ fleiri þjóðum, nú síð- ast frá Pakistan, Tyrkíandi og Jórdan- íu. Ekki verður séð hvaðan tvöfaldur herafli ætti að koma, þar sem stöðug aukning er á friðargæslu í fleiri lönd- um. Eftirlitsmennirnir einir, „UN ob- servers", sem fara óvopnaðir og óvarðir um allt svæðið tveir og tveir saman, eru þegar 590 talsins og sagði yfirmaður þeirra, Norðmaðurinn Björgs, að jafnvel að óbreyttu yrðu þeir að fá a.m.k. 748. Eru þjóðir Sam- einuðu þjóðanna reiðubúnar til að leggja til a.m.k. 80 þúsund manna friðargæslulið í þetta eina land og hve lengi? Getur alþjóðlegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna yfirleitt verið þarna ef Serbar samþykkja ekki skil- málana og heimta þá út? Friðargæsl- ulið er ekki innrásarlið, það getur ek.ki staðið með einum stríðsaðila og gegn öðrum. Því er ætlað að ganga á milli aðila og jaga út samþykki til að stöðva átök og verja íbúana. í Júgóslavíu nær umboð Öryggisráðsins líka til þess að tryggja flutninga á matvæium og nauðsynjum til íbú- anna. „Ef við getum ekkert gert, verð- um við að fara út og hver á þá að verja íbúana," sagði Baldie. Og flest- ir, sem ég spurði, voru á þeirri skoðun að friðargæsluliðið yrði að fara ef aliir aðilar féllust ekki á veru þess. I Genf er rætt um, að umfang NATO verði aukið í umboði Sameinuðu þjóð- anna. Friðargæslan hefur af mann- úðarástæðum verið að dragast æ lengra inn í átökin í fyrrum Júgó- slavíu. T.d. samþykkti Öryggisráðið flugbann yfir Bosníu og fékk til eftir- lits þotur úr NATO-hernum til að fylgja því eftir. NATO-þoturnar eru á stöðugu eftirlitsflugi frá Ítalíu. Norrænir yfirmenn friðargæsluliðsins þar lögðu allir áherslu á það hversu varasamt væri að biðja um að NATO- þota sendi flugskeyti á skotflauga- hreiður sem væri að skjóta á þá. Voru þeirrar skoðunar að þá væri eins líklegt að allt færi í fullt stríð. Norð- maðurinn Tom Johansson, yfirmaður flugvallarins í Tuzla, sagðist aldrei mundi biðja um slíka vernd, minnugur þess að eitt skot í Sarajevo hefði á sínum tíma sett af stað fyrri heims- styijöldina. Og Michael Rose hers- höfðingi, sem flutti bækistöðvar sínar til Sarajevo þegar liann tók við, neit- aði af sömu ástæðu að taka áhættuna þegar Serbar skutu nýlega á danska eftirlitsmenn SÞ úr slíku víghreiðri. Grænir hjálmar fyrir bláa Nú berast þær fréttir frá Genf í sambandi við nýju friðaráætlunina, sem á að neyða alla stríðsaðila tll að fallast á, að hugmyndir séu um að setja þarna inn NATO-her, ef hann þá fæst, eða 25 þúsund manna banda- rískt herlið. Þá eru menn komnir út fyrir alla hugmyndafræði friðargæsl- uliðs Sameinuðu þjóðanna. Enda jafn- vel talað um að bláhjálmarnir breytist þá í grænhjálma venjulegs herliðs. Einnig augljóst og talað um að lið, sem ætti að sjá um að þvingaðir samn- ingar yrðu haldnir, yrði að vera búið þungavopnum til að geta ráðið við það, en friðargæslulið SÞ er búið létt- vopnum. Eins og fyrirkomulagið er nú, með samþykki allra, eru fimm verndarsvæði í borgum i Bosníu um- kringd Serbum og nú er talað um, að við nýjar aðstæður verði Serbarnir að færa sig fjær. Hvernig ef þeir ekki eru aðilar að samningunum? Satt að segja virðist æði lítið á beinunum í friðarsamningunum um Bosníu, sem nú eru í burðarliðnum. Engin leið að sjá hvernig á að fram- fylgja þeim og hvert þeir kunna að leiða. Endirinn er engan veginn í sjón- máli. Allir aðilar vilja losna einhvern veginn út úr þessu hryllilega stríði. En binda svona samningar, sem skipta fólki á svæði samkvæmt ferkílómetr- um, enda á það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.