Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hvaða mál eru brýnust
fyrir Kvennalistann?
MÉR BRÁ svolítið þegar ég las
það í Morgunblaðinu þriðjudaginn
12. júlí í grein eftir Kristínu Ein-
arsdóttur þingkonu Kvennalista að
það væri í senn „fjarstæðukennt
og furðulegt" að láta sér detta í
hug að það sem gerðist í Reykja-
vík í sveitarstjórnarkosningunum í
vor verði heimfært upp á lands-
málapólitíkina. Kenning hennar
virðist vera sú að sveitarstjórnar-
mál séu eitthvað allt annað en
landsmál. Þau fyrrnefndu séu svo
léttvæg að það taki því varla að
skipta sér í flokka um þau en á
vettvangi hinnar síðarnefndu sé
svo sannarlega þörf á flokkadrátt-
um.
Það er sagt að pólitískt minni
manna sé stutt, en þó man ég svo
langt aftur að kvennaframboð
komu fyrst fram í sveitarstjórnar-
kosningum 1982. „Markmiðið var
að gera byltingu í íslenskum stjórn-
málum með kvenfrelsishugsjónir
að leiðarljósi,“ segir Kristín Einars-
dóttir. Og ég man ekki betur en
þá hafi konumar sett á oddinn
jafnréttismál, launamál láglauna-
kvenna, dagvistarmál, fjölskyldu-
mál, húsnæðismál, aðbúnað aldr-
aðra og fleiri brýn félagsleg úr-
lausnarefni. Áherslurnar voru svip-
aðar að mér sýndist bæði 1986 og
1990.
Sveitarstjórnarmál verða sífellt
viðameiri og nú verður allur grunn-
skólinn senn verkefni sveitar-
stjórna. Sé enn þörf á sérstakri
kvennapólitík, samkvæmt rökfræði
Kristínar, þá ætti hún ekki síst
heima í sveitarstjórnum. Kvenna-
listinn má hinsvegar vel við hlut
sinn una á sameiginlegum listum
úr síðustu kosningum. Hann fékk
borgarstjórann í
Reykjavík, forseta
bæjarstjórnar á Húsa-
vík og á Selfossi, allt
á sameiginlegum list-
um, meðan hann er
einangraður í Kópa-
vogi og á ísafirði, þar
sem hann bauð fram
einn og sér.
Ef við höldum okk-
ur við hin hefðbundnu
mál Kvennalistans þá
er enn mikil þörf á að
koma þeim fram. Bæði
í stjórnmálum og
verkalýðspólitík hefur
verið ríkjandi mátt-
leysi til þess arna. Það má Reykja-
víkurlistinn eiga að ákvörðunin um
sameiginlegt framboð breytti dag-
skrá sveitarstjómarmálanna í einni
andrá. í staðinn fyrir máttleysis-
legt og sundrað andóf gegn fijáls-
hyggjunni var hún í
einu vetfangi rekin á
flótta.
Það er eitthvað
þessu líkt sem við
þurfum í landsmálun-
um. Það er fyrirsláttur
að gera sem mest úr
ágreiningi milli flokka
sem aðhyllast viðhorf
félagshyggju og jafn-
aðarstefnu í stað þess
að gera sitt til þess að
Iaða fram samstöðu
um meginmál. í öllum
flokkum takast á fylk-
ingar. Kristín Einars-
dóttir virðist hafa
meiri áhuga á að gera sem mest
úr ágreiningi um Evrópumál í stað
þess að benda á þá staðreynd að
innan Alþýðuflokksins hefur ekki
verið tekin nein ákvörðun um að
ísland eigi að sækja um aðild að
Leifur Guðjónsson
*
.
1
í
t
ÍTALSKIR G/EÐASKÓR
Stubai
Stærðir 36-48
SYMPATEXVATNSVARÐIR
Þyngd: 560 g. parið
Skór fyrir léttar gönguferðir
Verð kr. 7.900
7.1 IO
AFSLÁTTUR AF NÚ ER
ÖLLUM SKÓM RETTA
TÆKIFÆRIÐ
TIL AÐ
EIGNAST
GÓÐA
vandaða, þægilega og vatnshelda
GÖNGUSKÓ
ÁGÓÐU
VERÐI
MIÐVIKUDAG TIL SUNNUDAGS
Jura
Stærðir 36-48
SYMPATEXVATNSVARÐIR
Þyngd: 600 g. parið
Mjög þægilegir skór
fyrir styttri og lengri göngur
Verð kr. 9.900
8J9IO
Nevada
Stærðir 36-48
S YM PATEX VATNSVARÐIR
Þyngd: 600 g. parið
Léttir mjúkir og þægilegir
Verð kr. Í0.700
Cristallo
LeðurStærðir 36-48
SYMPATEXVATNSVARÐIR
Þyngd: 840 g. parið
Sterkir, góðir I lengri göngur
Verð kr. 12.400
I 1.160
•••i
þar sem
ferðalagið
byrjar!
EYJASL0Ð 7 101 REYKJAVIK S. 91 -621 780
i
i
i
0
0
0
0
0
■
■
*
*
k
i
i
Það er vonandi að Krist-
ín Einarsdóttir taki sér
góðan tíma til þess að
skoða upphaf Kvenna-
listans, segir Leifur
Guðjónsson, og komist
að þeirri niðurstöðu að
hann eigi samleið með
verkalýðssinnum, jafn-
aðarmönnum og félags-
hyggjufólki í átt að rík-
isstjórn þessara afla.
Evrópusambandinu. Jóhanna Sig-
urðardóttir og aðrir góðir jafnaðar-
menn í flokknum stöðvuðu á
flokksþingi tilraunir Jóns Baldvins
Hannibalssonar til þess að reisa
þá girðingu utanum Alþýðuflokk-
inn. Það er vonandi að Kristín Ein-
arsdóttir taki sér góðan tíma til
þess að skoða upphaf Kvennalist-
ans og komist að þeirri niðurstöðu
að hann eigi samleið með verka-
lýðssinnum jafnaðarmönnum og
félagshyggjufólki í átt að ríkis-
stjórn þessara afla.
Gott gengi Kvennalistans á sam-
eiginlegum listum í .sveitar-
stjórnarkosningum ætti að gefa
tilefni til slíkrar niðurstöðu. Það
er líka vert að hugleiða þá stað-
reynd að það er innan stóru Jafnað-
armannaflokkanna á Norðurlönd-
um sem konur hafa náð lengst í
jafnrétti í stjórnmálum. Eru ekki
konur í meirihluta í norsku ríkis-
stjórninni?
Höfundur er starfsmaður
Dagsbrúnar.
gn KERFISÞRÓUN HF.
LNI FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055