Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JULl 1994 I MINNIIMGAR ' SVAVA EYVINDS- DÓTTIR + Svava Eyvindsdóttir fædd- ist í Útey í Laugardal 20. apríl 1928. Hún lést á Landspít- alanum 8. júlí síðastliðinn og ' fór útför hennar fram. frá Sel- fosskirkju 15. júlí. NÚ í SUMAR eru liðin 20 ára síð- an ég kvaddi Ljósafossskóla eftir að hafa dvalið þar öll mín barna- skólaár hjá þeim Svövu og Böðvari. Þá var framtíðin óskrifað blað j og lífsgangan framundan, en ekki hafði ég farið Iangan veg þegar ég fór að líta um öxl og horfa með söknuði til áranna á Ljósafossi. Ég fann að þar hafði ég átt mitt annað heimili og þar átti ég djúpar rætur. Ég saknaði sárt samfélagsins sem þessi skóli var og ekki síst þeirra Svövu og Böðvars. Á fullorðinsárum raðast myndir og myndabrot bernskunnar upp í hugum okkar og af þeim sjáum við hvað hefur gefið henni mest gildi. IÞar geymum við líka myndir af þeim sem okkur þótti vænst um, | þeim sem studdu okkur og hvöttu og þeim sem héldu yfir okkur verndarhendi. Svava prýðir margar af mínum bernskumyndum. Þessi glæsilega og góða kona gengdi stóru hlut- verki í æsku minni og ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að njóta umhyggju hennar. Osjaldan lá leið- in niður í eldhús til að leita uppörv- unar eða til að spjalla, en alltaf tók I Svava manni opnum örmum. Ég sé fyrir mér hvernig hún brosti svo spékopparnir komu í ljós, strauk mér um vangann og spurði hvort eitthvað væri að. Hún tók þétt um axlirnar, horfði í augu mér og ég vissi að hún var tilbúin að hlusta. Svava var aldrei svo upptekin að hún hefði ekki tíma fyrir okkur krakkana. Vinnudagurinn var lang- ur og erfiður en viðmót hennar bar þess aldrei merki að hún væri þreytt Iá okkur. Var þó margt brallað og ekki allt til fyrirmyndar sem við tókum okkur fyrir hendur. Aldrei heyrði ég styggðaryrði af vörum hennar og fas hennar einkenndist alltaf af hlýju, ástúð og gleði. Hin síðustu ár hitti ég Svövu alltof sjaldan, en hef oft hugsað til þeirra hjóna og óskað mér að ég sæti hjá þeim og spjallaði við þau. Nú hefur dauðinn hins vegar | drepið á dyr og kallað Svövu til sín (svo að þessar fátæklegu línur eru mín eina leið til að kveðja hana og þakka henni fyrir allt. Ég geymi myndirnar af henni við hjartastað og þær munu ylja mér svo lengi sem ég lifi. Elsku Böðvar, synir, tengdadæt- ur og barnaböm, ykkur votta ég mína innilegustu samúð. Aldís Eiríksdóttir. I 5 ERF1DRTKKJUR Sími 11440 LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. ' Fáið mynaalistann okkar. Hér á eftir fara nokkrar krossaspurningar úr kvikmyndinni um Steinaldarmennina sem sýnd verður í Sam-bíóunum og Háskólabíói. Krossið við rétt svör og sendið lausnirnar til okkar, merkt nafni, aldri og heimilisfangi. Dregin verða út nöfn 45 krakka sem svara spurningunum rétt og fá þau einhverja af eftirtöldum vinningum: 15 krakkar fá Steinaldar-boli og bíómiða fyrir tvo 15 krakkar fá Steinaldar-pizzur og bíómiða fyrir tvo 15 krakkar fá Mogga-húfur og bíómiða fyrir tvo 1. íslensku tvíburarnir Hlynur og Marinó Sigurðssynir leika lítinn strák í myndinni um Steinaldarmennina. Hvað heitir strákurinn? _J Skamm-Skamm _J Bamm-Bamm _J Freddi litli 2. Leikarinn John Goodman sem leikur Fred Flintstone er þekktur fyrir að leika í sjónvarps- myndaflokkum sem sýndir hafa verið hér á landi og kenndir eru við aðalleikkonu þáttanna. Hvað heita þessir þættir? _J Rosanne JFeðgar JFólkið í Forsælu 3. Hvað heitir hundur Flintstone fjölskyldunnar? J Snúlli J Dínó J Plútó 4. Hvernig knýja Steinaldarmennirnir bílana sína áfram? j með rafmagni J með bensíni J með fótafli 5. Hvert er heróp Freds Flintstone? J Jibbi-jibbi-jei J Jabba-dabba-dú J Hotti-dí-hott Utanáskriftin er: Morgunblaðið Steinaldar-leikur Kringlunni 1 103 Reykjavík Nafn______ Heimili__. Sími______ . Aldur________ Skilafrestur er til 28. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.