Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 29 MAGNÚS SIG URLÁSSON + Magnús Sigur- lásson frá Eyr- arlandi fæddist í Lambhaga á Rang- árvöllum 26. mars 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurlás Kristinn Nikulás- son, umsjónarmað- ur Rannsóknastofu Háskóla íslands við Barónsstíg, og Magdalena Sigur- þórsdóttir, handa- vinnukennari Kvenfélagasam- bands Islands, og lifir hún son sinn. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Guðjóna Friðriks- dóttir, f. 23.2. 1921, og eru syn- ir þeirra tveir: Jón V., kvæntur Hrafnhildi Bernharðsdóttur, og Friðrik, kvæntur Hrafnhildi Guðnadóttur. Magnús braut- skráðist frá Verslunarskóla ís- lands árið 1938 og var stöðvar- stjóri Pósts og síma i Þykkvabæ frá 1965. Hann var oddviti Djúpárhrepps frá 1978. Útför hans verður gerð frá Hábæjar- kirkju í Þykkvabæ í dag. ÞEGAR Lionsklúbburinn Suðri í Vík gekk til þeirrar þjónustu hreyf- ingarinnar að stofna Lionsklúbb, þá varð þeim félögum fyrst hugsað til þess að „Lionsjarðvegur" mundi vera til staðar á Hellu og í Þykkvabæ, stofna einn klúbb fyrir þessi byggðarlög. Það leiddi svo hvað að öðru, að rætt var við þrjá verðandi „Lions- leiðtoga“, þá Gunnar Hjartarson útibússtjóra á Hellu, Hálfdán Guð- mundsson, skattstjóra, og Magnús Sigurlásson, símstjóra í Þykkvabæ. Þessir menn voru svo kosnir til fyrstu stjórnar Li- onsklúbbsins Skyggn- is. _ Ég er að rifja þetta upp, vegna þess að í dag erum við að kveðja einn af þessum braut- ryðjendum Lions- klúbbsins Skyggnis, Magnús Sigurlásson frá Eyrarlandi í Þykkvabæ. Við félag- arnir í Skyggni eigum Magnúsi margt að þakka. Hann þjónaði klúbbnum og Lionshugsjóninni af áhuga og drengskap svo lengi sem heilsa hans leyfði. Magnús var glæsilegur félagi sem við vorum stoltir af. Hann var einstaklega skemmtilegur maður, skynsamur, ráðagóður og naut mikillar virðingar allra sinna félaga. Magnús dró nýja félaga að klúbbnum með áhuga sínum og glæsibrag. Hann sinnti mörgum störfum innan klúbbsins sem ekki skulu þó upp talin hér. Við félagarnir í Lionsklúbbnum Skyggni söknum góðs félaga og þökkum honum fyrir allt það sem hann var okkur félögunum og fé- lagsskapnum, fyrr og síðar. Við minnumst skemmtilegra funda og annarra mannamóta með Magnúsi. Þökkum móttökumar í „hjólhýs- inu“, er við fórum landgræðsluferð- ir í Skyggnishóla eða Hraunteig. Við vottum frú Guðjónu Friðriks- dóttur, sonunum Friðrik og Jóni, ásamt öðrum afkomendum og ætt- ingjum, okkar innilegustu samúð. F.h. Lionsklúbbsins Skyggnis, Hörður Valdimarsson. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 685000 Þjónusta á þinum vegum MIIMNIIMGAR Afmælis- og minnmgargreinar MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl- is- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinun- um er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykja- vík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg til- mæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600- 4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dag- bók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvu- sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur L veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auð- veld í úrvinnslu. BLUSSUR, PEYSUR 1.995 kr BLÚSSUR, PEYSUR 2 KJÓLAR, ÚLPUR 2.995 kr ATVINNU IK A YSINGAR Sölumaður Rótgróin fyrirtækjasala óskar eftir kraftmikl- um, lifandi og skemmtilegum sölumanni með góða þekkingu á fólki og atvinnulífi. Starfar sem sjálfstæður verktaki á prósentum. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. ágúst, merktar: „Sölumaður -12800“. Framtíðarstarf Héraðsnefnd A-Húnvetninga og Ferðamála- félag A-Hún. óska að ráða starfsmann í sam- eiginlegt starf framkvæmdastjóra héraðs- nefndar og ferðamálafulltrúa, er hafi aðsetur á Blönduósi. Haldgóð menntun og/eða reynsla í bókhaldi og störfum að ferðamálum nauðsynleg. Æskilegt er að hann geti hafið störf sem fyrst. Laun eftir samkomulagi. Umsóknum ber að skila fyrir 28. júlí 1994 til Valgarðs Hilmarssonar, oddvita héraðs- nefndar, Fremstagili, 541 Blönduósi, sími 95-24340, eða Erlendar Eysteinssonar, formanns Ferðamálafélags A-Hún., Stóru- Giljá, 541 Blönduósi, sími 95-24294, fax 95-24096, og gefa þeir einnig frekar upplýsingar. Héraðsnefnd A-Hún. Ferðamálafélag A-Hún. FISKVINNSLUDEILDIN DALVÍK Deildarstjórastaða við Sjávarútvegsdeildina á Dalvík er laus til umsóknar. Umsóknir berist skólastjóra. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 96-61162 og 96-61380. Sölufólk - dagvinna Dugmikið sölufólk óskast í dagvinnu við sölu á skráningum í bókina íslensk fyrirtæki í tvo til þrjá mánuði. Umsækjendur verða að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar gefur Hildur Kjartans- dóttir í síma 91-812300. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík. Okkur vantar röskt og áhugasamt fólk í vinnu strax Við óskum eftir að ráða starfsfólk á öllum aldri til framtíðarstarfa á veitingastofur okkar á Suðurlandsbraut 56, Reykjavík. Um er að ræða fullt starf. Unnin er í vakta- vinna, þannig að fólk þarf að geta unnið á breytilegum tíma alla daga vikunnar, þ.m.t. yfir frídaga og hátíðar, ýmist á morgnana, daginn eða á kvöldin. Umsóknareyðublöð liggja frammi á veitinga- stofunni fyrir allt hresst og duglegt fólk. LYST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.