Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 11 VIÐSKIPTI Samband fjárfestingarlánasjóða og eignaleigu- fyrirtækja stofnað nýverið Gegna nú sama hlutverki og bankar og sparisjóðir Mega þó ekki taka við innlánum frá almenningi SAMBAND lánastofnana annarra en banka og sparisjóða var stofnað nýverið. Um er að ræða fjárfest- ingarlánasjóði og eignarleigufyrir- tæki sem falla undir lög sem tóku gildi um síðustu áramót um lána- stofnanir aðrar en banka og spari- sjóði. I þessum lögum, sem sett voru vegna aðilar Islands að Evr- ópska efnahagssvæðinu, er m.a. ákvæði sem gerir þessum lána- stofnunum kleift að gegna sama hlutverki og bankar og sparisjóðir að undanskildu því að þær mega ekki taka við innlánum af almenn- ingi. Bragi Hannesson, fram- kvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, er for- maður nýkjörinnar stjórnar Sam- bands lánastofnana. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í kjöl- far fyrrgreindra laga sem sett voru í ársbyijun 1994 hefði komið ósk frá viðskiptaráðuneytinu um að fjárfestingarlánasjóðir og eign- arleigufýrirtæki stofnuðu með sér formleg samtök. „Fyrir er til Samband viðskipta- banka og Samband sparisjóða og með Sambandi lánastofnana eru komin þijú sambönd sem dekka alveg þennan fjármagnsma ná yfir allan Bragi. „Astæðan fyrir áhuga innan viðskiptaráðuneytisins á stofnun þessa sambands er m.a. að það er í gangi mikið af lög- gjafarmálum og öðru sem ráðu- neytið þarf að fá umsögn um hjá viðkomandi aðilum. Þess vegna er þægilegast fyrir þá að hafa ákveð- inn aðila í forsvari." Auk þess að veita umsögn um lagafrumvörp og reglugerðir verð- ur hlutverk Sambands lánastofn- ana að vinna að heilbrigðri þróun á íslenskum fjármagnsmarkaði og vera vettvangur umræðna um sameiginleg hagsmunamál aðila ásamt því koma fram fyrir hönd viðkomandi lánastofnana gagn- vart löggjafar- og framkvæmda- valdi þegar um sameiginlega hags- muni er að ræða. í stjórn Sambands lánastofnana voru kjörnir: Bragi Hannesson, Iðnlánasjóði fórmaður, Ólafur H. Ólafsson, Lýsingu hf. varaformað- ur, Leifur Kr. Jóhannesson, Stofn- lánadeild landbúnaðarins ritari, Már Elísson, Fiskveiðasjóði með- stjórnandi og Kristján Óskarsson, Glitni hf. meðstjórnandi. Fleiri ferðamenn til Spánar Madrid. Reuter. ERLENDUM ferðamönnum á Spáni fjölgaði um 10.4% á fyrstu fimm mánuðum ársins vegna lækkunar pesetans og batnandi ástands í evrópskum efnahags- málum að sögn Javier Gomez Navarro viðskipta- og ferða- málaráðherra. „Við búumst við góðum há- annatíma og ef til vill bezta árinum á þessum áratug," sagði hann. Til Spánar komu 18.7 milljón- ir erlendra ferðamanna frá jan- úar til maí og 55% þeirra voru frá Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. I maí einum fjölg- aði erlendum gestum um 18.7% miðað við sama mánuð 1993. „Kreppuárin 1990, 91 og92 eru að baki,“ sagði Gomez Na- varro, „og nú eru ferðamenn ánægðari en 1993.“ Atvinna Ferðamenn eyddu 930.6 millj- örðum peseta á fyrstu fimm mánuðum ársins og er það 16.2% aukning miðað við 1993. Til þess að viðhalda ferða- mannastraumi verður meiri áherzla lögð á náttúrufegurð og menningararf Spánar. Flugleiðir vilja endurskoðun vinnulöggjafarinnar STJÓRN Flugleiða hefur sam- þykkt tilmæli við Vinnuveitenda- sambands íslands að það beiti sér fyrir samstarfi við stjórnvöld og verkalýðshreyfingu um endur- skoðun vinnulöggjafarinnar með það fyrir augum að hún taki mið af þörfum nútímaatvinnulífs og þjóðfélagshátta. í samþykktinni segir m.a. að stuðla þurfi að stöð- ugleika á vinnumarkaði og því að samningar verði gerðir samtímis í sömu atvinnugrein. Jafnframt verði að takmarka heimildir smá- hópa til að hindra vinnu margfalt stærri starfshóps. í greinargerð sem fylgir sain- þykkt stjórnar Flugleiða kemur fram að félagið er bundið kjara- samningum við 28 stéttar félög innanlands. Þar af geti að minnsta kosti 10 félög valdið alvarlegri röskun á millilandaflugi félagins. „Vinnudeilur við hvert og eitt þess- ara félaga geta raskað ferðum þúsunda viðskiptavina, stefnt hagsmunum fyrirtækisins, starfs- manna þess og hluthafa í full- komna tvísýnu og valdið hundruð- um annarra fyrirtækja víðsvegar um land og þúsundum starfs- manna þeirra tilfínnanlegu tjóni,“ segir í greinargerðinni. Endurskoðun löngu orðin tímabær „Við erum með þessari sam- þykkt að benda á hve mikilvægt það er að ekki komi til stöðvunar í ferðþjónustu vegna vinnudeilna við fámenn stéttarfélög," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða í samtali við Morgunblaðið. „Það er löngu orðið tímabært að endurskoða vinnulöggjöfina sem var sett árið 1938 ekki síst vegna ferðaþjónustunnar þar sem er að fínna einn helsta vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi." í umræddri greinargerð áréttar stjórn Flugleiða að stéttarfélög starfsmanna hafi í vaxandi mæli sýnt þörfum félagsins skilning og í mörgu rnætt þeim nýju aðstæðum sem leitt hafa af harðnandi samkp- epni. Þrátt fyrir það teldi stjórnin að lagarammi um þessi mikilvægu samskipti tæki hvorki eðlilegt tillit til heildarhagsmuna starfsmanna, fyrirtækisins eða ferðaþjón- ustunnar í heild. Þessar aðstæður væru eitt af því sem helst ógnuðu framtíðaruppbyggingu í fei'ða- þjónustu hér á landi. 5 herb. íbúð í Hafnarfirði Nýkomin til sölu 5 herb. 120 fm íbúð á miðhæð á góðum stað við Hringbraut. Sérinng. Laus strax. Verð 8 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Matvöruverslun Til sölu er mjög góð matvöruverslun í hagstæð- um innkaupahring með opið til kl. 10.00 alla daga. Rótgróin verslun með góða veltu og lítið starfslið. Mánaðarvelta ca 6-7 millj. Gott verð. Góð kjör. Laus strax. Nýbúið að endurnýja inn- réttingar og tæki að mestu. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. mmnmszEM SUÐURVERI SlMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. BORGAREIGN Drápuhlíð - sérhæð Til sölu góð efri sérhæð ca 110 fm. íbúðin skiptist m.a. í góða stofu, 3-4 svefherb. Suðursvalir. Verð 9,2 millj. Trönuhjalli 1 - Kópavogi Sérlega glæsileg 2ja herb. íbúð á T. hæð. Suðursvalir. Gott útsýni. Áhv. ca 4,5 millj. Verð 6,9 millj. @888 222 Góð fjáröflun Til sölu er Ijósaskilti, tölvustýrt, á sjálfstæðum standi. Til flutnings hvert sem er. Tölva og for- rit fylgir. Mjög góð fjáröflun fyrir hjálpar- og líkn- arfélög sem þurfa stöðuga fjáröflun. Stærðin er 8,30x2,10 m. Mjög einfalt í stjórnun. Gott verð. Einnig upplagt fyrir stór fyrirtæki eða duglega einstaklinga. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Húseign í Hafnarfirði Til sölu vandað steinhús með tveim íbúðum, alls 146 fm, auk bílsk., á mjög góðum stað við Öldutún. Á efri hæð er 3ja herb. íbúð, á jarðhæð er 2ja herb. íbúð með sérinng. Seljast saman eða hvor íbúð fyrir sig. Húsið er með stálklæðningu og hefur alltaf verið í mjög góðri hirðu. 35 fm bílskúrfylgir efri háeð. Ekkert áhvílandi. Laust strax. Einkasala. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. GH Þýsk HVERGI FESTINGAJARN OG KAMRSAUMUR gæðavara — traustari festing MEIRA ÚRVAL 'T & ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ Armúlu 2V - HW Kt-ykjuiik - wtvllt »K MUillHI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.