Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 81 ÞJÓNUSTA Þjóðræknisþingið var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölsótt Þjóðræknis- þing á Laugarvatni ÞJÓÐRÆKNISÞING 1994 var hald- ið í Reykjavík og á Laugarvatni 2.-3. julí sl. Þingið sátu um 50 fulltrúar íslendingafélaga, einkum frá Norð- ur-Ameríku. Þetta er í annað skipti sem Þjóð- ræknisfélag íslendinga, Icelandic International League (ÞFÍ), beitir sér fyrir slíku þingi, hið fyrra var haldið í Washington DC 1990. Að þessu sinni var tilefni þinghaldsins þríþætt, til þess að minnast 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins, 75 ára afmælis Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, Icelandic National League of North America (INL), og 55 ára afmælis ÞFÍ. Daginn áður en þingið sjálft hófst, 1. júlí, bauð forsætisráðherra, Davíð Oddsson, þeim, sem komu með leigu- flugi frá Kanada daginn áður, um 200 manns, til móttöku í Reykjavík. Þjóðræknisþingið var formlega sett í Ráðhúsi Reykjavíkur að morgni laugardags 2. júlí að viðstöddum borgarstjóra. Að lokinni setningarat- höfn í Ráðhúsinu var haldið að Laug- arvatni, þar sem þinghaldið sjálft fór fram. Árni Páll Árnason, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, ræddi um sam- skipti milli landanna, Þór Jakobsson, veðurfræðingur, ræddi um nauðsyn samvinnu einstakra íslendingafélaga og framtíðarstefnu Þjónustumið- stöðvar Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík, Nelson Gerrard frá Ar- borg í Manitoba ræddi um INL og starfsemi þess, Dilla Narfason frá Gimli talaði um unglingasamskipti og Sigurjón Valdimarsson sagið frá fyrirhugaðri gerð heimildarkvik- myndar um íslenska landnámið í Vesturheimi. Skógrækt og viðurkenningar Á sunnudagsmorgni var plantað tijám í sérstakan reit á Laugar- vatni. Fimmtíu birkiplöntur voru gjöf frá Þjóðæknisfélaginu í Vesturheimi og 20 plöntur voru gjöf frá íslend- ingafélaginu í Brussel. Meðal þátt- takenda voru sex konur frá Kanada sem allar hafa verið í hlutverki Fjall- konunnar á íslendingadeginum á Gimli og plöntuðu þær sínum tijám í sérstakan reit, sem þegar fékk nafnið Fjallkonulundur. í lok þingsins var Evelyn Thorvald- son, fyrrverandi forseta Þjóðræknis- félagsins í Vesturheimi, og Helga Austman, núverandi forseta félags- ins, afhentur svonefndur Forsetapen- ingur. Jón Ásgeirsson, formaður ÞFÍ, var gerður að heiðursfélaga Þjóð- ræknisfélagsins í Norður-Ameríku. Kleifamót um helgina Dagana 22.-24. júlí nk., helgina fyrir verslunarmannahelgi, hittast burtfluttir og búandi Kleifamenn og -konur með fjölskyldur sínar á Kleifum í Ólafsfirði. Kleifar eru þyrping nokkurra bæja við vestan- verðan Ólafsfjörð í mynni Ytri-Ár- dals. Fyrr á öldinni var þar mikil út- gerð og búskapur. Mikið fjölmenni var á Kleifum á þessum tímum og mikið líf. Á bæjunum voru barn- margar fjölskyldur og sem dæmi má nefna að Finnur Björnsspn og Mundína Þorláksdóttir á Ytri-Á áttu saman 20 börn. Kleifamenn hafa alla tíð haldið mikilli tryggð við Kleifarnar og er þetta í þriðja sinn sem slík samkoma er haldin, en hún er haldin á þriggja ára fresti. Góð tjaldstæði eru á staðnum. Föstudagskvöldið 22. júlí verður opnuð í Holti, sem lengi þjónaði sem skólahús og samkomustaður Kleifa- manna, sýning á myndum frá liðn- um tíma. Á laugardaginn verður skemmtidagskrá sem lýkur með brennu, brekkusöng og dansi. Ef veður leyfir verður gengið í Fossdal á sunnudeginum. Allir Kleifamenn eru hvattir til að mæta og skemmta sér og öðrum á Kleifamóti. Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá sveinsprófs- nefnd í matreiðslu: „Að gefnu tilefni vill sveinsprófs- nefnd í matreiðslu taka fram að það ríkir fullur einhugur innan próf- nefndar um framkvæmd og þróun sveinsprófa í matreiðslu." AGU REGNFATNAÐUR í miklu úrvali. 100% vind- og vatnsheldur. TRAVEL - st. S-XL Verð kr. 7.795,- AGU - st. XS-XXL Verð 3.990,- Sendum í póstkröfu. Mikið úrval af regnfatnaði. »hummél^ SPORTBÚÐIIM, ÁRMÚLA 40, SI'MAR 813555 OG 813655. RAÐ AUGL YSINGAR KIPULAG RÍKISINS Mat á umhverfisáhrifum Frumathugun á Drangsnesvegi nr. 546, kafli-01 Samkvæmt lögum nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, er hér kynnt fyrirhuguð vegaframkvæmd við Drangsnesveg nr. 546, kafli-01. Um er að ræða nýja veglínu, að mestu leiti, á 7 km kafla milli Hálsgötugils og Hellu. Tillaga að þessari breytingu liggur frammi til kynningar frá 21. júlí til 26. ágúst 1994 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkis- ins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá kl. 8.00 til 16.00, og íverslun Kaupfélags Steingríms- fjarðar, útibúi á Drangsnesi, frá kl. 9.00 til 18.00 mánudaga til föstudaga. Athugasemdum við þessa frannkvæmd, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, fyrir 26. ágúst 1994. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstjóri ríkisins. Aðalfundarboð Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsnæði félagsins í Faxafeni 12 sunnudaginn 24. júlí kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, Ijósakrónur, lampa, bollastell, hatta, veski, gömul póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 91-671989 eftir kl. 16. Geymið auglýsinguna. Fyrirtæki óskast Hef kaupendur að innflutnings- eða fram- leiðslufyrirtækjum í matvöru. Annars konar rekstur kemur einnig til greina. Staðgreiðsla möguleg. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Firmasala Baldurs Garðarssonar, Hreyfilshúsinu, sími 91-811313. Til sölu ísafjörður - verslunarhúsnæði Austurvegur 2 (kaupfélagshúsið), ísafirði, og Hafnarstræti 6, 1. hæð, ísafirði. Austurvegur 2 er verslunarhúsnæði í hjarta bæjarins. 1. hæð og kjallari eru 743 fm, 2. hæð 345 -fm og 3. hæð 362 fm. Samtals er húsið því 1.450 fm. Húsið gefur fjöl- breytta möguleika á innra skipulagi þess. Þá fylgir með iðnaðarhúsnæði á baklóð, 159 fm að stærð. Hafnarstræti 6 er verslunarhúsnæði í mið- bænum, 188 fm, að meðtöldum kjallara. Húsnæðið er steinsteypt frá árinu 1928. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu minni. Tryggvi Guðmundsson hdl., Hafnarstræti 1, ísafirði, sími 94-3244, fax 94-4547. PRÍSTUNO Krossgátublaðið Frístund nr. 2/94 er komið út. Frábær ferðafélagi í fríinu. Hvítasunnukirkjan Fíladelffa Biblíulestur kl. 20.30. Ræöumaður Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS Miðvikudagur 20. júlí: Kl. 20.00 Seljadalur-Nessel (Miðdalsheiði). Ekið áleiðis í Seljadal og gengið þaðan. Verð kr. 700: Sunnudagur 24. júli Kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferð. Brottför í dagsferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, og Mörkinni 6. Helgarferðir 22.-24. júli: 1) Hringferð að Fjallabaki: Laug- ar, Eldgjá - Álftavatn. Gist í sæluhúsum. 2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 3) 23.-24. júli kl. 08.00: Yfir Fimmvöröuháls (gengið frá Skógum). Gist í Þórsmörk. 4) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.i. í Laugum. Ath.: Sjálfboðaliða vantar f vinnuferð að Álftavatni næstu helgi. Vinna f erfiðara lagi. Haf- ið samband við skrifstofu F.f. Ath. 20.-24. júlf: Landmanna- laugar-Þórsmörk. Nokkur sæti laus. Sumarleyfisferðir: 22.-24. júlf (7 dagar) Lónsöræfi (dvöl í Múlaskála). Landslag og litir í Lónsöræfum eiga ekki sinn líka. örfá sæti laus. Fararstjóri: Karl Ingólfsson. 22. -24. júlí (3 dagar) Hreða- vatn-Langavatn-Hnappadalur. Göngutjöld. Fararstjóri: Árni Tryggvason. 23. -27. júlf (5 dagar). Húsavík- Þeistareykir-Mývatn. Göngu- ferð frá Húsavík um Þeistareyki, Gæsadal að Mývatni. Gist í hús- um - tjöldum. Allur farangur fluttur milli staða. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. 23.-26. júlf (6 dagar) Norður- land (Þingeyjarsýslur). Öku- og skoðunarferð um Jökulsárgljúf- ur, Sléttu, Langanes, Vopna- fjörö, Jökuldalsheiöi (Sænauta- sel). Gist í svefnpokaplássi. Far- arstjóri: Sigurður Kristinsson. 30. júlf-8. ágúst (7 dagar) Borg- arfjörður eystri-Loðmundar- fjörður. Flogið til Egilsstaða, það- an með bíl til Borgarfjarðar eystri. Göngur um slóðir áifa og trölla, Stórurð, siglt til Loðmundarfjarð- ar. Fararstjóri: Árni Björnsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. .JL IC SÍK, KFUM/KFUK, KSH, Háaleitisbraut 58-60. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00 i Kristniboössalnum. Iris Kristjánsdóttir hefur upp- hafsorð. Margrét Hróbjartsdótt- ir prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.